Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Qupperneq 15
5.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 stefnugreiningu og stefnumótun en hann hafði áður lokið íþróttakennaranámi og grunnnámi í kennslufræðum. Í kjölfarið starf- aði hann hjá WHO, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, fyrst sem starfsnemi og síð- ar sem sérfræðingur í Danmörku. „Það var mjög lærdómsríkt.“ Hann ferðaðist um allar trissur og kynnti sér meðal annars aðstæður geðsjúkra í Austur-Evrópu. „Það var oft hræðileg upplifun. Fólk var jafnvel geymt í búrum.“ Eftir tímann hjá WHO starfaði Héðinn hjá heilbrigðisráðuneytinu, síðar forsætisráðu- neytinu og nú síðast hjá Capacent. Hann hætti að taka frumefnið lithíum á ár- unum 2005 til 2008 sem varð til þess að hann fór í oflæti árið 2008 eins og hann lýsir vel í bók sinni frá árinu 2015, Vertu úlfur - Wargus esto. Ráðgert er að leikrit verði sett upp í Þjóðleikhúsinu eftir sögu bókarinnar. Héðni finnst mikilvægt að einblína á það sem fólk eigi sameiginlegt, ekki það sem skil- ur það frá öðrum, þegar kem- ur að geðheilbrigði. Hann leggi því áherslu á sömu þætti og aðrir til að gæta að heilbrigði sínu. „Það er mat- aræði, svefn, hreyfing, hug- leiðsla. Það er jóga, klárlega. Það mikilvægasta sem maður gerir í lífinu er að anda,“ segir hann. „Svo geri ég heiðarlega tilraun til þess að tileinka mér aukna viðbragðsþurrð í heimi fullum af áreitum. Lífið er eitt viðbragð, við erum alltaf að bregðast við. Ég reyni að velja viðbrögð og minna mig stöðugt á mikilvægi æðruleysis.“ Héðinn reynir að mikla ekki fyrir sér hlut- ina, í stóra samhenginu skipti þeir minna máli. „Hlutirnir virka oft stórir á því augnabliki sem þeir gerast.“ Sjálfsvígstilraun dugi ekki Fyrir nokkrum árum var réttargeðdeild Land- spítalans færð frá Sogni yfir á Kleppsspítala. „Við viljum sjá Kleppsspítala lokað í fyllingu tímans. Að endurhæfing fólks með geðrask- anir sé flutt í meira mæli út í samfélagið, ekki að hún eigi sér aðeins stað inn á spítala. Af- stofnunarvæðingin þarf að ganga lengra,“ seg- ir Héðinn og vill að notendur komi meira að þróun og útfærslu þjónustunnar. „Þróun geðheilbrigðisþjónustunnar undan- farna áratugi hefur verið að nær öllu leyti á forsvari þjónustuveitenda en ekki þjónustu- þega og aðstandenda – á það viljum við hafa áhrif.“ Hann vill sjá minni aðskilnað á geð- deildum hér á landi og aukið vægi mennsk- unnar. Héðni finnst umræða um þetta mikilvæg því á nýjum Landspítala sé ekki alfarið gert ráð nýjum strúktúr í kringum geðheilbrigðisþjón- ustuna. „Það verður sameiginlegur móttöku- kjarni þar sem öll bráðamóttaka verður og vonandi næst svo að framþróa legu-, dag- og göngudeildarþjónustu í samráði við notendur á næstu árum í öðrum og þriðja áfanga nýs spít- ala.“ Áætlað er að geðheilbrigðisþjónusta sé 30% af umfangi heilbrigðiskerfisins í heild en út- gjöld til málaflokksins eru aðeins rúmlega 11% af útgjöldum kerfisins. Af eigin raun segist Héðinn upplifa mikinn mun á þjónustu geð- deilda og annarra deilda, svo sem handlækn- ingadeilda. Þar hafi LSH tækifæri á þekking- artilfærslu. „Það er mikið kvartað undan því að fá ekki þjónustu. Fólk þurfi jafnvel að eiga að baki tvær til þrjár sjálfsvígstilraunir og það sé jafn- vel ekki nóg til þess að fá innlögn. Það þarf ein- hvern veginn að bæta þjónustu bráðamóttöku geðdeildar og það þarf að efla heilsugæsluna svo það þurfi ekki allir að fara upp á geðdeild.“ Má beita nauðung? Héðinn er ekki hrifinn af því viðhorfi að þeir sem glími við geðraskanir séu ofbeldisfyllri en aðrir. „Það eru engar rannsóknir sem sýna fram á þetta.“ Lögræðislögin kveða á um nauðung og þvingun frjáls manns á sjúkrahúsi. Réttlæting þess er í grunninn komin frá breska heimspek- ingnum John Stuart Mill sem sagði að það væri í lagi að svipta einstakling frelsi sínu, þótt hann hafi ekk- ert gert af sér, ef hann er hættulegur sjálfum sér eða öðrum. „En hver ætlar að meta það? Þetta „skaðalög- mál“ grundvallar alla löggjöf Vesturlanda. Læknum var gefið það vald að geta úrskurðað eða ákveðið hver er hættu- legur sjálfum sér eða öðrum.“ Í dag hefur lögunum verið breytt að ein- hverju leyti og faglegra ferli að baki frelsis- sviptingu en vandamálið stendur eftir: Hægt er að svipta fólk frelsi með geðþóttaákvörðun. Þetta vill Geðhjálp hafa áhrif á. „Þetta er graf- alvarlegt mál.