Morgunblaðið - 08.08.2020, Side 31
legasti maður sem ég hef þekkt
um ævina. Það var sama hvað
hann gerði, hann gat allt. Hann
hafði ótrúlegt myndrænt minni
og mundi hvernig gluggakítti leit
út árið 1910 eða innihurðir í
timburhúsi 1925. Hann gat sung-
ið og ort gullfalleg kvæði en líka
óborganlegar limrur. Við sátum
einu sinni í lest frá Hannover til
Stuttgart til að hitta sérfræðinga
vegna dúks sem við strengdum
utan á íslenska skálann á heims-
sýningunni í Hannover árið
2000. Allan tímann runnu upp úr
honum limrur svo flottar að ég
hafði engan tíma til að íhuga öll
tæknilegu vandamálin sem ég
ætlaði að ræða við prófessor
Schlaich sem var jafn góður
verkfræðingur og Árni Páll
hönnuður. Dúkurinn fór samt
upp.
Árni Páll hannaði síðan vís-
indasýningu í París og ég fékk
að hjálpa til. Þegar fulltrúar
Science Museum í London sáu
þessa sýningu óskuðu þeir eftir
því að hún yrði flutt til London
sem við gerðum. Þessi ósk
Science Museum byggðist á
snilldarhugmyndum Árna Páls í
sýningartækni þar sem tölvur
breyttust í leikara.
Ég skammaði Árna Pál stund-
um fyrir að vera of örlátur á
hugmyndir sínar og fá ekkert
fyrir þær. Við mættum stundum
til viðræðna við verkkaupa og
Árni Páll romsaði upp úr sér
heilli lýsingu á viðkomandi sýn-
ingu og verkkaupinn sagði takk
og lét svo heimamenn byggja og
það eru margar svona sýningar
til. Ég skammaðist en Árni Páll
sagði: „Ef einhver stelur hug-
myndunum mínum hafa þær
verið einhvers virði.“
Við fengumst við margar fleiri
hugmyndir, t.d. brú yfir Sunda-
braut, endurreisn Flateyrar,
Friðarljós Lennons í Viðey, vís-
indasýningu Danfoss í Dan-
mörku, heimssýningu i Kína,
sýningu fyrir OR uppi á Hellis-
heiði, bátasýningu í Stykkis-
hólmi og margt fleira. Sumt varð
að veruleika, annað ekki.
Það getur verið leiðinlegt að
vinna sem verkfræðingur í heimi
þar sem allir vilja fá allt fyrir
ekkert. Samvinnan við Árna Pál
lyfti vinnunni upp í aðrar hæðir
og breytti leiðindum í gleðskap.
Ríkharður Kristjánsson.
Ég sá Árna Pál fyrst þegar
hann mætti til ljósmyndakennslu
í MHÍ 1976. Ég var þá að gera
kvikmynd sem byggðist aðallega
á gömlum ljósmyndum. Árni Páll
kenndi mér undirstöður alls þess
sem ég kann í dag varðandi
myndatökur. Auk þess skapaðist
með okkur góð vinátta. Á þess-
um tíma voru flestar ljósmyndir
svarthvítar og vinnsla litmynda
erfið og flókin. Árni og félagar
hans ráku fyrirtækið „Litljós-
myndir“ fyrir þá sem þurftu fag-
lega litvinnslu á myndum. Ég
kom oft í Litljósmyndir og fékk
að fylgjast með. Lærði þar
grunnundirstöður litaleiðrétt-
inga, sem átti eftir að reynast
mér dýrmætt.
Eftir að ég lauk námi byrjaði
ég að vinna með Árna Páli í
Rokki í Reykjavík, Börnum nátt-
úrunnar og síðar í mörgum kvik-
myndum.
Upp úr þessu samstarfi rís
Djöflaeyjan hæst. Mér, sem var
framleiðslustjóri og stjórnandi
kvikmyndatöku, var ljóst að
trúverðugleiki myndarinnar
myndi byggjast á því hvernig
tækist að endurskapa andrúm
þessa tímabils. Öll braggahverfi
höfðu verið rifin og ekki var um
annað að ræða en að byggja
braggahverfi. Fljótlega kom í
ljós að heilladrýgst myndi verða
að fá Árna Pál til að hanna og
byggja hverfið með litlum hópi
einvalaliðs. Þannig yrði auðveld-
ara að aðlaga hverfið þörfum
sögunnar eftir því sem skotlist-
inn þróaðist. Þetta voru mikil
forréttindi fyrir mig sem var að
vinna að skotlistanum. Að geta
gengið um leikmyndina á meðan
hún var að rísa, séð hvernig ljós
og skuggar léku um hana; áttað
mig á að umgjörðin um sum at-
riði væri of þröng og önnur at-
riði vantaði forgrunnsskraut
breytir miklu fyrir kvikmynda-
tökuna. Árni Páll var líka alltaf
snöggur að færa til bragga og
breyta öðrum í hálfgegnsæjar
rústir sem sköpuðu nýja dýpt í
leikmyndina.
Það sem kórónaði svo verkið
var hugmynd Árna Páls um að
byggja blokk í hverfinu. Í fyrstu
hljómaði þetta nánast ógerleg
fífldirfska en þegar hann hafði
útskýrt hvernig hann ætlaði að
framkvæma þetta var ljóst að
hér var á ferðinni snilldarhug-
mynd.
Blokkin yrði hlaðin úr gámum
sem eru hannaðir til að staflast
hver ofan á annan. Að utan yrðu
þeir klæddir mótatimbri sem
yrði penslað með sementsblöndu
þannig að þetta liti út fyrir að
vera blokk sem nýbúið væri að
slá mótunum utan af. Þetta virk-
aði fullkomlega. Þetta er besta
leikmynd sem ég hef séð í ís-
lenskri kvikmynd; meistaraverk.
Árni Páll var góður drengur,
heilsteyptur, frábær hönnuður,
listamaður, veiðimaður og sér-
fræðingur í meðferð skotvopna.
Ég stjórnaði kvikmyndatöku á
„Skyttunum“ þar sem Árni Páll
sá um alla skothríð. Í myndinni
er skotið meira en sex hundruð
haglaskotum. Árni hlóð öll skot-
in sjálfur. Þriðji hluti skotanna
voru púðurskot sem leikararnir
skutu í átt að myndavélinni.
Kvikmyndatökuvélinni og mér
var skýlt með þunnri krossvið-
arplötu sem hlífði mér fyrir for-
hlöðum og öðru hrati sem kom
út um byssuhlaupið. Svo mikið
traust bar ég til Árna Páls að
það hvarflaði aldrei að mér að
það væri fræðilegur möguleiki á
því að hann gæti ruglast á skot-
um og að í stað eldglæringa
kæmi út um byssuhlaupið blý.
Takk fyrir mig Árni Páll Jó-
hannsson.
Ari Kristinsson.
Fólk sem við hittum á lífs-
leiðinni hefur mismikil og mis-
djúp áhrif á okkur. Nú er það
ágæta orð „áhrifavaldur“ orðið
svo útjaskað og ónýtt að það er
ekki lengur hægt að bera sér í
munn, en það er óhætt að full-
yrða að Árni Páll Jóhannsson
hafi haft mikil áhrif á umhverfi
sitt og alla sem honum kynnt-
ust. Hann var aðdáunarverður
listamaður og hönnuður, hjálp-
fús og gjöfull vinur, heimsmað-
ur og heimamaður, margslung-
inn og mögnuð persóna.
Við stöllur tvær nutum þess
að mega deila með honum
vinnustofu úti á Granda um
tíma og erum ævarandi þakk-
látar fyrir örlæti hans og höfð-
ingsskap. Við eigum margar
skemmtilegar minningar um
góðar stundir á kaffistofunni
þar sem Árni sló út örmum með
óborganlegum sögum og húm-
or, skörpum skoðunum og
greinandi sköpunargleði. Hann
var stór maður með stórar hug-
myndir. Og það sem meira var:
þær urðu margar að veruleika.
Hann var jafnan praktískur í
lausnum og um leið fagurkeri
fram í fingurgóma. Tilfinning
hans fyrir efni og rými var ein-
stök, hvort heldur sem var í
nýrri list, landslagsmótun,
hönnun eða húsagerð. Banvæn-
um sjúkdómi bauð hann birginn
og sköpunarkraftinum virtust
engin takmörk sett, allt til
enda. Verk hans í hönnun og
listum munu lifa lengi.
Við þökkum hönnuðinum
ógleymanlegt samstarf, lista-
manninum fyrir listina á
löngum ferli og við þökkum fyr-
ir að hafa kynnst Hólmaranum
með stóra hjartað. Aðstandend-
um öllum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Áslaug Jónsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Elsku hjartans gullið okkar, eiginmaður
minn, sonur, tengdasonur, bróðir, faðir
og afi,
SVERRIR ÞÓR EINARSSON
SKARPAAS,
Sverrir Tattoo,
lést á Landspítalanum 26. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. ágúst
klukkan 13. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu
„Jarðarför Sverris Tattoo“
Diljá Palmer
Gerd Skarpaas Einarsson Olafina I. Palmer
Einar Stefán Einarsson Stormur Þór Þorvarðarson
systkini, börn og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUNNHILDUR ERLA
ÞÓRMUNDSDÓTTIR,
Minný,
Ljósheimum, Selfossi,
lést föstudaginn 24. júlí.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn
12. ágúst klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin
einungis fyrir allra nánustu. Athöfninni verður streymt frá
www.facebook.com/hveragerdiskirkja.
Jakob Skúlason Jóhanna Hallgrímsdóttir
Þórmundur Skúlason
Vilberg Skúlason Guðlaug Skúladóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
STURLA JÓHANN STEFÁNSSON,
sem lést á Landspítalanum 2. ágúst, verður
jarðsunginn frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 11. ágúst klukkan 14.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir
nánustu aðstandendur, en henni verður streymt á slóðinni
kvikborg.is.
Ásgerður Pálsdóttir
Stefán Már Sturluson Guðrún Jónsdóttir
Guðmundur Páll Sturluson Birna Hlín Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Kær móðir mín,
DÓRA S. BJARNASON,
prófessor emeritus
við Háskóla Íslands,
lést miðvikudaginn 5. ágúst.
Fyrir mína hönd, vina og vandamanna,
Benedikt H. Bjarnason
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
frá Arnarnesi í Dýrafirði,
til heimilis í Fróðengi 11,
lést á hjartadeild Landspítalans
sunnudaginn 5. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Aðstandendur þakka fyrir ómetanlega umönnun
á hjartadeildinni.
Sigrún Pálsdóttir Ingjaldur Eiðsson
Eiríkur Örn Pálsson Arnheiður Ingimundardóttir
Kolbrún Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
AÐALBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
kennara
frá Harðbak á Melrakkasléttu.
Sérstakar þakkir til Heru líknarheima-
þjónustu fyrir einstaka aðstoð og umhyggju.
Sæmundur Rögnvaldsson Ingibjörg Axelsdóttir
Elín Rögnvaldsdóttir Björgvin Guðmundsson
Margrét Rögnvaldsdóttir Magnús H. Ingþórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁSGEIR RAFN REYNISSON
bifreiðasmiður,
sem lést fimmtudaginn 30. júlí verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 12. ágúst klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu má takmarkaður fjöldi mæta í
kirkjuna en einnig verður hægt að koma saman og horfa á
streymi frá athöfninni í Félagsheimili Fáks og í Reiðhöllinni í
Víðidal. Tengil á streymið má finna á samfélagsmiðlum
fjölskyldumeðlima.
Eygló Karlsdóttir Celin
Unnur Gréta Ásgeirsdóttir Geir Harrysson
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
Bjarney Ásgeirsdóttir
Birna Ósk Ásgeirsdóttir
Birkir Rafn Geirsson
Kynni okkar
Steinars hófust
þegar hann var
fimm ára, dugleg-
ur, uppátækjasamur og
skemmtilegur drenghnokki. Þá
strax vann hann sér inn stórt
pláss í hjarta mínu. Lengst af
þekkti ég hann sem fullorðinn
einstakling og hjartaplássið
stækkaði með árunum. Hann
var tíður gestur á heimili mínu
síðustu árin sem amma hans
lifði og bjó hjá mér. Hann var
henni einstaklega góður.
Hjartkæri frændi minn með
opinn faðminn og fallegt brosið
sitt.
Steinar var mikill mann-
kostamaður, hjartahlýr, ein-
lægur, skemmtilegur og lífs-
glaður. Einstaklega duglegur
og svo laghentur að töfrum var
líkast. Hann hafði ástríðu fyrir
því sem hann tók sér fyrir
hendur, snillingur af guðs náð.
Hann var góðum gáfum gædd-
ur og fróðleiksfús, mikill bóka-
unnandi, sjálfmenntaður og vel
að sér á svo mörgum sviðum.
Steinar hafði ákveðnar skoð-
anir en virti skoðanir þeirra
Steinar
Valberg
✝ Steinar Val-berg fæddist
12. mars 1962.
Hann lést 8. júlí
2020.
Útför Steinars
fór fram í kyrrþey
18. júlí 2020.
sem voru á önd-
verðum meiði.
Gaman var að eiga
við hann spjall um
allt milli himins og
jarðar.
Steinar hafði
sterkan lífsvilja og
það var aðdáunar-
vert hve hart hann
barðist fyrir því að
komast til heilsu.
Æðrulaus. Alltaf
jákvæður og ljúfur við umönn-
unaraðila og fólkið sitt allt sem
stóð þétt við hlið hans í barátt-
unni við illvígan sjúkdóm. Við
áttum saman mörg og góð sam-
töl á þessum erfiða og óraun-
verulega tíma.
Þegar ástvinur deyr þurfa
þeir sem missa að vinna úr svo
margvíslegum og erfiðum til-
finningum. Nístandi sorg,
söknuður, óöryggi og reiði.
Hlúum að góðum minningum,
þær eru margar um yndislegan
og ljúfan dreng. Sá orðstír sem
hann ávann sér er auður sem
aldrei deyr.
Steinar var kletturinn í lífi
barnanna sinna, umhyggja
hans fyrir þeim var óendanleg.
Móður sinni var hann búinn að
skapa skjól í ellinni. Elskuleg
systir hans var honum afar ná-
in. Ég samhryggist þeim og
öðrum ástvinum hans.
Hvíl í friði hjartkæri Stein-
ar, frændi og vinur.
Hrafnhildur Reynisdóttir.