Morgunblaðið - 19.08.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 19.08.2020, Síða 12
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt yfirlitiNáttúrufræðistofnunar, NÍ,voru 2.226 hrafnar veiddirhérlendis árið 2018 og það ár voru 5.132 svartbakar veiddir. Hvorki svartbakur né hrafn eru veiddir til matar, eingöngu er um að ræða veiðar til þess að verjast eða koma í veg fyrir hugsanlegt tjón af völdum þessara tegunda. Veiðar á þessum tegundum hafa dregist sam- an á síðustu árum og það sama á við um fleiri tegundir sem voru á válista árið 2000. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auð- lindaráðherra, við fyrirspurn á Al- þingi frá Ágústi Ólafi Ágústssyni um veiðar á fuglum á válistum. Válisti fyrir fugla var fyrst gef- inn út af Náttúrufræðistofnun árið 2000 en þá voru metnar 32 tegundir fugla á válistann. Flestar vegna lít- illar stofnstærðar eða takmarkaðrar útbreiðslu en nokkrar vegna fækk- unar í stofni yfir ákveðið tímabil. Á válistanum frá 2000 voru fimm tegundir fugla sem heimilt var að veiða taldar í einhverri hættu, þ.e. svartbakur, hrafn, helsingi, stuttnefja og grágæs. Staða rjúpunnar var síðan skoðuð 2004 og var hún þá metin í yfirvofandi hættu vegna fækkunar í stofninum og var í kjölfarið bætt á listann. Við endurskoðun fuglaválista NÍ 2018 var 91 tegund metin, þar af voru 49 tegundir greindar í mismikilli hættu. Tíu tegundir sem voru á vá- listanum árið 2000 eru ekki lengur á listanum og af þeim eru tvær veiði- tegundir, grágæs og helsingi. Þar sem aðgengilegar veiðitölur ná aðeins fram til 2018 er í svarinu notast við gögn úr veiðiskýrslum frá Umhverfisstofnun fyrir árin 2009- 2018 fyrir tegundirnar fimm á válist- anum frá 2000, ásamt rjúpunni. Veiði þeirra sex fuglategunda sem voru á válista árið 2000 hefur far- ið heldur minnkandi frá 2009, nema veiði á helsingja sem hefur aukist. Helsingi er ekki lengur á válista og hefur stofninn hérlendis vaxið á sein- ustu árum. Grágæs hefur heldur ekki verið á válista frá 2018, en veiði á henni hefur verið sveiflukennd eins og sjá má á meðfylgjandi töflu um veiðar á nokkrum tegundum. Fram kemur í svari umhverfisráðherra að talningar undanfarin ár bendi til minnkandi stofnstærðar grágæsa eft- ir að hafa verið stöðug um árabil. Veruleg breyting á válista Endurskoðun Náttúrufræði- stofnunar á válista fugla árið 2018 leiddi til verulegra breytinga á válist- anum, m.a. með tilliti til þeirra teg- unda sem heimilt hefur verið að veiða hér á landi. Á válistanum 2018 eru ell- efu nýjar veiðitegundir metnar vera í hættu eða í yfirvofandi hættu, allar vegna minnkandi stofna. Þetta eru álka, duggönd, fýll, hávella, kjói, langvía, lundi, rita, silfurmáfur, súla og toppskarfur, auk þess sem breyt- ing varð á hættuflokki svartbaks, hrafns, stuttnefju og rjúpu. Lundi er samkvæmt válistanum metinn í bráðri hættu, en 25.675 lund- ar voru veiddir 2018. Duggönd er metin í hættu og voru 123 duggendur veiddar 2018. Stuttnefja er einnig metin í hættu og voru 1.600 slíkar veiddar 2018, það ár voru veiddar 8.596 langvíur, en sá stofn er talinn í nokkurri hættu, tæplega 50 þúsund rjúpur voru veiddar en rjúpan er metin í yfirvofandi hættu og í þeim flokki er álka einnig, en af þeirri teg- und voru veiddir 5.052 fuglar 2018, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í svarinu er ekki að finna upplýsingar um þró- un veiða á öllum þessum tegundum síðasta áratug. Lögin í endurskoðun Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eru allar tegundir fugla og landspendýra friðaðar. Ráð- herra getur með reglugerð aflétt frið- un tiltekinna tegunda fugla á til- teknum tímum að því tilskildu að stofn tegundarinnar sé sjálfbær og geti staðið undir veiðum og nýtingu. Með reglugerð frá 1994 var friðun af- létt af 29 tegundum fugla en síðan hefur hún verið felld úr gildi fyrir blesgæs og teistu. Aflétting friðunar er almenn og gildir fyrir alla þá sem hafa heimildir samkvæmt lögunum til veiða. Samkvæmt sömu lögum eru