Morgunblaðið - 19.08.2020, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020
✝ Áslaug BryldSteingríms-
dóttir fæddist í
Reykjavík 21. apríl
1932. Hún lést á
Gentofte-sjúkra-
húsi í Danmörku
28. júní 2020 eftir
stutt veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Steingrím-
ur Gunnarsson, f.
2. ágúst 1895, d. 4.
september 1966, og Þuríður
Guðjónsdóttir, f. 12. júlí 1896,
Börn þeirra eru:
1) Lisa Þuríður Poulsen
(fædd Bryld), f. 21. apríl 1959,
gift Jacob Poulsen, f. 1953, son-
ur þeirra er Jonathan, f. 1993,
og
2) Lars Erik Bryld, f. 30.
október 1964, kvæntur Stellu
Bryld (fædd Mortensen), f.
1965. Börn þeirra eru Emilie, f.
2000, og Marcus, f. 2002.
Áslaug var jarðsungin frá
kapellu Gentofte-sjúkrahúss
þann 3. júlí 2020 í návist fjöl-
dskyldu og vina í Danmörku.
Bálför hennar var gerð á
Bispebjerg Krematorium í Dan-
mörku þann 9. júlí 2020.
Minningarathöfn verður í
Fossvogskirkju í dag, 19. ágúst
2020, klukkan 15. Hún verður
jarðsett í Gufuneskirkjugarði.
d. 12. nóvember
1960. Systkini Ás-
laugar voru Guð-
jón, f. 1917, d.
1996, Jórunn Ásta,
f. 1920, d. 1998,
Gunnhildur Ásta, f.
1925, d. 2006,
Guðni, f. 1927, d.
1928, Ásdís, f.
1931, d. 2018, og
Margrét Unnur, f.
1933, d. 2016.
Maki: Erik Bryld, f. 1933, yf-
irlögregluþjónn. Þau skildu.
Móðir mín, Áslaug Steingríms-
dóttir, var næstyngst í 7 barna
fjölskyldu. Foreldrar hennar
voru bæði frá Eyrarbakka en
höfðu flust til Reykjavíkur árið
1926 þar sem faðir hennar, sem
var afi minn, starfaði sem bíl-
stjóri og ökukennari.
Hún ólst upp í Reykjavík, fór í
Kvennaskólann og lauk
Verslunarskólaprófi. Systkina-
hópurinn var stór, þar var einn
drengur og 5 stúlkur en það var
ömmu og afa mikilvægt að gefa
stelpunum sínum jafn góða
menntun og syninum til að
tryggja að þær gætu líka staðið á
eigin fótum og framfleytt sér og
sínum börnum ef þess yrði þörf.
Vakandi áhugi mömmu, for-
vitni og nýjungagirni færðu hana
til Danmerkur. Árið 1956 fór hún
til Kaupmannahafnar á hús-
stjórnarskóla ásamt vinkonu
sinni. Það átti bara að vera eins
árs dvöl en þá bauðst henni starf
á söluskrifstofu sem Icelandair
var að opna í Kaupmannahöfn.
Foreldrar mínir gengu í hjóna-
band þ. 3. apríl 1958 í Strø-kirkju
á Norður-Sjálandi í Danmörku.
Bæði kirkjan og staðsetningin
voru langt frá þeirra heimili en
presturinn, Finn Tulinius, var
dansk-íslenskur, talaði bæði
dönsku og íslensku og gat því
gefið þau saman á bæði dönsku
og íslensku og fjölskyldur beggja
gátu fylgst með.
Mamma starfaði hjá Iceland-
air í Kaupmannahöfn í 9 ár eða
þar til fjöldskyldan flutti út fyrir
bæinn og hún átti langan feril við
skrifstofustörf í Danmörku eftir
það. Hennar ferill hófst löngu áð-
ur en mannauðsdeildir,
starfsþróunarsamtöl og símennt-
un komu til sögunnar. Það var
þannig í hennar kynslóð að ef
maður stóð sig vel og var sam-
viskusamur og vinnuveitandinn
var ánægður með frammistöðuna
þá opnuðust allar dyr og maður
fékk góð verkefni og tækifæri.
Síðustu 20 ár starfsævinnar
vann hún við Kaupmannahafn-
arháskóla, fyrst á slavisk institut
og síðustu 10 ár starfsferilsins á
Stofnun Árna Magnússonar í
Kaupmannahöfn og hún naut
þess að tala móðurmálið daglega
við starfsfólk og námsmenn.
