Morgunblaðið - 19.08.2020, Page 23

Morgunblaðið - 19.08.2020, Page 23
12. UMFERÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Daníel Hafsteinsson skoraði bæði mörk FH sem gerði góða ferð á heimavöll Íslandsmeistaranna í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu, vann KR 2:1 á föstu- daginn. FH-ingar fóru þar með upp að hlið KR, bæði lið eru með 17 stig, eins og Breiðablik og jöfn í 3.-5. sæti, en Vesturbæingar eiga leik til góða. Miðjumaðurinn, sem er hjá FH að láni í sumar frá Helsingborg í Sví- þjóð, fékk tvö M í Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína gegn KR en hann í raun réði úrslitunum í leik þessara stórliða. Fyrst skoraði hann af stuttu færi eftir fyrirgjöf Þóris Jóhanns Helgasonar eftir að send- ing Eggerts Gunnþórs Jónssonar, sem var að leika sinn fyrsta leik fyr- ir FH, opnaði vörnina hjá KR. Eftir að heimamenn höfðu jafnað metin var Daníel svo aftur á ferðinni um stundarfjórðung fyrir leikslok, skor- aði eftir vel tímasett hlaup inn í teig- inn, aftur eftir hættulega fyrirgjöf Þóris Jóhanns.Morgunblaðið sló því á þráðinn til Akureyringsins tvítuga sem var auðvitað ánægður með sig- urinn gegn KR en heldur hnugginn með 2:1 tapið gegn Stjörnunni á Kaplakrikavelli í fyrradag, frest- uðum leik úr fjórðu umferðinni. „Það var fyrst og fremst geggjað að ná sigri gegn KR og ekki síður mikilvægt. Okkur finnst við hafa verið að spila vel undanfarið, þó þetta hafi ekki alveg fallið með okk- ur gegn Stjörnunni svo í næsta leik. Við erum allir að koma til, erum að læra betur og betur inn á nýja leik- kerfið og hver á annan,“ sagði Daní- el við Morgunblaðið en hann er full- viss um að FH-ingar eigi erindi í toppbaráttuna. Eigum að gera tilkall til titla „Við höfum sýnt góðan fótbolta en það þarf kannski að vera meira af því. Við eigum fullt af góðum mín- útum og núna þurfum við að tengja þessa kafla betur saman. FH vill alltaf vinna titla og ég vil endilega vera með í því. Við eigum alla vega að gera tilkall til þess.“ Daníel hefur skorað þrjú deildar- mörk í tíu leikjum fyrir Hafnfirð- inga í sumar en þar er hann að láni frá Helsingborg. Hann gekk til liðs við sænska liðið á miðju síðasta ári frá KA, þar sem hann spilaði í efstu deild frá 2017 til 2019. Hann hefur spilað 60 leiki í meistaraflokki hér á landi og skoraði í þeim tíu mörk. Í Svíþjóð gekk honum erfiðlega að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu, lék sex leiki í seinni umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og aðeins einn þeirra í byrjunarliðinu. Hjá FH hef- ur hann hins vegar ekki átt í erfið- leikum með að koma sér inn í hlut- ina. Líður vel í Krikanum „Þetta hefur verið frábært í FH. Ég komst fljótt inn í málin og hef fengið að spila mikið, mér líður mjög vel í Krikanum,“ sagði Daníel en hann reiknar með að klára tímabilið, jafnvel þótt það dragist á langinn. Upprunalega átti leiktíðin að klárast í október en mikið hefur þurft að fresta leikjum vegna kórónuveir- unnar. „Ég reikna nú með því að ég klári tímabilið, mig minnir að samn- ingurinn sé út október en ef tímabil- ið lengist þá klára ég það örugglega með FH.“ Þá bendir Daníel á að þó hann sé ánægður með lífið í Kaplakrika þá verði FH-ingar að gera enn betur en hingað til, eru fimm stigum á eftir toppliði Vals eftir tíu leiki. „Við vit- um það sjálfir best, við hefðum get- að verið búnir að skora fleiri mörk gegn Stjörnunni til dæmis og það vantar oft herslumuninn. Við þurf- um að vera skarpari fyrir framan markið en ég hef engar áhyggjur, þetta mun koma.