Morgunblaðið - 24.08.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.08.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Bráðnun Grænlandsjökuls á síðasta ári nam 532 milljörðum tonna af ís, að mati vísindamanna sem birtu niðurstöður rannsóknar í vísinda- tímariti í síðustu viku. Þetta þýðir, að þrjár milljónir tonna af vatni runnu í hafið á hverj- um degi, eða sem svarar til vatns úr sex sundlaugum á hverri sekúndu. Danski loftslagsvísindamaðurinn Martin Stendel hefur reiknað út, að vatnið myndi þekja allt Bretland upp í 2,5 metra hæð. Vísindamennirnir sögðu í grein sem birtist í tímaritinu Communica- tions Earth & Environment, að bráðnun Grænlandsjökuls, sem er 2-3 km þykkur, væri helsta orsök hækkandi sjávarstöðu á síðasta ári og hefði valdið 1,5 millimetra hækk- un sjávarborðsins eða 40% af heildarhækkuninni. Talið er að bráðnun jökulsins hafi verið að minnsta kosti 15% meiri á síðasta ári en árið 2012, sem var met. Ingo Sasgen, jöklafræðingur hjá Helmholtze-rannsóknarstofnuninni í Þýskalandi og aðalhöfundur grein- arinnar, segir við AFP fréttastof- una, að það sem einkum valdi áhyggjum sé að fimm mestu bráðn- unarárin hafi öll verið á síðasta ára- tug. Sjö metrar Ef allur Grænlandsjökull bráðnar myndi yfirborð úthafanna hækka um 7 metra. Vísindamenn segja, að ef yfirborðið myndi hækka um 2 metra yrðu svæði, þar sem hundruð milljóna manna nú búa, óbyggileg. Fram til ársins 2000 safnaði Grænlandsjökull að meðaltali jafn miklum nýjum ís og sem nam árlegri bráðnun. En á fyrstu tveimur ára- tugum þessarar aldar hefur hlýnun andrúmsloftsins raskað þessu jafn- vægi, að því er kemur fram í rann- sókninni, sem byggist á gögnum sem safnað hefur verið með gervi- hnöttum. Rannsókn, sem birtist í tímaritinu Nature í desember á síð- asta ári, benti til þess að á tímabilinu frá 1992 til 2018 hefði Grænlands- jökull misst um fjórar billjónir tonna af ís sem olli því að yfirborð sjávar hækkaði um 11 millimetra. Breytingar á veðurfari, sem einn- ig eru raktar til loftslagsbreytinga, hafa leitt til þess að skýjahulan er þynnri og því snjóar minna.Viðvar- andi háþrýstisvæði hafa leitt til fleiri og heitari sólskinsdaga og því hefur jökullinn bráðnað hraðar en áður. Á síðasta ári töpuðust um 1,13 milljarðar tonna af ís úr jöklinum, tæpur helmingur vegna þess að skriðjöklar runnu út í sjó og rúmur helmingur vegna bráðnunar íss. Á móti bættust um 500 milljarðar tonna við jökulinn vegna úrkomu. Óafturkræf þróun? Niðurstaða rannsóknar vísinda- manna við háskólann í Ohio í Banda- ríkjunum, sem birtist fyrir rúmri viku í sama tímariti, var að þessi þró- un væri orðin óafturkræf, það er að nýr snjór vegi ekki lengur upp á móti bráðnuninni. Ekki er þó þar með sagt að verið sé að spá því að Grænlandsjökull hverfi. Rut Mottram, loftslagsfræð- ingur hjá dönsku veðurstofunni, sagði við AFP að rannsóknin sýndi fram á, að þótt tækist að stöðva hlýn- un andrúmsloftsins og draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda, héldi ís- hellan áfram að bráðna en á endanum muni myndast nýtt jafn- vægi milli jökulsins og loftslagsins. Sasgen sagði einnig við AFP að ekki væri hægt að fullyrða um þetta, en líklegt væri að jökullinn muni halda áfram að minnka, jafnvel á köldum árum. „En það þýðir ekki, að tilgangs- laust sé að reyna að draga úr hlýnun andrúmsloftsins,“ bætti hann við. „Hvert brot úr gráðu, sem hægt er að koma í veg fyrir, þýðir að það hægir á hækkun sjávarstöðunnar.