Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
©2016 Disney
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND
SEM KOMIÐ HEFUR!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég hafði heyrt um StudioSilo. Dauf minning um inn-slag í Landanum var í
hausnum (mig gæti þó misminnt) en
hef svo séð nafnið nokkuð stað-
fastlega á samfélagsmiðlum að und-
anförnu. Ég vissi þó líka, einhverra
hluta vegna, að þarna væri rekið al-
vöruhljóðver á alþjóðlegum staðli.
Ég væri að ljúga ef það hefði ekki
komið mér dálítið spánskt fyrir sjón-
ir. Af hverju? Hverjir? Ég ákvað að
klípa klukkustund af löngu fjöl-
skyldutjaldferðalagi um landið,
renna einfaldlega í hlað og kanna
málið. Ákvað enn fremur að gera
ekki boð á undan mér, mæta bara og
sjá hvað myndi gerast.
Ég ók sem leið lá niður á höfn-
ina í Stöðvarfirði og við mér blasti
stórt frystihús. Glaðleg og vel út-
færð veggjalist staðfesti að ég var á
réttum slóðum. Ég labbaði inn, klof-
aði yfir gamlan ofn sem var fyrir
hurðinni, og gekk því næst upp stiga
(las einhvers staðar að hljóðverið
væri á annarri hæð). Þar tók á móti
mér hundurinn Tumi, glaður nokk,
og þau Vincent „Vinny“ Wood og
Una Sigurðardóttir. Vincent er yfir
téðu hljóðveri en Una er einn af
þremur umsjónarmönnum Sköp-
unarmiðstöðvarinnar ásamt Vinny
og Rósu Valtingojer. Sonur þeirra,
Bassi, var og með í för. Allt heila
gillið mætti mér þarna og ég átti enn
eftir þrjár tröppur. Ég útskýrði óða-
mála hver ég væri og af hverju ég
væri hingað kominn og var mér tek-
ið fagnandi.
Áður en lengra er haldið er rétt
að geta um tilurð Sköpunarmið-
stöðvarinnar. Hún varð til árið 2011
er nokkrar stöðfirskar eldsálir og
fleiri slíkar björguðu frystihúsinu
frá tortímingu með því að kaupa það
af bænum fyrir gjafverð. Blómleg
lista- og menningarstarfsemi af afar
fjölbreyttum toga fer þar fram nú
(sjá nánar á www.inhere.is). Blaða-
maður getur staðfest að sú stemning
hefur smitast út í bæjarbraginn –
maður einfaldlega fann fyrir stuðinu
þegar maður ók yfir bæjarmörkin.
Hljóðverið sjálft var svo opnað
síðasta sumar. Þar er hægt að taka
upp stafrænt („digital“) og hliðrænt
(„analog“) og um hönnun sá hin víð-
frægi Texasbúi John H. Brandt.
Fimm ára vinna liggur að baki og
báru Vinny og Una hitann og þung-
ann af því ásamt ótöldum hjálpar-
meyjum og -sveinum. Þrettán plötur
hafa nú verið hljóðritaðar í því og
hafa listamenn eins og Mugison,
Hjálmar og Gróa nýtt sér það á einn
eða annan hátt, tekið upp hluta af
plötum eða spilað í sérstökum „Silo-
Sessions“. Færeyskir, bandarískir
og þýskir tónlistarmenn hafa og tek-
ið upp hjá Vinny sem lét gamlan
draum rætast er hann flutti til
Stöðvarfjarðar frá Írlandi ásamt
Unu. „Ég var orðinn þreyttur á því
að vinna fyrir stórfyrirtæki,“ segir
hann, en hann er lærður rafmagns-
verkfræðingur. „Við vissum strax að
okkur langaði til að gera þetta
hérna.“ Aðspurður hvort það væri
ekki mögulega hentugra að hafa
hljóðverið í Reykjavík svarar hann:
„Það hefði aldrei gengið upp fyrir
okkur fjárhagslega. Hér fengum við
húsnæði fyrir málamyndafé og
frjálsar hendur í raun við að byggja
þetta upp eftir okkar höfði. Bærinn
hefur þá sýnt þessu velvilja og
stuðning alla tíð. Þetta allt hefur
verið stór þáttur í þeirri sýn sem við
höfum á verkefnið.“
Náttúrufegurðin í kring, stillan
og möguleikinn á því að vinna verk-
efni í friði, hratt og hnitmiðað, heilli
þá líka. „Fólk hefur verið sérstak-
lega ánægt með þann þátt,“ segir
Vinny. „Þau hafa ekki bara lokið
lofsorði á sjálft hljóðverið heldur
skiptir staðsetningin sem slík líka
miklu máli.“
Ég kveð þetta sómafólk með
kurt við þetta. Bassi þarf að halla sér
og Tuma kveð ég með söknuði en
hann varð besti vinur minn á 0,1, þó
að honum hafi orðið hverft við í
fyrstu er óvæntan gest bar að garði.
