Morgunblaðið - 08.08.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.08.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 389.000 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM! Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tuttugu ár voru í gær liðin frá flugslysi í Skerjafirði þar sem allir fimm far- þegar flugvélar létust sem og flugmaður vélarinnar. Ástvinir þeirra komu saman í gær við minnisvarða um slysið og minntust hinna látnu. Tónlistar- maðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, flutti lagið „Engl- ar himins grétu í dag“ við athöfnina en hann samdi lagið um slysið. Þá hélt Guðni Már Harðarson prestur tölu um sorgina, þakklætið og missinn. Minntust hinna látnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Tuttugu ár frá flugslysinu í Skerjafirði Þór Steinarsson thor@mbl.is Fjöldi nýrra kórónuveirusmita hér á landi er áhyggjuefni fyrir ferðaþjón- ustuna bæði hvað varðar komur er- lendra ferðamanna hingað til lands sem og ferðalög Íslendinga innan- lands segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, í samtali við Morgun- blaðið. Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að það væri hægt að tala um faraldur hér á landi á nýjan leik í stað þess að tala um hópsmit. Nýgengi smita hér á landi hefur meðal annars haft þau áhrif að Ísland er komið á rauðan lista Lett- lands og Eistlands og Íslendingar fá ekki að ferðast til Litháens. Jóhannes segir slæmt að kúrfan hér á landi geri það að verkum að Ís- land sé orðið land sem varað er við ferðum til. Nú ríði mest á að allir fari eftir tilmælum og fyrirmælum heil- brigðisyfirvalda með það að mark- miði að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Svo leiðir það beint af þeim árangri sem við náum hvort Ís- lendingar geti ferðast utan eða hvort erlendir ferðamenn geti komið hing- að,“ segir hann. „Ég held að við höfum náð betri niðurstöðu úr júlí og almennt sumr- inu en við áttum von á enda bjugg- umst við við algjöru tekjuleysi í greininni. En þegar smitin fara að aukast þá minnkar ferðaviljinn hjá fólki þannig að það er viðbúið að ein- hverjir sem höfðu hugsað sér að ferðast hingað endurskoði þær ákvarðanir,“ segir Jóhannes einnig og bætir við að Íslendingar hafi tekið mjög vel við sér. „Það hefur verið frábært hvað Íslendingar hafa tekið vel við sér í sumar og ég held að á endanum séu íslenskir ferðamenn búnir að skila því sem við mátti búast og í rauninni gott betur en það inn í íslenska ferðahagkerfið. Það er þakkarvert og í rauninni alveg frá- bært að það skuli hafa náðst.“ Eftir að hópsýkingar komu hér upp aftur í júlí og heilbrigðisyfirvöld hertu sóttvarnaaðgerðir aftur var ferðaþjónustan gagnrýnd fyrir að hafa sett þrýsting á stjórnvöld um að opna landið fyrir ferðamönnum. „Mér finnst sú gagnrýni mikil ein- földun á málinu. Staðreyndin er sú að það hefur komið fram bæði hjá Víði Reynissyni og Þórólfi Guðna- syni að ferðaþjónustan sem slík hef- ur ekki sett neinn sérstakan þrýst- ing á að það sé horfið frá sóttvarna- aðgerðum. Það er ekki hægt fyrir atvinnugrein að stjórna með neinum hætti hvort landamæri eru opin eða lokuð. Það er ákvörðun stjórnvalda,“ segir hann. Nýgengi smita er áhyggjuefni Jóhannes Þór Skúlason Morgunblaðið/Eggert Við Strokk Búast má við afbókunum vegna nýrrar bylgju faraldursins.  Afbókanir eru viðbúnar  Gagnrýni á ferðaþjónustuna mikil einföldun  Íslendingar verið frábærir „Við finnum fyrir auknum fyrir- spurnum og auknum beiðnum,“ seg- ir Bjarni Gíslason, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Hann segist taka eftir erfiðri stöðu innflytjenda á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Þeir sem ekki hafa rétta tengslanetið eru í erfiðri stöðu hvað varðar upplýsingar um ástandið á Íslandi,“ segir hann, enda búi inn- flytjendur ekki að sama stuðnings- neti og Íslendingar. „Innflytjendur koma til okkar og spyrja okkur út í stöðuna, um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þeir þekkja kannski stöðuna betur í sínu heimalandi,“ seg- ir hann. Skjólstæðingar Hjálpræðishers- ins gefa upp fjár- hagsyfirlit svo unnt sé að meta stöðu þeirra, að sögn Bjarna. Séu þeir undir vissum fátæktarmörkum fái þeir inneign- arkort í matvöruverslanir. Einnig sé aðstoðað við önnur útgjöld sem mæta fjölskyldufólki, til dæmis kostnað vegna skólagöngu barna. „Haustið er náttúrlega fram und- an og þá reynum við að styðja fjöl- skyldur með kostnað vegna skóla. Við reynum að tryggja að börnin finni sem minnst fyrir erfiðri stöðu með því að veita stuðning. Það geta verið skólaföt, skólatöskur eða slík- ur kostnaður sem sumir eiga erfitt með að mæta,“ segir hann. Aðspurður hvort aðsókn hafi minnkað yfir sumarið, þegar áhrif faraldursins urðu minni, segir Bjarni: „Þetta hefur verið stöðugt hjá okkur allan tímann. Það er ekki eins og við höfum fundið sveiflu í því, enda voru strax margir komnir í erfiða stöðu í byrjun faraldurs- ins.“ Fleiri leita stuðnings hjá Hjálpræðishernum  Búast við meiri aðsókn þegar uppsagnarfrestir renna út Bjarni Gíslason Íbúafjöldi í Reykjanesbæ nálgast óðum 20 þúsund. Íbúar þar eru núna 19.598 og hefur fjölgað um 175 frá áramótum. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að íbúar þar urðu fleiri en á Akureyri í febrúar á síðasta ári. Í tilkynningu frá Markaðsstofu Reykjaness kemur fram að íbúum á Reykjanesskaga hafi fjölgað hratt að undanförnu. Hlutfallslega var mesta fjölg- unin í sveitarfélaginu Vogum þar sem íbúum fjölgaði um 29, sem jafngildir 2,2%, og þar eru íbúar nú 1.337. Er gert ráð fyrir því að um það bil 800 íbúðir rísi á svæð- inu á næstu 10 árum. Íbúum í Grindavík hefur fjölgað um 41 einstakling frá áramótum og eru þeir nú 3.549 talsins. Suðurnesjabær bætir við sig 62 nýjum íbúum og þar búa nú 3.648 manns. Íbúum fjölgar hratt suður með sjó Banaslys varð í Reyðarfirði á fimmtudagskvöld er ökumaður sex- hjóls lést þegar hjólið valt yfir hann í fjalllendi. Lögreglan á Austurlandi greindi frá þessu í tilkynningu. Þar kom jafnframt fram að unnið væri að rannsókn málsins og að ekki yrðu frekari upplýsingar veittar um það að svo stöddu. Ökumaður sexhjóls lést í Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.