Pabbi og mamma skildu eftir
rúmlega 30 ára hjónaband og um
svipað leiti hætti hún störfum og
fór á eftirlaun.
Fjölskyldan var henni mikil-
væg og þá fyrst og fremst börn
og barnabörn og svo íslenska fjöl-
dskyldan. Ef henni fannst hún
einmana síðustu ár ævi sinnar
var það að mestu vegna þess að
hún gat ekki farið sinna ferða
jafn auðveldlega og áður. Því eins
og hún oft sagði við mig: „Þú
verður að muna að ég er úr mjög
stórri fjölskyldu.“ Það var að
sjálfsögðu fjölskyldan heima á Ís-
landi sem hún var að meina.
Í bókahillu hennar voru auð-
vitað skáldsögur og orðabækur
en líka bækur um ýmis tölvufor-
rit og iPad og snjallsíma. Hún las
bæði dönsk og íslensk dagblöð á
iPadinum daglega og notaði hann
til að horfa á sjónvarpið.
Mamma var það sem kallað
var háttprúð manneskja sem
kom fram við alla af sömu alúð og
virðingu og hún vænti að aðrir
sýndu henni. Hún lagði metnað
sinn í að hafa allt sitt í röð og
reglu og hún sinnti eigin málum
af fagmennsku langrar starfsævi.
Maður gleymdi því oft hvað hún
var gömul vegna þess að hún var
svo sjálfstæð og fær um að sjá um
allt.
Það var ósk hennar að vera
jarðsett á Íslandi því – eins og
hún sagði – þá gæti hún legið þar
og „horft upp á íslensku stjörn-
urnar“.
Fyrir okkur börnin sem erum
búsett í Danmörku verður þetta
kærkomið tækifæri til að gera
sér margar ferðir til Íslands til að
vitja hennar á hennar heimavelli í
faðmi stórrar fjöldskyldu.
Hennar verður sárt saknað –
blessuð sé minning hennar.
Lisa Þuríður Poulsen.
Ég man fyrst eftir Áslaugu
þegar við, Gyða systir mín og ég,
fluttum í Bergstaðarstræti 65 í
Reykjavík. Á þeim tíma vorum
við um 5-6 ára. Áslaug bjó þar í
sama húsi með föður sínum og
móður og fimm systkinum. Við
fórum fljótt að leika okkur saman
og ég sé fyrir mér kjallaratröpp-
ur þar sem við höfðum sett upp
matvöruverslun. Við Gyða lékum
okkur við „þríburana“ Ásdísi, Ás-
laugu og Mæðu á hverjum degi. Á
sumrin fórum við í boltaleiki auð-
vitað með öðrum börnum í göt-
unni. Á hverjum sunnudegi fór-
um við í sunnudagaskólann hjá
KFUM og stundum í barnaguðs-
þjónustuna seinna um daginn.
Við elskuðum að syngja og þá
sátum við saman uppi og sungum
fullum hálsi.
Við höfðum líka gaman af að
passa börn, það er að segja fara í
göngutúra með smábörn í barna-
vagni. Við Gyða fluttum frá Berg-
staðastræti þegar við vorum um
12 ára og fórum þá líka í annan
skóla og eftir það hittumst við
ekki jafn oft. Við héldum þó sam-
bandi hvor við aðra og seinna
meir þegar við vorum örlítið eldri
kom okkur Áslaugu saman um að
það gæti verið gaman að fara til
Danmerkur og heimsækja Gyðu,
sem þá var flutt til Danmerkur og
hafði giftst dönskum manni. Við
fórum saman í danskan hús-
mæðraskóla í Kaupmannahöfn
og í kjölfar skólavistarinnar hitt-
um við báðar þá drengi sem síðar
áttu eftir að verða eiginmenn
okkar – og við settumst að í Dan-
mörku.
Nana Kristensen.
Áslaug Bryld
Steingrímsdóttir
✝ Erna Ein-arsdóttir
Vartia fæddist í
Keflavík 22. mars
1953. Hún lést á
heimili sínu í Hels-
inki 20. júlí 2020.
Foreldrar hennar
voru hjónin Einar
Guðmundsson flug-
vélstjóri, f. 19.4.
1924, d. 20.12. 2005,
og Jóhanna Péturs-
dóttir húsmóðir, f. 10.3. 1925, d.
31.1. 2015.