ákvæði um nýtingu hlunninda þar sem handhafar þeirra réttinda hafa ýmsar heimildir til nytja. Þar eru m.a. ákvæði um hlunnindaveiðar á lunda, álku, langvíu og stuttnefju. Nú stendur yfir endurskoðun á lögunum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í svari umhverfisráðherra kemur fram að ekkert beint eftirlit er með veiðum á fuglum. Dregið hefur úr veið- um á fuglum á válista Árleg veiði á tegundum fugla á válista Náttúrufræðistofnunar Tegundir á válista frá árinu 2000 10 8 6 4 2 0 100 80 60 40 20 0 Veiði árin 2009 til 2018 Helsingi* Hrafn Stuttnefja Svartbakur Grágæs* Rjúpa** Þúsundir fugla Þúsundir fugla Heimild: NÍ. * Ekki lengur á válista 2018. ** Á válista frá árinu 2004. 1.621 58.182 40.092 88.547 49.568 3.018 6.798 10.232 3.146 2.226 1.600 5.132 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópusam-bandiðvaraði Tyrki við því um helgina að halda áfram umdeildum rannsóknum sínum á um- fangsmiklum jarðgasauðlind- um sem liggja suðvestan við Kýpur. Þær rannsóknir hóf- ust í síðustu viku við lítinn fögnuð bæði Grikkja og Kýp- verja, sem segja þær vera inn- an efnahagslögsögu Kýpur. Á móti líta Tyrkir svo á að rann- sóknirnar séu innan svæðis sem þeir innlimuðu með her- valdi í Tyrkland í innrásinni 1974, en það nýtur ekki al- þjóðlegrar viðurkenningar. Til marks um hitann í málinu er að stjórnvöld á Kýpur sögðu í gær að athugasemdir Evrópusambandsins væru allt of veikar og að frekari að- gerða væri þörf. Þessar þrætur um náttúru- auðlindir Kýpur eru ekki nýj- ar af nálinni, en þær hafa ver- ið að stigmagnast mjög á síðustu árum. Aðgerðir Tyrkja nú hafa hins vegar einnig dregið að sér óvild ekki bara Evrópusambandsins heldur einnig lykilríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Frakkar hafa þar verið fremstir í flokki, en þeir lýstu því yfir fyrir helgi að þeir hygðust auka hernaðarlega viðveru sína á austanverðu Miðjarðarhafi til stuðnings Grikkjum. Þá hyggjast Frakkar efna til sameigin- legra heræfinga með Kýp- verjum, en Tyrkir segja þá ráðstöfun vera í trássi við þá alþjóðasamninga sem ríkja um stöðu eyjunnar. Ljóst er að grunnt er á því góða á milli Frakka og Tyrkja, en skemmst er að minnast þess í sumar þegar Frakkar sökuðu tyrknesk herskip um að hafa veist að franskri frei- gátu, sem var að reyna að kanna farm flutningaskips, sem átti leið til Líbíu og við- halda þannig vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna. Sökuðu Frakkar Tyrki í kjölfarið um að brjóta gegn banninu. Rannsókn á atvikinu fór fram innan Atlantshafsbandalags- ins, en niðurstöður hennar voru ekki gerðar opinberar. Frönsk stjórnvöld, með Emmanuel Macron Frakk- landsforseta í fararbroddi, segja hins vegar að Tyrkir beiti sér nú í síauknum mæli gegn hagsmunum Atlants- hafsbandalagsins, og nefna þar meðal annars brotin á vopnasölubanninu, deilurnar við Grikki og Kýpur og inn- grip tyrkneska hersins gegn Kúrdum í Sýr- landi. Þá eru kaup tyrkneska hersins á rússnesku loft- varnakerfi geymd en ekki gleymd hjá mörgum af bandalags- þjóðunum. Deilurnar um hafsvæðið við Kýpur eru fjarri því þær einu sem Grikkir og Tyrkir eiga í hin síðari ár. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tók því til að mynda afar illa þegar Grikkir neituðu að framselja yfirmenn í tyrk- neska hernum sem flúðu til Grikklands eftir misheppnað valdarán í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Sú valdaráns- tilraun hefur einnig dregið dilk á eftir sér vegna þess að þá brugðust bandamenn Tyrkja í Atlantshafsbanda- laginu ekki við með þeim hætti sem forseti Tyrklands hafði vonast til við slíkar að- stæður, en Vladimir Pútín Rússlandsforseti stóð á hinn bóginn með kollega sínum í Tyrklandi. Þá hafa ríkin átt í deilum vegna flóttamanna sem Tyrk- ir hafa leyft að reyna að kom- ast inn í Grikkland og hefur á köflum orðið allnokkur hiti á landamærunum fyrir bragðið. Loks má nefna að Grikkir tóku því afar þunglega þegar Erdogan lét breyta Ægisif aftur í mosku og var það síst