Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Qupperneq 18
Í borðstofu er gamalt borðstofuborð með íslenskum
stólum sem sóma sér vel í húsinu. Yfir borðinu hangir
eitt listaverka Hildar, en það er ofið úr silkiþráðum.
Með útsýni yfir sjó, fjöll og gamla steinkirkju hefur listakonan Hildur
Ásgeirsdóttir búið sér heimili á Íslandi. Fjölskyldan býr í Cleveland
í Ohio, en ver öllum fríum í litla sæta húsinu í Innri-Njarðvík.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Eldhúsið er frá áttunda áratugnum og mér finnst það æð-islegt! Það er engin uppþvottavél en svo heimilislegt. Hér hef ég eldað fyrir stórfjölskylduna og bakað ófáar pönnukökur.
Eldhúsið er ekta „retró“, enda hefur
því ekki verið breytt í hálfa öld.
Hildur stendur við
húsið sitt í Innri-
Njarðvík. Hún segir
það hús með sál.
„Engir draugar,
bara góðir andar“
Húsið, sem ber nafnið Njarðvík, stenduralveg við kirkjuna og kirkjugarðinn íInnri-Njarðvík. Það er byggt 1907 og
er fyrsta húsið í Njarðvík en það var byggt á
sama tíma og húsið við hliðina á sem er nú
byggðasafn. Hildur og maður hennar, Brian
Schriefer, festu kaup á húsinu fyrir næstum
tveimur áratugum, en fjölskyldan býr að öllu
jöfnu í Bandaríkjunum þar sem Hildur starfar
sem listakona.
Hús með sjarma og sál
„Það sem heillaði okkur helst var að húsið
hafði mikinn karakter og sjarma. Þetta er hús
með sál. Það er mjög heimilislegt og kósí en
ekki nýtískulegt og glansandi sem er ekki
minn stíll. Umhverfið er líka dásamlegt. Sjór-
inn er skammt frá og kirkjugarðurinn blasir
við út um gluggana. Kirkjan hér er mjög fal-
leg og húsið stendur langt frá öðrum húsum.
Svo er frábært að vera nálægt náttúrunni en
samt mjög nálægt allri þjónustu,“ segir hún
og bætir við að ekki taki nema rúman hálftíma
að keyra til Reykjavíkur.
Fjölskyldan nýtur hverrar stundar í húsinu
en þau dvelja hér bæði sumur og jól og oft í
öðrum fríum þess á milli.
„Á jólunum er hér alveg eins og ævintýra-
jólaland með ljós við hvert einasta leiði í garð-
inum. Það er gengið sérstaklega vel um þenn-
an kirkjugarð og nú er til dæmis blóm við
hvert einasta leiði. Það er alltaf fólk að nostra
við leiðin,“ segir Hildur.
Nálægðin við kirkjugarðinn hræðir þig
ekki?
„Nei, þvert á móti, mér finnst það mjög
notalegt. Hér eru engir draugar, bara mjög
góðir andar,“ segir hún og brosir.
Mun aldrei selja húsið
Hjónin hafa gert nokkrar endurbætur á hús-
inu í gegnum árin.
„Það fékk nýtt þak, þakglugga og nýja
klæðningu. Svo gerðum við nýjan stofuglugga
og þá birtist stórkostlegt útsýni yfir kirkju-
garðinn og hafið,“ segir hún.
Innréttingar innandyra hafa fengið að halda
sér.
„Eldhúsið er frá áttunda áratugnum og mér
finnst það æðislegt! Það er engin uppþvottavél
en svo heimilislegt. Hér hef ég eldað fyrir
stórfjölskylduna og bakað ófáar pönnukökur,“
segir hún.
Á veggjum má sjá mörg skemmtileg lista-
verk.
„Ég er sjálf listakona og er með nokkur af
mínum verkum en einnig eftir aðra listamenn
sem ég þekki.“
Hildur segist aldrei ætla að selja húsið.
„Þetta er fjölskylduhúsið og krakkarnir
ætla að taka við því seinna meir. Við munum
sjálf enda hér í kirkjugarðinum.“
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020
LÍFSSTÍLL