Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500
Þann 18. ágúst nk. verður opnað fyrir bókanir frá
28. ágúst fram að jólum. Bókanir fyrir jól og áramót
hefjast 10. september.
Þann 2. nóvember verður opnað fyrir bókanir eftir
áramót, frá 5. janúar til 28. maí, að undanskildum
páskum.
Hægt er að bóka hús inn á bókunarvefnum, á skrif-
stofu Eflingar í síma 510 7500 eða senda fyrirspurnir
á orlof@efling.is
Nánari upplýsingar á www.efling.is
Félagsmenn Eflingar minnum á haust-
og vetrarbókanir orlofshúsa
Haust- og
vetrarbókanir
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Fjölmargir Íslendingar freista gæf-
unnar erlendis við nám og störf og er
þar ekkert heimshorn undanskilið.
Eins og gengur bankar ástin upp og
er þá hvorki spurt um stétt né stöðu.
Fyrr en varir er kominn hringur á
fingur og litlir fætur tiplandi um. Fyr-
ir flesta er þetta hamingjuspor, en
skugga getur brugðið á skjóti ástin
niður fæti utan Schengen eða ESB.
Margir íslenskir ríkisborgarar sem
eignast maka utan þessara svæða
lenda í miklum erfiðleikum með bú-
setu fjölskyldu sinnar og rekast á
marga veggi. Það ferðafrelsi sem rak
fólk utan lifir með því og mörg pör
starfa á alþjóðlegum vettvangi, þar
sem annar eða báðir aðilar þurfa
vinnu sinnar vegna að ferðast mikið
og víða.
Takmarkandi dvalarreglur
Erlendir ríkisborgarar utan
Schengen/ESB hafa nokkur úrræði til
að heimsækja landið og dvelja hér í
lengri eða skemmri tíma. Grundvall-
arúrræði er vegabréfsáritun sem veit-
ir rétt til dvalar í þrjá mánuði í senn.
Til þess að búa hér og starfa þarf dval-
arleyfi sem er ýmsum skilyrðum háð,
m.a. má viðkomandi ekki dvelja meira
en 90 daga erlendis á ári, ellegar eiga
á hættu að missa leyfið. Til að öðlast
íslenskt ríkisfang þarf viðkomandi
m.a. að hafa haft lögheimili í fjögur ár,
sé um hjónaband að ræða, eða fimm í
tilfelli sambúðar.
Fjölmargir Íslendingar eru í þeirri
stöðu að vilja búa hér á landi með er-
lendum maka sínum eða vilja búa er-
lendis en njóta þess réttar að geta
með auðveldu móti komið heim með
maka sinn. Margir rekast á veggi í
viðleitni sinni og segja farir sínar ekki
sléttar. Blaðamaður átti samtal við
nokkra þeirra.
Vegabréfsáritun í hvert sinn
Einar Már Jóhannesson hefur búið
í Katar síðastliðin fjögur ár þar sem
hann rekur fyrirtæki sem sérhæfir
sig í eldvörnum og öryggismálum.
Hann hefur verið giftur palestínskri
konu í tvö ár og á tvö börn á Íslandi
úr fyrra sambandi. Hann leggur mik-
ið upp úr því að heimsækja Ísland til
að rækta og efla tengsl milli konu
sinnar og barna. Einar lýsir því
hversu flókið og erfitt það geti reynst
að fá vegabréfsáritun fyrir konu sína
fyrir hverja ferð til Íslands. Sækja
þurfi um Schengen-áritun í franska
sendiráðinu í Katar, sem sé bæði
flókið og kostnaðarsamt. Ekki bæti
úr skák að hún sé frá Palestínu og því
ekki með eiginlegt vegabréf. Í eitt
skipti hafi henni verið neitað um árit-
un án sýnilegra ástæðna og hafi hann
þurft að byrsta sig verulega fyrir
hennar hönd. Einar segir að þessi
þrautaganga dragi mjög úr þeim
máttinn við að koma heim til Íslands
og óttast að tengslin rofni með tím-
anum.
Niðurlægjandi ferli
Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir
hefur verið gift marokkóskum manni
í tæp sex ár og á með honum fjórar
stúlkur: tvenna tvíbura. Hann hafi í
upphafi þeirra sambands verið með
dvalarleyfi hér á landi og saman ráku
þau verslun með vörur frá Marokkó.
Hún segir að starfsins vegna og
tengsla við bæði lönd hafi þau flakkað
talsvert á milli, en svo fór að hann
missti dvalarleyfið eftir of langa dvöl
ytra, þrátt fyrir að hann hafi verið
þátttakandi í íslensku samfélagi og
greitt skyldur og skatta árum saman.
Hann sótti um íslenskan ríkisborg-
ararétt en var synjað nú í vor. Birta
segir að það hafi verið mikil vonbrigði
og að óformleg svör væru að „hann
þyrfti þess ekki, heldur gæti notað
dvalarleyfi“. Hann er því aftur á
byrjunarreit í því að sækja um dval-
arleyfi með tilheyrandi kostnaði og
snúningum. Meðal annars þarf hann
að skila blóð- og saursýnum, sem hún
lýsir sem niðurlægjandi ferli fyrir
mann sem talar góða íslensku og vill
eingöngu fá að búa með fjölskyldu
sinni. Birta segir að þau vilji vera
hluti af íslensku samfélagi en á sama
tíma njóta ferðafrelsis. Kröfur um
landvistarleyfi geri þeim það ókleift
og þau séu þannig tilneydd til að velja
á milli Íslands og Marokkós.
Óttast um afdrif barna sinna
Höfðaborg í Suður-Afríku hefur
verið heimili Lilju Marteinsdóttur
síðastliðin átta ár. Hún býr þar með
heimamanni og saman eiga þau tvö
börn sem bæði eru íslenskir ríkis-
borgarar. Hún segir að í kjölfar kór-
ónuveirufaraldursins hafi þau í fyrsta
sinn látið á það reyna að koma til Ís-
lands saman en hann hafi ekki fengið
vegabréfsáritun. Þau hafa ekki sóst
eftir því að flytja til Íslands, en hún
hafi kannað málið og komist að raun
um að það væri ekki gerlegt nema
flytja alfarið til margra ára. Hún seg-
ir það auðveldara fyrir þau að stofna
heimili í Svíþjóð en hér á landi.
Áhyggjur Lilju snúast fyrst og
fremst um börn þeirra. Veikist hún
eða falli frá hafi faðir þeirra lítil sem
engin úrræði til að viðhalda tengingu
þeirra við Ísland og að rof gæti mynd-
ast.
Fékk ríkisborgararétt
Fyrir fjórum árum starfaði Vera
Knútsdóttir í Líbanon og kynntist þar
manni sínum, sem er íraskur Kúrdi.
Þau unnu bæði fyrir alþjóðleg samtök
þegar þau felldu hugi saman og hafa
eignast tvö börn. Þau hófu búsetu hér
á landi, en vegna sérhæfðrar mennt-
unar sinnar og reynslu bauðst honum
starf hjá Sameinuðu þjóðunum, með
starfsstöð í Sómalíu. Með öllum
ferðalögum sem því tengdust reynd-
ist honum erfitt að viðhalda dval-
arleyfi á Íslandi, sem hann að lokum
missti. Hann var því háður vega-
bréfaáritun til að komast til síns
heima og lýsir Vera þeim flækjum
sem fylgja því að vera með íraskt
vegabréf og öllu því „veseni og
stressi“ sem því fylgir. Auk þess tak-
markaði það dvöl hans við þrjá mán-
uði í senn. Hún segir að þau hafi dott-
ið í lukkupottinn þegar hann fékk
íslenskan ríkisborgararétt nú í vor
sem gjörbreyti þeirra stöðu. Án þess
segir hún að þau hafi verið tilneydd til
að taka sig upp og flytja utan til þess
að geta haldið sameiginlegt heimili
með börnum sínum.
Sveigjanleiki en ekki sérþarfir
Allir viðmælendur leggja áherslu á
að ekki sé farið fram á sérþarfir og
skilningur ríkir á því að utan um jafn
flókin mál þurfi að vera þéttur rammi.
Rauði þráðurinn er sá að of mikið er
horft til búsetu í stað raunverulegrar
stöðu á sambandi fólks eða fjöl-
skylduaðstæðna. Það eitt að búa hér
og starfa krefjist dvalarleyfis, en í því
felist veruleg skerðing á ferðafrelsi,
sem geri mörgum ómögulegt að lifa
og starfa á alþjóðavettvangi, hvort
sem er vegna vinnu eða til þess eins
að rækta samband sitt við heimaland
og fjölskyldu sína ytra.
Á svipaðan hátt eru erlendir makar
Íslendinga, sem búa erlendis, háðir
skilyrðum til að ferðast hingað og eru
líklegri til að hörfa undan þeim flækj-
um sem því fylgja.
Ákallið er að fólki, þar sem ekki er
tjaldað til einnar nætur og börn hafa
orðið að lími fjölskyldunnar, verði
gert kleift að búa saman, hvort sem
er hérlendis eða ytra. Hættan er sú
að þegar regluveggirnir þrengja að
neyðist fólk í þessari aðstöðu sjálf-
krafa til þess að velja á milli landa.
Slíkt geti kallað fram rof milli heima-
lands og fjölskyldna sem erfitt geti
reynst að brúa.
Flækjustig alþjóðlegrar ástar
Íslendingar giftir erlendum ríkisborgurum rekast víða á veggi Óttast að þurfa að velja á milli
heimalands og sambands við maka Flækjur og hindranir torvelda heimkomu í mörgum tilvikum
Ljósmynd/Birta Árdal
Fjölskylda Birta Árdal og eiginmaður hennar ásamt
tvennum tvíburadætrum sínum.
Ljósmynd/Birta Árdal
Heimili Othman og börn halda upp á afmæli á heimili sínu.
Ljósmynd/Vera Knútsdóttir
Kósí Hjónin í þægilegum stellingum með börnum sínum.
Ljósmynd/Vera Knútsdóttir
Hjón Vera Knútsdóttir og Seerwan
á brúðkaupsdegi sínum.