Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 29
vandamál. Áhorfendur voru í sjón-
varpssal en notast var við eina
myndavél og því þurfti að taka upp
sama atriðið aftur frá öðru sjónar-
horni. Í þeim tilfellum passaði hlát-
urinn ekki saman á milli sjónar-
horna.
Charley Douglass, hljóðmaður hjá
CBS, tók að sér að lækka í hlátrinum
ef hann var of kröftugur og hækka í
honum ef ekki heyrðist nóg í áhorf-
endum. Douglass hætti seinna hjá
CBS og tók að sér verkefni fyrir
fjölda sjónvarpsstöðva og var í raun
sá eini sem framleiðendur treystu til
að laga hjá sér hláturinn. Hafði hann
þá byggt svokallaðan „laff kassa“
sem hann notaði til að gera hláturinn
sem bestan.
Á 7. áratugnum olli hækkandi
framleiðslukostnaður því að hætt
var að mestu að notast við áhorf-
endur og reiddu menn sig alfarið á
Douglass til að búa til hláturinn og
önnur viðbrögð áhorfenda með upp-
tökum. Á þeim áttunda urðu fjöl-
skylduþættir vinsælir og því urðu
áhorfendur í sjónvarpssal aftur móð-
ins. Douglass fór því frá því að laga
hlátur og viðbrögð áhorfenda yfir í
að búa hann til frá grunni og svo aft-
ur til lagfæringanna.
Hláturinn á útleið
Undir lok 8. áratugarins fékk Dou-
glass samkeppni frá fyrrverandi
samstarfsmanni sínum og þar með
var áralangri einokun hans lokið.
Douglass lenti eftir á þar sem hann
var seinn til að nýta sér nýja tækni.
Hugmyndir um að hafa engan
hlátur í grínþáttum tóku að vakna
undir lok 9. áratugarins. Þrátt fyrir
það mátti heyra hlátur í vinsælustu
þáttum 10. áratugarins eins og Sein-
feld og Friends. Þættirnir um Simp-
sons-fjölskylduna höfðu engan hlát-
ur áhorfenda sem mætti ætla að
væri sjálfsagt en svo var ekki á upp-
hafsdögum teiknimyndaþátta; þeir
höfðu margir hlátur á upptöku.
Dæmi eru um að upptökur á hlátri
séu notaðar í sjónvarpsútsendingum
verðlaunaafhendinga, bæði þegar
útsendingunni er ekki varpað beint
og þegar um beina útsendingu og
um sjö sekúndna seinkun er að
ræða.
Með tímanum fóru hlutirnir að
breytast og þáttum á borð við New
Girl og The Office hefur tekist vel
upp með að notast ekki við hlátur og
það er stefnan sem flestir þátta-
framleiðendur taka í dag. Kannski
mun hláturinn koma aftur; með
áhorfendur í sjónvarpssal eða ein-
ungis á upptöku. Það er aldrei að
vita.
Ross Geller er í uppá-
haldi margra en það
breytist oft fljótt er
fólk horfir á Friends-
þættina án hláturs.
5.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
LÍFSHLAUP Ava DuVernay mun leik-
stýra þáttaröð um æsku ruðningsleik-
mannsins Colin Kaepernick. Kaepernick
vakti mikla athygli þegar hann kraup á
hné í mótmælaskyni er þjóðsöngur
Bandaríkjanna var leikinn fyrir leiki í
NFL-deildinni árið 2016. Hann hefur ekki
leikið í deildinni síðan, óumdeilt vegna
mótmælanna. DuVernay hefur leikstýrt
myndum á borð við Selma og heimild-
armyndina 13th sem taka á misrétti þel-
dökkra í Bandaríkjunum. Er þáttaröðinni
ætlað að skoða æsku Kaepernick, sem
var ættleiddur, í því samhengi.
Framleiða mynd um Kaepernick
Kaepernick krýpur á hné árið 2016.
