Morgunblaðið - 19.08.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.08.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 AKRÝLSTEINN Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is • Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun • Sérsmíðum eftir máli • Margrir litir í boði Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við höfum verið og erum að skoða hvort fella eigi niður flug. Það á við um allar ferðir hjá okkur,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úr- vals-Útsýnar. Vísar hún í máli sínu til breytts fyrirkomulags á landamærunum. Frá og með deginum í dag verður komufarþegum hingað til lands gert að fara í tvær sýnatökur. Á milli sýnataka verður umræddum far- þegum gert að sæta fjögurra til sex daga sóttkví. Ljóst er að nýtt fyrirkomulag mun hafa áhrif á rekstur fjölda ferðaskrifstofa hér á landi. Líkur eru á því að fella þurfi niður ferðir auk þess sem afbókanir munu fær- ast í aukana. Aðspurð segir Þórunn að nýtt fyrirkomulag hafi áhrif á reksturinn. Það tengist þó ekki ein- göngu nýju fyrirkomulagi á landa- mærunum. „Þetta var byrjað að koma hægt og rólega og í raun bara um leið þegar smit jókst. Fólk fer þá að hugsa,“ segir Þórunn og bætir við að ekki sé mælt með því að halda í ferðir erlendis. „Sóttvarnalæknir og þríeykið hefur hvatt Íslendinga til að vera ekki að ferðast. Það hefur að sjálfsögðu mjög mikil áhrif,“ seg- ir Þórunn. Þó að fyrirkomulagið á landa- mærunum sé nýtt af nálinni hefur Úrval-Útsýn verið með sambæri- legar ráðstafanir í gildi. „Við erum auðvitað að meta núna hverju þess- ar nýju reglur breyta. Svo því sé hins vegar haldið til haga höfum við verið með þessa skilmála fyrir þá sem hafa verið að koma heim frá Spáni.“ Salan byrjaði ágætlega Í júlí greindi Morgunblaðið frá því að fjöldi Spánarferða væri á dagskrá í haust. Að sögn Þórunnar gekk vel að selja ferðir út þegar far- aldurinn var í rénun víðast hvar. „Þetta byrjaði ágætlega á þessum tíma þó að ég sé ekki alveg með töl- una á því hversu margir fóru út. Við erum ekki bara með sólarstaði held- ur hefur þetta líka áhrif á borgar-, viðskipta- og gofferðir,“ segir Þór- unn sem tekur fram að ástandið ein- skorðist ekki við Ísland. Þannig leika aðstæður á umræddum áfangastöðum stórt hlutverk. „Það hafa verið settar þröngar skorður á fjölda áfangastaða, til dæmis er skylda að vera með grímu á Ali- cante. Allar svona breytingar hafa að sjálfsögðu áhrif á söluna.“ AFP Strönd Til skoðunar er að fella niður ferðir á vegum ferðaskrifstofa. Nýtt fyrirkomulag við landamæri Íslands hefur nú þegar haft mikil áhrif. Skoða hvort fella eigi niður flug  Breyttu fyrirkomulagi um að kenna Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Hertar aðgerðir á landamærum Ís- lands hafa takmörkuð áhrif á rekstur Sigló hótels á Siglufirði. Bókunar- staða næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana. Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastóri hótelsins, í samtali við Morgunblaðið. Að hennar sögn gekk sumarið von- um framar. „Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svip- uð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“ segir Krist- björg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslend- ingum. Þá segir hún ákvörðun stjórn- valda um hertar aðgerðir á landa- mærum rétta. „Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“ segir Krist- björg. Aðspurð segir hún að nýtingin í sumar hafi verið mjög góð. Af þeim sökum má gera ráð fyrir að afkoman haldist nær óbreytt frá síðasta ári. „Nýtingin var sennilega aðeins betra en að sama skapi vorum við að lækka verðið. Afkoman verður því mjög svipuð,“ segir Kristbjörg sem kveðst bjartsýn á að hægt verði að halda nú- verandi starfsfólki. „Við erum að gera ráð fyrir að vera með sama mannafla og í fyrra yfir veturinn.