Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Síða 8
Elsku Ljónið mitt, himingeimurinn og veröldin öll er á hraðferð til að leysa úr öllu sem þú þarft að láta gerast. Þér finnst alltaf að þú þurfir að bjarga og redda öllu, svo að hugs- anirnar eru á sömu fleygiferð og alheimurinn. Eftir því sem þér finnst þú geta tengt þig meira frið og ró geturðu sleppt því að vera í spennugírnum. Þannig sérðu að þú þarft ekki alltaf að vera hopp- andi glaður til að sjá að hamingjan heldur í höndina á þér. Það eru vissir erfiðleikar tengdir vinnu eða lífsafkomu, en þú verður eitilharður í því að finna ann- að úrræði sem lætur þig lenda á réttum stað. Þarna þarftu að vera ákveðinn, þýðir ekki að vera lint eða latt Ljón í þessum kringumstæðum. Og þegar þú finnur að þú verður það, þá kemur krafturinn yfir þig; Ég get, ætla og skal, GÆS. Það eru líka sterk skilaboð til þín um að Ljón búa alls ekki í helli, því þar myndu þau deyja úr leiðindum. Þau eru alltaf í hópum og þú skalt tengja þig eins mörg- um hópum og þú mögulega getur. Þú ert að fá tækifæri til að gera líf þitt litríkara og lofsverðara. Ég dreg eitt töfraspil úr bunkanum mínum og þar kemur spil sem táknar aga, skipulag og rútínu. Þetta er lykillinn að hinum mikla mætti. Þetta spil ber töluna 16 og ef þú leggur saman tölurnar 1+6 færðu töluna sjö, sem er andleg tala vellíðanar. Ástin er í öllum hornum og þótt þú sért köttur skaltu ekki leika þér að músinni. Sönn ást er komin til að vera en sú sem skiptir engu máli og gefur ekkert nema erfiðleika er komin til að fara. Það eru mörg góð og merkileg tækifæri í kringum þig, en þú þarft að hafa frumkvæðið. Og þótt þér finnist stundum að þér líði illa er helvíti ekki staður heldur hugarástand, þetta er staðreynd svo að allt er á góðri leið hjá þér. Í hönd við hamingjuna LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST Elsku hjartans Krabbinn minn, það er mikill titringur í tilfinningalífinu þínu svo gefðu dramanu ekki meira að borða. Líf þitt er fólgið í því sem þú hugsar og talar, svo hafðu þann viljastyrk að draga að þér kraftaverkin. Settu meiri trú í það að veröldin sé að vinna með þér og það sé til lausn á vand- anum. Ekki ræða um erfiðleikana, heldur gefðu þér frí frá þeim dag og dag og taktu eftir þessu frelsi sem þú finnur í því. Að sjálfsögðu geturðu þetta því þú ert mesta tilfinningapoppstjarna alheimsins. Og hvort sem þú hreyfir þig bara agnarögn eða það verður stjörnuhrap taka svo margir eftir því sem er að gerast í kringum þig, því þú ert fyrirmynd. Þegar þér finnst að þú sért þín fyrirmynd finnurðu kraftinn sem kemur frá himingeimnum. Þetta gefur þér þær gjafir sem þú hugsar um, talar um og trúir á. Í þér býr partur af Guði, svo leyfðu þér að skína sem slíkur. Lífið verður svo óborganlegt og aflmikið næsta mánuð. Þú hefur líka í hendi þér að breyta því sem er að gerast í fjölskyldunni þinni. Þú ert að öðlast eitthvað magnað og mikilfenglegt og í þeim krafti veistu hvað þú átt að þakka fyrir og hvað þú hefur gert rétt. Ég dreg fyrir þig spil sem sýnir þig halda báðum höndum um hjartað og í því eru fólgnir einhverjir tilfinningalegir erfiðleikar og þú stendur á sjó og sólin skín á þig og þú ert staðráð- inn í því að láta ekkert stoppa þig. Og þannig verður það. Þín einstaka hjartahlýja mun bjarga öllu. Þú ert fyrirmynd KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 Elsku Meyjan mín, það er svo magnað hvað hversdagslegar kringumstæður og hugsanir geta haft mikil áhrif á þig. Það er sú tilfinning að þú sért að slá sjálfa þig utan undir og að kenna þér um þessar litlu vitleysur. Alveg eins og H.C. Andersen sagði í sambandi við slúður, að ein fjöður getur orðið að fimm hænum, þá getur ein hugsun hjá þér orðið að fimmföldum vandræðum. Og þú þarft að temja þér núna að segja þetta er ekkert því þú þarft ekki að segja frá öllu sem gerist í kringum þig. Svo ekki vera boðberi illra frétta því það særir sjálfa þig mest á endanum. Hins vegar ertu bara í dásamlegum kringumstæðum, lagandi hreiðrið þitt og í leiðinni að laga þær vitleysur sem hafa hangið á þér og lamað þig. Þetta getur tengst manneskju í nærumhverfi þínu sem vill taka stjórn. Og þessi manneskja virðist öðru hvoru vera svo dásamleg en breytist síðan í eitthvað svo erfitt og þreytandi. Ég dreg fyrir þig eitt spil, rugla stokknum og fæ eitt fjólublátt spil. Ég fæ töluna fjóra sem seg- ir að þú fáir kraft og þrjósku til þess að ganga frá því sem þú þarft og loka á þá sem þú þarft. Þú færð svo mikla orku í líkama og sál og situr inni í skógi með lófana upprétta. Þetta táknar hreins- un og nýjan kraft sem móðir Jörð er tilbúin að gefa þér. Þú þarfnast þess að fá svolítið af einveru og í henni er mikilvægt að þú sjáir þú ert ekki einmana heldur þarfnast að hafa og eiga meiri og fleiri eðalstundir með sjálfri þér. Á döfinni eru ferðalög sem skipta máli, löng eða stutt, því að hvert skref sem þú tekur og þessi sérstöku ferðalög sem eru í kringum þig munu gefa þér þá visku að þú hafir verið að gera rétt. Og hafðu það sterkt í þínum huga á þessum sérstaka tíma sem þú ert að fara inn í að láta ekki að þér hæða því þú munt á þínum gjörðum græða. Hreinsun og nýr kraftur MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Sporðdrekinn minn, það er ekki alltaf auðvelt að tilheyra þessu merki. Það eru alls konar hvirfilbyljir sem hafa mætt þér og þú hefur komist í gegnum þá alla. Þú ert sterkari en nokkurri manneskju datt í hug og þegar þú lendir í aðstæðum sem einkennast af streitu og ósamræmi missirðu orku. Þú hefur svo sterkt skap og svo mikinn karakter og þótt þú komir þér stöku sinnum í vand- ræði er það yfirleitt vegna þess þú ert að vernda alla þá sem þú þekkir af mikilli ákefð og um- hyggju. Það sem mun hjálpa þér mest er að hafa mikið fyrir stafni, setja lífið á sterka siglingu og nýta þér skapið, orkuna og trygglyndið sem er svo sterkt í sálu þinni til að halda bara beint áfram. Það er eins og það birtist fyrir þér svo jákvæðar breytingar hvort sem þú sérð það eða ekki og ég fæ alveg gæsahúð þegar ég er að skoða orkuna þína. Þú ert svo ótrúlega sterkur karakter, eins og bambusinn. Hann mun kannski bogna en hann brotnar aldrei. Ný eða nýleg vinátta streymir inn í líf þitt og gefur þér tilefni til að breyta hlutunum og lífinu. Þú átt það til að gera alltaf það sama og festa þig í endurtekningum með sama fólkinu. En núna sérðu og leggur blessun yfir ný tækifæri og lokar þeim hjólförum sem þér hefur fundist þú vera í. Þú ert einni setningu eða einu símtali frá því að redda málunum, hvort sem það tengist pen- ingum eða einhverju öðru sem er þér mikilvægt eða merkilegt. Fortíðin er ekki til og framtíðin er núna, mundu það hjartagull. Framtíðin