Morgunblaðið - 19.08.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 19.08.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Fiskistofa tilkynnti í gær að síðasti dagur strandveiða á þessu ári yrði í dag, miðvikudag. Þar sagði að von væri á auglýsingu í Stjórnartíð- indum þar sem tilkynnt yrði að frá og með fimmtudeginum 20. ágúst yrðu strandveiðar bannaðar. Eftir hækkun á viðmiðum um þorskafla á strandveiðum um 720 tonn síðari hluta júlí voru aflaheim- ildir í þorski alls 10.720 tonn. Á mánudagskvöld var búið að nýta 97,48% heimildanna, tæplega 271 tonn var ónotað og tveir veiðidagar eftir. Undanfarið hefur ekki verið óalgengt að strandveiðibátar hafi komið með alls um 150 tonn af þorski að landi eftir daginn, sem ræðst þó eðlilega af aflabrögðum og gæftum. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafði Landssamband smábátaeig- enda vonast eftir auknum heimildum til strandveiða í ár. Á heimasíðu sambandsins er greint frá bókun sem samþykkt var á fundi sveitar- stjórnar Skagastrandar síðasta föstudag. Þar er skorað á sjávarútvegs- ráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Stöðvun veiða muni hafa neikvæð áhrif á tekjur fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga vítt og breitt um landið á sama tíma og stjórnvöld keppist við með beinum og óbeinum aðgerð- um að halda hjólum atvinnulífsins gangandi á tímum heimsfaraldurs vegna kórónuveirunnar. aij@mbl.is Lokadagur á strandveiðum  Búið að nýta 97,48% heimilda í þorski Morgunblaðið/Alfons Strandveiðar Meðalbáturinn hefur landað tæpum 17 tonnum í sumar. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nú stendur yfir lokaundirbúningur Hvammsvirkjunar í Þjórsá, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve- nær framkvæmdir hefjast. Verði ákveðið að hefjast handa um útboð og framkvæmdir munu líða um þrjú og hálft ár þar til hægt verður að gangsetja virkjunina. Gert er ráð fyrir að Hvammsvirkjun verði 93 MW og geti framleitt um 729 GWst árlega. Þetta segir Ragnhildur Sverris- dóttir, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar. Málefni virkjunarinnar voru til umfjöllunar á fundi sveitar- stjórnar Skeiða- og Gnjúpverja- hrepps í vikunni sem leið. Samþykkt var með meirihluta atkvæða að veita heimild til skipulagsgerðar að nýju með þeim breytingum sem orðið hafa á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá því síðasta tillaga var kynnt fyrir nokkrum árum. Nýju mati hafnað Fulltrúi Gróskulistans í sveitar- stjórninni taldi að forsendur hefðu breyst og ekki væri lengur hægt að byggja á matsskýrslu frá 2003. Til- laga um að hefja ný rannsóknir á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda hlaut hins vegar ekki hljómgrunn. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að Hvammsvirkjun sé í orkunýtingar- flokki rammaáætlunar og hafi verið frá 2015 þegar þingsályktunartillaga um það var samþykkt. Sveitarfélögin beggja vegna Þjórsár, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepp- ur, hafi unnið að skipulagi undanfar- ið. Lokaundirbúningurinn felst m.a. í vandaðri útlitshönnun mannvirkja, landslagshönnun, rýni á veigamikl- um þáttum hönnunar og útfærslu á mótvægisaðgerðum til að lágmarka umhverfisáhrif. Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfells- virkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsár- holt. Hvammsvirkjun í undirbúningi  Fer á ný í skipulagsgerð  Enn ekki ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast Hvammsvirkjun Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri virkjun í Þjórsá. Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is HLUTHAFAFUNDUR 9.SEPTEMBERÍHÖRPU Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Heimild til handa stjórn til hækkunar hlutafjár. Stjórn Regins hf. leggur til breytingar á 4. gr. samþykkta félagsins þess efnis að við greinina bætist heimild til handa stjórn félagsins til að auka hlutafé þess um allt að kr. 40.000.000 að nafnverði. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína.Heimildin skal falla niður þann 10.mars 2021. 2. Önnurmál. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir að umboð berist Regin fyrir dagsetningu hluthafafundar á reginn@ reginn.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúru- hafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði viðmætingu á hluthafafund en þá skal þess gætt aðmæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboðm.t.t. gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundar- gagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðiðmál tekið til meðferðar á hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu umþað til stjórnar áður en ein vika er til hluthafafundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fámál tekin til meðferðar á fundinum vísast til 18. gr. samþykkta félagsins sem finnamá á heimasíðu þess, www.reginn.is/fjarfestavefur. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins www.reginn.is. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversumargir sækja hann, sbr. 16. gr. samþykkta félagsins. Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Smáralind, 1. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi og á vefsvæði tengt hluthafafundi á heimasíðu félagsinswww.reginn.is/ fjarfestavefur en endanleg dagskrá og tillögur verða að- gengileg a.m.k. viku fyrir hluthafafund, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundur félagsins verður án pappírsgagna. Kópavogur, 19. ágúst 2020. Stjórn Regins hf. Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Rímu fundarsal, í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, miðvikudaginn 9. september 2020 og hefst stundvíslega kl. 16:00 Malbikun stendur nú yfir á þjóðvegi númer eitt á milli Hlíðarbæjar á Akureyri og Dalvíkurafleggjara. Verkið hófst á mánudag og til stendur að leggja allar nætur fram á aðfaranótt föstudags. Aðeins ein akrein er mal- bikuð í einu og því er umferð um veginn stýrt. Þetta er stærsta verkefni Malbikunar Akureyrar hingað til. Morgunblaðið/Þorgeir Þjóðvegurinn endurbættur Ríkissaksóknari hefur nú birt fyrir- mæli á heimasíðu embættisins, þar sem fram kemur að brot gegn nú- gildandi sóttvarnareglum gætu varðað sektum á bilinu 100 til 500 þúsund krónur. Leysa fyrirmælin af hólmi fyrri fyrirmæli ríkissaksókn- ara sem tóku gildi 27. mars, sam- kvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Brot gegn skyldu til að tryggja að hægt sé að hafa í það minnsta tvo metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili, getur varðað 100 til 500 þúsund króna sekt, sem skal ákvarð- ast eftir alvarleika brots. Sektina greiðir sá „forsvarsmaður/skipu- leggjandi þeirrar starfsemi eða sam- komu sem um ræðir“. Brot á reglum um notkun andlits- grímu varða sekt að sömu upphæð og fyrrgreint brot, að teknu tilliti til alvarleika þess, en sektarheimildin nær til þess einstaklings sem virðir ekki reglur um notkun andlitsgrímu. Sem fyrr er mælt fyrir sektum fyrir brot á reglum um lokun sam- komustaða og starfsemi vegna sér- stakrar smithættu. Sektin yrði á bilinu 100 til 500 þúsund krónur en ákvarðast af alvarleika brots. Áfram verður sektað fyrir brot gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví og brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, sem geta verið á bilinu 50 til 250 þúsund krónur. Að lokum haldast fyrirmæli um sektir við brotum á reglum um einangrun óbreytt; þau varði 150 til 500 þúsund krónum, eftir alvarleika brots. Sú sektarheimild nær þó einungis til fyrsta brots, sem fyrr. veronika@mbl.is Sektað vegna grímuskyldu  Ríkissaksóknari gefur út ný fyrirmæli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.