Systkini Ernu: 1) Róbert
Guðni, f. 2.2. 1946, d. 21.9. 1947.
2) Elísabet, f. 25.8. 1948, maki
Sigurður (látinn), börn þeirra
eru Guðrún og Einar. Eiga þau 4
barnabörn. 3) Róbert Guðni, f.
3.2. 1951, maki Steinunn Hrefna,
börn þeirra eru Regína, Rík-
arður og Rakel. Eiga þau 6
barnabörn. 4) Edda Jóhanna, f.
5.12. 1958, maki Ævar (skilin),
börn þeirra eru Lísa Jóhanna og
Daníel Vilberg. Maki Eddu er
að sér ýmis störf hér á landi,
meðal annars fiskvinnslu og sýn-
ingarstörf. Leið hennar lá í flug-
iðnaðinn eins og fleiri í fjölskyld-
unni. Þar starfaði hún sem
hlaðfreyja og flugfreyja. Með-
fram flugfreyjustörfum lék hún í
sjónvarpsþáttum með Halla og
Ladda. Í pílagrímsflugi kynnist
Erna manni sínum Esko 1977 og
flutti til hans heimalands árið
1979. Þau giftust í maí 1980 og
eignuðust þrjú börn, Antero,
Noru og Lottu. Fjölskyldan bjó í
úthverfi Helsinki en leiðir Ernu
og Esko skildu 1989. Í Finnlandi
tók Erna sér margt fyrir hendur,
rak hún fatabúðirnar Buddy og
Cotton House og vann sem stöðv-
arstjóri fyrir Flugleiðir og síðar
hjá Tellabs. Antero sonur Ernu
átti rekstur á markaðstorgi í
Helsinki þar sem Erna tók til
starfa 2005 og eignaðist hún
reksturinn 2015. Í desember
2019 fæddist Aron, fyrsta barna-
barn hennar.
Útför Ernu verður gerð frá
Garðakirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13. At-
höfnin er einungis fyrir börn og
systkini hinnar látnu vegna sam-
komutakmarkana en henni verð-
ur streymt frá Facebook-síðu Ví-
dalínskirkju.
Jan. Börn hans eru
Brian og Jonas. Þau
eiga eitt barnabarn.
5) Pétur Arnar, f.
8.4. 1960, maki
Katrín (skilin), börn
þeirra eru Ólafur
Þór, Einar Orri og
Jóhann Pétur. Maki
Péturs er Vala
Björg. Börn Völu
eru Guðmundur
Borgar og Hrafn-
hildur. Eiga þau 4 barnabörn.
Erna giftist Esko Vartia 11.
maí 1980, þau skildu árið 1989.
Börn þeirra eru: 1) Antero, f.
22.8. 1980. 2) Elinora, f. 14.2.
1984, maki Cheyne Fowler, barn
þeirra er Aron Arvo, f. 16.12.
2019. 3) Lisa-Lotta, f. 14.2. 1984.
Erna fæddist í Keflavík, flutti
stuttu síðar með foreldrum og
systkinum til Noregs og síðar
Þýskalands. Eftir þriggja ára
dvöl erlendis fluttu þau heim í
Silfurtún í Garðabæ og síðar
Aratún í sama hverfi. Erna tók
Elsku hjartagullið mitt. Þótt
við hittumst eða heyrðumst ekki
oft þá var ávallt eins og við hefð-
um heyrst eða hist í gær. Ég
tengi á svo margan hátt við þig,
elsku besta frænka mín, hrútarn-
ir tveir.
Flissið allt og klaufaskapurinn.
Ég heimsótti þig ein fyrir nokkr-
um árum og man ég enn hvað það
var fyrirhafnarlaus, skemmtileg
og hlýleg samvera. Hugsaði ég
oft um að endurtaka leikinn en
svona er lífið. Einnig man ég vel
eftir ferðinni þegar við Edda
heimsóttum þig, þar var sko enn
meira flissað. Minning mín um
þig er brosið þitt og ástin þín til
barna þinna og nú litla „pungs-
ans“ hennar ömmu sinnar.
Þitt skarð verður aldrei fyllt
en við lofum að halda minningu
þinni á lofti og góðum tengslum
við börnin þín og barnabarn þótt
eitt stykki haf liggi á milli okkar.
Hvíl í friði. Elska þig.
Þín frænka,
Guðrún.
