Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 1

Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  198. tölublað  108. árgangur  SNERI Á UPP- ELDISFÉLAGIÐ OG SIGRAÐI Þ́RJÁR MILLJÓNIR TONNA Á HVERJUM DEGI GRÆNLANDSJÖKULL 13 HELDUR FYRIRLESTUR 12BAYERN MEISTARAR 26 Verja bæði heilsu og hag  Samdráttur ekki sjálfkrafa afleiðing hertra sóttvarna  Katrín segir markmiðið að halda veirunni í skefjum með sem minnstu raski fyrir innanlandshagkerfið gerða og efnahagssamdráttar. Vísar hún m.a. til reynslu Norðurlanda, en samdráttur í Danmörku og Finnlandi er þannig minni en í Sví- þjóð, þar sem miklum mun vægari leiðir í sóttvörnum voru farnar. Í samtali við Morgunblaðið neit- aði Katrín því að ferðaþjónustan væri látin mæta afgangi. „Það eru engar afgangsstærðir í íslensku efnahagslífi, en þetta er flókið mat á flóknum aðstæðum. Staðan er önnur nú en í vor, þegar við von- uðum að þetta væru skammtíma- ráðstafanir.“ Breyta fregnir að utan um minnkandi dánartíðni veirunnar einhverju? „Það mun mjög reglu- legt endurmat eiga sér stað næstu mánuði. Bæði hvað varðar barátt- una gegn veirunni og viðbrögð stjórnvalda við efnahagsafleiðingum hennar.“ Andrés Magnússon andres@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að hertar sóttvarnaað- gerðir á landamærum miði að því að halda veirunni í skefjum þannig að innanlandshagkerfið verði fyrir sem minnstu raski. Þetta kemur fram í grein, sem forsætisráðherra ritar í Morgunblaðið í dag. Þar nefnir Katrín að ekki sé beint samhengi milli harðra að- Inntak greinar Katrínar » Heilbrigði þjóðarinnar er og verður í fyrirrúmi. » Nýjar sóttvarnaaðgerðir eru nauðsynlegar fyrir heilsu og hag. » Fimm daga töf við komu felur í sér vægar hömlur. M Skýr leiðarljós fyrir … »15 Veiran í sókn, dánartíðni … »4 „Staðan er mjög góð núna og langt síðan sést hefur jafn mikið af fugli,“ segir Marinó Sigur- steinsson, sem fylgst hefur grannt með lund- anum í Vestmannaeyjum um árabil. Hann segir varpið hafa verið fyrr á ferðinni og svo virðist sem fuglinn hafi náð góðu æti þetta sumarið. Því sé mikið um stálpaðar pysjur sem gefi fyrirheit um bætta viðkomu stofnsins. Hann hefur mátt þola mörg mögur ár vegna skorts á æti í hafinu. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Viðkoma lundastofnsins í Eyjum sú besta í áraraðir Uppi eru hugmyndir innan SÁÁ um að reisa sjúkrahúsbyggingu á Kjalarnesi sem kæmi í stað Vogs á Stórhöfða í Reykjavík. Að mati Ein- ars Hermannssonar, formanns SÁÁ, myndi margvíslegt hagræði nást við slíka framkvæmd, þótt málið sé enn á byrjunarstigi. Vegna kórónuveirunnar og að- stæðna á Vogi þurfti að fækka rúm- um þar úr 60 í 40 rúm og verður sá háttur hafður um sinn. Á sjúkrahús- inu eru um 2.200 innlagnir á ári í afeitrunarmeðferð. Talan verður þó væntanlega lægri í ár. Á Vík á Kjalarnesi, þar sem eftirmeðferð fer fram, er rýmra um allt og þar geta 60 manns verið á hverjum tíma. Ótalin er þá starfsemi á göngudeild- um SÁÁ við Efstaleiti í Reykjavík og á Akureyri. Þangað koma allt að 27 þúsund manns á ári í viðtöl hjá ráð- gjöfum og læknum svo sem í eftir- meðferð, á hópafundi, viðtöl og fleira. Þá er mikið leitað til þriggja sálfræðinga sem sinna meðferð og þjónustu við börn foreldra eða að- standenda með fíknisjúkdóma. „Ef barn elst upp í fjölskyldu alkóhólista geta áhrifin verið skað- leg,“ segir Einar. „Meiri hætta á því en ella að barnið sjálft fái þá þennan sjúkdóm. Því er til mikils að vinna með starfi sálfræðinga, sem bjóða átta viðtöl og ýmis verkefni sem við vitum að gera börnum og ungmenn- um í þessum aðstæðum gott.“ »6 SÁÁ gæti fært sig á Kjalarnes  Nýtt sjúkrahús geti orðið hagkvæmt Morgunblaðið/Heiddi Vogur Hugmyndir eru uppi um að byggja nýtt sjúkrahús í stað Vogs. Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is „Byggingagreinar hafa vaxið að meðaltali um 45% á tveimur árum,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skóla- meistari Tækniskólans, um mikla aðsókn í starfs- og iðnnám við skól- ann. Umsóknir hafa aldrei verið fleiri og óvíst að hægt verði að koma öllum sem vilja að í vetur. Sem dæmi um sprengingu í ein- staka námsgreinum nefnir Hildur að fyrir tveimur árum hafi verið sjötíu nemendur í námi við pípulagnir, en á komandi vetri verði þeir 140 í dagskóla og 40 í kvöldskóla. Mikið verkefni er að koma sem flestum nem- endum að og þeg- ar lítur út fyrir að 4-500 fleiri nem- endur verði við nám á komandi miss- erum en í fyrra, en þá „erum við al- veg sprungin,“ segir Hildur og bætir við að sömu sögu sé að segja úr fleiri skólum sem sinna verknámi, á borð við Borgarholtsskóla og Verk- menntaskólann á Akureyri. Unnið sé að því með Mennta- málastofnun að finna lausnir fyrir þá sem ekki komast að. Áskorun sé að finna rétt jafnvægi milli staðarnáms og fjarnáms við þær aðstæður sem nú ríkja, en að farið verði eftir fyrir- mælum sóttvarnayfirvalda með ör- yggi og velferð nemenda og starfs- manna að leiðarljósi. Spurð um aukna fjárþörf vegna fjölda nemenda segist Hildur ekki hafa áhyggjur og vísar til tilkynn- ingar frá ríkisstjórninni sem gefin var út 22. júní, þess efnis að fram- halds- og háskólum verði tryggt nægt fjármagn til að „mæta met- aðsókn“ í skólana, eins og segir á vef Stjórnarráðsins. Hildur bendir einnig á að kynhlut- verk iðngreina séu ekki eins föst og áður var. Í greinum, sem áður höfðu nemendur af nær aðeins einu kyni, sé nú fjölbreyttari hópur nema. Morgunblaðið/Eggert Iðnnám Margir vilja setjast á skóla- bekk að nýju á komandi vetri. Metaðsókn í starfs- og verknám í vetur  Tækniskólinn bætir verulega við sig nemendafjölda  Óvíst að allir sem vilja geti sest á skólabekk Hildur Ingvarsdóttir HÆTTIR TIL AÐ EINBLÍNA Á STÓRAFREK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.