Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI
21
2
1
2
1
2
11 1
1
1
1
1
1
1 1 100
1
1
1
12
2
4
3
2 2 2 3
6
6
2 1
5
2
5
1
6 9
2
10 13
1
3
1
2
2
2
1
3 3 3 32 2
5
4
2 1
2
1
1
3
1
36
1
8
1
7
1
11
2
1
4
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna
frá 15. júní til 6. ágúst
152.694 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
75.389 sýni914 einstaklingar eru í sóttkví
1.952 staðfest smit
109 er með virkt smit
Heimild: covid.is
Innanlands
Landamæraskimun:
Virk smit Með mótefni
Beðið eftir mótefnamælingu
26,5 ný smit sl. 14 daga á
100.000 íbúa
Nýgengi smita
innanlands:
júní júlí ágúst
9
11
2
2
4 1
17
Ragnhildur Þrastardóttir
Jóhann Ólafsson
Sautján kórónuveirusmit greindust
innanlands á fimmtudag en að auki
greindust fjögur smit á landamær-
unum og eru þrír af þeim smituðu
sem greindust á landamærunum
smitandi. Mótefnamælingar er beð-
ið fyrir þriðja smitið og því óljóst
hvort sá aðili sé smitandi eður ei.
Þrettán innanlandssmitanna
greindust hjá sýkla- og veirufræði-
deild Landspítalans og fjögur hjá
Íslenskri erfðagreiningu.
Jafn mörg smit hafa ekki greinst
á einum degi hér á landi síðan 9.
apríl en þá greindust 27 smit.
Sjö af þeim sautján sem greind-
ust voru í sóttkví þegar smitin
komu upp.
759 sýni voru tekin hjá sýkla- og
veirufræðideild Landspítalans, 318
hjá Íslenskri erfðagreiningu og
1.924 á landamærunum.
109 eru í einangrun með virk
smit og 914 eru í sóttkví. Þá er ein-
staklingur á fertugsaldri í öndun-
arvél á Landspítala smitaður af
kórónuveirunni.
„Stýrihópur verkefnis fundaði í
morgun og fór yfir þessa stöðu sem
okkur þykja ákveðin tíðindi,“ sagði
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í
samtali við blaðamann stuttu eftir
að þessi mikli smitfjöldi var til-
kynntur.
Víðir segir að á fundi morguns-
ins hafi verið rætt hvort herða ætti
aðgerðir og farið hafi verið yfir til-
felli sem greinst hafa undanfarna
daga. „Við sjáum að það er ekki í
neinu tilfelli þar sem nálægt 100
manns á einum stað tengjast þess-
um málum. Því höfum við ekki séð
sérstaka ástæðu til að fækka þeim
sem koma saman,“ segir Víðir en
samkvæmt hertum reglum sem
tóku gildi fyrir viku mega að há-
marki 100 manns koma saman.
„Aftur á móti virðast öll þessi
smit eiga það sameiginlegt að fólk
hafi ekki virt tveggja metra regl-
una. Það eru nokkuð margir hópar
í þessum rúmlega 100 sem eru í
einangrun,“ segir Víðir.
Hann segir að staðfest tilfelli
fimmtudagsins séu mörg hver frá
fólki sem fór ansi víða um síðustu
helgi, verslunarmannahelgina, og
hitti marga. Hópurinn sem al-
mannavarnir ræða við og er í, eða á
leið í, sóttkví er ansi stór.
Í gær var tilkynnt að skipa ætti
fimm manna verkefnateymi sem
annast á framkvæmd aðgerða
vegna kórónuveirunnar. Sóttvarna-
læknir mun leiða teymið og á það
að starfa út árið 2021.
Eins og áður segir er einn í önd-
unarvél smitaður af veirunni. Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagðist á upplýsingafundi almanna-
varna í gær sjá merki um frekari
veikindi, alvarleg veikindi, líkt og
síðasta vetur. Ekki væru sjáanleg
merki um að veiran væri veikari en
áður.
Til alvarlegrar skoðunar er að
herða samkomutakmarkanir vegna
faraldursins enn frekar á næstu
dögum. Ákvörðun hvað það varðar
verður tekin um helgina eða eftir
helgi, að sögn Þórólfs.
„Gríðarlegt áfall fyrir marga“
Þórólfur sagði að ef aðgerðir
yrðu hertar hefði hann fulla trú á
því að þær takmarkanir myndu
standa skemur en þær gerðu á vor-
mánuðum.
Sóttvarnalæknir ítrekaði að það
þyrfti að skerpa á smitvörnum og
fólk þyrfti að virða tveggja metra
regluna og aðrar þær reglur sem
eru í gildi.
Hann benti á að dæmi séu um að
fólk fari ekki eftir reglum, fari
jafnvel veikt í vinnu og skilji eftir
sig slóð veikinda.
„Það eru vonbrigði að standa í
þessum sporum en við getum horft
til reynslunnar frá því í vor,“ sagði
Þórólfur. Þá hafi aðgerðir skilað
árangri og engin ástæða sé til þess
að ætla annað en að við getum náð
böndum á faraldrinum.
„Ég held að það hafi aldrei verið
sannara en núna að næstu dagar
munu skera úr um það hvort við
þurfum að fara niður í 50 eða 20
eins og við gerðum í vetur,“ sagði
Þórólfur.
„Ég held að það verði gríðarlegt
áfall fyrir mjög marga,“ bætti Þór-
ólfur við. Hann sagðist telja að
ekki yrði gripið til slíkra aðgerða
nema það væri algjör nauðsyn.
