Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 12
Það var mikið um að vera einn sumardag fyrirskömmu þegar blaðamaður skrapp upp í Reykja-dal til að taka púlsinn á sumarbúðunum sem þar eru reknar ár hvert. Alls staðar mátti sjá brosandi andlit gestanna og starfsfólksins og það var mikið um að vera. Sum ungmennanna voru á hestbaki, önnur í sundi eða heitum potti eða að róla og leika sér. Hópur „hrekkja- lóma“ hljóp um vopnaður tómatsósubrúsum og vatns- könnum og skvetti á starfsfólk, sem tók þátt í leiknum af miklum móði. Það skipti engu máli þótt sumir væru orðn- ir útataðir í tómatsósu eða rennblautir, enda enginn verri þótt hann vökni. Það er víst daglegt brauð í Reykjadal. Enginn dagur eins „Þetta eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni alls staðar að á landinu og geta þau mest verið hér 32 saman. Þau koma ýmist í eina eða tvær vikur, en oftast tvær,“ segir Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarfor- stöðukona í Reykjadal. „Húsið er fullt. Núna eru hér unglingar, frá 14-18 ára. Mörg þeirra koma ár eftir ár og hitta þá aftur gamla vini,“ segir hún. „Allir mega koma í Reykjadal og við tökum á móti öll- um sem vilja koma en krakkarnir eru með margbreyti- legar fatlanir eða greiningar. Við veitum aðstoð eftir þörfum hvers og eins,“ segir hún og leiðir blaðamann um útisvæðið og síðar inn í hús. „Hér er enginn dagur eins og við erum með mjög fjöl- breytta dagskrá. Við leyfum hugmyndafluginu að ráða. Á laugardögum er alltaf óvissuferð. Hér er mikið fjör, enda vinnur hér bara ungt fólk með ungu fólki þannig að það er allt á jafningjagrundvelli. Við gerum bara það sem er skemmtilegt. Við viljum búa til ævintýri og skapa minn- ingar.“ Öllum hent í laugina Andrea segir langvinsælast að velja hrekkjalómadags- krárliðinn. „Þau sem skrá sig í þann hóp skipuleggja hrekki dags- ins. Það getur verið að henda einhverjum út í sundlaug, Daníel Smári og Victoria Lind slaka á í heita pottinum. Védís setur sig í stellingar fyrir ljósmyndarann að hætti unglinga. Fanney hjálpar Ann Líf að klappa hestinum Mola. „Besti staður í heimi“ Í Sumarbúðum í Reykjadal er stuð og stemmning alla daga. Börn og ungmenni með fatlanir njóta þar lífsins, eignast nýja vini, synda, leika og hrekkja starfsfólkið og leynigesti, sem þau segja einna skemmtilegast. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Krakkarnir fá að fara á hestbak í Reykjadal. Breki heldur í tauminn á Fantasíu en Viktor Máni er á baki. Katrín Erla, Úlfhildur og Anna Rósa eru góðar vinkonur og hafa komið í Reykjadal síðan þær voru litlar stelpur. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 SUMARBÚÐIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.