Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 16

Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Þótt aðalskipulag Mýrdalshrepps hafi verið samþykkt af fyrr- verandi umhverfis- og auðlindaráðherra veit enginn hver stefna nú- verandi þingmanna Suðurkjördæmis er í þessu máli, án þess að Skipulagsstofnun hafi staðfest þetta um- deilda skipulag. Frá fyrrverandi þingmönn- um Sunnlendinga, sem voru nógu vitlausir til að berjast gegn kjós- endum sínum með því að samþykkja misheppnaða fjármögnun Vaðla- heiðarganga og áður hin umdeildu Héðinsfjarðargöng, fengust engin svör þegar áhyggjufullir heimamenn spurðu hvort þeir myndu samþykkja göng í gegnum Reynisfjall. Hvað hefur svo gerst? Engin lausn er í sjónmáli á meðan andstaða ábúend- anna í Reynishverfi kemst í frétt- irnar og síðan hvað? Skýr skilaboð frá íbúum Víkurþorps um að jarð- göng undir Reynisfjall fari strax inn á samgönguáætlun hafa þingmenn Suðurkjördæmis haft að engu og vilja ekkert um þau vita. Tímabært er að núverandi sam- gönguráðherra, Sig- urður Ingi Jóhannsson, eyði allri óvissu og láti flýta framkvæmdum við þessi veggöng í Suðurkjördæmi sem eiga fullan rétt á sér og gagnast ábúendum Reynishverfis og Víkurþorps. Enn er mörgum spurningum ósvarað þótt fyrrverandi innanríkisráðherra hafi samþykkt nýtt aðalskipulag Mýrdalshrepps sem gerir ráð fyrir nýrri veglínu sunnan Víkurþorps og veggöngum undir Reynisfjall. Fyrr- verandi þingmenn Suðurlands áttu að fylgja þessu máli eftir í sam- göngunefnd, löngu áður en Alþingi var blekkt til að samþykkja kjör- dæmabreytinguna sem skaðaði alla landsbyggðina. Aukin umferð þungaflutninga í gegnum íbúðar- byggðina hefur í för með sér of mikla slysahættu sem íbúar Víkurþorps vilja hið snarasta losna við. Viður- kennt er að 1,8 km löng veggöng gagnist ábúendum í Reynishverfi og íbúum Víkurþorps vel miðað við reynsluna af Almannaskarðs- og Fá- skrúðsfjarðargöngunum. Færsla hringvegarins til suðurs er óhjá- kvæmileg þótt ábúendur vestan Reynisfjalls samþykki það aldrei og taki Héðinsfjarðar- og Vaðlaheið- argöng fram yfir þetta ódýra sam- göngumannvirki, sem tryggir íbúum Víkurþorps og Skaftfellingum öruggari vetrarsamgöngur við Suðurkjördæmi. Það hefði núverandi samgöngu- ráðherra og þingmaður Sunnlend- inga, Sigurður Ingi, frekar átt að kynna sér í stað þess að ákveða flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar sem var ótímabær og hefði þurft lengri umþóttunartíma. En til eru menn sem hafa einstakt lag á því að beina öllum samgöngu- bótum í formi jarðganga inn á villi- götur til þess að þeir komist alltaf upp með að flækja málin á víxl næstu áratugina. Svona vinnubrögð eru til þess fallin að magna upp pólitískan hrepparíg sem setur samgöngumál Suðurkjördæmis í uppnám og skað- ar þetta hagsmunamál Víkurbúa. Uppbygging núverandi vegar milli Víkur- og Reynishverfis um Gatnabrún, sem er brött og ekki hættulaus, leysir engan vanda og verður alltaf ávísun á enn frekari vandræði þegar akstursskilyrði versna. Á þessum vegi vestan Vík- urþorps hefur oft þurft að stöðva umferð vegna of mikils illviðris og hættu á snjóflóðum