“ Aðrir sérfræðingar sem AFP ræddi við um þessar rannsóknir sögðu niðurstöðurnar ekki koma á óvart og viðvörunarbjöllur hringi nú hástöfum. Stuart Cunningham, haffræðing- ur hjá Haffræðisambandi Skotlands, benti á hugsanleg áhrif þessarar þró- unar á hafstrauma í Norður-Atlants- hafi, sem gera það að verkum að hit- inn í norðvesturhluta Evrópu er 5-10 gráðum hærri en á svipuðum breidd- argráðum annars staðar á jörðinni. „Loftslagsmódel sýna, að þessir hafstraumar gætu stöðvast ef mikið af ferskvatni bætist við Norður-Atl- antshaf,“ sagði hann og benti á að það hefði gerst á síðstu ísöld. Grænlandsjökull hopar hratt  Þrjár milljónir tonna af vatni runnu að jafnaði í hafið úr jöklinum á hverjum degi á síðasta ári Áhrif hugsanlegrar bráðnunar jökulsins á yfirborð sjávar Eftir 50 ár 2,5-10 cm Eftir 80 ár 12,7-33 cm Eftir 200 ár 48-160 cm Núverandi bráðnun Útreikningar byggðir á mikilli losun gróðurhúsalofttegunda líkt og nú er 500 km Nuuk Ilulissat Grænlandsjökull hopar Heimild: NASA’s Operation IceBridge Íshellan árið 2008 Áætluð mörk íshellunnar 2030 Morgunblaðið/RAX Bráðnun Grænlandsjökull hefur hopað mikið síðustu áratugina. Andrés Magnússon andres@mbl.is Tugþúsundir mótmælenda fylltu í gær helstu götur Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, í trássi við viðvar- anir hersins, og kröfðust tafarlausrar afsagnar Alexanders Lúkasjenkó, al- valds í landinu. Mótmælin náðu hámarki við emb- ættisbústað forsetans, en að þeim loknum héldu mótmælendur óáreittir heim á leið. Lúkasjenkó forseti fordæmdi mót- mælendur sem „rottur“, en ríkisfjöl- miðlar birtu af honum myndir í fullum herklæðum með riffil í hönd, til þess að undirstrika að hann færi ekki frá völdum vandræðalaust. Áður hefur hann sagt að hann færi ekki úr emb- ætti nema menn dræpu hann fyrst. Tveggja vikna stanslaus mótmæli gegn Lúkasjenkó Mótmælaaldan hófst eftir umdeild- ar forsetakosningar 9. ágúst, sem hann sigraði með miklum yfirburðum ef marka má opinber kosningaúrslit. Mótframbjóðandi hans taldi sér holl- ast að flýja land. Lúkasjenkó hefur verið við völd í landinu um 26 ára skeið og hefur ver- ið kallaður síðasti einræðisherra Evr- ópu. Völdum hans hefur aldrei verið ógnað sem nú, en talið er að fram- haldið kunni að ráðast af því hversu hollar öryggisveitir hans reynast for- setanum. Á götum Minsk voru rauðir og hvít- ir litir allsráðandi, þegar fólk veifaði fánum og spjöldum til marks um and- stöðu þeirra við Lúkasjenkó, hrópaði slagorð gegn honum og krafðist nýrra og heiðarlegra forsetakosninga. Tugþúsundir mótmæla í Minsk AFP Mannfjöldi Mótmælaaldan hófst eftir umdeildar forsetakosningar.  Lúkasjenkó vígreifur með riffil í hendi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.