AFP
BÓKSALA Í JÚNÍ
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Á byrjunarreit Lee Child
2 Vegahandbókin Ýmsir
3
Danskvæði um söngfugla
og slöngur
Suzanne Collins
4 Dóttirin Anna B. Ragde
5 Þess vegna sofum við Matthew Walker
6 Sjö lygar Elizabeth Kay
7 Tíbrá Ármann Jakobsson
8 Dauðar sálir Angela Marsons
9
Hryllilega stuttar
hrollvekjur
Ævar Þór Benediktsson
10
Dagbók Kidda klaufa 12
– flóttinn í sólina
Jeff Kinney
11 Ógnarhiti Jane Harper
12
Kennarinn sem hvarf
sporlaust
Bergrún Íris Sævarsdóttir
13 Kisa litla í felum Holly Webb
14 Hittu mig á ströndinni Jill Mansell
15
Handbók fyrir ofurhetjur
– fimmti hluti
Elias og Agnes Våhlund
16 Fólk í angist Fredrik Backman
17
Veirufangar og
veraldarharmur
Valdimar Tómasson
18 Hafnargata Ann Cleeves
19 Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides
20 Möndulhalli Ýmsir höfundar
Allar bækur Ég hef mikla ánægju af því að lesa
og er oft með margar bækur í
gangi í einu. Síðastliðið haust hóf
ég meistaranám í ritlist við Há-
skóla Íslands. Námið snýst ekki
aðeins um að skrifa heldur einnig
um að verða betri lesandi, til að
mynda með því að rýna í hvernig
efninu er komið til skila. Mér
finnst spennandi að fara inn á
ókunnugar slóðir og lesa bók-
menntir sem gera kröfur til mín
sem lesanda en svo er einnig ljúft
að lesa það sem er aðgengilegt og
auðvelt aflestrar.
Ég hef nýlokið við bækurnar
Gangandi íkorni og Svefnhjólið
sem eru fyrstu tvær skáldsögur
Gyrðis Elíassonar. Gangandi
íkorni er súrrealísk fantasía en
Svefnhjólið nokkurs konar
draugasaga. Við lesturinn sogaðist
ég inn í þessa dökku og dularfullu
heima Gyrðis þar sem allt getur
gerst. Það er ekki beint söguþráð-
urinn eða formið sem leiðir mann
áfram heldur frekar stíllinn og
draumkennt andrúmsloftið.
Undanfarnar
vikur hef ég haft
þrjár bækur við
höndina sem eru
allar nýlega
komnar út. Það
er gott að detta
inn í þær hér og
þar því þær inni-
halda örsögur og smásögur. Ein af
þeim er nýjasta bókin í ritröðinni
Smásögur heimsins. Í þetta sinn
eru sögurnar frá Afríku en Rúnar
Helgi Vignisson, Jón Karl Helga-
son og Kristín Guðrún Jónsdóttir
önnuðust útgáfuna. Fyrir hverja
sögu er umfjöllun um höfundinn
og jafnvel um söguna sjálfa sem
hjálpar til við lest-
urinn. Önnur bók-
in er Við kvikuna,
örsögur frá Róm-
önsku-Ameríku
sem Kristín Guð-
rún Jónsdóttir
þýddi en hún skrif-
ar líka mjög
áhugaverðan formála um örsögur
sem eru nútímalegt fyrirbæri sem
eiga sér engu að síður aldagamla
hefð. Örsögurnar eru eftir fjörutíu
og níu höfunda frá lokum nítjándu
aldar til okkar tíma. Þessar sögur
er hægt að lesa aftur og aftur og
sífellt sjá þær í nýju ljósi. Sumar
eru sprenghlægilegar en aðrar
beittar ádeilur.
Þriðja og síðasta
bókin er Mönd-
ulhalli sem kom
út í vor en í henni
er að finna nýjar
smásögur eftir tíu
ritlistarnema og
upprennandi rit-
höfunda – það gerist ekki mikið
ferskara en það.
BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR
Bylgja Dís er
söngkona og rit-
listarnemi.
Fantasía, draugasaga,
örsögur og smásögur