Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 7

Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Langar raðir mynduðust fyrir utan sýnatökutjald við Suðurlandsbraut. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir að skipulagi við sýnatökur hafi verið breytt í lok síðustu viku og að enn sé verið að venjast því. Nýja skipulagið felur það meðal annars í sér að ekki eru lengur tekin sýni á heilsu- gæslustöðvum nema í undantekn- ingartilfellum. „Við erum að fækka úr 20 sýna- tökustöðvum í eina,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Tilgang- urinn með breytingunni sé fyrst og fremst að halda starfi heilsugæslu- stöðvanna eðlilegu. „Þetta byggir á því að við missum ekki af sjúkdómum sem við annars myndum greina, svo við þurfum ekki að bíða með krabbameinsgreiningar eða eitthvað svoleiðis. Við viljum að starfsemin verði sem eðlilegust.“ Hann segir að verið sé að leita leiða til að dreifa álagi á sýnatöku- stöðina. Til greina kemur að minnka áætlaðan fjölda einstaklinga sem fara í gegnum stöðina á klukkustund og lengja þjónustutímann í staðinn. „Það er alveg augljóst að við get- um ekki haft þetta svona, að það séu biðraðir upp á göturnar í kring. Það má ekki vera. En þetta er hins vegar mjög góður staður, við þurfum bara aðeins að fara yfir það.“ 20 stöðvar í eina stöð Óskar Reykdalsson  Enn að venjast breyttu skipulagi Ný hreystibraut hefur verið opnuð á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Í brautinni eru ellefu stöðvar að með- töldu rásmarki og endamarki, og eru allar þrautirnar til þess fallnar að ýta undir eflingu á úthaldi, styrk og fimi, að því er fram kemur í til- kynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Grunnskólakeppnin Skólahreysti fer fram á sambærilegri keppnis- braut, en nýja brautin er staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. Í tilkynningunni segir að með þessu framtaki vilji bærinn setja enn meiri kraft og metnað í fjöl- breytta hreyfingu og útvega vett- vang til æfinga fyrir Skólahreysti. Hreystibraut opnuð á Hörðuvöllum Ljómsynd/Hafnarfjarðarbær Braut Hreystibraut á Hörðuvöllum. „Það er nánast enginn lífrænn úr- gangur í þessu og flutt í lokuðum gámum,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja- bæjar, um þá umræðu sem skapast hefur um ódaun í Herjólfi vegna flutninga á sorpi og fiski. Ólafur seg- ir að frá því að sorpbrennslustöð bæjarins hafi verið lokað árið 2012 hafi sorp verið flokkað í Eyjum. Líf- rænn úrgangur verði eftir en endur- vinnsluefni og almennt sorp sé flutt til fastalandsins til frekari úrvinnslu. Þessu lýsir Ólafur sem kostnaðar- sömu og fremur óumhverfisvænu ferli og því hafi síðustu misserin ver- ið unnið að því að koma á fót nýrri sorporkustöð, sem með nútímastöðl- um geti brennt stærstan hluta þess sorps sem leggst til á eyjunni í dag og jafnframt nýtt þann varma sem gefst til húshitunar í bænum. Ferlið er nú í umhverfismati en Ólafur seg- ist vonast til þess að hægt verði að semja um verkið nú í vetur. Áætlaðan byggingartíma metur hann 18-24 mánuði. Kostnaður hlaupi á í kringum 400 milljónir króna. sighvaturb@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Sorphirða Eyjamenn undirbúa byggingu sorporkustöðvar. Stefna á opnun nýrrar sorporkustöðvar í Eyjum  Sorp flutt með Herjólfi til förgunar á fastalandinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.