Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND
SEM KOMIÐ HEFUR!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
K O M N A R Í B Í Ó :
Harry Potter and the Sorcere’s Stone
Harry Potter and the Chamber of Secrets
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
K O M A Í B Í Ó 1 8 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Goblet of Fire
Harry Potter and the Order of Phoenix
Harry Potter and the Half-Blood Prince
K O M A Í B Í Ó 2 1 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 og 2
UPPÁHALDS GALDRASTRÁKUR OKKAR ALLRA
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Áfram (ísl. tal)
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* My Spy
* The Postcard Killings
* The Outpost
* The Matrix
* Mad Max : Fury Road
AF LISTUM
Þorgeir
Tryggvason
Það er einkenni hugmynda-drifinnar listar, „konsept-listar“ sem kölluð er, að oft
bætir upplifun á listaverkinu sjálfu
ekki svo miklu við áhrifin af því að
heyra hugmyndina útlistaða. Þannig
virkaði flutningur Malarastúlkunnar
fögru, ljóðasöngvabálks Schuberts
við ljóð Wilhelms Müller, á mig í
flutningi tenórsöngvarans Sveins
Dúa Hjörleifssonar við undirleik
Tómasar Guðna Eggertssonar og
dygga aðstoð Kristrúnar Hrafns-
dóttur í Tjarnarbíói síðastliðinn laug-
ardag. Ekki að það kæmi neitt að ráði
að sök; hver er ekki til í að njóta þess-
arar undursamlegu tónlistar, sér-
staklega þegar sjálfur flutningur
hennar er jafn fágaður og sannfær-
andi og hér var raunin?
En semsagt, hugmyndin er fjári
snjöll, sérstaklega á blaðinu. Söngv-
arinn, ljóðmælandinn, ástsjúki mal-
aradrengurinn, finnur malarastúlk-
una ómótstæðilegu innra með sjálfum
sér og tekur smám saman á sig mynd
hennar með hefðbundnum drag-
drottningarmeðulum, meðan hann
uppgötvar og veltir sér upp úr ást
sinni á henni. Hugmynd sem um-
svifalaust getur af sér allskyns frjó-
anga með þeim sem hana hugleiðir:
um ást sem endursameiningu í anda
ræðu Aristófanesar í Samdrykkju
Platóns. Um taumlausa unga – og
óendurgoldna ást sem markmið og
nautn í sjálfu sér, eins og Shake-
speare tekur óviðjafnanlega til um-
fjöllunar í Sem yður þóknast, og
skopstælir í harmleiknum um Píra-
mus og Þispu – Müller fer ansi ná-
lægt þeim ósköpum með malara-
drenginn sinn. Um samspil hins ytra
gervis og þess sem undir því býr. Um
sviðsetningu okkar á sjálfum okkur í
lífinu sjálfu.
Og svo auðvitað hefðbundna ljóða-
söngstónleika sem sviðsetningu í
sjálfum sér, með ströngum hefðum
og ákveðinni stífni í framgöngu bæði
listafólks og áhorfenda. Það opinber-
aðist strax í upphafi sýningarinnar:
þó áhorfendur væru þess örugglega
allir fullvissir að hér var sviðsett leik-
sýning að hefjast gengu þeir inn í
hlutverk sín sem tónleikagestir og
klöppuðu listamönnunum lof í lófa
þegar þeir gengu inn á sviðið – nokk-
uð sem hefur ekki tíðkast í leikhúsi
áratugum saman, en er ófrávíkjan-
legt í tónleikasölum.
Smám saman byrjaði hinn leikræni
þáttur sýningarinnar að kalla á at-
hygli okkar, frá því að hugmyndin um
kvengervið kviknar í samspili Sveins
Dúa og nótnaflettarans Kristrúnar,
þar til malarastúlka/dragdrottning
stígur alsköpuð á svið upp úr miðbiki
bálksins. Hinn leikræni hápunktur er
þó aðeins fyrr, þegar Sveinn klæðist
kvenskónum og heilsar ástmeynni í
áttunda söng, Morgengruß. Þá finn-
um við fyrir því að hún er mætt.
