Morgunblaðið - 24.08.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.08.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Hjól Sólin skein í heiði um helgina og hægt var að njóta hennar víða um land. Í slíku veðri eru rafmagnshlaupahjól ákjósanlegur fararskjóti, en slík tryllitæki hafa verið afar vinsæl í sumar. Arnþór Birkisson Heimsfaraldurinn sem nú hefur geisað mánuðum saman hef- ur haft áhrif á líf okk- ar allra. Allt frá því að fyrstu smitin greind- ust hér á landi þann 28. febrúar og sam- komutakmarkanir voru settar hér á landi þann 15. mars í fyrsta sinn í lýðveldissög- unni. Frá upphafi hefur leiðarljós stjórnvalda verið að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar og því hefur verið gripið til töluverðra sóttvarnaráðstafana til að hefta út- breiðslu faraldursins. Annað leið- arljós hefur verið að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif faraldursins bæði til skemmri og lengri tíma þannig að þau hafi sem minnst áhrif lífsgæði almennings. Fyrsta bylgja faraldursins var mörgum erfiður tími, fólk gat ekki átt eðlilegt samneyti við vini og ættingja, margir veiktust illa og tíu manns létust. En sóttvarnaráðstaf- anir báru árangur. Smitum fækk- aði. Samfélagið sýndi sveigjanleika og seiglu og komst þannig í gegn- um þessa fyrstu bylgju. Slakað var á samkomutakmörk- unum þann 4. maí þegar smitum hafði fækkað verulega. Landsmenn fengu kærkomið frí frá umræðum um kórónuveiruna og vonir glædd- ust um að hægt væri að koma sam- félaginu í eðlilegt horf. Þann 15. júní voru fyrstu skrefin stigin í að greiða fyrir umferð um landamæri með því að taka upp skimun á landamærum. Þá fylgdi hins vegar sögunni að fylgst yrði grannt með og ef faraldurinn færi aftur á flug yrði gripið inn í með afgerandi hætti. Ljóst er að skimun á landamær- um hefur komið í veg fyrir að fjöldi smita bærist inn í landið. Um leið hefur hún veitt mikilvægar upplýsingar um veir- una sem munu nýtast til að efla rannsóknir og auka þekkingu á þessum vágesti. Þegar reynsla var komin á skimunina var ákveðið þann 13. júlí að Ís- lendingar og þeir sem búsettir eru hérlendis þyrftu að fara í tvær sýnatökur og viðhafa heimkomusmitgát á milli vegna þess að þeir væru í meiri sam- félagslegum tengslum en ferða- menn og því þyrfti að viðhafa sér- staka varúð. En svo kom að því að grípa varð í handbremsuna þann 30. júlí og setja aftur á fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk innanlands eftir að veiran tók að breiðast út um sam- félagið á ný. Vonbrigðin voru mikil. Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aft- ur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin. Faraldurinn hefur verið í vexti í heiminum undanfarnar vikur. Smit- um á landamærum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við það. Allt bendir til að önnur bylgja faraldursins hér á landi tengist smitum sem hafa flotið yfir landamærin þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Við blasti að það þurfti að vega og meta hvernig ætti að heyja næstu orrustu í því stríði sem staðið hefur yfir á Ís- landi allt frá lokum febrúar. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar, að fengnum tillögum okkar færustu vísindamanna, var að herða þyrfti aðgerðir á landamærum með því að taka þar upp tvöfalda skimun með 4 til 5 daga sóttkví á milli sem val- kosti við 14 daga sóttkví. Þar var byggt á reynslunni af aðgerðunum frá 13. júlí, þær útvíkkaðar og hert- ar. Ákvörðunin byggist á þróun faraldursins hér heima og erlendis en líka á þeim leiðarljósum sem sett voru í upphafi, að verja líf og heilsu fólks og tryggja að sam- félagið geti gengið áfram með sem eðlilegustum hætti. Þessi ákvörðun var kynnt fyrir rúmri viku, þann 14. ágúst. Hún hefur vakið töluverða umræðu, bæði um hagræna þætti og borg- araleg réttindi. Í aðdraganda þess að farið var að skima á landamærum og þannig greitt fyrir umferð lét ríkisstjórnin vinna hagræna greiningu á þeirri stöðu. Hún hefur nú verið uppfærð með tilliti til reynslunnar. Margt áhugavert kemur þar fram, meðal annars að hagræn rök hnigi að því að herða beri aðgerðir á landamær- um til þess að tryggja að innan- landshagkerfið verði ekki fyrir of miklu raski af hörðum sóttvarna- ráðstöfunum. Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferð- manna, þar skipta ferðatakmark- anir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti . Stjórnvöld munu áfram vinna að því að meta áhrif faraldursins og sóttvarnaráðstafana á efnahags- lífið. Slíkt mat er flókið og ólíkar at- vinnugreinar verða fyrir mismun- andi áhrifum – þannig er augljóst að harðar aðgerðir á landamærum hafa einkum neikvæð áhrif á ferða- þjónustu en harðar sóttvarnaráð- stafanir innanlands hafa einnig víð- tæk áhrif á allar atvinnugreinar, líka ferðaþjónustu. Þrátt fyrir erf- iða stöðu erum við svo lánsöm að íslensk náttúra og fagleg ferða- þjónusta munu halda áfram að laða hingað gesti hvaðanæva úr heim- inum. Ef Íslandi mun takast vel upp í baráttunni við veiruna getur það orðið styrkleiki ferðaþjónust- unnar til lengri tíma. Ólík lönd hafa ólík hagkerfi og atvinnugreinar hafa þar mismikið vægi. Í gögnum frá Eurostat kem- ur fram að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hefur þýska hagkerfið dregist saman um tíu prósent og það breska um 20% en þar þurfti að ráðast í gríðarlega harðar sótt- varnaaðgerðir innanlands. Áhuga- vert er að sjá að samdráttur í Dan- mörku (-7,4%) og Finnlandi (-3,2%) á þessum sama ársfjórðungi er minni en í Svíþjóð (-8,6%) sem þó beitti vægari sóttvarnaráðstöf- unum. Þarna spilar margt inn í en segir okkur samt að ekki er hægt að draga þá einföldu ályktun að harðar sóttvarnaráðstafanir skili sjálfkrafa meiri samdrætti. Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikil- væg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr. Vissulega hafa sóttvarnaráðstafanir haft áhrif á réttindi landsmanna þó að óvíða í Evrópu hafi frelsi manna verið tak- markað minna en hér á landi sein- ustu sex mánuði. Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir, líta þarf til samfélagsins alls. Það þarf að líta til skólastarfs, menn- ingar- og íþróttastarfs og vega og meta þær umtalsverðu hömlur sem settar hafa verið á atvinnuréttindi þúsunda manna. Mestu takmark- anirnar hafa snúist um hjúkrunar- heimili sem hafa verið vernduð hér á landi, tugþúsundir eldri borgara og þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum hafa mátt búa við veru- lega félagslega einangrun. Sóttvarnaráðstafanir hafa áhrif á margs konar réttindi, um það er ekki deilt. Mat ríkisstjórnarinnar var hins vegar að fimm daga ferða- tími yfir landamærin væri vægari skerðing réttinda en ýmsar þær hömlur sem gripið var til í vor og yfirvofandi eru ef okkur mistekst að halda veirunni í skefjum. Að sjálfsögðu skiptir hér máli að vega og meta með reglubundnum hætti stöðu faraldursins í nágrannalönd- um okkar þegar horft er til hversu lengi þessi ráðstöfun stendur. Baráttunni við veiruna er hvergi nærri lokið. En þegar henni lýkur er okkar markmið að hægt verði að segja að saman hafi okkur tekist að vernda heilsu, efnahag og frelsi okkar þannig að þjóðlífið allt verði fyrir sem minnstum skaða og þjóð- inni takist að vinna hratt til baka það sem tapast hefur í þessum far- aldri. Í opnu lýðræðissamfélagi er mikilvægt að fram fari umræða um ólíka þætti þessarar baráttu og eðlilegt að það sé rætt með gagn- rýnum hætti hvernig gripið er inn í daglegt líf fólks og hvernig efna- hagslífi þjóðarinnar verði sem best borgið. Stefna íslenskra stjórnvalda hef- ur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins. Allar aðgerðir okkar endurspegla þessi leiðarljós og miða að því að tryggja hag almennings á Íslandi sem allra best. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Baráttunni við veir- una er hvergi nærri lokið. En þegar henni lýkur er okkar markmið að hægt verði að segja að saman hafi okkur tekist að vernda heilsu, efnahag og frelsi okkar þannig að þjóðlífið allt verði fyrir sem minnst- um skaða og þjóðinni takist að vinna hratt til baka það sem tapast hefur í þessum faraldri. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er forsætisráðherra. Skýr leiðarljós fyrir almannahag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.