“ FH-ingar hafa sótt sér liðsstyrk í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Eggert Gunnþór kom frá SønderjyskE í síðasta mánuði þar sem hann varð nýlega danskur bikarmeistari en hann á að baki 21 landsleik fyrir Íslands hönd. Þá kom sóknarmaðurinn Ólafur Karl Finsen í FH frá Stjörnunni. Daníel segir þá báða vera góða viðbót við liðið. „Þetta eru tveir eldri leikmenn með góð og mikil gæði, Eggert er varðhundur inn á miðjunni og það er gott að spila með honum. Óli Kalli er svo nýkominn og á eftir að koma enn betur inn í þetta, það er ekkert ann- að en jákvætt að vera með góða menn.“ Verður gaman að spila Evrópuleik Deildin er þess eðlis að öll lið virð- ast fullfær um að taka stig af öllum öðrum og verða FH-ingar að vera á tánum um helgina þegar HK kemur í heimsókn. Því næst tekur við öðru- vísi verkefni er FH fær slóvakíska liðið Dunajská Streda í heimsókn í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA þann 27. ágúst. Daníel hefur sjálfur enn ekki spilað Evrópuleik með félagsliði en hann bíður spennt- ur eftir tækifærinu. „Ég hef ekki enn gert það sjálfur en ég trúi ekki öðru en að það sé gaman að spila stóra leiki í Evrópu- deildinni,“ sagði Daníel Haf- steinsson við Morgunblaðið. Þó slík- ir leikir hjálpi ekki endilega með það mikla leikjaálag sem íslensku liðin búa nú þegar við, þá vilja allir tæki- færið til að máta sig við sterk lið frá öðrum þjóðum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Meistarabani Daníel Hafsteinsson sökkti Íslandsmeisturunum í Vesturbæ. Getum spilað vel en þurf- um að sýna meira af því  Tvö mörk Daníels tryggðu FH sigur gegn Íslandsmeisturunum á útivelli ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Fótboltinn gefur stundum. Sumarið 2009 var ég duglegur að mæta á völlinn að styðja við mitt lið, Val. Tímabilið var ekki merkilegt fyrir mína menn. Valur endaði í áttunda sæti, 26 stigum á eftir meisturum FH. Þann 11. júlí það ár mætti Valur erkifjendunum í KR í Frostaskjóli á einum allra besta sumardegi ársins. Var varla ský á himni, logn og 25 stiga hiti. Leikurinn sjálfur var æðislegur og endaði 4:3 fyrir Val eftir mikla skemmt- un. Bjarni Guðjónsson fékk rautt spjald í stöðunni 2:2 á 54. mín- útu og eftir það var ekki að spyrja að leikslokum. Ekki einu sinni innkoma Prince Rajcomar hjá KR á 69. mínútu gat komið í veg fyrir sigur minna manna. Rúm ellefu ár eru liðin frá leiknum og ég man eftir honum eins og hann hafi verið spilaður í gær. Fótboltinn gefur stundum. Fótboltinn tekur stundum. Átta mánuðum áður beið ég spenntur eftir því að mínir menn í Leeds spiluðu við utandeild- arliðið Histon í enska bikarnum. Bjóst ég auðvitað við auðveldum sigri minna manna á móti áhuga- mönnunum. Að sjálfsögðu vann Histon 1:0-sigur, en liðið leikur nú í átt- undu efstu deild Englands, H- deild! Sigurinn er sá stærsti í sögu Histon og tapið það versta í sögu Leeds. Stuðningsmaður Leeds sem býr í Histon vaknaði morg- uninn eftir og rakst á bréfberann sem heilsaði honum við störf. Var það eins og að snúa rýt- ingnum í sárinu því bréfberinn skoraði að sjálfsögðu sig- urmarkið kvöldið áður. Ég man eftir leiknum eins og hann hafi verið spilaður í gær. Fótboltinn tekur stundum. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Knattspyrnukon- an Guðrún Kar- ítas Sigurðar- dóttir er gengin til liðs við Fylki en þetta kom fram á Facebook- síðu félagsins. Guðrún, sem er 24 ára gömul, kemur til félags- ins frá Val og skrifar hún undir tveggja ára samn- ing við Árbæinga. Guðrún Karítas er uppalin hjá ÍA á Akranesi en hún á að baki 79 leiki í efstu deild með ÍA, Stjörnunni og Val þar sem hún hefur skorað 15 mörk. Þá á hún að baki 16 landsleiki með yngri landsliðum Íslands þar sem hún hefur skorað 6 mörk. „Um leið og við bjóðum Guðrúnu Karítas hjartanlega velkomna til fé- lagsins þá þökkum við Val fyrir góð samskipti og vinnubrögð í kringum félagaskipti leikmannsins,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu sem Árbæingar sendu frá sér í gær. Fylkiskonur hafa byrjað tímabilið af miklum krafti og eru með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar, 7 stigum minna en Íslandsmeistarar Vals sem eru í öðru sæti deildarinnar, en Fylkir á leik til góða á Val. Fylkir samdi við öflugan framherja Guðrún Karítas Sigurðardóttir Franska stórliðið PSG leikur til úr- slita í Meistaradeildinni í knatt- spyrnu en liðið vann öruggan 3:0- sigur gegn RB Leipzig í undan- úrslitum keppninnar á Da Luz-vellinum í Lissabon í Portúgal í gær. PSG hefur aldrei fagnað sigri í Meistaradeildinni og hefur það lengi verið markmið félagsins. Franska liðið mætir annaðhvort Lyon frá Frakklandi eða Bayern München frá Þýskalandi í úrslitum keppninnar en úrslitaleikurinn fer fram 23. ágúst næstkomandi í Lissabon. Frakkarnir leika til úrslita AFP Gleði Neymar og Leandro Paredes féllust í faðma í Portúgal í gær. Valur tryggði sér sæti í átta liða úr- slitum bikarkeppni karla í knatt- spyrnu, Mjólkurbikarnum, í gær þegar liðið lagði ÍA að velli í sextán liða úrslitum keppninnar á Origo- vellinum á Hlíðarenda. Leiknum lauk með 3:1-sigri Valsmanna og mæta Valsmenn HK í átta liða úr- slitum keppninnar þann 10. sept- ember. KR hefur oftast orðið bik- armeistari eða fjórtán sinnum og Valur kemur þar á eftir með ellefu sigra en Valsmenn urðu síðast bikarmeistarar árið 2016. Valsmenn í átta liða úrslit Morgunblaðið/Eggert Sókn Birkir Már Sævarsson sækir að marki Skagamanna í gærkvöldi. Átta leikmenn eru í fyrsta skipti í úrvalsliði Morgunblaðsins fyrir 12. um- ferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er í þriðja skipti í úrvalsliðinu og þeir Daníel Hafsteinsson úr FH og Brynjólfur Willumsson í annað skipti. Stefán Teitur fékk 2 M fyrir frammistöðu sína gegn Fylki í síðustu um- ferð og er hann fyrsti leikmaður deildarinnar til að fá 10 M í sumar og er hann því efstur í M-gjöf Morgunblaðsins. Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki og Þórir Jóhann Helgason hjá FH koma þar á eftir með 9 M og Steven Lennon, FH, Ágúst Eðvald Hlynsson, Víkingi R, Valgeir Valgeirsson, HK, og Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍR, eru allir með 8 M. johanningi@mbl.is 12. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-4-2 Árni Snær Ólafsson ÍA Martin Rauschenberg HK Birnir Snær Ingason HK Stefán Teitur Þórðarson ÍA Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Daníel Hafsteinsson FH Eiður Aron Sigurbjörnsson Val Brynjólfur Willumsson Breiðabliki Karl Friðleifur Gunnarsson Gróttu Arnar Sveinn Geirsson Fylki Guðmundur Kristjánsson FH 2 23 Átta nýliðar í úrvalsliðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.