er núna SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku Vogin mín, það er margt að gerast í kringum þig, alls engin logn- molla því þú þrífst ekki í slíku. Þú nærð að klára svo margt og sérð líka milljón önnur verkefni sem þú þarft líka að klára. Það er svo mikið að gerast að það þarf að klára þetta allt núna strax, ekki stundinni seinna. Og þess vegna sérðu alltaf ný og ný verkefni því þú ert með hugann við það. Redda þessu, breyta þessu, færa þetta, það er aldrei nóg búið að gerast hjá þér. Vogin er náttúrulega dýrari týpan og það sem þú ert að framkvæma núna, hvort sem það er í orði eða á borði, mun fleyta þér áfram. Orð þín munu glóa og breyta svo mörgu og sannleikurinn mun gera þig frjálsa. Þú þarft að stjórna tíma þínum sjálf, það hentar þér alls ekki að vera 8-5 týpan og sérstaklega ekki núna. Það kemur fyrir að þú hafir þurft að stíga á annarra manna tær til að komast langt í líf- inu, en hvað er að komast langt í lífinu? Það er bara þín persónulega skoðun. Þú stefnir að hærra marki og að nýjum sigrum. Það dásamlega við þig er að þú getur setið tímum saman í eigin félagsskap og hugleitt næstu fléttu. Þetta er spennandi tímabil og þú ert spennandi. Þú nýtir gáfur þínar betur og elskar hvatvísina sem er ferðafélagi þinn. Í öllu þessu er mikilvægt að þú hrósir sjálfri þér og hugsir alls ekki að þú þurfir á hrósi annarra að halda. Ég dreg eitt spil og það er talan fimmtán og þar er mynd af djöflinum, sem táknar freistingar. Þú átt það til að vera svolítill spennufíkill og þér gæti dottið það í hug að leika þér að eldinum. Lífið býður upp á alls konar freistingar og sumar þeirra átt þú sannarlega að varast. Spennandi tímabil VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Bogmaðurinn minn, þú hefur svo mikinn sjarma og býrð til svo fullkomin augnablik. Svo þú verður að velja mótleikarana þína af alúð og samviskusemi. Annars verður allt vitlaust og þú dregur þig niður á það plan sem mótleikarar þínir eru á. Þú ert leikstjórinn svo þú getur skipt út og ráðið aðra. Þetta táknar svo margt annað í lífi þínu, ekki bara maka eða kærasta heldur svo miklu meira. Það sagði mér þekktur útvarpsmaður fyrir stuttu að hans hlutverk í lífinu væri að láta öðrum líða vel. Og þegar þú ferð í þá tíðni að hlutverk þitt sé svolítið þannig, að láta öðrum líða vel, þarftu alls ekkert að hafa fyrir því. Það er svo margt núna á næstu mánuðum sem tengist viðskiptum og einhvers konar skemmti- leg leikflétta sem mun heppnast svo vel. Og það sem þér fannst einu sinni svo erfitt og ókleift er þér núna jafn auðvelt og að draga andann. Ef þú ert á lausu skaltu vanda valið vel og reikna út einstaklinginn, mínus og plús einhvern sem þú getur komið með heim til mömmu og þú ert stoltur af. Þá eru opin tækifæri ástarinnar sem gefa einlægni og ró. Svo þegar þú leggur höfuð að bringu viðkomandi og færð þá tilfinningu að þér líði vel og þú treystir þeirri persónu er það tákn um ástina. Ég dreg eitt spil fyrir þig og það er spil ástarinnar. Þar er mynd af höndum sem halda á kerti með svo fallegan loga. Svo eru nokkur kerti í kringum þig eins og fljótandi á vatni. Þetta færir þér merki um ást og að þú gefur svo fallegar og góðar minningar. Þú ert leikstjórinn BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Júlí

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.