Við Erna vorum 22ja ára,
skellihlæjandi flugfreyjur á frí-
miðaferðalagi, komnar alla leið til
Havaí á fyrsta klassa í Boeing
747, hafandi ekki áhyggjur af
neinu í veröldinni, nema hvar við
ættum að gista í kvöld. Allt var
fullt á háannatíma. Af öllu sem
við hefðum getað gert, fórum við
til spákonu.
Þetta var alvöru spákona, með
kristalskúlu og marglitar slæður
og hún spáði því að við ættum eft-
ir að eignast sjö börn. Við vorum
að kafna úr hlátri. En kerlingin
bætti um betur:
Hún horfði á þessa dökku og
brúneygðu konu fyrir framan sig
og sagði: „Þú átt eftir að giftast
manni, frá landi sem er kaldara
en það sem þið komið frá og eitt
af börnum þínum verður mjög
hávaxinn drengur með hvítt hár
og himinblá augu, sem á eftir að
hafa mikil áhrif í sínu landi.“ Ég
spurði hana reglulega síðar þegar
hún hafði farið eitthvað: „Var
Grænlendingur?“
Erna fór í pílagrímaflug,
kynntist Esko Vartia og sonur
þeirra, Antero, er tæpir tveir
metrar á hæð, bláeygður með
ljóst hár, landsþekktur fjölmiðla-
maður í Finnlandi, athafnamað-
ur, fv. þingmaður og átti sæti á
Evrópuþinginu um tíma.
Tvíburastelpurnar Lotta og Nora
voru í landsliði Finna í fótbolta og
eru nú einkaþjálfarar.
Þar sem við sátum á ferðatösk-
unum á ströndinni og hlógum að
spádómnum, fór að verða aðkall-
andi að finna gistingu. Þá vék sér
að okkur fullorðinn maður, sem
við könnuðumst við. Vegalausum
flugfreyjum frá Íslandi yrði hann
að bjarga, sem hann gerði og við
bjuggum í íbúð á hans vegum
næstu tvær vikurnar. Þetta
reyndist svo vera bandarískur
leikari sem lék afahlutverkið í
vinsælum sjónvarpsþáttum.
Þetta atvik var bara eitt af
mörgum sem voru svo einkenn-
andi fyrir brall okkar Ernu alla
tíð og órjúfanlega vináttu.
Við kynntumst þegar hún kom
úr Garðabænum í Hlíðaskóla og
við vorum ellefu ára. Síðan hefur
líf okkar hægt og sígandi tekið á
sig myndir úr spádómnum frá
Havaí fyrir 45 árum.
Finnland af öllum löndum. En
fjarlægðin kom ekkert í veg fyrir
náin samskipti okkar og ævilangt
samtal í endalausum löngum sím-
tölum og svo mörgum heimsókn-
um til Helsinki með alla stroll-
una.
Erna var brilliant, vel gefin,
hörkuduglegur hösslari. Alla tíð
að finna viðskiptatækifæri.
Sjarmeraði alla upp úr skónum
með hlátri og kátínu og gat talað
við alla. Alveg frá því að hún vann
á Grándinni í KEF, sem flug-
freyja, rak tískuverslanir, vinna
fyrir Flugleiðir á flugvellinum í
Helsinki og síðan minjagripasölu.
Ömmuhlutverkið var rétt að
byrja. Í desember sl. kom Aron
og mikið var hún stolt amma.
Honum fær hún að fylgjast með
annars staðar frá.
Um tvítugt missti Erna annað
nýrað vegna veikinda og hún
gerði mikið grín að því að það
samræmdist ekki hennar lifnað-
arháttum.
Fyrir tuttugu árum tókst að
komast fyrir krabbamein í henni
með mikilli aðgerð. En hún var
ekki veik. Það ítrekaði hún í einu
af okkar löngu samtölum, einum
og hálfum sólarhring áður en hún
varð bráðkvödd.
Við tökum upp þráðinn þegar
þar að kemur.
Við Helgi og börnin okkar fær-
um allri fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Birna Pálsdóttir.
Erna Einarsdóttir
VartiaInnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
MARGRÉTAR S. EINARSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Atli Pálsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORBJÖRN ÁRMANN FRIÐRIKSSON,
Vörðu á Rangárvöllum,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram
frá Þorlákskirkju föstudaginn 21. ágúst klukkan 14.
Steingrímur Þorbjarnarson
Þorgeir Þorbjarnarson
Höskuldur Þorbjarnarson
og fjölskyldur
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát