Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020
Nú stöndum við
frammi fyrir að veiran
Covid-19 vill ekki gefa
eftir og læðist um í
samfélaginu. Hvað er
þá til ráða fyrir okkur
eldra fólkið? Við vilj-
um standa okkur og
erum að gera það.
Samkvæmt öllu sem
okkar færustu aðilar í
sóttvörnum segja eru
varnir til, s.s. hand-
þvottur, sprittun, hanskar og grím-
ur, og ef farið er eftir reglum um
nánd þá ættum við að geta lifað
með þessu um einhvern tíma. Það
er mikilvægt að við stöndum saman
og þannig munum við komast í
gegnum nokkra skafla þar til bólu-
setning verður raunhæfur mögu-
leiki. Á næsta leyti er svo hefð-
bundin flensa sem mun koma síðar
í vetur en bóluefni er á leiðinni og
er það sérstaklega ætlað heilbrigð-
isfólki, framlínufólki og svo eldra
fólki. Verið því á verði og látið
bólusetja ykkur fyrir hinni árlegu
flensu. Samstaðan mun sigra í
þessu eins og öðru. Vinnum líka að
því að styðja fólkið okkar sem þess
þarf, t.d. vegna einmanaleika og
óöryggis. Margar lausnir eru til,
s.s. símavinir, heimsóknarvinir og
göngufélagar. Hreyf-
ingin er alveg ómiss-
andi og alls ekki hætta
henni. Nota allt sem
býðst bæði innan- og
utanhúss svo og morg-
unleikfimi í útvarpi
sem hjálpar mörgum.
Við skorum á RÚV að
koma líka með leikfim-
ina í sjónvarp. Nýr
bæklingur um hvað er
til ráða í einmanaleika
er til og hægt að fá
hann hjá LEB og fé-
lögum eldri borgara
um allt land.
Unnið verður að því á næstunni
að finna eldra fólk af erlendum
uppruna sem talið er vera fé-
lagslega einangrað.
Mörg önnur verkefni eru í
vinnslu og mun þar reyna á gang
veirunnar líka. Þau verkefni snúa
að mismunandi þáttum í okkar
daglega lífi, s.s. akstri á efri árum
til að skoða hvað fólk vill gera þeg-
ar akstur verður of erfiður eða
veikindi hindra. Unnið verður í
samvinnu við Samgöngustofu en
þar erum við að skoða nýjar leiðir
sem vert er að skoða vel.
Þá er mikilvægt að minna á
spjaldtölvukennslu og kennslu-
bæklinga sem voru unnir á vegum
LEB til að efla tölvufærni eldra
fólks. Nú er sérstök þörf á að efla
færni þeirra sem hafa misst af raf-
rænu breytingunni, s.s. að geta sótt
um allt mögulegt á netinu, skilað
gögnum eða farið í netbanka. Þetta
eflir sjálfstæði eldra fólks auk þess
sem samskipti við hina nánustu efl-
ast. Þessi rafræna færni er gríðar-
lega mikilvæg í dag því margar
skrifstofur eru illa mannaðar vegna
áhættu um smit. Áskorun til fólks
og aðstandenda er að hjálpast að
við að fjölga notendum rafrænna
leiða. Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin er nú að hvetja fólk til að
vernda andlegu heilsuna m.a. með
því að hlusta ekki á marga frétta-
tíma á dag um þessi veikindi um
allan heim og gang þeirra því það
geti leitt til þunglyndis og mikillar
vanlíðunar. Jafnframt skorar stofn-
unin á fólk að hreyfa sig oft og
reglulega. Við þetta má bæta að
það að nota jákvæða hugsun og
uppbyggjandi samtöl er gott og
gagnlegt okkur öllum.
Fólk er hvatt til að leita læknis
ef minnsti grunur leikur á ein-
hverjum veikindum. Allt aðgengi
að læknaþjónustu hefur stórbatnað
og kemur Heilsuvera.is sterk inn.
Kynning á Heilsuvera.is á að vera
til á vef okkar. Heilsuvera.is er enn
eitt dæmið um mikilvægi þess að
geta verið virkur á netinu fram eft-
ir aldri.
Sú nýja leið sem er að opnast um
sálfræðiþjónustu er afar brýn, ein-
mitt við þessar aðstæður sem nú
eru. Kynningu á hvernig og hversu
oft hver getur sótt sér slíka hjálp
munum við birta sem fyrst.
Hvatning okkar í stjórn LEB til
allra eldri borgara er að huga að
hollustu næringar daglega. Holl
rétt næring eflir mótstöðuafl
hverrar manneskju. Mótstöðuaflið
er máttur líkamans til að bregðast
við áföllum og veikindum og eiga
gott líf. Munum líka eftir lýsinu
sem gefur okkur alltaf styrk. Sam-
eiginlega munum við öll berjast
fyrir því að eiga góð efri ár alla
daga fram undan. Við getum öll
hjálpast að við að ná góðum ár-
angri gegn veirunni.
Annar hluti
veirunnar og hvað svo?
Eftir Þórunni
Sveinbjörnsdóttur » Þá er mikilvægt að
minna á spjaldtölvu-
kennslu og kennslu-
bæklinga sem eru til hjá
LEB á skrifstofunni í
Sigtúni
Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur er formaður Lands-
sambands eldri borgara
formadur@leb.is
Í Morgunblaðinu
þann 31. júlí er rætt við
Harald Benediktsson,
alþingismann og vara-
formann fjár-
laganefndar Alþingis.
Þar er erfitt að greina á
milli þess hvað haft er
eftir alþingismanninum
og hvað eru hugleið-
ingar blaðamannsins.
Þingmaðurinn talar
Beint er haft eftir alþingismann-
inum: „Spítalinn er með gríðarlega
möguleika til forgangsröðunar fjár-
muna og ráðuneytið hefur verið að
reyna að herða að útgjaldavexti síð-
ustu ára. Svo þarf einnig að fara í
önnur mikilvæg verkefni eins og til
dæmis rekstur hjúkrunarheimila“.
Svo segir einnig, „Sökum lakrar fjár-
málastjórnunar Landspítala und-
anfarin ár hefur verið kallað eftir leið-
um til hagræðingar.“
Nú er það svo að Alþingi og heil-
brigðisráðherra hafa sett hagræðing-
arkröfur á Landspítalann á hverju
ári. Að ekki sé talað um kröfur um
forgangsröðun verkefna.
Lök fjármálastjórn
Ekki getur það talist lök fjár-
málastjórn hjá Landspítalanum að
kjarasamningar ríkisins við heilbrigð-
isstéttir séu ekki í takt við áætlanir
fjárlaganefndar. Ekki getur það talist
lök fjármálastjórn að sókn eftir heil-
brigðisþjónustu er umfram áætlanir
og vilja fjárlaganefndar. Í hverju
liggur lök fjármálastjón Landspít-
alans?
Nú kann að vera svo komið að kraf-
an á forgangsröðun í heilbrigðiskerf-
inu sé fallin á stjórnmálamenn.
Stjórnmálamenn þurfa þá að fara að
ákveða hvaða sjúklingar eiga að lifa
og hverjir eiga að deyja.
Það er í raun pólitísk
ákvörðun.
Biðtími ráðherra
Stjórnmálamenn hafa
nú þegar ákveðið hvað
er eðlilegur bið- og
kvalatími eftir lið-
skiptaaðgerðum. Stjórn-
málamenn hafa einnig
ákveðið hvað er eðlileg-
ur sjónleysistími í bið
eftir augasteinsaðgerð-
um. Þessar aðgerðir eru
mjög vel fallnar til útboða til þess að
fá hagstætt verð í veitta þjónustu. Af
einhverjum ástæðum hefur heilbrigð-
isráðherra ekki verið fáanlegur til
þess að stytta biðtíma fyrir þessar að-
gerðir með því að fara út fyrir Land-
spítalann til að kaupa slíka þjónustu,
sem oft og tíðum er alls ekki spít-
alaþjónusta heldur stofuþjónusta.
Fyrirbyggjandi
Hvað sem þessu líður er þó alltaf
brýnt að leggja áherslu á fyrirbyggj-
andi heilbrigðisþjónustu, sem borg-
ararnir taki þátt í frá upphafi lífsfer-
ilsins, með því að þeir stundi heilbrigt
líferni, í mataræði, hreyfingu, stand-
ist tóbaksnautnina og forgangsraði
sjálfir. Þá minnkar kvöl og völ stjórn-
málamannanna.
Þá minnkar sök um laka fjár-
málastjórn hjá Landspítalanum.
„Sökum lakrar fjár-
málastjórnunar“
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
Vilhjálmur
Bjarnason
» Stjórnmálamenn
þurfa þá að fara að
ákveða hvaða sjúklingar
eiga að lifa og hverjir
eiga að deyja. Það er í
raun pólitísk ákvörðun.
Höfundur var alþingismaður.
Á tímum Jörundar hundadagakon-
ungs og Napóleonsstyrjalda var ekki
mikið um veisluhöld á Íslandi, enda
viðvarandi fátækt og óáran.
Þó hafa geymst frásagnir útlend-
inga af matarboðum þar sem vel var
veitt, eins og þegar breskir aðals-
menn sóttu Ólaf Stephensen heim í
Viðey. Þar var borið fram steikt
lamb, sagósúpa, sykraðar pönnukök-
ur, sagóbúðingur í hnausþykkum
rjóma og vínflaska hjá hverjum diski
til að skola niður matnum. Að end-
ingu heitt púns og þá voru gestir að
niðurlotum komnir og báðu Guð sér
til hjálpar.
Á hundadögum núna þýðir lítið að
fara í stórmarkað til að kaupa
hvunndagsmat. Þessa dagana er allt
upp á grill og grafið. Þar er mikið
úrval og hægt að efna í garðveislu
ekki síðri en hjá stiftamtmanninum
forðum.
Það má fá tomahawk-steik, krydd-
legnar hunangsgljáðar kótilettur,
einiberjagrafinn lambavöðva og tan-
doori-kjúklingalæri. Líka grillaðar
salsanautalundir, en best leist mér
samt á glóandi snobbborgara. End-
aði þó í fiskbúðinni og bað um þver-
skorna ýsu.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Kryddlegnir hundadagar
Fiskbúð Bréfritari er hrifnari af
fiski en kjöti.
Fasteignir
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Bókhald & ráðgjöf
- Eignaskiptayfirlýsingar
& skráningartöflur
Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040