Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 48
39 ljósmyndir frá árlegri sýningu Blaðaljósmyndara-
félags Íslands eru nú til sýnis meðfram Sæbrautinni og
við Hörpu og verða þar til sumarloka. Á sýningunni má
sjá úrval bestu blaðaljósmynda ársins 2019, að mati
dómnefndar Blaðaljósmyndarafélagsins, og gefa þær
innsýn í helstu fréttir og umfjöllunarefni fjölmiðla í
fyrra. Stærri sýning var haldin í vor í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur en útisýningin er liður í að efla menningu,
útivist og mannlíf í miðborginni undir merkjum Sumar-
borgarinnar.
Bestu blaðaljósmyndir síðasta árs
sýndar við Sæbraut og Hörpu
„Það er eitt ítalskt félag sem ég veit af sem hefur haft
samband við Aalesund. Ég má ekki segja hvaða félag
það er. Síðan eru einhver tilboð frá Úkraínu og Hvíta-
Rússlandi en ekkert sem ég hef verið tilbúinn að skoða
á þessum tímapunkti. Ég er orðinn 27 ára og ég þarf að
velja vel og gera þetta rétt í þetta skiptið. Það liggur
ekkert á og ég þarf að bíða og sjá,“ segir knattspyrnu-
maðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson meðal annars í
samtali við Morgunblaðið í dag. Með góðri frammi-
stöðu í Noregi er hann eftirsóttur. »41
Ítalskt félag hafði samband við
Aalesund og sýnir Hólmbert áhuga
„Mér finnst gaman að ganga um
landið og hvergi skynja ég náttúr-
una og kraft hennar betur en við
fossana og gljúfur þeirra. Að heyra
dryn fossanna, sjá úðann frá þeim
og finna jörðina undir fótum sér
titra er einstök upplifun,“ segir séra
Svavar Alfreð Jónsson, sóknar-
prestur við Akureyrarkirkju. Ný-
lega kom út bókin Gljúfrabúar og
giljadísir þar sem er að finna ljós-
myndir af alls 50 fossum í Eyjafirði.
Hverri mynd fylgir stuttur texti,
bæði fróðleikur um staðhætti og
ýmsar útleggingar þar sem guð-
fræðin með sínum mikla boðskap er
undirliggjandi.
Sterk skírskotun
Ljósmyndirnar í bókinni hefur
Svavar tekið í ferðum með félaga
sínum Gísla Gunnlaugssyni fast-
eignasala á Akureyri. Báðir stóðu
þeir á tímamótum fyrir um áratug
og byrjuðu þá að stunda saman
gönguferðir, sem þeir fundu að gerði
þeim gott.
Svavar segir megintilganginn með
bók sinni annars þann að minna fólk
á þau miklu gæði sem felast í því að
búa og lifa nærri óspilltri náttúru.
Vatn, gróður, gil og fjöll og göngur
þar séu uppsprettur yndisstunda.
„Ár og fossar eru síbreytileg fyr-
irbæri og hafa um margt skírskotun
til lífsins og tilverunnar. Til eru foss-
ar hér í Eyjafirði sem hafa horfið, þá
vegna þess að lindir þornuðu upp
eða farvegir breyttust. Slíkt sjáum
við svo oft gerast í mannlífinu; að
hlutirnir taka nýja stefnu og þeim
veruleika verður fólk að aðlagast.
Þar má til dæmis nefna að nú er
Gljúfrabúi upp af Steinsstöðum í
Öxnadal horfinn nema kannski í
leysingum; fossinn sem sumir segja
að Jónas Hallgrímsson hafi haft í
huga í ljóði sínu,“ segir Svavar.
Guðsótti er hugtak sem oft heyr-
ist nefnt. Þegar fólk finnur til smæð-
ar sinnar andspænis kröftum sköp-
unarverksins er þar ef til vill um
sambærilegt fyrirbæri að ræða.
Upplifi smæðina
„Smæðina hef ég oft upplifað í
fossaferðum, til dæmis þegar ég
kom að Dettifossi fyrir nokkrum ár-
um með börnunum mínum. Þá sem
aldrei fyrr hélt ég fast í hönd
þeirra,“ segir Svavar, sem finnst
frábært að geta í bók þessari sam-
einað áhugamál, það er gönguferðir,
guðfræði og ljósmyndun.
Guðfræði og fossar
Ljósmynd/Hildur Emelía Svavarsdóttir
Myndasmiður „Ár og fossar eru síbreytileg fyrirbæri,“ segir sr. Svavar Alfreð um efni nýrrar bókar sinnar.
Prestur með ljósmyndabók Gljúfrabúar og giljadísir
Ljósmynd/Svavar Alfreð Jónsson
Foss Í bókinni eru myndir af 50 fossum í Eyjafirði. Sumir eru lítt þekktir.
SÆKTU APPIÐ
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store og Google Play
Sæktu appið frítt
á AppStore
eða Google Play
Hreyfils
appið
Pantaðu
leigubíl
á einfaldan
og þægilegan
hátt
Með Hreyfils appinu er fljótlegt
og einfalt að panta leigubíl.
Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð
þegar bíllinn er mættur á staðinn.
Þú getur fylgst með hvar bíllinn er
staddur hverju sinni.
Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis
getur þú valið viðskiptareikning
og opnað aðgang.
Hreyfils-appið er ókeypis.
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
ÍÞRÓTTIR MENNING