Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 17
fyrst og síðast á ferðinni baráttusveitir kommúnista og sjálfboðaliðar víða að úr Evrópu, ekki síst eftir að Stalín lét Komintern senda út boð til kommúnista- flokka víða um heim um að styðja baráttuna. Sovétríkjunum tókst að koma miklu magni her- gagna til „lýðveldissinna“ og fjölda sovéskra „ráð- gjafa“ í baráttunni, sem réðu mestu um stjórnun hers lýðveldissinna. Margir þessara herforingja komust síðar til æðstu metorða í sovéska hernum eftir að hafa stýrt barátt- unni á Spáni. Það háði þó nokkuð því að enn betur tækist til í birgðaflutningum að sovéski flotinn var fremur veik- burða um þetta leyti og stjórnvöld í Róm og Berlín (Mússólíni og Hitler) lögðu sig fram um að torvelda þessa flutninga enda drógu þau mjög taum falangista Francos og þótti hann síðar launa þann stuðning illa þegar til stórstyrjaldarinnar kom í Evrópu. Greipar löðrandi í gulli Lýðveldissinnar komu höndum yfir allan gullforða Spánar og hófust í framhaldinu miklar og næsta ævintýralegar aðgerðir við að koma forðanum í „skjól og vernd“ hjá Jósep Stalín í Moskvu og stóð stundum tæpt. Af tæplega 1.000 tonna gullforða Spánar fóru á milli 700-800 tonn í greipar Stalíns. Frönsk vinstri- stjórn tók við lunganum af því sem utan stóð og var hluti þess leystur út í reiðufé til að styrkja baráttu „lýðveldissinna“ og að stríði loknu skiluðu stjórnvöld í París um 40 tonnum af gulli til stjórnvalda í Madríd. Sovétríkin færðu þann mikla gullforða sem tókst að stela og smygla sem „inneign lýðveldisstjórnar- innar“ en tók svo til við að endurreikna hernaðar- aðstoð sína, sem áður hafði verið kynnt sem „óaftur- kræf aðstoð bræðraflokka“. Nú var hún færð til fulls verðs og mjög ríflega það og tugprósenta gjaldeyris- skiptagjaldi bætt við, áður en allt var fært til frá- dráttar gullforðans. En Lýðveldisstjórnin tapaði stríðinu um Spán og þar sem inneignin hafði verið skráð á hana en ekki á Seðlabanka Spánar, sem var hinn rétti eigandi, hvarf gullforðinn og varð og er enn myndarlegur hluti af gullforða Seðlabanka Rúss- lands. Stalín segir satt til tilbreytingar Þegar allt spænska gullið var loks komið í hús blés Stalín til mikillar veislu fyrir Æðstaráð Sovétríkj- anna og sagði þar setningu sem síðar varð fræg: „Spánverjar munu aldrei framar sjá neitt af þessu gulli sínu frekar en þeir sjá nú sín eigin eyru.“ En hvarf gullforðans til Sovétríkjanna, sem lýð- veldisstjórnin neitaði jafnan harðlega að væru sannar fréttir, veikti mjög traust á fjármálakerfi stjórnar- innar og óðaverðbólgan sem fylgdi gróf í framhaldinu mjög undan stuðningi almennings við hana í landinu. Rússagullið varð frægt uppi á Íslandi, en það var önnur saga og annað gull. Fleiri gullvægar sögur Kunnáttumenn hafa bent á að stór hluti spánargulls- ins sem Stalín hirti hafi verið í formi gullpeninga af margvíslegu tagi og þeir hafi haft mikið umframverð yfir venjulegar gullstangir. Sú sögn er umhugsunar- efni varðandi sölu og skipti á hluta gullforða Íslend- inga um árið, sem er önnur saga. Lengi mætti segja sögur af umgengni við gullið. Gordon Brown, Íslandsóvinur, taldi sjálfan sig vís- dómsmann um fjármál og efnahagsmál og sjálfsagt hefur honum ekki verið alls varnað í þeim efnum. En hann ákvað að Englandsbanki skyldi selja 395 tonn af gullforða sínum á 17 uppboðum. Fyrir gullið fengust 3,5 milljarðar punda, sem er vissulega mikið fé. Seint á síðasta árið var svarað fyrirspurn í breska þinginu um það hversu verðmikill þessi seldi gullforði væri núna. Svarið var 10,5 milljarðar breskra punda! Brown hefur því verið fleirum dýr en Íslendingum. En af því að gullið er dýrt þarf að fara varlega með það. Frægustu gullpeningar nútímans eru vísast þeir sem fást fyrir fyrsta sæti í hverri grein Ólympíuleika. Í reglum leikanna segir að ekki megi silfur vera í minni mæli en 92,5% af þyngd „gull“peningsins og ekki megi hafa minna en 6 grömm af gulli í hverjum peningi. Skáldið góða úr Vör sagði „ekki þarf að gylla gull“ en eins og þetta síðasta dæmi sannar er ekki víst að það hafi verið nákvæmt. Á hinn bóginn getur fullyrð- ingin eftir sem áður verið hreinn skáldskapur og góður. Og þeir sem fá loksins gullpeninginn geta hugsað um slagorðið góða þegar þeir lyfta gullpeningnum úr silfri: Góð íþrótt er gulli betri. Morgunblaðið/Ásdís ’Af tæplega 1.000 tonna gullforða Spánar fóru á milli 700-800 tonn í greipar Stalíns. Frönsk vinstristjórn tók viðlunganum af því sem utan stóð og var hluti þess leystur út í reiðufé til að styrkja baráttu „lýðveldissinna“ og að stríði loknu skiluðu stjórnvöld í París um 40 tonnum af gulli til stjórnvalda í Madríd. 5.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.