Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 4

Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 mun færri af hennar völdum nú en í vor og eins hafi fjöldi þeirra, sem veikjast mjög alvarlega, verið til- tölulega lágur. Má nefna að þegar faraldurinn reis hæst í Bretlandi í vor þurftu um 3.000 manns öndunar- aðstoð, en nú eru aðeins um 70 sjúk- lingar þar tengdir öndunarvél. Líkt og sjá má á línuritunum að ofan hafa dauðsföllin víðast hvar fallið töluvert sem hlutfall af mann- fjölda, en þó er það með ýmsu móti. Ekki er þó síður horft til tölfræði um fjölda dauðsfalla gagnvart stað- festum smitum, en þótt hún segi mikla sögu innan einstakra landa er erfitt að bera hana saman milli landa. Skimun er mjög mismikil, heilbrigðiskerfi misvel í stakk búin til þess að fást við faraldurinn og töl- fræði ekki alls staðar áreiðanleg. Víða eru smit vafalaust vanmetin, en eins er misjafnt hvernig dauðsföllin eru talin, sums staðar er aðeins mið- að við dauðsföll, sem beinlínis voru af völdum kórónuveirunnar, annars staðar eru allir, sem létust með smit, taldir með, þótt þeir hafi e.t.v. látist af öðrum orsökum og eldri meinum. Tölfræði í Bandaríkjunum er gott dæmi um þennan vanda, en þar er dánartíðni með mesta móti í heim- inum, en hlutfall látinna af staðfest- um smitum með því lægsta sem ger- ist. Vísindamenn ekki á einu máli um orsakir lægri dánartíðni Læknar og vísindamenn eru ekki á einu máli um hvað veldur. Margir telja að aukin þekking á sjúkdóm- inum og meðhöndlun hans ráði miklu, ýmis lyf hafi reynst auka lífs- líkur verulega og meiri skilningur sé á ýmsum hættumerkjum, sem áður voru ekki augljós. Aðrir telja að breytt samsetning sjúklinga komi þar við sögu. Tekist hafi að verja elliheimili (eftir mikinn misbrest þar á í mörgum löndum í vor), ungt fólk sé nú líklegra til þess að veikjast, en ólíklegra til þess að deyja af þeim völdum eða þola alvarlegar auka- verkanir. Ekki er það þó einhlítt, eins og komið hefur í ljós vestanhafs þar sem ný bylgja í sumar gerði fyrst vart við sig meðal yngra fólks, sem þoldi farsóttina sæmilega vel, en eftir fylgdu smit hjá eldra fólki, sem það gerði mun síður. Sú gæti einnig orðið raunin í Evrópu á næstu vikum. Svo eru sumir vísindamenn á því að kórónuveiran sé að verða minna banvæn en áður. Þeir benda á að flestar veirur verði hættuminni með tímanum, þar sem þær græði ekk- ert á því að drepa hýsla sína, því lát- ið fólk smitar ekki og breiðir þannig út veiruna. Það kynni að gerast með kórónuveiruna, en aðrir vísinda- menn eru efins um að þessi þróun verði svo skjót. Önnur skýring er sú að veirumagnið í smitunum hafi minnkað verulega vegna fjarlægð- arreglna og annars viðbúnaðar, en ónæmiskerfi líkamans eigi auðveld- ar með að fást við veiruna í smærri skömmtum, svo dánartíðnin lækki. Hvernig sem því er farið, þá hef- ur upplýsingatæknibyltingin breytt heilmiklu um viðbrögð við drepsótt- inni. Læknar og vísindamenn um heim allan deila reynslu sinni og rannsóknum með góðum árangri, svo rannsóknarniðurstöður í einu landi geta leitt til breyttra meðferð- arleiðbeininga í ótal löndum öðrum innan nokkurra daga. Það er því ástæða til bjartsýni, ásamt hinu, að dánartíðnin meðal þeirra sem veikjast af kórónuveir- unni er víða á Vesturlöndum nú að- eins um þriðjungur þess, sem var í vor. Þeim mun meira ríður vita- skuld á að veirusmitum sé haldið í skefjum, því ef veiran nær nýjum hæðum í smiti mun látnum fjölga mjög, enda þótt dánartíðni hafi minnkað. Daglegur fjöldi staðfestra smita innanlands og í landamæraskimun frá 28. febrúar til 22. ágúst 100 75 50 25 10 1 0,1 0,01 0,001 0,0001 100 10 1 0,1 0,01 Innanlands Landamæraskimun 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 0 50 100 150 200 Dagar frá því staðfest dauðsföll á milljón íbúa náðu 0,1 Dagar frá því staðfest smit á milljón íbúa náðu 1,0 mars apríl maí júní júlí ágúst 0 10 50 100 500 1.000 2.000 5.000 10.000 >15.000 Dagleg staðfest kórónuveiru-dauðsföll á milljón íbúa Staðfest kórónuveirusmit Dagleg ný kórónuveirusmit á milljón íbúa Heimild: European CDCHeimild: European CDC Sjö daga meðaltal* Smit á milljón íbúa, sjö daga meðaltal* Bandaríkin Bretland Ítalía Kína Ísland Fjöldi á hverja milljón íbúa < 0,1% af prófum > 20% 24. MARS Hert samkomubann tekur gildi og hámarkið 20 manns. Samkomustöðum er lokað. 3. APRÍL Samkomubann framlengt til 3. maí. 5. APRÍL 1.056 virk smit þegar fjöldinn náði hámarki. 4. MAÍ Samkomutakmarkanir rýmkaðar í 50 manna hámark og hárskerar og tann- læknar fá að hafa opið. Ferðir til landsins leyfðar með tveggja vikna sóttkví. 18. MAÍ Sundlaugar og ræktir opnaðar á ný. 25. MAÍ Samkomutakmarkanir enn rýmkaðar, nú í 200 manna hámark og veitinga- stöðum heimilt að hafa opið til kl. 23. 15. JÚNÍ Samkomutakmarkanir rýmkaðar til 5. júlí í 500 manna hámark. 1. JÚLÍ Ferðabann ESB fellt niður. 6. JÚLÍ 500 manna samkomutakmarkanir framlengdar til 26. júlí, síðar fram- lengdar aftur til 3. ágúst. Fjöldatak- markanir í sundi og ræktinni afnumdar. 13. JÚLÍ Innlendum farþegum gert að fara í skimun við komu til landsins, heim- komusmitgát í 4-5 daga og þá aðra sýnatöku áður en smitgát er hætt. 30. JÚLÍ Hertar samkomutakmarkanir með 100 manna hámarki boð- aðar með dags fyrirvara, 2 metra reglan áskilin en grímur á almannafæri þar sem henni verður ekki komið við. 14. ÁGÚST Allir farþegar til landsins þurfa að fara í tvöfalda skimun við komuna og vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða er fengin í síðara sinn. 16. MARS Samkomubann sett til 13. apríl. Hámark 100 manns með 2 metra reglu. 17. MARS ESB leggur bann við ferðum fólks utan Schengen- svæðisins. 106 ný smit voru staðfest 24. MARS sem er mesti fjöldi á einum degi. * Lógaritmískur skali * Lógaritmískur skali Heimild: European CDC Bandaríkin Bretland Ítalía Kína Noregur Veiran í sókn, dánartíðni lækkar  Vel hefur gengið að halda veirunni í skefjum á Íslandi  Aukin smittíðni ytra veldur áhyggjum BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Tölfræði um kórónuveiruna bendir til þess að þrátt fyrir að smit hafi víða blossað upp að nýju þá látist ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.