Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 24
SVIÐSLJÓS
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Von er á að neyslurými írekstri sveitarfélagannalíti dagsins ljós á allranæstu mánuðum sam-
kvæmt áætlun heilbrigðisráðherra
en allar umsagnir hafa borist vegna
reglugerðardraga sem nú liggja í
samráðsgátt. Markmið þeirra er að
setja ramma um rekstur og starf-
semi neyslurýma, sem skuli rekin
með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Embætti landlæknis og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga voru á
meðal þeirra sem gagnrýndu reglu-
gerðardrögin, sem heimila rekstur
rýmanna og kveða á um skyldur og
takmörk sveitarfélaga í þeim efn-
um.
„Það væri mjög bagalegt ef
þetta mál festist í því að vera á
gráu svæði milli ríkis og sveitar-
félaga vegna þess að hlutverk sveit-
arfélaganna er ekki nógu skýrt,“
segir Aldís Hafsteinsdóttir, formað-
ur Sambands íslenskra sveitar-
félaga.
Í umsögn sinni varpar Sam-
bandið þeirri spurningu fram hvort
nýtt grátt svæði sé í uppsiglingu,
þar sem heilbrigðisþjónusta eigi að
vera á hendi ríkisins samkvæmt
lögum.
Gagnrýna að neyslurýmin
einskorðist við sprautunotkun
Þá er fjármögnun rýmanna
gagnrýnd í umsögn Sambandsins,
þar sem 50 milljónir verða tryggðar
til verkefnisins en annars verði
gerðir samningar milli sveitar-
félaga og ráðuneytisins um kostn-
aðarskiptingu vegna úrræðisins.
„Þá skal ennfremur minnt á að
sveitarfélögin hafa ekki góða
reynslu af því að verkefni með
fremur óskýrri sameiginlegri
ábyrgð séu fjármögnuð með
„skúffupeningum“ eða í gegnum
tímabundin tilraunaverkefni,“ segir
í niðurlagi umsagnarinnar.
„Við óttumst að kröfur [um
neyslurými] í öðrum sveitarfélögum
komi fram, þar sem við sjáum fram
á að það séu ekki fjármunir frá rík-
inu til reksturs neyslurýma sem
þar eru þá staðsett. Við óttumst
þetta þrátt fyrir að 50 milljónir hafi
verið lagðar til, sem virðast reynd-
ar vera eyrnamerktar verkefninu í
Reykjavík,“ segir Aldís.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
formaður skipulagsráðs Reykja-
víkurborgar, segir borgaryfirvöld
hafa kallað eftir heimild til að reisa
neyslurými.
„Við höfum verið að þrýsta á
þetta. Þetta er mikilvægt lýðheilsu-
mál,“ segir hún. Aðspurð segist hún
kannast við þá vankanta sem Sam-
band íslenskra sveitarfélaga hefur
bent á í umsögn sinni, sem snúa að
fjármögnun verkefnisins.
Embætti landlæknis vakti þá
athygli í umsögn sinni á að embætt-
inu sé falið að veita rekstrarleyfi
fyrir neyslurýmum, sem feli í sér
Óttast að neyslurými
lendi á gráu svæði
Morgunblaðið/Hari
Neyslurými Rýmin verða lagalega verndað umhverfi þar sem 18 ára og
eldri geta fengið hjálp við að sprauta ávana- og fíkniefnum í æð.
kostnað fyrir embættið sem ekki
hafi verið gert ráð fyrir.
Embættið gagnrýndi einnig
heimild heilbrigðisstarfsmanna í
neyslurýmum til að aðstoða við inn-
dælingu efna í æð.
„Miðað er við að efnunum sé
dælt inn í æð og útilokar það því
aðrar leiðir til inntöku þeirra. Þetta
takmarkar að mati embættisins þá
skaðaminnkun sem lögunum er ætl-
að að stuðla að,“ sagði í umsögninni
undir athugasemdum við 2.gr.a.
laga um ávana- og fíkniefni, sem
gefur reglugerðarheimild fyrir
neyslurýmum.
Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá lögfræði- og velferðarsviði Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, telur að lög nr. 65/1974 um ávana- og
fíkniefni ættu að vera skýrari. Í maí var samþykkt á Alþingi frumvarp heil-
brigðisráðherra um neyslurými, sem fól í sér að 2. grein yrði bætt við,
sem felur í sér heimild embættis landlæknis til að veita sveitarfélögum
leyfi til að stofna og reka neyslurými.
„Við hjá Sambandinu teljum að löggjöfin hefði þurft að vera skýrari og
taka af skarið um það hvort og þá að hvaða marki sveitarfélögunum er
ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í neyslurýmum,“ segir hann og heldur
áfram:
„Reglugerðardrögin eru loðin hvað þetta varðar og alls ekki ljóst hvort
þeir sem sækja þjónustuna njóti sjúkratryggingar í neyslurýmunum, svo
dæmi sé nefnt,“ segir hann.
