Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 LÍFSSTÍLL www.flugger.is Facade Beton er gæðamálning fyrir stein Maðurinn með bikarinn var með grímu fyrir vitumsér og hanska á höndum. Hann lagði verð-launagripinn varlega frá sér á borð og lét sig hverfa. Skömmu síðar kom liðsmaður úr liði Þýskalands- meistara Alba Berlín að borðinu og hóf bikarinn á loft. Liðið fagnaði á meðan litríkir sneplar þyrluðust um loftið, en það var enginn til að fagna aðrir en liðið og þjálf- arateymið því salurinn var tómur. Svona fara íþróttir fram á tímum kórónuveirunnar. Venjulega veita framámenn í íþróttahreyfingunni verð- launapeninga og afhenda bikara, en nú var þeim ekki hleypt að. Þjálfarar liðanna í fyrsta og öðru sæti hengdu verlaunapeningana um háls leikmanna og fyrirliðarnir létu síðan þjálfarana fá sína peninga. „Þetta er auðvitað mjög sætt,“ sagði Martin Her- mannsson, liðsmaður Alba Berlínar, við mbl.is eftir leik- inn, „bæði að klára þennan titil en líka að komast af þessu hóteli! Við erum búnir að vera á þessu sama hóteli með hinum liðunum í þrjár vikur; máttum fara út klukkutíma á dag, en annars hef ég bara sofið, borðað og æft.“ Þegar kórónuveiran leiddi til þess að fjöldasamkomur á borð við íþróttaviðburði voru bannaðar í Þýskalandi var ákveðið að tímabilinu væri aflýst í handbolta, íshokkíi og blaki. Í körfuboltanum kviknaði hins vegar sú hugmynd að klára mótið í sóttkví. Tíu efstu liðunum var skipt í tvo riðla og síðan myndu fjögur efstu liðin í hvorum riðli spila út- sláttarleiki og tvisvar í hverri rimmu. Ákveðið hefur verið að ljúka keppnistímabilinu í Banda- ríkjunum með svipuðum hætti og fylgdust forráðamenn í NBA því rækilega með gangi mála í Þýskalandi. Mótið stóð í þrjár vikur og fóru allir leikirnir fram í Audi-höllinni í München. 250 leikmenn, þjálfarar, aðstoð- armenn og dómarar dvöldu á hóteli, sem var lokað af frá umheiminum, og máttu ekki einu sinni fara út í búð. Kórónuveiran hefur kostað liðin sitt. Um 30% af tekjum þeirra eru af miðasölu. Mótinu í München var ætlað að takmarka tjónið. Reyndar voru engir miðar seldir, en liðin gætu varist kröfum um endurgreiðslu frá fyrirtækjum, sem borga liðunum gegn því að fá auglýsingar á leikvang- inum og búningum. Þá var vonast til þess að þar sem lítið annað væri í gangi í íþróttum en fótbolti myndi áhuginn á að fylgjast með í sjónvarpi vera meiri en ella. Gefnar voru út hreinlætis- og öryggisreglur fyrir mótið. Bæklingurinn var 48 blaðsíður. Með litakerfi var skil- greint hver mætti vera hvar og hvað lengi í íþróttahöllinni. Hvert félag mátti í mesta lagi senda 22 leikmenn, þjálfara og aðstoðarmenn í höllina og bjóða fjórum gestum að auki. Þeir máttu sitja á ákveðnum stöðum í höllinni, urðu að bera grímur fyrir vitum og hafa þrjú sæti á milli sín og næsta manns. Skutlur ferjuðu leikmenn sjö mínútna akst- ur á milli Leonardo Royal-hótelsins og leikvangsins og enginn mátti fara um borð án grímu. Við komuna á hótelið voru allir leikmenn skimaðir fyrir veirunni og síðan var skimunin endurtekin á nokkurra daga fresti. Niðurstöður fengust í mesta lagi 18 klukku- stundum síðar. Einnig fengu leikmenn lítið tæki á stærð við snjallúr ef þeir vildu sem sýndi ferðir þeirra og annarra leikmanna um hótelið þannig að hægt yrði að rekja hverjir hefðu verið í návígi við hverja ef upp kæmi smit. Reynt var að gera leikmönnum vistina bærilega og á myndum mátti sjá þá taka í spil, spila borðtennis og spreyta sig í golfhermi. Þegar ósk barst um að fá hárskera var svarið hins vegar þvert nei. Því þótti fylgja of mikil smithætta. Við innganginn að höllinni var nokkurs konar rani sem gengið var í gegnum og þegar ýtt var á hnapp skrúfaðist frá sótthreinsiúða. Ef boltinn fór í sætaraðirnar varð að sótthreinsa hann áður en leikur gat hafist á ný. Ef leik- maður stökk á eftir boltanum inn í sætaraðirnar varð upp- nám á vellinum. Eins og venja er voru viðtöl við leikmenn fyrir leiki, í hálfleik og að leik loknum. Spyrillinn var hins vegar í öruggri fjarlægð og talaði við leikmanninn með aðstoð fjarskiptabúnaðar. Per Günther, leikmaður körfuboltaliðsins Ratiopharm Ulm, sagði í viðtali við Der Spiegel að í upphafi hefði and- rúmsloftið verið eins og í bekkjarferð og allir umgengist alla, en eftir því sem á leið og spennan jókst hafi menn orð- ið þurrari á manninn. Það er mikið líkamlegt álag að leika 10 leiki á 21 degi og ofan á það bætist sálræna álagið, sem fylgir strangri sóttkví. Berlínarliðið reyndist best undir þessa prófraun búið. Liðið hafði sýnt hvað í því býr þegar það varð bik- armeistari í vetur. Á mótinu í München tapaði liðið ekki leik. Bæjarar héldu mótið og hafa ugglaust gert sér vonir um titil, en þeir hikstuðu. Berlín lék til úrslita gegn Lud- wigsburg og vann fyrri leikinn örugglega og þann seinni með einu stigi. Eftir leik var áfram farið eftir ströngustu sóttkvíarreglum, en í fjölmiðlum sagði að liðið hefði loks sleppt fram af sér beislinu þegar komið var í hraðlestina til Berlínar. Sagði einn leikmanna liðsins, Johannes Thiemann, að þetta væri besta lestarferð, sem hann hefði nokkru sinni farið í, og sáu liðsmenn Alba meira að segja ástæðu til að þakka lestarstarfsmönnum umburðarlyndið. Þegar til Berlínar var komið biðu nokkrir tugir stuðnings- manna á brautarpallinum með stóran gulan borða með áletruninni „Langbestir“. Körfuboltatímabilið í Þýskalandi var stöðvað í vetur vegna kórónu- veirunnar og lauk síðan í sóttkví fyrir viku. Alba Berlín með Martin Hermannsson í lykilhlutverki kór- ónaði gott tímabil með meistaratitli. Karl Blöndal kbl@mbl.is AFP Krýndir í sóttkví Peyton Siva og Martin Hermannsson, bakverðir Alba, fagna meistaratitlinum. ’„Við erum búnir aðvera á þessu samahóteli með hinum lið-unum í þrjár vikur; mátt- um fara út klukkutíma á dag, en annars hef ég bara sofið, borðað og æft.“ Martin Hermanns- son skýtur yfir Nick Weiler-Babb í úr- slitaleiknum um þýska meistaratit- ilinn í körfubolta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.