Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Hvaða litur er þinn
draumalitur?
www.flugger.is
8. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.21
Sterlingspund 178.24
Kanadadalur 101.75
Dönsk króna 21.504
Norsk króna 15.052
Sænsk króna 15.533
Svissn. franki 148.88
Japanskt jen 1.2812
SDR 191.08
Evra 160.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.0384
Hrávöruverð
Gull 2049.15 ($/únsa)
Ál 1739.0 ($/tonn) LME
Hráolía 45.32 ($/fatið) Brent
● Gullforði
Seðlabanka Ís-
lands hefur aldrei
verið verðmætari
en í lok júlí-
mánaðar. Var
hann þá metinn
á tæpa 17 millj-
arða króna og
hafði verðmæti
hans aukist um
ríflega 1,3 millj-
arða frá fyrri
mánuði. Frá ára-
mótum hefur
forðinn hækkað um ríflega 5,2 millj-
arða króna. Skýringanna á hinu aukna
verðmæti gullforðans má rekja til
verðhækkana á gullverði á heimsmark-
aði. Samfara aukinni óvissu á fjár-
málamörkuðum vegna kórónuveir-
unnar hafa sífellt fleiri fjárfestar leitað
í skjól með eignir sínar og er gull ein
þekktasta leiðin til þess.
Frá áramótum hefur heimsmark-
aðsverð málmsins hækkað um 27% og
rauf únsan í fyrsta sinn 2.000 dollara
múrinn fyrr í þessari viku.Stærsti eig-
andi gulls í heiminum er Seðlabanki
Bandaríkjanna og er forði hans í
málminum yfir 8.000 tonn. Næst-
stærsti eigandinn, sem er ekki hálf-
drættingur, er Seðlabanki Þýskalands.
Gullforði Seðlabankans
aldrei verðmætari en nú
Stöng Eitt kíló af
gulli kostar nú um
8,9 milljónir króna.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Talsverður gangur hefur verið í
sölu notaðra bíla það sem af er
sumri. Þetta staðfesta bæði tölur
sem Bílgreinasambandið tekur sam-
an og samtöl Morgunblaðsins við
bílasala sem þekkja markaðinn vel.
Í tölum Bílgreinasambandsins
(BGS), sem unnar eru upp úr gögn-
um frá Samgöngustofu, kemur fram
að skráð eigenda- og umráðaskipti á
fólksbílum hafi verið 14.618 í júlí
síðastliðnum samanborið við 12.064
skipti í sama mánuði í fyrra. Þá hafi
15.131 tilvik verið skráð í júnímán-
uði, samanborið við 11.795 í sama
mánuði síðasta árs.
Óðinn Valdimarsson, verkefna-
stjóri hjá BGS, segir í samtali við
Morgunblaðið að taka verði tillit til
þess við mat á fyrrnefndum tölum
að þær hafa einnig að geyma uppí-
tökur og tilfærslu bíla til og frá fjár-
mögnunarfyrirtækjum, t.d. þegar
umráð færast frá fyrirtækjunum til
viðskiptavina og annars slíks.
„Þetta hefur áhrif á þessar tölur
en gera má ráð fyrir að áhrifin séu
sambærileg milli mánaða og því
gefa tölurnar ákveðna mynd af
þeirri þróun sem á sér stað,“ segir
Óðinn.
Hin mikla aukning sem varð á
sölu notaðra bíla í júní og júlí felur í
sér talsverð umskipti frá þróuninni
á fyrri hluta ársins. Kemur það ekki
síst fram þegar litið er til heildar-
fjölda eigenda- og umráðaskipta á
fyrstu sjö mánuðum ársins. Þau
voru 78.889 á yfirstandandi ári en
78.166 á árinu 2019. Hafði mark-
aðurinn þá þegar gefið nokkuð eftir
frá árinu 2018 þegar eigenda- og
umráðaskipti voru 89.156 talsins á
fyrstu sjö mánuðum ársins. Sú
mikla aukning sem varð í júní og
júlí vó því í raun upp fremur slapp-
ar sölutölur mánuðina á undan.
Sigurður Ófeigsson er fram-
kvæmdastjóri Bílalands, sem held-
ur utan um sölu notaðra bíla hjá
BL. Hann segir að mjög hafi lifnað
yfir markaðnum í vor.
„Þetta tók kipp strax upp úr
páskum eftir mjög lítinn gang í vet-
ur. Það voru auðvitað mjög nei-
kvæðar fréttir í mars og apríl en
svo virðist fólk hafa tekið ákvörðun
um að ferðast innanlands, enda lítið
um tækifæri til
þess að fara út.“
Hann segir að
söluaukningin
hafi komið fram í
ferðabílum ýmiss
konar. Þannig
hafi margir skipt
úr minni jeppling-
um í stærri jepp-
linga og úr hefð-
bundnum jeppum
í stærri jeppa.
„Salan varð svo mikil að á tímabili
áttum við hreinilega ekki bíla af
þessu tagi á söluskrá og ég hef aldr-
ei lent í þessu áður á löngum ferli.“
Í sama streng tekur Haraldur Þ.
