Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 G ott er að sjá þig gullið mitt, sögðu ömmurnar og ömmusyst- urnar við mann í gættinni. Það var ósköp notalegt. Og þótt verðmætamatið væri ekki orðið mjög þroskað, og vanti kannski dálítið upp á það enn, var það tilfinn- ingin að þessar eðalkonur hefðu smælkið í fjölskyld- unni í háu mati. Engin þeirra sagði þegar við birt- umst: „Gott að þú ert kominn silfrið mitt.“ Og þarf þá ekki að nefna koparinn til sögu. Þegar riðið var berbakt á Skúm til að færa gamla bóndanum við engjasláttinn kaffið í flösku og hún í sokk ásamt kruðeríinu, sagði hann: Sittu hérna hjá mér, lambið mitt, á meðan ég fæ mér bita með kaffinu. Hann vó mann í lömbum, sem var góður og traust- ur gjaldmiðill í Svartárdalnum. Gull víkkar út vébönd réttlætis Það hefur margur hildi háð í sókninni eftir gulli og ekki alltaf sést fyrir. Þess minntust aðsópsmiklir klíkubræður viðskipta eftir einn góðan snúning: Nú er bræður kominn tími að kætast því konunglegum sigri fögnum við. Nú mun gull í buddur okkar bætast, við berumst fyrir því á æðri svið. Þegar gengið er framhjá gluggum verslana stór- borganna, þar sem frægar skartgripabúðir standa í röðum og vitað er að tugir þúsunda annarra slíkra stilla upp eðalmálminum í sína glugga og glerskúffur, er ekki að undra þótt einhverjir grufli hversu mikið gull sé til í henni veröld. Stærsti hluti þess er þó ekki endilega í skartgripabúðum eða samanlögðum skart- gripaskrínum heimilanna. Gullið er iðulega grafið upp úr iðrum jarðar, hreins- að og mótað í þunga en meðfærilega klumpa og svo er drjúgur hluti þeirra fluttur aftur undir yfirborðið í grafhvelfingar Seðlabanka heimsins og hreyfist lítt eftir það. En hve stórt er það allt? Og um það er því stundum spurt: Væri öllu heimsins gulli skrapað í einn haug, hversu fyrirferðarmikill yrði hann? Einn frægasti fjárfestir veraldar, Warren Buffett, sem verður 90 ára í næsta mánuði og er því að komast á framboðsaldur vestra, segir að væri það gull sem vitað er um allt sett í tening væri hann sennilega 20 metra langur á hverja hlið. Satt best að segja hljómar þetta sem næsta smár teningur, þótt þyngdin væri ekki til að gera lítið úr. Hinir venjulegu fjárfestar horfa að sögn til ársskýrslu Thomson Reuters um þennan fróðleik. Hann segir í þeirri nýjustu að gull- forði heimsins sé nú 171 þúsund og þrjúhundruð tonn. Eins og um allt annað eru þó til menn sem telja rétt að véfengja þessar tölur. Þeir eru þó ekki allir í ein- um hópi. Annar meginhópurinn telur fyrrnefnda skýrslu ofreikna gullforðann. Hann sé nær því að vera 155 þúsund og 244 tonn. En hinn hópurinn heldur því fram að forðinn sé 16 sinnum stærri, eða nær því að vera 2,5 milljónir tonna. En yfirvöld sem vilja gera magn gullforðans skiljanlegt fyrir Breta setja allt gull veraldar á flat- armál sem er jafnmikið og aðaltennisvöllurinn í Wimbledon og myndi þá gullturninn ná í 143 metra hæð, eða sem svarar tvöfaldri hæð Hallgríms- kirkjuturns. En ítreka verður að gullturninn í Wimbledon væri jafnmikill um sig frá jafnsléttu og alla leið upp sína 143 metra. Bandaríkin eiga mestan gullforða allra. Frægustu gullgeymslur heims eru í Fort Knox, sem er sér- standandi byrgi í herstöðinni sem gætir bygging- arinnar. Þar eru fleiri verðmæti alríkisins einnig geymd, svo sem frumrit stjórnarskrár Bandaríkj- anna og Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, svo nokkuð sé nefnt. Netið svarar því til að meirihluti gullforða Banda- ríkjanna sé geymdur þarna, en bréfritari heyrði það oftar en einu sinni frá þeim sem best gátu vitað að stærri hluti bandaríska gullforðans væri geymdur í útibúi Seðlabanka Bandaríkjanna í New York (The New York Federal Reserve) en því er búinn staður þar sem klöppin á Manhattan er talin öruggust og er kjallari bankans margar hæðir, eins og margt annað á þeim slóðum, en í þetta sinn niður á við. Við og Chávez Án þess að hafa skjalfastar yfirlýsingar um það telur bréfritari sér óhætt að halda því fram að engin geymsla sé öflugri eða öruggari hér á landi en geymsla Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg. Þar er að vísu lítið eða ekkert gull geymt, því að íslenski gullforðinn, sem er óverulegur, er geymdur á sér- merktu bretti í kjallara Englandsbanka. Englands- banki er stofnaður árið 1694 og er sagður 8. elsti banki í heimi. Sá íslenski er enn á vöggustofunni í þessum samanburði. En í bankanum hér er m.a. geymt reiðufé hinnar ís- lensku myntar og gæti verið nærri lagi að þar séu iðulega svo sem 60 milljarðar í reiðufé. Þeir bræður í kommúnismanum, Chávez og Mad- uro, einræðisherrar í Venesúela, fylgdu dæmi Íslands og geymdu gullforða landsins í Englandsbanka. Mun sá forði vera rúmlega eins milljarðs dollara virði og því nokkuð fyrirferðarmeiri á sínum brettum en því íslenska, sem myndi kannski hafa sömu fyrirferð og lítil uppþvottavél. Chávez er horfinn til huliðsheima, þar sem þeir Lenín, Stalín og Maó svífa um, jafnastir allra drauga á þeim stað. Maduro er enn hérna megin, en sífellt þrengist að honum og er hann fyrir löngu búinn að koma fjárhag landsins fjandans til, rétt eins og lýðréttindum þess, og lífsgæðum landa sinna. Það hefur ekki bætt úr skák að olíuverð hefur bæst í vaxandi hóp óvina hans. Maduro varð því skiljanlega hugsað í angist sinni til gullforða landsins á brettunum í kjallara Englands- banka í Nálarþráðarstræti. Þar eru geymdir 400.000 gullklumpar í seðlabanka- stærð og eru taldir vera 200 milljarða punda virði og Maduro telur sig eiga hálft prósent af því. Land án umboðs En nú brá svo við að Englandsbanka og stærsta kúnna hans og reyndar einkaeiganda, breska ríkinu, þótti ekki einboðið að Maduro gæti kallað eftir gulli sínu. Þar er talið meira en hugsanlegt að Juan Guaido, sem heldur því fram að þing landsins hafi staðfest sig sem forseta Venesúela, kunni að hafa sitt- hvað til síns máls. Guaido hefur að vísu ekki fengið neina lykla að for- setaskrifstofunni og her landsins lýtur enn fyrir- mælum gamla strætisvagnabílstjórans. En á móti kemur að flest ríki Ameríku og áhrifamikil ríki aust- an Atlantshafs hafa viðurkennt Guaido sem hinn lög- lega forseta landsins. Málið gekk til breskra dóm- stóla, sem töldu Englandsbanka ekki fært að afhenda Maduro gullið að svo stöddu. Við það situr. Þetta er ekki í fyrsta sinn að slegist er um gullforða og „réttur eigandi“ fær ekki fullnægt kröfu sinni um afhendingu. Þegar slagurinn stóð á milli herja Fran- cos hershöfðingja, síðar einræðisherra, og „lýðveldis- sinna“ á Spáni kom upp frægt dæmi um þetta og miklum mun stærra í sniðum í gulli mælt. Heitið „lýðveldissinnar“ er óneitanlega sætt og ljúft en var þó fjarri því að vera gagnsætt. Þar voru Fjölmenningar- legt gull Reykjavíkurbréf03.07.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.