Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 1

Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 1
L A U G A R D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  185. tölublað  108. árgangur  Volkswagen ID.3 1ST Rafmögnuð framtíð Pantaðu núna og fáðu þinn í haust www.volkswagen.is/ID · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA#NúGeturÞú JÁKVÆTT OG UPPBYGGJ- ANDI Í KÓFINU FRÍMANN Á FERÐALAGI LEIÐANGUR UM LANDIÐ 16TÓNATAL 42 Tívolí Akureyrar var loks opnað í fyrrakvöld eftir að leyfi hafði fengist frá bæjaryfirvöldum fyrir norðan. Áður hafði verið ráðgert að tívolíið yrði opnað um síð- ustu helgi, en seinkun varð þar á sökum hertra sótt- varnareglna og aukinnar smithættu. Þegar tryggt þótti að öllum sóttvarnareglum yrði fylgt var opnun tívolísins heimiluð. Mikil gleði ríkti meðal ungu kyn- slóðarinnar, sem hljóp á milli á tækja á svæðinu. Morgunblaðið/Eggert Unga kynslóðin skemmti sér í tívolí Í júnímánuði dróst íbúðalánasafn líf- eyrissjóðanna saman um ríflega 300 milljónir króna. Skýringanna er fyrst og fremst að leita í miklum upp- greiðslum verðtryggðra lána en óverðtryggðar lánveitingar hafa einnig dregist verulega saman. Í júní- mánuði í fyrra námu ný útlán sjóð- anna til íbúðakaupa eða endurfjár- mögnunar húsnæðis yfir sjö milljörðum króna. Á sama tíma og útlán sjóðanna hafa dregist mikið saman hafa bankarnir sótt mjög í sig veðrið á sama markaði. Nýlegar tölur frá Seðlabanka Íslands sýna að lánveitingar þeirra, þar sem íbúðarhúsnæði er lagt að veði, námu tæpum 28,5 milljörðum króna í júní- mánuði. Í sama mánuði í fyrra námu lánveitingarnar 4,7 milljörðum króna umfram upp- og umframgreiðslur. Líkt og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu hafa íbúðavextir bankanna lækkað hraðar í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans en hjá lífeyrissjóðunum. Á umliðnum ár- um hafa sjóðirnir hins vegar í flestum tilvikum boðið hagstæðari lánakjör en bankarnir hafa treyst sér til að gera. »22 Bankarnir taka yfir íbúðalánamarkaðinn  Lánasafn lífeyrissjóðanna minnkar Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Einn liggur á gjörgæsludeild smitaður af kórónuveirunni. Um er að ræða ein- stakling á fertugsaldri sem er í önd- unarvél. Þá er til skoðunar hvort leggja þurfi fleiri smitaða inn á gjör- gæsludeild en Covid-deild Landspít- alans fylgist með nokkrum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í gær. Sautján greindust smitaðir innan- lands á fimmtudag og fjórir við landamæraskimun. Svo mörg smit hafa ekki greinst síðan í apríl. Virk smit í samfélaginu eru því 109 talsins, í öllum landshlutum. 914 eru í sóttkví, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Þórólfs er til alvarlegrar skoðunar hvort herða þurfi takmark- anir í samfélaginu vegna fjölgunar smita. Ákvörðun hvað það varðar verður tekin um helgina eða eftir helgi. Þórólfur sagðist þó ekki búast við því að mögulegar hertar aðgerðir muni gilda jafn lengi og takmarkanir giltu í vor. „Ég held að það hafi aldrei verið sannara en núna að næstu dagar munu skera úr um það hvort við þurf- um að fara niður í fimmtíu eða tuttugu eins og við gerðum í vetur,“ sagði Þór- ólfur. Ein tegund veirunnar er nú í gangi í samfélaginu, sama tegund og hefur verið að ganga manna á milli síðan önnur bylgja faraldursins hófst hér- lendis. „Sú tegund hefur greinilega dreift sér víða um samfélagið,“ sagði Þór- ólfur. Sóttvarnalæknir sagði að við vær- um á svipuðum stað núna og í vetur og veldisvöxtur veirunnar svipaður. Þrátt fyrir það er ýmislegt öðruvísi en í mars en þá fengum við mikið flæði af veirunni inn í landið á sama tíma. Núna er þetta ein veira sem farið hef- ur víða og Þórólfur reiknar með að það taki lengri tíma að stöðva hana. Einn í önd- unarvél og 109 virk smit  Sautján ný innanlandssmit greind  Hertar takmarkanir eru til skoðunar MMesti fjöldi smita … »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.