Annar akkillesarhæll konseptdrif-
inna sviðsetninga er síðan hve sjald-
gæft er að hugmyndirnar gangi full-
komlega upp í efniviðnum. Og óneit-
anlega er erfitt að finna samhljóm
milli vegferðar malaradrengsins og
hinnar innri/ytri kvenmyndar söngv-
arans eftir að keppinauturinn um ást-
ir stúlkunnar birtist í ljóðunum. En
þá er bara tímabært að segja skilið
við vitsmunina og leyfa hinni heiðríku
rödd Sveins að heilla sig með hinum
dýrðlegu lögum, hvað sem öllum
pallíettum og parrukkum líður. Það
er vandalaust með öllu.
Það er skynsamleg hófstilling í
sviðsetningu Grétu Kristínar Ómars-
dóttur á vegferð malaradrengs og
stúlku. Enda setja tæknikröfur söng-
listarinnar vafalaust ýmsar skorður,
sem og leikfærni þátttakenda. Eftir á
að hyggja sennilega hið besta mál að
hugmyndinni er þrátt fyrir allt ekki
gefið alræðisvald yfir flutningnum.
Enda lifir hún sínu lífi í huga áhorf-
andans, og hefði mögulega gert það
þó hún væri bara orð á blaði. Tónlist-
ina þurfum við á hinn bóginn að
heyra, það er fyrir öllu.
Í dulitlu dragi
Ljósmynd/Andrés Schlanbusch
Drag Sveinn Dúa Hjörleifsson tenórsöngvari í gervi dragdrottningarinnar Herðubreiðar.
Ástralska leik-
konan Elizabeth
Debicki mun
leika Díönu
prinsessu í loka-
seríum sjón-
varpsþáttanna
The Crown sem
Netflix fram-
leiðir en í þeim
er rakin saga El-
ísabetar II. Eng-
landsdrottningar og fjölskyldu
hennar. Debicki mun leika í fimmtu
og sjöttu þáttaröð sem mun ná yfir
tíunda áratug síðustu aldar og
fyrsta áratug þeirrar 21. Verður
því fjallað um skilnað Díönu og
Karls Bretaprins og bílslysið í París
þar sem Díana lést árið 1997.
Debicki mun leysa af leikkonuna
Emmu Corrin sem leikur Díönu
unga að árum í fjórðu seríu þátt-
anna sem sýningar hefjast á nú í
haust. Imelda Staunton mun leika
Elísabetu í þáttaröð fimm og sex og
leysa af hólmi Oliviu Colman sem
hefur leikið hana í tveimur seríum.
Debicki leikur
Díönu prinsessu
Elizabeth Debicki
Pavel Latusjko, leikhússtjóri Þjóð-
leikhússins í Minsk í Hvíta-Rúss-
landi, hefur verið rekinn úr starfi
vegna þátttöku sinnar í mótmælum
gegn Alexander Lúkasjenkó, for-
seta landsins. Frá þessu greinir
Sveriges Radio. Þar kemur fram að
Latusjko hafi á árum áður gegnt
starfi menningarmálaráðherra í
stjórn Lúkasjenkó. Latusjko tók
þátt í fjölmennum mótmælum
stjórnarandstöðunnar í Minsk á
sunnudag og tjáði sig við fjölmiðla
þess efnis að fram væri komin
krafa meðal almennings um djúp-
stæðar breytingar í Hvíta-
Rússlandi. Daginn eftir mætti
fulltrúi frá menningarmálaráðu-
neyti landsins í leikhúsið og afhenti
honum uppsagnarbréfið. Fjöldi
fólks safnaðist saman fyrir framan
leikhúsið þegar fréttist af uppsögn-
inni. Latusjko ávarpaði viðstadda
og sagði að allir borgarar landins
yrðu að taka afstöðu til stjórnmála-
ástandsins. Í framhaldinu ákváðu
um 50 starfsmenn leikhússins að
segja upp störfum í mótmælaskyni.
Leikhússtjóri rek-
inn vegna ummæla