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Toyota Kauptúni.
„Salan hjá okkur í notuðum bílum
frá því í apríl og út júlí hefur verið
um það bil tvöföld miðað við sama
tíma í fyrra.
„Þetta byrjaði í jeppunum og
gerðist á sama tíma og fréttist af því
að allt ferðatengt, ferðavagnar og
slíkt, væri að seljast mjög vel. Raun-
ar má segja að allt með dráttarkrók
hafi selst vel. Fyrst voru það jeppar
á borð við Land Cruiser en þessi
mikli áhugi hefur svo smitast niður í
minni bíla, Rav4, CH-R og slíkt.“
Segir hann að staðan hafi verið
með svipuðu móti og Sigurður lýsir,
framboðið hafi verið með minna
móti sem sé óvanalegt hjá jafn stóru
umboði og Toyota er.
Blönduð fjármögnun
Í Morgunblaðinu í gær var greint
frá því að mikill vöxtur væri í bíla-
fjármögnun hjá Arion banka. Spurð-
ur út í hvernig kaupendur eru að
fjármagna kaup á notuðum bílum
segir Sigurður erfitt að átta sig fylli-
lega á því.
„Ætli þetta sé ekki um helmingur
sem tekur lán fyrir kaupunum og
hinn helmingurinn staðgreiðir. Hins
vegar vitum við auðvitað ekki hvern-
ig henni er háttað. Í einhverjum til-
vikum getur fólk verið að nýta end-
urfjármögnun á húsnæðislánum til
þess að endurnýja bílinn en það er
ekkert sem við höfum yfirsýn yfir.“
Þróttmikil sala í notuðum
bílum á miklu ferðasumri
Fjöldi eigendaskipta á fólksbílum
Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal frá mars 2018 til júlí 2020
16.000
14.000
12.000
8.000
6.000
2018 2019 2020*
* Bráðabirgðatölur fyrir júlí 2020
Heimild: Bílgreinasambandið og Samgöngustofa
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Lítið framboð
» Á heimasíðu Bílalands BL er
aðeins að finna tvo Landrover
Discovery-jeppa.
» Á heimasíðu notaðra bíla hjá
Toyota eru aðeins 23 Land-
Cruiser-jeppar á skrá.
» Á söluskrá Heklu var engan
notaðan Mitsubishi Pajero að
finna og aðeins fimm Out-
lander.
» Hjá Brimborg eru aðeins þrír
Volvo XC90-jeppar á söluskrá.
Stórar bílasölur hafa orðið nær uppiskroppa með jeppa og aðra ferðabíla
Óðinn
Valdimarsson
Haraldur Þ.
Stefánsson
Sigurður
Ófeigsson
Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóð-
félaga drógust saman um 333 millj-
ónir króna í nýliðnum júnímánuði.
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum
Seðlabankans. Þær ná allt aftur til
ársins 2009 og aldrei fyrr hafa útlán
sjóðanna dregist saman milli mánaða.
Séu tölur júnímánaðar bornar sam-
an við sama tíma fyrir ári sést mikill
viðsnúningur því þá námu ný útlán
sjóðanna að frádregnum upp- og um-
framgreiðslum 7,7 milljörðum króna.
Síðustu mánuði hefur orðið vart
minni spurnar eftir lánum hjá sjóð-
unum og er það m.a. tengt því að við-
skiptabankarnir hafa lækkað útlána-
vexti sína talsvert meira en sjóðirnir
samhliða miklum stýrivaxtalækkun-
um Seðlabankans. Með því hefur snú-
ist við þróun sem mjög tók að bera á
um mitt ár 2016 þegar sífellt fleiri sáu
kost í því að taka húsnæðislán hjá líf-
eyrissjóðunum.
Frá marsmánuði 2016 til loka
marsmánaðar 2020 fóru ný útlán sjóð-
anna aldrei undir 4 milljarða króna í
hverjum mánuði og hæst fóru þau í
tæpa 14 milljarða í október síðastliðn-
um. Á fyrrgreindu tímabili námu ný
útlán sjóðanna 386 milljörðum króna
eða 7,9 milljörðum að meðaltali í mán-
uði. Þrátt fyrir að sjóðirnir hafi gefið
mjög eftir á lánamarkaðnum frá því í
mars er enn nokkur sókn eftir óverð-
tryggðum lánum hjá sjóðunum.
Þannig námu ný útlán í þeim flokki,
að teknu tilliti til upp- og umfram-
greiðslna 563 milljónum í júní. það
voru hins vegar mjög umfangsmiklar
uppgreiðslur á verðtryggðum lánum
sem trompuðu óverðtryggðu lánin og
vel það. Upp- og umframgreiðslur
verðtryggðra lána námu 896 milljón-
um umfram ný útlán. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Umpólun Af er sem áður var þegar
lífeyrissjóðirnir réðu lögum og lof-
um á húsnæðislánamarkaðinum.
Útlánasafn sjóð-
anna minnkar
Miklar upp-
greiðslur hjá líf-
eyrissjóðum í júní