Of víðtækt valdaframsal?
LÖG UM NEYSLURÝMI
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eyþór Arn-alds, oddvitisjálfstæð-
ismanna í borgar-
stjórn, vakti athygli
á því í færslu á Face-
book á dögunum að
á sama tíma og
fyrirtækin í borg-
inni þyrftu að segja upp fjölda
starfsmanna væri borgin sjálf að
auglýsa eftir starfsmönnum. Í
samtali við fréttastofu ríkisins
um þetta mál sagði Eyþór að
Reykjavíkurborg auglýsti hlut-
fallslega fleiri laus stöðugildi en
nágrannasveitarfélögin. „Fyrir-
tækin glíma við að þurfa að segja
upp fólki og ég er að benda á að
borgin er að bólgna út frekar en
hitt,“ var haft eftir honum. Hann
benti á að þessi útþensla borgar-
innar þýddi að ekki væri verið að
hagræða og að á endanum væri
þetta kostnaður fyrir borgina.
Fréttastofa ríkisins spurði Ey-
þór þá hvort ekki mætti fagna því
að borgin fjölgaði starfsfólki þeg-
ar aðrir héldu að sér höndum,
sem er spurning sem þarf ekki að
koma á óvart úr þeirri átt. Eyþór
benti hins vegar á að borgin ætti
að létta undir með fyrir-
tækjunum: „Númer eitt er að
verja störfin sem eru til og skapa
tekjurnar í borginni. Því borgin
lifir á skatttekjum fyrirtækja.
Útsvarsskatturinn er hæstur í
Reykjavík.“
Í þessu sambandi má vekja at-
hygli á frétt í Morgunblaðinu í
gær þar sem fram kom að tekjur
Reykjavíkurborgar af stað-
greiðslu útsvars hefðu aðeins
lækkað um 0,2% á milli ára á
tímabilinu febrúar
til júlí, sem sýnir að
borgin hefur ekki
orðið fyrir veruleg-
um skakkaföllum
vegna kórónuveir-
unnar í samanburði
við flest fyrirtæki í
borginni.
Sú hugsun að hið opinbera eigi
að grípa inn í og ráða fólk til
starfa þegar einkafyrirtæki
neyðast til að segja upp fólki
gengur vitaskuld ekki upp. Hið
opinbera er rekið fyrir skattfé frá
einstaklingum og einka-
fyrirtækjum og hagur lands-
manna batnar ekki ef hið opin-
bera er látið þenjast út. Við það
skapast minni verðmæti og
minna svigrúm er til að greiða
fyrir nauðsynlega þjónustu hins
opinbera. Þegar harðnar á daln-
um er enn minna svigrúm en ella
og þá skiptir enn frekar máli að
hið opinbera, ríki og sveitarfélög,
skapi skilyrði fyrir einka-
fyrirtæki svo að þau komist sem
best í gegnum erfiðleikana og
þurfi að grípa sem minnst til þess
óyndisúrræðis að segja upp
starfsfólki sínu.
Þetta er nokkuð sem ríkis-
valdið þarf að hafa í huga við und-
irbúning næstu aðgerða vegna
kórónuveirufaraldursins og við
undirbúning fjárlaga. En sveitar-
félögin, einkum það langstærsta,
þurfa einnig að hafa þetta í huga.
Þau verða nú að skapa þær að-
stæður að fyrirtækin verði ekki
fyrir meiri skakkaföllum en óhjá-
kvæmilegt er. Léttari álögur á
fyrirtæki myndu hjálpa verulega
í þeim efnum.
Hið opinbera á ekki
að ráða til sín fólk
heldur hjálpa
fyrirtækjunum
að verja störfin}
Léttari álögur, ekki
fleiri opinber störf
Alexander Luk-ashenko hefur
verið forseti Hvíta-
Rússlands í rúman
aldarfjórðung og
býður sig fram til
endurkjörs á morgun. Áður en
hann hóf langan forsetaferil var
hann í Rauða her Sovétríkjanna
og stýrði svo samyrkjubúi og
segja má að hann hafi nýtt þá
reynslu óþarflega vel í forseta-
embættinu. Hann hefur verið
hallur undir mikil ríkisafskipti
og afleiðingarnar hafa verið þær
sömu og annars staðar sem sú
tilraun er gerð; ónýtur efna-
hagur og lífskjör sem eru fjarri
því að vera viðunandi. Þá hefur
umgengni við lýðræði og mann-
réttindi verið vafasöm.