“ Ljóst er að veturinn verður mjög þungur fyrir fjölda ferðaþjónustuað- ila. Segir Kristbjörg að það eigi ekki við um Sigló hótel. „Það er í raun að bætast inn bókanir fyrir september- mánuð. Auðvitað hefur þessi ákvörð- un áhrif á virku dagana, en helgarnar eru mjög vel bókaðar.“ Bókanir halda áfram að berast  Aðgerðirnar hafa takmörkuð áhrif á Sigló hótel Morgunblaðið/Mikael Siglufjörður Sigló hótel hefur notið vinsælda meðal Íslendinga. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er verið að kippa undan okkur fótunum. Við þurfum bara að skella í lás,“ segir Þráinn Lárusson, eigandi og rekstraraðili Hótels Hallorms- staðar og Hótels Valaskjálfs. Rekur Þráinn aukinheldur veitingastaðina Salt og Skálann Diner á Egilsstöð- um. Segir hann að ákvörðun stjórn- valda um hertar aðgerðir á landa- mærunum þýði í raun lokun ferða- þjónustunnar. Frá og með deginum í dag muni engir erlendir ferðamenn koma til landsins. „Það er alveg ljóst að það er enginn ferðamaður erlend- is frá að fara að koma hingað. Maður skilur ekki alveg þessa umræðu um að bæta þurfi í þjónustu við landa- mærin því álagið muni aukast. Það er enginn að fara að koma. Ég skil ekki í hvaða heimi menn eru,“ segir Þrá- inn og bætir við að aldrei hafi ferða- þjónustan orðið fyrir eins miklu höggi. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að skellurinn er stærri núna en í vor því það er allt í bullandi gangi núna. Það er fullt af bókunum í gangi og miklu fleiri en voru í mars- og aprílmánuði,“ segir Þráinn. Mörg hundruð afbókanir Aðspurður segir hann að afbókan- ir síðustu daga hlaupi á hundruðum. Þá er sömuleiðis ljóst að fjöldi ein- staklinga mun missa vinnuna. „Við erum að missa mjög mikið núna. Ég get ekki fest tölu á það, en það er í raun allt afbókað eftir helgina. Þetta hleypur á mörg hundruð afbókunum. Næstu vikur vorum við með tugi bókana á dag og það er búið að afbóka það allt. Auk þess vorum við að fara að fá 20 til 30 manna ferðahópa á dag á Hallorms- stað,“ segir Þráinn sem kveðst lítið botna í ákvörðun stjórnvalda. Áhrif framangreindrar ákvörðunar séu í raun miklu meiri og alvarlegri en margir telja. „Ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir hversu grafalvarlegt þetta er. Það er allt í björtu báli í ferðaþjónustunni,“ segir Þráinn sem gerir ráð fyrir að loka hótelunum á næstu dögum eða vikum. Tugir missa vinnuna Spurður hversu margir koma til með að missa vinnuna segir Þráinn að yfir fimmtíu manns verði án starfs. Þá verði hluti starfsfólksins fluttur milli staða. „Það verður ein- hver tilfærsla á fólki en fjöldi þeirra sem missir vinnuna verður ekki und- ir fimmtíu. Ég vona að þetta haldist undir sextíu manns. Við erum að segja upp fólki sem hefur verið mjög lengi með okkur og nú er engin hlutabótaleið sem hægt er að nýta. Það er erfitt að segja upp fólki en það er enn erfiðara að þurfa að velja hverjir halda starfinu og hverjir ekki,“ segir Þráinn og bætir við að veturinn snúist fyrst og fremst um að þreyja þorrann. „Við erum að stóla á lánafrystingu og svo þarf maður að lágmarka tap- reksturinn eins og hægt er. Nú snýst þetta um að fara í algjöra vörn og reyna þannig að lágmarka þann skaða sem við verðum fyrir.“ Hótel Gríðarlegur fjöldi fólks hefur afbókað gistingu og flug sökum hertra aðgerða við landamæri Íslands. Hafa tekið á móti hundruðum afbókana  Á sjötta tug starfsfólks missir vinnuna  Hótelum lokað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.