Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Bjarni Jónsson rafmagnsverk-fræðingur skrifar um lífeyr- issjóðina á blog.is og segir: „Það hefur verið óviðkunnanlegt, jafn- vel hráslagalegt, að fylgjast með gjamminu í sumum verkalýðsleiðtogum landsins gagnvart t.d. Icelandair, sem er hryggjarstykkið í íslenzkri ferða- þjónustu. Þar róa stjórnendur og starfsfólk nú líf- róður. Heyrist þá ekki það hljóð úr horni, að verkalýðsleiðtogar muni beita áhrifum sínum til að refsa Icelandair fyrir aðgerðir sínar á vinnumarkaði með því að lífeyr- issjóðir, t.d. Lífeyrissjóður verzl- unarmanna, muni ekki fjárfesta meira í Icelandair?    Þessi málflutningur er fyrir neð-an allar hellur, er brot á stjórnarháttayfirlýsingu lífeyris- sjóðsins, og slíkt athæfi varðar sennilega við lög. Sumir verkalýðs- leiðtogar nútímans virðast vera úti á þekju og ekki skilja núverandi stöðu íslenzka hagkerfisins. Þeir virðast enn fremur telja sig hafna yfir lög og rétt eða geta tekið geð- þóttaákvörðun um það, hvenær þeim þóknast að hunza laga- fyrirmæli og aðrar leikreglur þjóð- félagsins. Slíkt vitnar um alvarlega persónuleikabresti, sem eru lítt til forystu fallnir.    Þá nefnir hann að seðlabanka-stjóri sé með fingurinn á þjóð- arpúlsinum og hafi bent á „að til- burðir verkalýðsforkólfa til að skuggastjórna lífeyrissjóðunum séu fullkomlega óboðlegir og að girða verði með lögum fyrir mögu- leika þeirra til ógnarstjórnar, en þeir hafa hótað nú og áður látið verða af hótun sinni um að afnema umboð stjórnarmanna í lífeyris- sjóðum, af því að gjörðir þeirra væru verkalýðsforkólfum ekki þóknanlegar.“ Bjarni Jónsson Óboðlegir tilburðir verkalýðsforystu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Dóra S. Bjarnason, prófessor emerita við Háskóla Íslands, er látin, 73 ára að aldri. Dóra fæddist 20. júlí 1947, foreldrar hennar voru Steinunn Ágústa Bjarnason gjaldkeri og Ingi Hákon Bjarnason efnaverkfræðingur. Eftirlifandi sonur Dóru er Benedikt Há- kon Bjarnason. Hann fæddist árið 1980 og er fatlaður. Árið 1996 sendi Dóra frá sér bók- ina Undir huliðshjálmi – Sagan af Benedikt, sem fjallaði um lífshlaup þeirra mæðgina. Dóra lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967, BA-prófi í félagsfræði frá Manchester-háskóla 1971 og MA- prófi í félagsfræði frá Keele-háskóla 1974. Þá lauk hún doktorsprófi frá Oslóarháskóla í fötlunarfræðum árið 2003. Dóra var stundakennari við Kennaraháskóla Íslands 1971 til 1981 og lektor og síðan dósent í fé- lagsfræði við sama skóla 1981 til 2004, prófessor við KHÍ, síðar menntavísindasvið Háskóla Íslands, frá 2004 og prófessor emerita frá 2014. Þá starfaði hún sem gistipró- fessor við háskóla víða um heim og hélt fyrirlestra. Rannsóknir Dóru voru einkum á sviði fé- lagsfræðimenntunar, fötlunarfræði og skóla- stefnunnar skóla án aðgreiningar, sögu og afraksturs sérkennslu og jaðarsetningar fatl- aðs fólks. Verk Dóru endurspegla reynslu þriggja kynslóða fatl- aðra ungmenna af skóla og samfélagi. Þau áttu mikilvægan þátt í viðhorfsbreyt- ingu til fatlaðs fólks og til þátttöku allra í sam- félaginu. Dóra sagði við Morgun- blaðið árið 2017 að hún hefði einkum fjallað um hvernig skólinn gæti mætt öllum nemendum og veitt þeim gæðamenntun, tryggt félags- legt réttlæti og virka þátttöku allra, bæði nemenda og starfsfólks. Eftir Dóru liggur fjöldi fræðibóka og fræðigreina, á íslensku, ensku og fleiri tungumálum. Hún sinnti rit- stjórn og var m.a. einn ritstjóra bók- arinnar Skóli margbreytileikans – Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca sem kom út árið 2017. Á síðasta ári sendi Dóra frá sér bókina Brot – Konur sem þorðu, sem fjallaði um lífshlaup þriggja kyn- slóða kvenna á tímabilinu 1867 til 2004. Andlát Dóra S. Bjarnason Félagsmenn þriggja aðildarfélaga Kennara- sambands Íslands hafa samþykkt kjarasaminga, sem gerðir voru við Samband íslenskra sveitar- félaga í júlí. Atkvæðagreiðslu um samningana lauk í gær. Í atkvæðagreiðslu Félags stjórnenda leikskóla voru 417 á kjörskrá en 319 greiddu atkvæði eða 76,5%. Já sögðu 280 eða 87,77% en nei 36 eða 11,2%. Þrír seðlar voru auðir. Í atkvæðagreiðslu Félags leikskólakennara voru 1.764 á kjörskrá og greiddu 1.236 atkvæði eða 70,07%. Já sögðu 1008 eða 81,55% en nei 204 eða 16,51. Auðir seðlar voru 24. Þá voru 656 á kjörskrá í atkvæðagreiðslu Skóla- stjórafélags Íslands. 507 greiddu atkvæði eða 77,29%, já sögðu 473 eða 93,29% en nei 31 eða 6,12%. Þrír seðlar voru auðir. Fram kemur á heimasíðu Kennarasambandsins að gildistími samninganna þriggja er sá sami, eða frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2021. Enn er ósamið við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Viðræðuáætlun var endurnýjuð í liðnum mánuði og eru í viðræður í gangi. Verkalýðshús Kennarasambandið er til húsa í Borgartúni 30 eins og fleiri verkalýðsfélög. Samþykktu samning  Mikill meirihluti fyrir samþykkt  Enn er ósamið við tvö félög innan Kennarasambands Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.