Sóttvarnalæknir sagði að við
værum á svipuðum stað núna og í
vetur og veldisvöxtur veirunnar
væri svipaður. Þrátt fyrir það er
ýmislegt öðruvísi en í mars en þá
vorum við að fá mikið flæði af veir-
unni inn í landið á sama tíma. Núna
er þetta ein veira sem farið hefur
víða og Þórólfur reiknar með að
það taki lengri tíma að stöðva
hana.
Mesti fjöldi smita í annarri bylgju
17 ný innanlandssmit og 4 smit á landamærum Tekur lengri tíma að stöðva þessa undirtegund, að
sögn sóttvarnalæknis Til alvarlegrar skoðunar að herða aðgerðir Næstu dagar ráða úrslitum
Ljósmynd/Lögreglan
Fundur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna.
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Sérfræðingar
í sölu fyrirtækja
• Eitt besta fyrirtækið á landinu á sviði „street food“. Velta yfir 200 milljónir.
Góð afkoma.
• Ferðabílaleiga með yfir 50 bíla í rekstri, tækifæri þegar túristinn kemur
aftur.
• Gott tækifæri í hótelrekstri á Vesturlandi, leiga eða sala.
• Eitt glæsilegasti bistro í Reykjavík á besta stað í miðbæ Reykjavíkur.
• Við vinnum að nokkrum góðum tækifærum í veitingastarfsemi í Reykjavík.
• Kvenfataverslun í Kringlunni, velta 100 milljónir + góð framlegð og
hagnaður.
• Ísbúð, grill dagvara í Reykjanesbæ, góð velta og afkoma.
• Stimplager og framleiðsla á merkingum, lítið en gott fyrirtæki.
Við vinnum meðal annars að eftirtöldum verkefnum
Við erum með marga kaupendur að smærri fyrirtækjum að
kaupverði 20 til 50 milljónum. Þeir sem eru með slík fyrirtæki
endilega hafa samband við okkur.
Við vinnum að sölu á nokkrum stórum og öflugum fyrirtækum
með veltu + 1000 milljónir að 3000 milljónum.
Tækifæri fyrir fjársterka kaupendur.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala
þarf að bíða í nokkra mánuði til við-
bótar eftir nauðsynlegu greiningar-
tæki. Slíkt tæki
kostar rétt um 100
milljónir króna og
getur greint fjögur
þúsund sýni á dag.
Þetta segir Karl
G. Kristinsson, yf-
irlæknir á sýkla-
og veirufræðideild
Landspítala. Von
er á tækinu í byrj-
un nóvember, en það mun auka af-
kastagetu deildarinnar svo um munar.
„Þetta er einangrunar- og grein-
ingartæki, sem er gríðarlega afkasta-
mikið. Það er mikil eftirspurn eftir
svona tækjum og við erum sögð vera
heppin að fá tækið á þessum tíma.
Þetta er aðaltækið sem við erum að
bíða eftir,“ segir Karl og bætir við að
farið hafi verið af stað með pöntun í
apríl. „Við vorum sett í röðina og form-
leg pöntun var því ekki gerð strax.
Auðvitað hefði verið best ef við hefðum
verið með umframgetu frá upphafi,“
segir Karl.
Nýtt tæki í næstu viku
Í næstu viku er von á nýju ein-
angrunartæki sem kemur til með að
auka afkastagetuna. Óljóst er þó
hversu mikið hún mun aukast. Að sögn
Karls er um öryggisatriði að ræða.
„Við höfum verið að keyra á einu tæki
og erum í vondum málum ef það bilar.
Þetta gerir vinnuna öruggari og eykur
afkastagetuna þótt óljóst sé hversu
mikið. Þetta er eins tæki og við feng-
um síðast,“ segir Karl sem telur að
tæki sem þetta kosti um 12 milljónir
króna. Auk þessa tækis á deildin nú
von á þremur minni einangrunar-
tækjum. Hvert tæki getur tekið allt að
32 sýni í hverri keyrslu.
„Við fundum umboðsaðila í Dan-
mörku sem er að útvega tæki fyrir
Dani sem eru framleidd í Kína. Slík
tæki hafa verið sett upp í Danmörku,
Færeyjum og í Grænlandi. Við erum
því með alla anga úti,“ segir Karl.
Fer allt eftir fjölda sýna
Eins og áður hefur komið fram
hefur Íslensk erfðagreining þurft að
hlaupa undir bagga með Landspít-
alanum. Þannig hefur fyrirtækið létt á
veirufræðideildinni og sinnt nauðsyn-
legri skimun við landamærin. Spurður
hvort treysta þurfi á Íslenska erfða-
greiningu þar til „aðaltækið“ kemur til
landsins í nóvember segir Karl að það
fari allt eftir fjölda sýna.
„Þegar sjúklingasýnum fjölgar þá
skerðist afkastagetan fyrir sýni við
landamærin. Miðað við hvert við
stefnum verðum við komin í ásættan-
lega afkastagetu þegar við fáum stóra
tækið. Við vitum ekki hvort við erum
með fullnægjandi afkastagetu þangað
til enda fer það eftir því hversu mikið
við erum beðin um að skima á landa-
mærunum og fjölda sjúklinga.“
Mikilvægasta tækið kemur
ekki fyrr en í byrjun nóvember
Greinir fjögur þúsund sýni á dag Kostar 100 milljónir
Karl G. Kristinsson