“ Héðinn vill að prófað verði að beita ekki nauðung eða þvingun í kerfinu hér á landi í þrjú ár, þvingunarlaust Ísland, og sjá hver ár- angurinn verður. „Þá verður talað á fjölda ráð- stefna 10 eða 20 ár fram í tímann um hvað Ís- land hafi gert frábæra hluti hérna. Af hverju má ekki setja þetta fram sem tilraunaverk- efni?“ Opin fyrir breytingum Héðinn vill að snúið verði við þeirri þróun sem rædd var hér á undan; að einblínt sé í sífellt meira mæli á hvað skilji okkur að. Að það þurfi að greina fleiri og fleiri með geðvandamál. „Það er áhugverð rannsókn í gangi núna hjá hollenskum lækni sem heilbrigðisráðuneytið og landlæknisembættið hafa gert samning við um tilraunaverkefni í Reykjavík og á Austur- landi. Hún er að heilsugreina fólk og því búin að snúa kerfinu að hluta við. Kerfið hennar snýst um styrkleika þína, þeir eru greindir en ekki einkenni ójafnvægis. Ég held að þessi þróun sé mjög áhugaverð. Það mun aldrei verða annaðhvort eða. Það mun líklega verða hvort tveggja. Ef unnið er meira með styrkleika þá verður ekki þessi hvati að fara beint í greiningu á vandamáli. Það mun taka langan tíma að breyta þessu. Þetta er svona eins og að snúa olíuskipi. Það eru svo miklir hagsmunir í þessu kerfi og þetta er svo löng saga.“ Ef fólk horfir 50 ár aftur í tímann nú og skoðar aðferðir í geðlækningum þess tíma hristir það höfuðið margt hvert. Héðinn segir að það sama gæti verið uppi á teningnum eftir önnur 50 ár. „Þeir munu hugsa: „Hvað voru þeir að gera þarna 2020?“ Það er ekkert end- anlegt í þessu. Viðleitni okkar og aðferðir eru í stöðugri þróun og við þurfum að vera opin fyr- ir breytingum. Laga að breyttum tímum og átta okkur á að vísindin á bak við þau eru hug- læg og því takmörkuð.“ Ný lyf á leiðinni? Héðinn er bjartsýnn á notkun vitundarvíkk- andi efna til að stuðla að geðheilbrigði. Bann var sett við slíkum efnum í Bandaríkjunum 1971 en rannsóknir leyfðar aftur um aldamótin og hafa rannsóknir síðustu ára lofað góðu, sér- staklega á efninu psilocíbin sem finnst í mörg- um tegundum sveppa. Hefur efnið verið notað til að hjálpa fólki sem glímir við þunglyndi, kvíða og jafnvel fíknivanda. Hinn 22. október kemur dr. Robin Carhart- Harris, vísindamaður frá Imperial College London, til landsins á vegum Geðhjálpar og talar um þessa þróun á málþinginu „Liggur svarið í náttúrunni?“ sem haldið verður í sal Ís- lenskrar erfðagreiningar. „Mörg okkar eru á því að þetta sé næsta stóra lyfjaframförin í þessum málaflokki. Við viljum opna þessa um- ræðu á Íslandi,“ segir Héðinn en notkun vit- undarvíkkandi efna mætir skiljanlega nokk- urri tortryggni. Héðinn er uggandi yfir þeirri stöðu sem gæti komið upp á vinnumarkaði í haust. Þegar uppsagnarfrestur margra rennur út. „Þegar þúsundir eða jafnvel tugþúsundir verða at- vinnulaus tapar fólk rútínu sinni og missir virkni sína. Það getur skapað álag á heilbrigð- iskerfið.“ „Þú ert nóg“ Undir lokin fer samtalið yfir á heimspekilegri nótur. Naumhyggju ber á góma í tengslum við loftslagsmál sem hefur beina skírskotun í pen- ingaöflin sem að miklu leyti stjórna geðlyfja- iðnaðnum sem dæmi. Þar vilji menn að neytt sé meira. En kannski er svarið að neyta minna. Héðinn veltir því upp að Alda Karen Hjaltal- ín hafi líklega haft rétt fyrir sér þegar hún stóð fyrir fullum sal og sagði: „Þú ert nóg.“ Heim- urinn er svo fullur af upplýsingum og stöðu- samanburði að kannski er bara best að kúpla sig út, eins og sífellt fleiri reyna að gera í dag. Íslendingar eru gjarnir á samanburð, segir Héðinn. Við erum upptekin af því að vinna. Okkur vantar ytri viðurkenningu. Kannski hefðum við öll gott af svolítilli ofurnæmni; sjá heiminn í öðru ljósi. „Ég hef brunnið fyrir það lengi að hafa áhrif á heiminn. Farið út um allt til þess. Á endanum snýst þetta ekki um þig. Kannski hafði Vol- taire rétt fyrir sér í lok Birtings, er ekki allt eins og það á að vera?“ „Lífið er eitt viðbragð, við erum alltaf að bregðast við. Ég reyni að velja viðbrögð og minna mig stöðugt á mikilvægi æðru- leysis,“ segir Héðinn Unnsteinsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Það er ekkert endanlegt í þessu. Viðleitni okkar og að-ferðir eru í stöðugri þróun og við þurfum að vera opinfyrir breytingum. Laga að breyttum tímum og átta okkurá að vísindin á bak við þau eru huglæg og því takmörkuð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.