Ég hef síðan engar áhyggjur af Unu
og Vinny. Þetta á eftir að fara
gríðarvel allt saman. Ég finn það
einfaldlega.
Studio Silo er hljóðver sem er undir hatti Sköp-
unarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði. Þau Vinny
Wood og Una Sigurðardóttir tóku á móti blaða-
manni og fræddu hann um herlegheitin.
Ljósmyndir/Arnar Eggert Thoroddsen
» Þau hafa ekki baralokið lofsorði á sjálft
hljóðverið, heldur skipt-
ir staðsetningin sem slík
líka miklu máli
Án sköpunar
kemstu hvorki
lönd né strönd
Fjölskylda Tumi, Vinny, Bassi og Una.
Vélamaðurinn
Vinny Wood er með
skýra sýn á hlutina.
Þeim fyrstu af
fernum tón-
leikum sem
Björk Guð-
mundsdóttir
hugðist halda í
mánuðinum í
Eldborgarsal
Hörpu, Björk Or-
kestral, og áttu
að hefjast á
morgun, hefur verið frestað vegna
hertra samkomutakmarkana. Þeg-
ar líður á mánuðinn kemur í ljós
hvernig takmörkunum verður hátt-
að og hvort einhverjir þeirra geti
farið fram á áætluðum tíma. Upp-
selt er á alla tónleikana en þeir eiga
að vera með ólíkum efnisskrám og
flytjendum en með aðkomu fjölda
íslenskra tónlistarmanna, sem hafa
lítið sem ekkert getað komið fram
síðan faraldur kórónuveirunnar
brast á. Samkvæmt upplýsingum á
facebooksíðu Bjarkar er unnið að
því að færa tónleika fram í septem-
ber, í von um að hægt verði að
halda þá þá. Munu miðar sem
keyptir voru á tónleikana nú gilda
þá, ef hentar, en verða annars
endurgreiddir.
Hörputónleikum
Bjarkar frestað
Björk
Farvegur er heiti
sýningar Ólafar
Svövu Guð-
mundsdóttur
sem verður opn-
uð í menningar-
húsinu Hann-
esarholti við
Grundarstíg í
dag, laugardag,
kl. 15 til 17. Ólöf
er menntaður
leikskóla- og listgreinakennari.
Skapandi starf og þróunarverkefni
í leikskólum hafa átt hug hennar
síðastliðin 35 ár. Einnig kenndi
Ólöf vatnslitamálum í Myndlistar-
skóla Kópavogs síðastliðið ár.
Ólöf segir vatnsliti vera upp-
sprettu „hugmynda og ævintýra.
Gegnsæi og eiginleiki vatnslitanna
hvetja til sköpunar. Sköpunin finn-
ur sér alltaf farveg. Farvegurinn er
náttúran, birtan og sköpunin. Við
erum ekkert án náttúrunnar. Hún
er lífið sjálft“.
Farvegur Ólafar í
Hannesarholti
Hluti eins vatns-
litaverka Ólafar.