Morgunblaðið - 08.08.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 08.08.2020, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Sálfræðitryllirinn Það semfönnin felur eftir Carin Ger-hardsen er að sumu leytióvenjuleg spennusaga, en um leið athyglisverð, því hún sýnir að hliðarspor, hversu einföld sem þau geta virst vera, þótt þau séu það ekki endilega og alls ekki í augum þeirra sem gera skýran mun á réttu og röngu, geta haft geigvænlegar afleið- ingar. Mannlegt eðli er eilíft rannsóknar- efni og framkvæmdir og viðbrögð fólks í ákveðnum aðstæðum eru óút- reiknanleg. Sé ekki brugðist „rétt“ við getur ákvörðunin nagað viðkomandi inn að beini með öllu því sem því fylgir, en hún getur líka sannfært þann, sem í hlut á, að hún hafi verið það eina skynsama í stöðunni, þótt hún hafi ekki endilega verið „rétt“. Hvernig eftirleikurinn verður kemur síðan í ljós, jafnvel í kjölfar óbættra sjálfsásakana og eyðileggingar. Carin Gerhardsen leikur sér að þessari sviðsmynd í fyrrnefndri glæpasögu. Forboðið ástarsamband í bænum Visby á sænsku eyjunni Got- landi snýr við mörgum ólíkum stein- um og eftir því sem tíminn líður verð- ur ástandið stöðugt verra. Það sem virtist hafa byrjað sem saklaust dað- ur hefur ekki aðeins leitt til aukinnar lygi, sektarkenndar og þaðan af verra heldur vakið upp aðra og síður betri drauga auk þess sem ásakanir og aðdróttanir fá byr undir báða vængi eftir því sem afbrotin verða al- varlegri. Sagan er skemmtilega skrifuð og vel útfærð, spennandi og raunsæ á margan hátt. Lesandinn fær innsýn í misjafnar persónur sem eiga þó ým- islegt sameiginlegt, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Eftir því sem á líður tengjast þær, en með ólíkum hætti. Engu að síður er sem einhver ósýnilegur þráður dragi þær í sömu átt, hvort sem þær vilja það eða ekki, en hún hentar þeim ekki öllum og það dregur dilk á eftir sér. Sú saga gekk í bæ hérlendis að þegar lögreglumaður kom á vett- vang, þar sem innbrot hafði átt sér stað, hafi hann séð átekna gosflösku, tekið hana upp, strokið hana á alla kanta með berum höndum og sagt að brotamaðurinn kæmist ekki langt, því hann hefði skilið eftir fingraför á flöskunni. Þetta rifjaðist upp við lest- ur Þess sem fönnin felur, þegar lög- reglan tekur ekki mark á frásögn ógæfufólks. Hins vegar er það óvenjuskarpt af dagdrykkjufólki að vera og á sinn þátt í því að alvarleg- ustu mál verða til lykta leidd. Hliðarspor Sálfræðitryllir Carin Gerhardsen sýnir að hliðarspor, hversu einföld sem þau geta virst vera, þótt þau séu það ekki endilega og alls ekki í augum þeirra sem gera skýran mun á réttu og röngu, geta haft geigvænlegar afleiðingar. Spilað á tilfinningar Spennusaga Það sem fönnin felur bbbmn Eftir Carin Gerhardsen. Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði. Sögur útgáfa 2020. Kilja. 367 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Íverki Sofiu Lundberg, Hálfuhjarta, í ágætri þýðingu Sig-urðar Þórs Salvarssonar, seg-ir frá áhugaverðri ævi sögu- persónunnar Elínar. Í verkinu fylgir lesandinn henni á tveimur æviskeið- um. Æska og unglingsár Elínar á Gotlandi í Svíþjóð kallast á við líf hennar þrjátíu árum síðar í New York. Á Gotlandi býr Elín við fátækt og erfiðar heim- ilisaðstæður, en hún á góða vini, bæði jafnaldra og fullorðna. Lífið í New York virðist hins vegar full- komið á yfirborð- inu og eins ólíkt uppvextinum á Gotlandi og hugsast getur. Þá er hún orðin frægur ljós- myndari, gift góðum manni og á með honum dásamlega sautján ára dóttur. En ekki er allt sem sýnist. Elín hefur ýmislegt að fela og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að halda uppi glæsilegri ímynd sinni. Þegar Elínu berst bréf frá æskuvini fer hún hins vegar að missa tökin. Lundberg tekst vel að byggja upp spennu í verki sínu með smá- vægilegum vísbendingum sem vekja forvitni. Þannig tekst höfund- inum að halda manni við efnið sög- una á enda. Stærsta spurningin sem lesandinn vill fá svarað er hvernig hin tíu ára Elín frá Got- landi varð frægur ljósmyndari í New York. Þá sérstaklega hvaða atburðir urði til þess að hún sleit öll tengsl við æskuslóðirnar og fólkið sitt þar. Sá hluti verksins sem gerist á Gotlandi er mun betur heppnaður en sá sem gerist í New York. Þar er söguhetjan Elín áhugaverðari og glímu hennar við erfiðar aðstæður í uppvextinum vandlega lýst. Sú frá- sögn er marglaga og að öllu leyti áhrifameiri en lýsingin á fullorðins- árunum. Hin fullorðna Elín er hins vegar ekki sérlega skemmtilegt persóna og líf hennar nokkuð óáhugavert en það er vissulega með ráðum gert. Mynd- in sem dregin er upp af lífinu í New York er nokkuð raunsæ og þegar lit- ið er á heildarmyndina gengur þessi framsetning upp. Þótt fullorðna Elín sé hálfóþolandi persóna er hún umkringd auka- persónum sem auðvelt er að þykja vænt um. Þær eru þó margar hverj- ar nokkuð einfaldar, yfirborðs- kenndar og hver annarri líkar. Aðrar eru betur skapaðar, sérstaklega móðir Elínar og dóttir. Sagan er vel skrifuð ef frá eru tal- in óþarflega dramatísk samtöl sem draga úr trúverðugleika frásagn- arinnar. Þau eru áberandi þegar síga fer á seinni hluta verksins. Þau hefðu sómt sér vel í rómantískri dramamynd enda minnti verkið, þegar líða fór á, á handrit að klisju- legri kvikmynd. Lundberg hefði heldur átt að leyfa efnivið verksins að standa fyrir sínu. Verkið sýnir nefnilega skýrt hvað stirð samskipti og samskiptaleysi getur haft afdrifaríkar afleiðingar og eins hve djúðstæð áhrif sektarkennd getur haft á mann. Lundberg dregur auk þess fram þau áhrif sem orð og gjörðir fullorðinna geta haft á börn og gerir vel. Í stuttu máli sagt er hugmyndin að verkinu góð og umfjöllunarefnið umhugsunarvert en framsetninguna hefði mátt slípa til. Ljósmynd/Viktor Fremling Dramatík „Sagan er vel skrifuð ef frá eru talin óþarflega dramatísk samtöl sem draga úr trúverðugleika frásagn- arinnar. Þau eru áberandi þegar síga fer á seinni hluta verksins,“ skrifar gagnrýnandi um bók Sofiu Lundberg. Samskiptaleysi og sektarkennd Skáldsaga Hálft hjarta bbbnn Eftir Sofiu Lundberg. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Veröld, 2020. Kilja, 391 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Austurrískur karlmaður hélt á dög- unum upp á fimmtugsafmælið með ferð til Norður-Ítalíu. Þar heimsótti hann meðal annars Gypsotheca- safnið í Possagno þar sem varð- veittar eru og sýndar gifsútgáfur myndhöggvarans Antonios Canova (1757-1822), sem rómaðar marm- aramyndir hans voru síðan höggn- ar eftir. Skömmu eftir að sá aust- urríski hélt ferð áfram tóku verðir í safninu eftir því að þrjár tær höfðu brotnað af einu þekktasta verki Canova, myndinni sem hann gerði af Pauline, systur Napóleons, árið 1805, en marmaragerðin er í Gall- eria Borghese í Róm. Upptökur úr eftirlitsmynda- vélum sýna hvar safngesturinn sest ofan á fætur gifsstyttunnar meðan kona tekur af honum mynd. Þar sem gestir höfðu þurft að skrá sig inn í safnið, vegna veiru- faraldursins, tókst að hafa uppi á þeim sem olli skemmdunum og reyndist það vera Austurríkismað- urinn. Hann hefur sent frá sér af- sökunarbeiðni og viðurkennir að hafa sest á styttuna en fullyrðir að hann hafi ekki tekið eftir því að tærnar hafi brotnað af. Ekki er víst að afsökunarbeiðnin dugi, þar sem maðurinn verður mögulega kærður fyrir skemmdarverk. Braut tærnar af systur Napóleons Styttan Fótur Pauline Bonaparte, sem tærnar voru brotnar af. Skemmtilegt að skafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.