Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 20

Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 60 ára Kristín ólst upp í Borgarnesi en býr í Reykjavík. Hún er sér- fræðingur á þjónustu- borði hjá Brimborg. Kristín er formaður Foreldraráðs MH. Börn: Tvíburarnir Ingv- ar Arndal Kristjánsson og Ómar Arndal Kristjánsson, f. 1978, Anna Ólöf Krist- jánsdóttir, f. 1983, og Jóhanna Katrín Stefánsdóttir, f. 2001. Barnabörnin eru orðin sjö. Foreldrar: Jón Magnús Finnsson, f. 1927, d. 2001, veghefilsstjóri í Borgar- nesi og hlunnindabóndi í Dagverðarnesi í Dalasýslu, og Sólveig Guttormsdóttir, f. 1927, d. 2012, húsmóðir og hlunninda- bóndi. Kristín Finndís Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engin ástæða til að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að ekki verður tekið mark á orðum þínum, nema þú eigir inneign fyrir slíku trausti. Mundu að rósemi ýtir yfirleitt undir hamingju. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekkert hlaupið að því að raða lífsbrotunum saman svo vel fari til framtíðar. Reyndu að ljúka öllum þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er stutt í einhvern stóratburð sem þú þarft að vera reiðubúinn fyrir hvað sem það kostar. Þolinmæði gæti skilað þér stöðuhækkun á árinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þeim mun meira sem þú seilist eftir heiminum öllum, þeim mun hamingjusam- ari verður þú. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur sterkar skoðanir og er meira en sama hvort aðrir deila þeim með þér eða ekki. Gefðu þér tíma til að ræða málin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Staldraðu við og hugleiddu hvort þú vanrækir þína nánustu vegna vinnu. Fjöl- skylda og vinir þurfa smávegis aðlögunar- tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einbeittu þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önnur og ný. Gefðu þér góðan tíma til þeirra því annars áttu á hættu að þér mis- takist. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Að vera góður hlustandi þarfn- ast bæði þroska og aga, og þú hefur nóg af hvoru tveggja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu þér ekki bregða þótt þú uppgötvir einhver mistök. Einhver á heim- ilinu þarf athygli þína núna en þú hefur hugsanlega þörf fyrir einveru. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Notaðu daginn til þess að fara yfir fjármálin og tékka á bankareikningum. Einhvern misskilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum eru það aðeins smáatriði sem standa í veginum fyrir því að árangur náist. Hlustaðu og hugleiddu svo hvort það sé eitthvað til í því sem sagt er. Nýlega afhentum við Mosfellsbæ fjölnota íþróttahús sem hannað og byggt var í svonefndum alverktöku- samningi, sem snýr bæði að hönnun og framkvæmd mannvirkis. Á þétt- ingarreit við Stakkahlíð erum við að byggja 60 íbúðir fyrir Samtök aldr- aðra og nýlega erum við farnir af stað með 100 íbúðir í alverktöku fyrir „Það hafa verið næg framkvæmda- verkefni á höfuðborgarsvæðinu hjá Alverki síðustu misserin og verk- efnastaðan er góð næstu árin mætti segja. Þessa dagana erum við m.a. að skila af okkur stóru verkefni til hús- næðissamvinnufélagsins Búseta, en byggingu 78 íbúða á Keilugranda í Vesturbæ Reykjavíkur er að ljúka. A ðalgeir Hólmsteinsson er fæddur 19. ágúst 1970 á Akureyri og ólst þar upp í Fjörunni og Inn- bænum. „Fram eftir aldri var ég mikið í Mývatnssveit á sumrin hjá frændfólki mínu pabba megin. Ég fékk þar strax mikinn áhuga á veiði ýmiss konar,“ segir Að- algeir. Aðalgeir gekk í Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar en eftir 9. bekk varð hlé á skólagöngu hans og fór hann til sjós í u.