sem halda áfram að hrella heimamenn á svæðinu beggja vegna Reynisfjalls án þess að ábúendur í Reynishverfi séu spurðir álits. Þá mun samfelldur snjómokst- ur á veginum norðan Reynisfjalls alltaf hleypa kostnaðinum upp þegar snöggar veðurbreytingar sem eng- inn sér fyrir gera vegfarendum lífið leitt þvert á allar veðurspár. Án jarðganga undir Reynisfjall leysist þetta vandamál aldrei verði hringvegurinn áfram á stór- hættulegu snjóflóðasvæði vestan Víkurþorps. Kostnaður við þessi veggöng vestan Víkurþorps gæti orðið lítið brot af þeirri heildar- upphæð sem áætlað er að Vaðlaheiðargöng kosti. Hún hljóðar upp á 3-4 milljarða króna. 18 millj- örðum króna í Vaðlaheiðargöng hefði verið betur varið til samgöngu- bóta á Reykjavíkursvæðinu, sem sit- ur áfram uppi með sprungið vega- kerfi í Suður-, Norðvestur- og Norðausturkjördæmum. Hug- myndin um að láta brýnustu verk- efnin á höfuðborgarsvæðinu og í þessum þremur kjördæmum víkja fyrir Vaðlaheiðargöngum, sem veg- tollur stendur aldrei undir, er í hróp- legri mótsögn við góða blaða- mennsku og heilbrigða skynsemi. Að loknum framkvæmdum við Héðins- fjarðargöng höfum við ekki efni á öðru samgönguhneyksli við Eyja- fjörð sem gerir ríkissjóð gjaldþrota. Snjóflóðahætta vestan Víkurþorps Eftir Guðmundur Karl Jónsson » Tímabært er að nú- verandi samgöngu- ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, eyði allri óvissu og láti flýta fram- kvæmdum við þessi veg- göng í Suðurkjördæmi sem eiga fullan rétt á sér og gagnast ábúend- um Reynishverfis og Víkurþorps. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Frá upphafi Ís- landsbyggðar – af bókmenntunum að dæma – hefur tíðkast að nota málfræðilegt karlkyn um hóp fólks af báðum kynjum. Á fundi gæti ræðumaður sagt: Ég vil biðja alla að rísa úr sætum. Þá á ræðumaður ekki við að eingöngu karlarnir standi upp heldur konurnar líka. Upp á síðkastið heyrist æ oftar eitthvað á þessa leið: Ég vil biðja öll að rísa úr sætum. Þá er notað hvorugkyn þar sem venjan er að nota karlkyn. Þessa breytingu tel ég ekki til málbóta. Lítum á fleiri dæmi og hvernig ég tel að ekki eigi að orða hugs- unina á eðlilegri íslensku:  Sumir telja þetta undarlegt (ekki: Sum telja þetta undarlegt).  Margir tóku til máls á fund- inum (ekki: Mörg tóku til máls). Sem sagt, málfræðilegt kyn kemur líffræðilegu kyni ekki við í þessu sambandi. Málfræðilega karlkynið tekur til beggja kynja. Regluna má orða svo: Þegar óákveðið fornafn (t.d. sumir, allir, margir, einhverjir) stendur án nafnorðs er notað málfræðilegt karlkyn, það tekur til bæði karla og kvenna. Hvorugkyn á því aðeins við að fornafnið við eða þið komi með. Dæmi: Við verðum öll að vera meðvituð um þetta. Það þarf ein- beittan ásetning til að breyta venjulegu máli og segja: Ég ætla að biðja öll (hk. ft.) að fara með Faðirvorið, því venjan býður að segja: Ég ætla að biðja alla (kk.ft.) að fara með Faðirvorið. Hins veg- ar: Ég ætla að biðja ykkur öll að fara með Faðirvorið. Ég ætla að biðja öll börn í salnum að fara með Faðirvorið. Svipuð regla gildir þegar lýsing- arorð stendur án nafnorðs. Dæmi: Fatlaðir eiga sama rétt og ófatl- aðir. Ekki: Fötluð eiga sama rétt og ófötluð. En ef nafnorð fer með lýsingarorðinu breytist allt. Dæmi: Fötluð börn eiga sama rétt og ófötluð. Fleiri dæmi:  Ýmsir horfa nú til þess hvern- ig verkefnið hefur gengið. Ekki: Ýmis horfa …  Fjölmargir aldraðir söfnuðust saman í tilefni dagsins. Ekki: Fjölmörg öldruð …  Um slíkt læt ég þig og aðra dæma. Ekki: Um slíkt læt ég þig og önnur dæma.  