Lukashenko hefur, eins og sjá
má á þaulsetunni, staðið vel af
sér allar atlögur keppinauta og
talið er líklegt að hann geri það
einnig nú, með öllum þeim ráð-
um sem duga. Er þá ekki alveg
víst að kosningalögum verði
fylgt í ystu æsar.
Að þessu sinni etur hann þó
kappi við óvæntan en erfiðan
andstæðing, Svetl-
önu Tikhanovskayu,
unga konu sem hef-
ur enga pólitíska
reynslu. Hún fór í
slaginn þegar eigin-
maður hennar, sem var í fram-
boði, lenti í fangelsi fyrir þann
glæp, að því er virðist, að gagn-
rýna Lukashenko. Og eiginmað-
urinn er ekki eini frambjóðand-
inn sem hefur helst úr lestinni af
svipuðum ástæðum, sem ætti að
auðvelda forsetanum baráttuna.
En þrátt fyrir firnasterk tök
forsetans verður að teljast
ákveðin óvissa um úrslitin og því
verður fróðlegt að sjá hvaða töl-
ur koma upp úr kössunum – eða
öllu heldur út úr talningunni.
Enn fróðlegra verður að fylgjast
með því hver viðbrögðin verða
fari svo að Lukasjenko fagni
sigri. Helsti keppinauturinn hef-
ur þrátt fyrir kórónuveirufarald-
urinn haldið fjöldafundi með
tugum þúsunda ákafra stuðn-
ingsmanna. Telja má afar ólík-
legt að hún eða þeir taki því
þegjandi ef forsetinn lýsir sig
sigurvegara enn á ný.
Það vottar loks fyrir
spennu eftir 26 ára
forsetatíð}
Kosið í Hvíta-Rússlandi
S
íðan í lok febrúar á þessu ári höf-
um við á Íslandi glímt við Cov-
id-19. Glíman hefur falið í sér
áskoranir fyrir samfélagið allt,
þar á meðal heilbrigðiskerfið og
efnahagskerfið, og hefur haft í för með sér
miklar breytingar á daglegu lífi okkar allra.
Meta þarf stöðuna á hverjum degi og sótt-
varnalæknir og heilbrigðisyfirvöld eru sífellt
að meta ástandið, bregðast við, upplýsa og
fræða almenning. Því munum við þurfa að
halda áfram enn um sinn því íslenskt sam-
félag er nú að hefja annan kafla í glímunni
við Covid-19.
Líklegt er að beita þurfi aðgerðum bæði
innanlands og á landamærum um langt skeið
til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ljóst er að
veiran mun ekki hverfa á næstunni og við
sem samfélag, og í raun heimurinn allur, þurfum að
finna leið til þess að lifa með henni en á sama tíma
halda smitum í lágmarki. Veiran er enn í vexti víða um
lönd og sums staðar er verið að herða reglur aftur eins
og hérlendis, eftir að slakað hafði verið á þeim, í þeim
tilgangi að takmarka útbreiðslu veirunnar.
Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að halda beri
áfram skimunum á landamærum auk þess sem nú eru í
gildi umtalsverðar takmarkanir á samkomuhaldi í sam-
félaginu. Við erum að beita skimunum, sýnatökum,
smitrakningu, einangrun og sóttkví líkt og gert hefur
verið allt frá upphafi faraldursins. Sú nálgun gafst vel í
fyrstu bylgju faraldursins og við munum
beita þeirri nálgun áfram.
Með vísan til þess hversu stórt samfélags-
verkefni er um að ræða liggur fyrir að það
þarf að efna til samráðs helstu lykilaðila um
stefnu til lengri tíma varðandi áframhald-
andi aðgerðir gegn Covid-19. Því hef ég
ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi
vinnustofu hinn 20. ágúst nk. Þar verður
rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu
til lengri tíma litið í glímu okkar við veiruna.
Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að und-
irbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til
þessa vettvangs innan skamms í samstarfi
við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Í fram-
haldi af vinnustofunni verður komið á fót
fimm manna verkefnateymi til að annast
framkvæmd aðgerða vegna Covid-19. Teym-
ið mun starfa undir stjórn sóttvarnalæknis út árið 2021.
Ef við ætlum að lifa með veirunni um ókomna fram-
tíð verðum við að grípa til aðgerða sem taka tillit til
sóttvarnasjónarmiða, en líka lýðheilsuþátta, heilsufars-
legra þátta og efnahagslegra þátta og það verður að
vera gerlegt að halda þessum aðgerðum til streitu til
langs tíma. Stóra spurningin er sú hvernig best sé að
gera það, og samráðsvettvangurinn sem fram undan er
er einn liður í því að við sem samfélag komumst að
niðurstöðu um það.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Lifum með veirunni
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen