Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara í gegnum skapandi og skemmtilega tíma. Þú ert í svo miklu jafnvægi og hefur náð svo góðum tökum á að finna það skemmtilega í lífinu út og skora það erfiða á hólm. Þú finnur og sérð að þú getur treyst bæði sjálfum þér og öðrum betur en þú hefur gert. Þú getur slakað meira á en áður og slappað af. Þú getur meira að segja leyft þér að sitja í farþegasætinu og öðrum að stjórna og sleppt því að vera alltaf í símanum. Þú þarft að taka út úr aflinu náttúrubarnið sem í þér býr, finna núllpunktinn þar sem þú hefur ekki síma eða aðra tækni við höndina. Þetta sumar markar tímamót í lífi þínu og skilning þinn á því að það sem þú ert búinn að vera að gera undanfarin ár er rétt. Þú sérð eins og allt púsluspilið þitt sé rétt raðað og það vantar ekkert í það. Ekki bæla niður þitt skapandi og skemmtilega eðli, stjörnumerki þitt heitir Fiskarnir og það eru tveir fiskar táknaðir fyrir það. Öðrum fiskinum dettur stundum í hug að synda í allt aðra átt en hinn vill. Þess vegna er því skemmtilegt að sjá þegar þú ert að rífast við sjálfan þig og finna leið, safna orku þinni á þá tíðni að Fiskarnir tveir syndi sömu leiðina. Þetta eðli þitt gerir líf þitt eftir- tektarverðara og meira skapandi og skemmtilegra en þú getur ímyndað þér. Núna skaltu finna léttu og auðveldu leiðina að þeim markmiðum þínum litlum og stórum sem þú vilt. Mundu bara að þú þarft ekki að fara í gegnum fjallið því þér bjóðast alls kyns skemmtilegir veg- ir til að fá því framgengt sem þú þráir. Líðanin verður góð og þó að þér detti í hug að hafa áhyggjur af peningum er það óþarfi því þeir munu birtast þér, jafnvel á síðustu stundu. Þú átt eftir að sjá að lífið mun færa þér mikil ríkidæmi af öllum mögulegum toga. Kossar og knús, Sigga Kling. Margar leiðir að markinu FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Nautið mitt, þetta dásemdar dýrðartímabil sem þú ert að sveima inn í gef- ur þér jafnvægi og öðruvísi upphaf. Þú finnur fyrir svo mikilli ánægju yfir hlutum sem þú hefur ekki einu sinni tekið eftir áður. Þú sættir þig við svo margt og hættir að stjórna öllu. Þú ferð að borða öðruvísi og hafa mikla skynjun á heilsunni. Bara mantran „Ég er heilsuhraust og ég er hress“ hentar þér svo dæmalaust vel á þessu sumri. Þú finnur fyrir því eins og það séu fiðrildi í maganum á þér líkt og þú sért ástfangin, og kannski ertu það líka bara. Þú þarft að passa þig mjög mikið á að vera ekki að umgangast of aggressívt og dóminerandi fólk. Því að þótt þú sért sterk manneskja ertu búin að vera viðkvæm líka og þolir ekki rifrildi, öskur eða garg. Það gætu tengst þér tvö heimili, eitthvað sem þú býst ekki við að komi, en er svo nálægt þér. Þér á eftir að finnast að þú sért búin að eyða of miklu og í óþarfa. En eftir því sem þú verður minna stressuð og slakar meira á í sambandi við peninga leyfir þú þér bara að eyða um efni fram. Því peningar eru að mæta þér þetta sumarið. Ég dreg fyrir þig eitt spil og á því er talan fimm og þér fylgir líka talan fimm, þar sem þú ert í Nautsmerkinu. Þarna kemur sterkt fram að þú sért að læra svo mikið, heldur á bók á myndinni og horfir á fjölskyldu og hús fyrir framan þig. Hundar eru líka allt í kringum þig sem þýða vinir og í þessu öllu saman ertu að taka á móti svo sterkum orðum og setningum. Næmni þín hefur aldrei ver- ið betri og þér finnst þú þurfir vart að sofa. Ef þú hefur verið að spyrja spurningar áður en þú last þessa spá, þá er svarið: Ekki bíða því rétti tíminn er núna. Fiðrildi í maganum NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku Hrúturinn minn, þú hefur þá orku í hendi þér að geta breytt svo mörgu og nýtt þér svo vel þær aðstæður sem eru í kringum þig. Það er ekki langt síðan allt stóð svolítið fast og þér fannst þú ekki hreyfast lönd né strönd. Núna hittirðu ótrúlegasta fólk á hinum ýmsu mannamótum, eða á göngu- stígum niðri í fjöru. Hvort sem það er ertu að kalla til þín hamingjuna. Það er eins og þú gerir allt í lausnum, ert hættur að hugsa orðið vandamál, heldur sérð lausnirnar einn, tveir og þrír og stekkur á þær. Og eins mikið og þú vilt hafa allt í röð og reglu, þá læturðu það ekki stoppa þig á þessum tíma, heldur sleppir fram af þér beislinu og finnur að þú hefur svo mikla trú á þér. Oprah Winfrey segir að heimurinn hafi sömu trú á þér og þú hefur á sjálfum þér. Það er heilmikil rómantík í kringum þig og þú elskar að daðra, þótt þú meinir ekki endilega neitt með því. Vertu alveg slakur í þessum málum, því ástin er til stað- ar. Þar sem þú vinnur allt í lausnum þarftu að vera snöggur að taka ákvörðun um hvort þú viljir eitthvað eða ekki. Þú átt eftir að fá svo magnaða sendingu til þín inn í lífið vegna góðra ákvarðana sem þú tekur. Það er svona indíánaorka í þér og þú ert friðarhöfðinginn í þorpinu, reykjandi friðarpípuna. Þar af leiðandi sendir þú merki um frið allt í kringum þig og fyrirgefn- ingu. Þá líður þér betur og betur og þetta blessast allt saman. Gerir allt í lausnum HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku bjartsýni, skemmtilegi Tvíburinn minn, þú ert svo fljótur að kippa þér inn í rétta gírinn að þó að fyrir augnabliki hafir þú verið í bakkgírnum manstu það ekki lengur. Og svo sannarlega ferðu með flæðinu og framkvæmir það sem þú ætlar þér. Það kemur þér svo sérstaklega á óvart hverju þú nennir því það hafa verið svo miklar breyt- ingar í sálinni þinni og á þínum karakter. Það er mjög mikilvægt að þú stoppir aðeins og sjáir þetta vera að gerast. Þú ert að blanda saman hamingju, auðmýkt og húmor og með þessa orku í farteskinu gengur þér vel í þeim samningum sem þú þarft og ætlar að ná. Þú sérð líka betur að hindranirnar eru minni eða eru engar. Hafðu það alveg á hreinu að bendla þig ekki við neitt sem er ólöglegt og gæti komið í bakið á þér síðar. Þú færð það sem þig vantar, en þú færð ekki meira en það. Ég er ekki að tala um einhver smá mistök því af mistökunum verður þú bara meiri manneskja. Því þú getur samið, lagað og bætt þér í hag svo mistök gera þig bara að betri persónu. Ég dreg eitt spil fyrir þig og þú færð töluna sex og mánuðurinn þinn ber líka töluna sex. Þetta er veraldlegur og andlegur ávinningur. Á spilinu er mynd af manneskju sem stendur fyrir fram- an tvo gosbrunna sallaróleg, því hún veit að hún er vernduð. Talan sex þýðir líka fjölskyldu, ástina, frið og ró. Þetta segir þér að þú hafir náttúrulega hæfi- leika til að gleðja fólk og gefa andlega uppfyllingu. Það sem þú gefur frá þér færðu margfalt til baka. Svo þú ert að uppskera núna frá karmanu, góðar breytingar eru að birtast þér og þú færð meira en augað sér. Ferð með flæðinu TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Þér mun hlotnast mikið hnoss, vinátta og ástarkoss. Knús og kossar Elsku Steingeitin mín, lífið er bara þannig að það er alltaf eitthvert annað fjall sem þú getur klifið. Þú hefur verið að klífa erfitt og mikilfenglegt fjall í lífi þínu og ná merkilegum markmiðum fram. En svo er eins og þú springir á limminu þegar þú kemur niður af fjallinu því þú gleymir að sjá hversu merkilegt það var að ná toppnum. Það eru nokkur fjöll fyrir framan þig og þú virðist geta ráðið hvert þú vilt stefna með áhuga þínum. Þú þarft að sjá og finna þitt innra afl aftur, þú ert með miklu magnaðri þrótt og liti en þér finnst þú hafa núna. Einbeittu þér að því sem virkilega skiptir máli og það er að hafa gaman að því sem þú gerir, hvað sem það nú er. Þannig kemstu upp á fjallið, þetta verður ekkert mál. Og það er svolítið góð setning fyrir þig að segja nokkrum sinum á dag: Þetta verður ekkert mál. Góð vinkona mín sagði mér að þegar pabbi hennar vaknaði fór hann út á stétt, sýndi sig og bauð daginn velkominn. Þetta er svo falleg saga og hún tengist til þín, bjóddu það velkomið sem er að koma því það eru miklar breytingar í loftinu. Þetta er eitthvað sem þú sást ekki fyrir fyrir nokkrum mánuðum, en bjóddu þessar breytingar velkomnar, því þær boða gott. Ef þú ert á lausu í ástinni er eins og þú þorir ekki að fara alla leið, skaltu samt bara fara alla leið og sjá hvað gerist. Ég dreg eitt spil úr stokknum mínum og þar er talan fimm, sem sýnir að fyrir framan þig eru hindranir. Þú ert að labba yfir brú sem er brotin og spilið segir að þær hindranir sem standa í vegi fyrir þér núna séu merkilegar. Þetta er vegna þess að þær gefa þér nýja áskorun sem þú hefðir annars ekki séð ef þessi hindrun hefði ekki orðið á vegi þínum. Máttur þinn er núna og morgundagurinn leysist. Kossar og knús, Sigga Kling. Að finna sitt innra afl STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vatnsberinn minn, þú ert að taka svo mikla ábyrgð á öllu og það getur ver- ið stressandi. En í raun vil ég segja þér að þetta er svo spennandi. Það er margt að breytast, en þú getur ekki bæði haldið og sleppt. Þú gætir þurft að taka leið- inlegar ákvarðanir til þess að hreinsa andrúmsloftið og það verður mikill léttir eftir það. Þú hefur verið svo mikið í því að berja þig áfram að stundum ertu bara búinn með allt á vara- tanknum. En á sama tíma þrífstu best undir álagi og þannig verður svo skemmtilegt og áhrifamikið að sjá hversu mikið þú getur framkvæmt í stressinu. Fjölskyldan verður sú heildarmynd sem þú sérð best og af fullum krafti muntu tengja alla saman sem þú mögulega getur. Þú ert sá sem stýrir friðarljósinu eins og hinn skemmtilegi Vatnsberi Yoko Ono tendraði í Viðey. Þú finnur styrkleika þinn í því að taka til þinna ráða og gera það sem þér finnst best, sú ákvörðun kemur öllum til góða. Þitt hlutverk er að koma miklu til leiðar í lífinu og þú átt eftir að hafa mikil áhrif á samfélagið sem þú lifir í. Þú notar töfra þína ómeðvitað en þú þarft að skilja og sjá að þú ert svo sterkur og aflmikilll, já ÞÚ þarft að sjá það. Ég dreg eitt spil fyrir þig og þú færð orkustöðina sem tengir þriðja augað. Það er kristall í miðj- unni og sterka vina- og fjölskyldutalan 6 er send til þín. Þegar fólk er skyggnt og sér meira en aðrir gera er sú sýn í gegnum þriðja augað. Þetta er eins og að stunda nokkurskonar innherjaviðskipti því þú færð að vita á undan öðrum hvað er að koma til þín. Allt sem er að koma til þín fær þig til að efla þinn innri mátt á þessum tímum. Framkvæmdu áætlanir þínar því lausn er í sjónmáli. Þú stýrir friðarljósinu VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.