Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 22

Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Mjólkurbikar karla 16-liða úrslit: Valur - ÍA.................................................. 3:1 Patrick Pedersen 12., Lasse Petry 69., Ein- ar Karl Ingvarsson 90. - Steinar Þorsteins- son 74. Rautt spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA) 65. 2. deild karla Víðir – KF ................................................. 2:0 ÍR – Fjarðabyggð..................................... 0:1 Staðan: Kórdrengir 9 6 2 1 19:5 20 Haukar 9 6 0 3 19:11 18 Fjarðabyggð 10 5 3 2 18:10 18 Njarðvík 9 5 2 2 14:10 17 Selfoss 9 5 1 3 14:11 16 Þróttur V. 9 4 4 1 11:8 16 KF 10 5 0 5 17:18 15 Kári 9 4 2 3 16:11 14 ÍR 10 3 1 6 16:18 10 Víðir 11 3 0 8 9:28 9 Dalvík/Reynir 9 1 2 6 10:19 5 Völsungur 10 1 1 8 15:29 4 Meistaradeild karla 1. umferð: Dinamo Brest - Astana............................ 6:3  Rúnar Már Sigurjónsson var sat allan tímann á varamannabekk Astana. Qarabag - Sileks ....................................... 4:0 Legia Varsjá - Linfield............................. 1:0 Celtic - KR ................................................ 6:0 Rauða stjarnan - Europa ......................... 5:0 KNATTSPYRNA Úrslitakeppni NBA Milwaukee – Orlando ........................110:122  Staðan í einvíginu er 1:0-fyrir Orlando. Indiana – Miami................................ 101:113  Staðan í einvíginu er 1:0-fyrir Miami. KÖRFUBOLTI Knattspyrna Pepsi Max-deild kvenna: Kópavogsvöllur: Breiðablik - Þór/KA ......18 Würth-völlurinn: Fylkir - ÍBV ..................18 Lengjudeild karla: Framvöllur: Fram - Magni........................18 Nettóvöllurinn: Keflavík - Víkingur Ó. ....18 Þórsvöllur: Þór - Leiknir F. ......................18 Olísvöllurinn: Vestri - Leiknir R...............18 Hásteinsvöllur: ÍBV - Afturelding.......18.15 Laugardalur: Þróttur R. - Grindavík ..18.15 2. deild karla: Ásvellir: Haukar - Völsungur....................18 Rafholtsvöllurinn: Njarðvík - Selfoss.......18 Dalvík: Dalvík/Reynir - Kórdrengir.........18 Akranes: Kári - Þróttur V. ........................18 Í KVÖLD! 10. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Árbæingurinn og markvörðurinn Ce- cilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik á milli stanganna þegar lið hennar Fylkir vann 1:0-sigur gegn Selfossi í 10. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deild- arinnar, á Jáverkvellinum á Selfossi á sunnudaginn síðasta. Cecilía Rán, sem varð 17 ára gömul í lok júlí, er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ en gekk til liðs við Fylki í október 2018. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki 23 leiki í efstu deild en hún fékk þrjú M fyrir frammistöðu sína á Sel- fossi. „Það var mjög sterkt að leggja Sel- fyssinga að velli á þeirra eigin heima- velli,“ sagði Cecilía Rán í samtali við Morgunblaðið. „Selfoss er með frá- bært lið sem er afar vel mannað. Þær eru þekktar fyrir mikla baráttu og það er aldrei auðvelt að spila gegn þannig liðum. Það var því gríðarlega sætt að vinna þær 1:0 og að halda hreinu í þokkabót var skemmtilegur bónus.“ Fylkiskonur hafa komið á óvart í sumar en liðið, sem var nýliði í efstu deild á síðustu leiktíð, er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig. „Við vitum hvað við getum og mér fannst við sýna það á undirbúnings- tímabilinu. Við förum inn í hvern ein- asta leik með það að markmiði að vinna hann en mér finnst við samt sem áður eiga helling inni og við eig- um ennþá eftir að sýna okkar bestu hliðar í sumar. Við höfum verið að leggja mjög hart að okkur á æfingasvæðinu að undanförnu og vonandi tekst okkur að sýna okkar rétta andlit á seinni hluta keppnistímabilsins.“ Mikil samheldni í Árbænum Cecilía var einungis 15 ára gömul þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í efstu deild á síðustu leiktíð. „Ég er virkilega þakklát Kjartani [Stefánssyni], þjálfara Fylkis, fyrir það traust sem hann hefur sýnt mér. Ég var einu ári yngri í fyrra en fékk samt traust sem aðalmarkvörður liðs- ins þegar Fylkir var nýliði í efstu deild. Ég hef æft mjög vel og mark- mannsþjálfari Fylkis, Þorsteinn Magnússon, hefur hjálpað mér mikið undanfarin tvö tímabil, sem og Kjart- an auðvitað. Þegar allt kemur til alls þá hefur mér liðið mjög vel í Árbænum alveg frá því að ég kom hingað fyrst og þeg- ar manni líður vel þá spilar maður vel.“ Árbæingar fengu til sín unga og öfluga leikmenn fyrir tímabilið í ár og það hefur svo sannarlega skilað sér. „Það hefur verið mikil stígandi í þessu hjá okkur og við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Hópurinn er mjög samheldinn og við erum allar góðar vinkonur. Þá hafa þeir leik- menn sem komu til okkar fyrir sum- arið komið mjög vel inn í þetta. Ég spilaði með bæði Evu Rut og Söru Dögg [Ásþórsdætrum] í Aftur- eldingu og Írisi Unu og Kötlu Maríu [Þórðardætrum] í U17 þannig að ég vissi hvað þessir leikmenn gátu. Þær komu inn með mikil gæði í hópinn og þá eru þær allar sterkir karakterar sem gerir okkur mjög gott í klef- anum líka.