til þess fallið að létta á spenn- unni á milli landanna. Þessi átök öll hafa leikið ágætlega í höndum Erdogans, sem kann þá list mætavel að finna sér til óvini erlendis þegar vinsældirnar heima við fara að dvína. Að þessu sinni kann hann þó að hafa seilst of langt, þar sem grísk stjórn- völd eru jafnvel sögð vera á barmi þess að efna til ófriðar til þess að verja hagsmuni sína. Ljóst þykir þó að slík vegferð yrði feigðarflan fyrir Grikki. Þær hugleiðingar sýna þó glöggt alvöruna sem liggur að baki deilum Grikkja og Tyrkja. Þess vegna er ekki víst að mikið þurfi til að upp úr sjóði milli tveggja eða jafn- vel þriggja af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Af- leiðingarnar af slíku, jafnvel þó að smátt yrði í sniðum, yrðu vart bætandi ofan á aðr- ar þær áskoranir sem banda- lagið stendur nú frammi fyrir. Þess vegna skiptir miklu að þessi ríki staldri við og finni í sameiningu lausn sem léttir á spennunni og styrkir þar með Atlantshafsbandalagið. Það er öllum aðildarríkjunum í hag. Aukin spenna milli Grikkja og Tyrkja ógnar einingu NATO} Bandamenn takast á H ertar aðgerðir vegna skimunar á landamærum hafa nú tekið gildi. Eins og fram hefur komið er ráðist í þær aðgerðir af illri nauðsyn og vonandi til skamms tíma. Við vitum þó að sá faraldur sem nú geisar mun ganga yfir í bylgjum og aðgerðirnar nú eru áminning um það. Kórónuveiru-faraldurinn hefur valdið gíf- urlegu tjóni á heimsvísu, bæði félagslegu og efnahagslegu, frá því hann gerði vart við sig í byrjun árs. Við vitum ekki enn hversu miklu tjóni hann mun valda en það er þó ljóst að við munum þurfa að endurhugsa og endurmeta marga þætti samfélagsins til lengri tíma. Þar er allt undir, ekki síst ríkisfjármálin. Við vorum, sem betur fer, vel í stakk búin til að takast á við djúpa niðursveiflu þökk sé ábyrgri hagstjórn síðustu ára. Það liggur þó fyrir að við þurfum að endurmeta hvort í senn, tekjumódel og útgjöld hins opinbera. Ríkissjóður þolir tímabundin áföll en það segir sig sjálft að við getum ekki aukið skuldir ríkisins út í hið óendanlega. Fyrr í þessari viku var greint frá því að skuldir ríkisins hefðu aukist um milljarð króna á dag frá því faraldurinn hófst. Fram undan eru miklar áskoranir við að aðlaga útgjöld ríkisins breyttum veruleika. Það er verkefni sem bíður allra stjórnmálamanna. Aðgerðir ríkisins á undanförnum mánuðum fela í sér sértæk útgjöld til ýmissa verkefna í þeim tilgangi að milda höggið fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Flest þessara verkefna eru tímabundin og munu ein og sér ekki skaða stöðu ríkissjóðs til lengri tíma. Aftur á móti mun veikari staða fyrirtækja og heimila veikja fjárhagsstöðu hins opinbera og rýra möguleika þess í að viðhalda öflugu vel- ferðarkerfi, framsæknu menntakerfi, ráðast í innviðauppbyggingu og veita almenningi betri þjónustu. Fjármagn ríkisins vex ekki á trján- um heldur verður það til með dugnaði og fram- takssemi einstaklinga og fyrirtækja sem á hverjum degi framleiða verðmæti fyrir sam- félagið og fjármagna þannig fyrrnefnda þætti. Ríkið getur eftir tilvikum reynt að milda höggið eins og gert hefur verið hér á landi. Til lengri tíma litið getur ríkið þó ekki skattlagt heimili og fyrirtæki í þeim tilgangi að bæta stöðu sína. Góður maður sagði eitt sinn að það að ætla að skattleggja sig út úr kreppu væri eins og standa ofan í fötu og reyna að lyfta henni upp. Vissulega einföld samlíking, en varpar þó mynd á þann vanda sem við stöndum öll frammi fyrir. Eina ráðið til að tryggja sterka stöðu hins opinbera í fjárhagslegum skilningi er að ýta undir einstaklings- framtak, nýsköpun, valfrelsi og aðra þætti sem hvetja til framtakssemi og aukinnar verðmætasköpunar einkageir- ans. Við þurfum að tryggja að hagkerfið búi til ný störf og að Ísland sé samkeppnishæft við önnur ríki þannig að út- flutningsgreinar okkar dafni. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Að standa ofan í fötu Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.