Sumir eru ekki sáttir við niðurstöðuna. Ekki: Sum eru ekki sátt. Hins vegar: Sum ungmenni eru ekki sátt við niðurstöðuna. Sum- ar konurnar í hópnum eru ekki sáttar við niðurstöðuna.  Þeir sem sinna sálgæslu innan kirkjunnar. Ekki: Þau sem sinna sálgæslu.  Guði þykir jafnvænt um alla. Ekki: Guði þykir jafnvænt um öll. Hins vegar: Guði þykir jafnvænt um okkur öll. Guði þykir jafnvænt um öll mannanna börn.  Allir sem koma til landsins þurfa nú að fara í skimun. Ekki: Öll sem koma til landsins.  Mikilvægt er að vera meðvit- aður um hvað felst í úrræðinu. Ekki: Mikilvægt er að vera meðvitað um … Hins vegar: Mikilvægt er að við séum meðvituð um… Mikilvægt er að barnið sé meðvitað um…  Engir tveir eru eins. Ekki: Engin tvö eru eins.  Margur heldur mig sig. Ekki: Margt heldur mig sig.  Hún átti engan nákominn sem hún gat leitað til. Ekki: Hún átti ekkert nákomið sem hún gat leitað til. Hins vegar: Hún átti enga ná- komna vinkonu… Eða: Hún átti ekkert nákomið ættmenni…  Enginn mundi segja… Ekki: Ekkert mundi segja… Dæmum um þessa málbreytingu fjölgar og þá taka sumir (ekki: sum) að velkjast í vafa um rétt mál og rangt. Þessum línum er ætlað að benda fólki á að ekkert er rangt eða ljótt við að tala málið eins og ávallt hefur verið gert. Nýjungasinnum leyfist auðvitað að tala eins og þeir vilja, við því er engin sekt, ekki frekar en að segja: mér langar. Málfræðilegt karlkyn um konur og karla Eftir Ragnar Hauksson Ragnar Hauksson »Ekkert er rangt eða ljótt við að tala málið eins og ávallt hefur ver- ið gert. Höfundur er leiðsögumaður og þýðandi. Veiðivefur í samstarfi við Það eru hundrað ár ca síðan íslenska flokkaskipanin festist í sessi. Einn borgaralegur hægriflokkur, bænda- flokkur sem studdi og studdist við SÍS og var sífellt á móti allri jöfnun atkvæða og tveir vinstriflokkar sem gátu ekki komið sér saman um utan- ríkisstefnu og geta ekki enn. Svo er það rest; fólk sem er bágrækt í flokki eða að leita að þægilegri inni- vinnu. Allir þessir flokkar hafa göfug markmið um jöfnuð og framfarir og vilja þjóðinni allt það besta. Sumir þeirra hafa stærri markmið en aðrir og lifa eftir hugsjónum um sæluríki. Kalla það stundum, og reyndar æði oft, norræna módelið eða norræna velferðarkerfið. Það ku vera æðsta þekkt stig almennrar velferð- arstefnu í heiminum. Boðberar og iðkendur þessara hugsjóna ættu því, eftir hundrað ára strögl, að vera með pálmann í höndum og yfirgnæfandi forystu í fylgi. Þeir hljóta því að vera hugsi þegar þeir mælast ítrekað með 14% í könnunum og eru þó stundum kallaðir hástökkvarar fyrir vikið. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hundrað ár – fjórtán prósent Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.