“ Draumur að rætast Cecilía Rán var valin í A-landsliðið í fyrsta sinn í ágúst 2019 og þá lék hún sinn fyrsta leik með liðinu á Pi- natar-Cup æfingamótinu á Spáni gegn Norður-Írlandi í byrjun mars á þessu ári. „Það var fyrst og fremst heiður að vera valin í landsliðið og að fá að spila sinn fyrsta leik var sannkall- aður draumur. Að koma inn í hópinn var frábær tilfinning og það var virkilega gaman að taka þátt í þessu öllu. Hvort sem það var að vera í klefanum eða bara á æfingasvæðinu enda eitthvað sem mann hefur dreymt um frá því að maður var að stíga sín fyrstu skref í fótboltanum. Þegar allt kemur til alls er ég fyrst og fremst þakklát fyrir tækifærið og að hafa verið valin en í dag einbeiti ég mér alfarið að Fylki því ef þú ætl- ar að fá tækifæri með landsliðinu þarftu fyrst og fremst að standa þig vel með félagsliðinu þínu,“ bætti Ce- cilía við. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Spútnikliðið á enn eftir að sýna á sér sparihliðarnar  Cecilía Rán Rúnarsdóttir reyndist Selfyssingum óþægur ljár í þúfu Gripinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið einn besti markvörður úrvalsdeildarinnar í sumar. Allar líkur eru á því að Valsmenn dragi sig úr Evrópudeildinni í handknattleik vegna ferðatak- markana í kringum kórónuveiru- faraldurinn. Þetta staðfesti Gísli Gunnlaugsson, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, í samtali við Valtý Björn Valtýsson í útvarps- þættinum Minni skoðun á Sport FM í gær. Valsarar eiga að mæta Hol- stebro frá Danmörku í fyrstu um- ferðinni í lok ágústmánaðar og áttu báðir leikirnir að fara fram í Dan- mörku. kristoferk@mbl.is Mikil óvissa á Hlíðarenda Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð góðum árangri með Val. Sveindís Jane Jónsdóttir er í fjórða skipti í úrvalsliði Morgunblaðsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, en úrvalslið 10. umferðar má sjá hér fyr- ir ofan. Sveindís átti afar góðan leik fyrir Breiðablik í 7:0-sigri á FH á mánudag. Agla María Albertsdóttir, liðsfélagi hennar, er í úrvalsliðinu í þriðja skipti en hún skoraði þrennu í sama leik. Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir spilaði sinn fyrsta leik með Val gegn KR, stóð sig mjög vel og er því í úrvalsliðinu. Er hún ein þriggja í liðinu í fyrsta skipti í sumar. Sveindís Jane og Agla María eru efstar í M-gjöf Morgunblaðsins í sumar með 10 M hvor. Þar á eftir koma Laura Hughes, Þrótti, Cecilía Rán Rún- arsdóttir, Fylki, og Valskonurnar Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir. johanningi@mbl.is 10. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Cecilía Rán Rúnarsdóttir Fylki Karlina Miksone ÍBV Sveindís Jane Jónsdóttir Breiðabliki Þórdís Elva Ágústsdóttir Fylki Fatma Kara ÍBV Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Val Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA Arna Dís Arnþórsdóttir Stjörnunni Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Hallbera Guðný Gísladóttir Val 4 3 2 2 2 2 2 2 Sveindís í fjórða skipti Knattspyrnudeild ÍA hefur gengið frá samningi við Guðmund Tyrfings- son. Kemur hann til félagsins frá Sel- fossi og gerir tveggja ára samning. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára hefur Guðmundur leikið 32 leiki með meistaraflokki Selfoss og skorað átta mörk. Gerði hann fernu í bik- arleik gegn Snæfelli fyrr í sumar. „Guðmundur er ungur og efnileg- ur leikmaður sem passar vel inn í okkar uppbyggingu. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl Guð- jónsson þjálfari ÍA. ÍA fær ungan Selfyssing til liðs við sig Handknattleiksmarkvörðurinn Ólafur Rafn Gíslason hefur gengið til liðs við ÍR frá Stjörnunni fyrir komandi keppnistímabil en Breið- holtsliðið sagði frá þessu á sam- félagsmiðlum sínum í gær. Ólafur spilaði 13 leiki fyrir Stjörnuna á síðustu leiktíð áður en Olísdeildinni var aflýst vegna kór- ónuveirunnar en Stjarnan var þá í áttunda sæti eftir 20 leiki, sjö stig- um á eftir ÍR sem hafnaði í 6. sæti. Næsta tímabil hefst 10. sept- ember er ÍR mætir ÍBV. Óðinn Sigurðsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson voru markmenn ÍR á síðustu leiktíð. ÍR semur við markvörð úr Garðabæ Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 6:0-tap gegn Skotlandsmeisturum Celtic í 1. umferð undankeppninnar á Celtic Park í Glasgow í Skotlandi í gær. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 3:0, Celtic í vil, en skoska liðið var of stór biti fyrir íslenska liðið. Celtic mætir annaðhvort Ferencv- áros frá Ungverjalandi eða Djurg- ården frá Svíþjóð í 2. umferðinni. Þá er Evrópuævintýri KR ekki lokið því liðið tekur þátt í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Meistararnir töpuðu stórt Ljósmynd/@CelticFC Vörn Arnþór Ingi Kristinsson og Ryan Christie eigast við í Glasgow.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.