þ.b. þrjú ár. „Ég stundaði vertíðarsjó- mennsku, m.a. frá Hauganesi við Eyjafjörð, Ólafsfirði, Grindavík og Þorlákshöfn.“ Aðalgeir innritaðist að því loknu eða 1989 í Verkmenntaskól- ann á Akureyri á tæknisvið og lærði samhliða framhaldsskólanáminu múraraiðn og fór á samning hjá Sig- urði Hannessyni, byggingameistara á Akureyri. Hann vann við múrverk- ið í nokkur ár, eða þar til sumarið 1997 að hann hélt utan ásamt fjöl- skyldu sinni til Danmerkur í frekara nám. Hann lærði iðnfræði (diploma) og byggingafræði (B.Sc.) við Vitus Bering tækniháskólann sem er í Hor- sens á Jótlandi. „Ég lagði áherslu á framkvæmdafræði mannvirkjagerð- ar í náminu og útskrifaðist af fram- kvæmda- og rekstrarsviði um ára- mótin 2000/2001.“ Í sumarfríum meðfram námi hafði Aðalgeir unnið á verkfræðistofunni. Staðalhús sf. í Reykjavík og eftir að námi lauk fluttist fjölskyldan til Akureyrar þar sem hann starfaði á arkitektastofunni Arkitektur.is í lið- lega tvö ár. „Við söðluðum um árið 2003 og fluttum búferlum til Reykja- víkur, þar sem ég hafði fengið starf á mínu sérsviði hjá gamalgrónu bygg- ingafyrirtæki, Sveinbirni Sigurðs- syni hf. Þar starfaði ég óslitið og lengst af sem framkvæmdastjóri til ársloka 2007, en þá sagði ég skilið við mína lærifeður.“ Aðalgeir hafði þá stofnað bygginga- og verkfræði- fyrirtækið Alverk ehf. sem hefur hægt og rólega vaxið og dafnað og er í dag á meðal stærri fyrirtækja í mannvirkjagerð á landsvísu. Að- algeir er enn aðaleigandi félagsins og starfar í dag sem framkvæmdastjóri þess. Byggingafélag námsmanna. Við Bergþórugötu erum við með í bygg- ingu nýtt áfangaheimili fyrir Kvennaathvarfið svo eitthvað sé nefnt. Auk þessa eru nokkur verkefni í þróun og undirbúningi, þannig að ég get ekki annað en horft björtum aug- um til framtíðar varðandi rekstur fyrirtækisins með því klára og atorkusama fólki sem ég hef í kring- um mig.“ Aðalgeir er mikill áhugamaður um stangveiði. „Ég stunda fluguveiði af nokkurs konar ástríðu. Ég á mér at- hvarf norður á Ströndum, nánar til- tekið í Bitrufirði, þar sem ég hef ver- ið með litla laxveiðiá í fóstri og er að rækta hana upp ásamt landeigendum þar.“ Aðalgeir er einnig félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) og sinnir þar nefndar- störfum, í dag sem árnefndarmaður í Straumfjarðará á Snæfellsnesi. „Að auki skipar tónlist stóran sess í mínu lífi, ég er tónlistaráhugamað- ur, spila misvel á nokkur hljóðfæri og vinn af og til í tónlist/tónsmíðum með góðu fólki. Ég hef yndi af því að ferðast erlendis, kynnast ólíkum menningarheimum, og ekki síður áhuga á ferðalögum innanlands, að Aðalgeir Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri Alverks – 50 ára Fjölskyldan Aðalgeir, Stefanía, Jóhanna Guðrún og fyrir framan er Silja með labrador-hundinn Jökul. Stýrir vaxandi byggingafyrirtæki Fluguveiðimaðurinn Aðalgeir í Bitrufirði á Ströndum á dögunum. Feðgar Aðalgeir tveggja ára á hestbaki með aðstoð föður síns. 40 ára Ágúst ólst upp í Kópavogi en býr í Reykjavík. Hann er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskól- anum í Reykjavík og er stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og tón- listarmaður. Ágúst gaf út sjálfsævisög- una Riddarar hringavitleysunnar. Maki: Margrét Vignisdóttir, f. 1990, nemi í HR. Börn: Hekla Petronella, f. 2007, og Steinunn Lóa, f. 2019. Stjúpsonur er Birkir Freyr, f. 2014. Foreldrar: Steinarr Steinarrsson, f. 1957, bifvélavirki, og Ásta Gunna Kristjáns- dóttir, f. 1958, bókari. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Ágúst Kristján Steinarrsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.