Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Hraunbær 103 (a, b, c) 110 REYKJAVÍK Einstaklings-, 2ja og 3ja herbergja íbúðir Vandaðar innréttingar og tæki frá Bræðrunum Ormsson Steinborðplötur Votrými flísalögð Mynddyrasímar Stæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum Glæsilegt útsýni og stutt í útivist og alls kyns þjónustu STÆRÐIR FRÁ 44,7FM / FJÖLBÝLI 1-2-3 HERB Verð frá 42.500.000 Heyrumst Lára Þyri Eggertsdóttir Löggiltur fasteignasali 899 3335 lara@fastlind.is Heyrumst Stefanía Björg Eggertsdóttir Viðskiptafræðingur aðstoðamaður fasteignasala 895 0903 stefania@fastlind.is OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 20. ÁGÚST FRÁ KL. 12:15-12:45 60 ÁRA OG ELDRI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir hófust nú í vikubyrjun við hækkun og endurbætur á sjó- varnargarði á Skarðseyri, sem er nyrst á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Garðurinn er hækkaður í fimm metra og fyllt í skörð, en mannvirkið lask- aðist verulega í aftakaveðri á norð- anverðu landinu í desember á síðasta ári. Þá gekk sjór og flæddi inn á eyr- ina sunnan við garðinn þar sem er starfsemi Fisk Seafood og fleiri fyrir- tækja. Kalli var svarað Tvívegis eftir áramót flæddi svo aftur yfir á þessum slóðum, en þá hafði verið leitað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um fjár- framlög til úrbóta. Því kalli var svarað jákvætt, enda mikil umræða og góður skilningur á því eftir hamfarir vetr- arins að víða þyrfti að endurbæta inn- viði úti um land, segir Sigfús Ingi Sig- fússon, sveitarstjóri í Skagafirði. Sjóvarnargarðurinn sem nú er unnið við er alls 450 metrar. Þá er sandfangari á þessum slóðum, grjót- garður sem þarna liggur út í sjóinn lengdur um helming, eða úr 30 metr- um í 60 metra. Til alls þessa þarf alls 13.600 rúmmetra af grjóti sem tekið er úr námi – aukinheldur sem 1.300 rúmmetrar af hleðsluefni eru færðir til og þeim endurraðað. Þessar fram- kvæmdir sem hófust á mánudaginn eru í höndum Víðimelsbræðra ehf. í Varmahlíð, en tilboð þeirra í verkið var upp á 77,3 milljónir króna. Það var 89,8% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar sem var upp á 86,1 millj- ón króna. – Þörf er svo á frekari fram- kvæmdum á þessum slóðum, svo sem að byggja betur upp sjóvarnargarð sem liggur samsíða Strandvegi sem er sunnan Skarðsheiðar. Aflahöfn og miklir flutningar „Þessi framkvæmd er afar þörf og mikilvæg. Hafnarsvæðið verður á eft- ir, fari allt að vonum, miklu öruggara og með lengri sandfangara sem ætti að draga úr þeim miklu efnisflutn- ingum sem hafa verið hér við fjör- una,“ segir Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Umsvif við höfnina á Sauðárkróki eru mikil og hafa aukist mikið síðustu ár. Þar var landað um 30 þúsund tonnum af fiski á síðasta ári - afla meðal annars frá skipum Fish Sea- fodd, Vísis og Brims. Hefur vaxandi umferð við höfnina leitt til þess að nú er þörf á meira viðleguplássi við höfn- ina og frekari úrbótum á aðstöðu allri. Það snýr einnig að stórflutningum um Sauðárkrókshöfn, en komur flutn- ingaskipa þangað á síðasta ári voru alls um 80. Voru það skip sem m.a. komu til að sækja sjávarafurðir, kjöt og steinull - en aðflutningur var meðal annars áburður til bænda í héraði. Endurbæta sjóvarnargarð  Stórframkvæmd á Sauðárkróki  Garður hækkaður og fyllt í skörð  Víðimelsbræður sjá um verkið  Innviðaverkefni eftir óveðrið í desember  Vaxandi umsvif við höfnina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Dagur Þór Baldursson hafnarstjóri Skagafjarðarhafna hér á Skarðseyri þar sem framkvæmdir hóf- ust í vikunni. Búsifjar urðu á þessum slóðum í aftakaveðri í desember á síðasta ári, eins og víða á Norðurlandi. „Ég fékk hringingu klukkan 18:24 en hafði bara kortér til að gera eitthvað,“ segir Steingrímur Garð- arsson, eigandi línubátsins Jökuls SK-16 sem sökk við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn síðastliðinn mánudag. Steingrímur segir að um talsvert tjón sé að ræða en vill ekki geta sér til um orsakir þess að báturinn sökk. „það verður að koma í ljós þegar hann kemur upp.“ Jökull er skráður á Sauðárkróki þaðan sem hann var síðast við rækjuveiðar, en báturinn hefur staðið óhreyfður í Hafnarfirði síð- astliðin fjögur ár. Tilkynning barst frá vegfaranda um að Jökull væri farinn að hallast verulega við bryggju og var Slökkvilið höfuð- borgarsvæðis fyrst á vettvang. Að sögn varðstjóra „var hann sokkinn þegar við mættum, þetta hefur greinilega gerst mjög hratt“. Lúðvík Geirsson hafnarstjóri segir að þar á bæ hafi menn brugðist strax við. Aðrir bátar lágu bundnir við Jökul og „voru farnir að sökkva töluvert“. Næsta verk var að girða bátinn af með flotgirðingu til að koma böndum á mögulegan olíuleka. Lúðvík segist vona að gengið verði hratt og örugglega til verka við að koma bátnum á flot, því ekki gangi að hafa hann þarna til lengdar. Af því hljótist „mengun og slysa- hætta“. Hinrik Hinriksson hjá Köfunar- þjónustunni staðfestir að fyrir- tækið hafi fengið það verkefni að lyfta bátnum og segir að farið verði í verkið á háfjöru á fimmtu- dag. Spurður um tryggingar á bátn- um segir eigandinn að „það þurfi að fara yfir það mál“. sighvaturb@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sokkinn Jökull SF-16 sökk við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn sl. mánudag. Undirbúningur við að koma Jökli á flot  Sökk við bryggju í Hafnarfirði  Bar brátt að  Orsakir óljósar að svo stöddu Hrefnuveiðar við Noreg hafa gengið betur í ár heldur en fjögur síðustu sumur. Nú er búið að veiða 462 hrefnur af 1.272 dýra kvóta. Í fyrra veiddust 429 dýr og var vertíðin sú lélegasta í 20 ár. Byrja mátti veið- arnar 1. apríl og stunduðu tólf bátar hrefnuveiðar í sumar. Enn eru tveir bátar að veiðum, en vertíðinni er um það bil að ljúka. Fram kemur á vefsíðu norska Ríkisútvarpsins, NRK Nordland, að verð fyrir hrefnukjöt hafi aðeins hækkað frá síðasta ári og eftirspurn aukist. Áhersla hafi verið lögð á markaðssetningu og gæði vörunnar og það hafi skilað sér. Í fréttinni kemur fram að Norð- menn hafi verið á faraldsfæti innan- lands í sumar og margir lagt leið sína norður á bóginn. Margir sem hafi heimsótt veitingahús í Norður- Noregi hafi bragðað hvalkjöt í fyrsta skipti. Hvalveiðar eru ekki stundaðar við Ísland í ár, hvorki veiðar á stór- hvelum né hrefnu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Veiðar Komið með hrefnu til lönd- unar á Ísafirði fyrir nokkrum árum. Góður gang- ur í hrefnu- veiðum Norðmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.