Morgunblaðið - 08.08.2020, Side 20
Morgunblaðið/Golli
Svarthöfði á ferð Sögupersónunni bregður oft fyrir í höfuðborginni, ekki síst þegar nýjar stjörnustríðsmyndir eru
frumsýndar. Það vakti mikla athygli þegar Svarthöfði laumaði sér í röðina þegar gengið var til prestastefnu 2008.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg mun á næstunni
ráðast í stígagerð til að bæta göngu-
tengingu milli Höfðahverfis og
Bryggjuhverfis. Sótt hefur verið um
framkvæmdaleyfi og nýlega voru
opnuð tilboð í verkið.
Framkvæmdin felst í að útbúa
göngustíg meðfram Sævarhöfða við
Bryggjuhverfi og að Svarthöfða.
Einnig tröppustíg á milli stígshluta,
gönguþverun yfir frárein við Gullin-
brú til móts við Naustabryggju, stígs-
lýsingu og fullnaðarfrágang á lagna-
stæði yfir háspennulögn.
Í umsögn skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur kemur fram að fram-
kvæmdina sé í meðallagi umfangs-
mikil en bæti til muna aðgengi þeirra
sem sækja vinnu í Höfðahverfið og að
almenningssamgöngum og þar með
öryggi gangandi vegfarenda frá nú-
verandi horfi sem hafa fetað „óska-
stíg“ eftir bakkanum, eins og það er
orðað. Skipulagsfulltrúi bendir jafn-
framt á að gæta skuli varúðar á fram-
kvæmdatíma, þannig að hún valdi
sem minnstu raski og að gengið verði
snyrtilega frá svæðinu að fram-
kvæmdum loknum. Verklok eru áætl-
uð í haust.
Fimm tilboð bárust í verkið
Alls bárust fimm tilboð í verkið.
Lægst bauð Stálborg ehf./Ljósþing
ehf. eða krónur 37.366.000. Er það
92% af kostnaðaáætlun sem var 40,6
milljónir. Verið er að yfirfara tilboðin
hjá borginni.
Ekki eru nema rétt fimm ár síðan
gatan Svarthöfði fékk þetta nafn.
Gatan, sem liggur milli Stórhöfða og
Sævarhöfða, hét áður Bratthöfði. Til-
laga um nefna götu í höfuðið á per-
sónu úr Stjörnustríðsmyndunum
barst á hugmynda- og lýðræðisvefinn
Betri Reykjavík og var send um-
hverfis- og skipulagsráði til með-
höndlunar. Ráðið samþykkti breyt-
inguna í ágúst 2015.
Tillaga byggingarfulltrúans í
Reykjavík var svohljóðandi:
„Lagt er til að samþykkt verði að
breyta heiti Bratthöfða, sem liggur
milli Sævarhöfða og Stórhöfða, í
Svarthöfða. Engin fasteign er skráð
við Bratthöfða en skoða mætti hvort
festa megi næstu hús, sem teljast nú
til Stórhöfða, til heimilis við hina ný-
nefndu götu.“
Með tillögu byggingarfulltrúa
fylgdi eftirfarandi umsögn: „Það get-
ur verið við hæfi að nefna hluti í um-
hverfinu eftir nafntoguðum fyr-
irbærum hvers tímabils í sögu
mannkyns, hvort sem er uppdikt-
uðum eða raunverulegum. Mörg
dæmi eru um það í nafngiftum gatna í
Reykjavík að þær séu nefndar eftir
skáldsagnapersónum og er því ekki
úr vegi að nefna götu í Höfðahverfinu
Svarthöfða. Það er þó ekki mælt með
því að nafni Bíldshöfða verði breytt
með þessum hætti þar sem mikil
starfsemi fer fram við götuna og kost-
aði því mikla og langdregna vinnu að
koma nýju nafni til skila.“
Fyrstu húsin í Bryggjuhverfinu
risu árið 1998 og síðan byggðist
hverfið upp hægt og rólega. Nú telst
Bryggjuhverfi austur fullbyggt, en
þar eru um 600 íbúðir.
Mikil uppbygging stendur fyrir
dyrum í Bryggjuhverfi vestur. Þar er
gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum á
fyrrum athafnasvæði Björgunar ehf.
og að hluta til á landfyllingum.
Göngustígur að Svarthöfða
Ráðist verður í stígagerðina til að bæta göngutengingar milli Höfðahverfis og Bryggjuhverfis
Er ætlað að auka öryggi vegfarenda Nafni Bratthöfða var breytt í Svarthöfða fyrir fimm árum
Morgunblaðið/sisi
Sævarhöfði Hér má sjá hlíðina þar sem stígurinn mun liggja upp að Svart-
höfða. Hæðarmunur er nokkur. Stígurinn verður samgöngubót á svæðinu.
illi Sævarhöfða og Svarthöfða
Höfða- og Bryggjuhverfi s í Reykjavík
Kortagrunnur: OpenStreetMap Heimild: Reykjavíkurborg
Grafar-
vogur
Elliðaár-
vogur
BRYGGJUHVERFI
H Ö F Ð A R
FOLDIR
HAMRAR
Stækkað svæði
Stígur m
Tenging milli
SævarhöfðiSvarthöfði
Göngu- og hjólastígur
Tröppustígur
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
„Við erum talsvert betur undirbúin
núna en við vorum í mars,“ segir
Kristófer Júlíus Leifsson, fram-
kvæmdastjóri Eldum rétt. Fyrir-
tækið býður upp á matarpakka sem
innihalda hráefni og uppskriftir að
ákveðnum réttum.
Þegar heimsfaraldur kórónuveiru
stóð sem hæst fyrr á þessu ári seld-
ust umræddir matarpakkar upp hjá
Eldum rétt. Að sögn Kristófers er
ólíklegt að svo verði nú raungerist
önnur bylgja kórónuveirusmits hér á
landi. „Allir verkferlar eru fyrir
hendi en auk þess erum við enn að
styðjast við grunninn í því kerfi sem
sett var af stað í faraldrinum. Við er-
um því í talsvert betri stöðu núna,“
segir Kristófer.
Aðspurður segir hann að pöntun-
um hafi fjölgað svo um munar síð-
ustu vikur. Ekki sé þó hægt að stað-
festa hvort það sé sökum nýrra
smita eða af hefðbundnum ástæðum.
„Þetta er svipað mynstur og verið
hefur síðustu ár. Í ár héldum við
reyndar dampi aðeins lengur inn í
sumarið en svo dettur salan niður
þegar fólk fer í frí eins og eðlilegt er.
Nú er hins vegar umferðin að aukast
mjög mikið.“
aronthordur@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Eldum rétt Fyrirtækið er vel undirbúið raungerist önnur bylgja kór-
ónuveirusmits. Viðskiptavinum hefur fjölgað undanfarnar vikur.
Vel undirbúin fyrir
aðra bylgju smits
Verkferlar fyrir hendi hjá Eldum rétt