Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 ✝ Sigrún RagnaSkúladóttir fæddist 4. sept- ember 1965 í Reykjavík. Hún andaðist á heimili sínu 10. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru Skúli Heið- ar Óskarsson bíl- stjóri, f. 16.5. 1946, d. 14.10. 2018 og Ólöf Birna Ólafs- dóttir verslunarmaður, f. 9.10. 1949, d. 14.11. 2004. Sigrún var elst systkina sinna, þeirra Ragn- hildar Skúladóttur, f. 29.6. 1967, Önnu Maríu Skúladóttur, f. 18.3. 1973, Óskars Dans Skúlasonar, f. 24.5. 1980 og Ólafs G. Skúla- sonar, f. 24.5. 1980. Topphár sem var til húsa í Hlíðasmára. Ásamt því að starfa sem hárgreiðslumeistari leitaði hún erlendis til að sérhæfa sig í áföstum hárkollum og hlaut í framhaldinu umboð frá Banda- ríkjunum og Evrópu. Sigrún giftist Jónasi Þór Kristinssyni, f. 10.1. 1964, þann 5. október 1991. Börn Sigrúnar eru: 1) Birna Dís Birgisdóttir, f. 21.11. 1986. Sambýlismaður hennar er Andri Janusson, f. 27.6. 1986. Synir þeirra eru Al- exander Jan Andrason, f. 21.5. 2011, og Brynjar Daði Andra- son, f. 9.7. 2015. 2) Kristinn Viktor Jónasson, f. 12.3. 1991. Sambýliskona hans er Fanney Rós Magnúsdóttir, f. 22.12. 1989. Dóttir þeirra er Erla Dís Jakobsdóttir, f. 17.4. 2013. 3) Heiðar Snær Jónasson, f. 2.7. 1993. Útför Sigrúnar fer fram í dag, 24. ágúst 2020. Sigrún ólst upp í Breiðholti og gekk í Breiðholtsskóla. Síðar hélt hún áfram námi sínu við Iðnskólann, þaðan sem hún útskrif- aðist árið 1982 með meistararéttindi í háriðn. Lengst af bjó Sigrún á Álfta- nesi þar sem börn hennar ólust upp að mestu. Sigrún starfaði alla sína ævi við háriðn en starfaði auk þess við sölustörf. Fyrst um sinn var hún meðeigandi hárgreiðslu- stofunnar Klipphúsið á Bílds- höfða en hóf árið 2000 sinn eigin rekstur undir nafninu Hárkó- Elsku fallega mamma, Tvær vikur eru síðan þú kvaddir okkur og trúi ég varla að ég slái inn þessa bókstafi, trúi varla að þú sért farin, trúi varla að ég fái aldrei að liggja við hlið þér í rúminu hvar við lásum og ræddum öll heimsins mál. Ekki hef ég einungis misst fallegustu og ástkærustu móður sem sögur fara af og engin orð fá lýst heldur hef ég misst minn allra besta vin. Þú varst og verður ávallt mín stoð og stytta, minn trúnaðarvin- ur, minn mesti ráðgjafi. Þú veitt- ir mér dýrmætustu ráðin og kenndir mér hvað er ást, hvað er vinátta, hvað er þakklæti. Sú stund líður ekki sem mér er ekki hugsað til þín, elsku mamma. Eftir hvert þungbæra skrefið leitar hugur minn til þín og mest af öllu langar mig að hringja eitt okkar daglegu þriggja símtala. Ef annað okkar átti stund aflögu var hringt. Sama hvað á bjátaði, hvort sem það var mikilvægt eða ekki, þá svaraðir þú. Fallega rödd þín veitti mér þá og þegar griðastað, fyllti mig ró og öll heimsins vandamál fuðruðu upp og risu aftur sem lausnir. Oft fékkst þú að heyra hve fal- leg mér þótti ást ykkar pabba; þvílíka ást yrði sérhver maður heppinn að finna á lífsleið sinni, þó ekki nema í sekúndubrot. Í stað allra þeirra stunda sem við öll verðum af vegna skyndilegs brotthvarfs þíns, þá minnumst við með þakklæti og hlýhug allra þeirra yndislegra stunda er við áttum með þér; allra þeirra tón- leika er þú hélst fyrir okkur; allra þeirra stórhátíða er þú náðir að framkalla fyrir hina minnstu við- burði. Þú varst hrókur alls fagn- aðar í huga okkar og hjörtum, okkar mesta klappstýra, okkar dyggasti aðdáandi, okkar fremsti stuðningsmaður. Þinn helsti kostur var ein- lægnin þín. Þú vildir allt fyrir alla gera og hafðir þarfir, langanir og tilfinningar annarra ávallt í fyrir- rúmi. Margir tóku því sem gefnu og þú áttir svo sannarlega miklu betra skilið. Þú áttir skilið að fá rósir á hverjum degi, knús á hverri mínútu og þakklæti fyrir tilveru þína á hverri sekúndu. Þú vissir þegar í stað hvort maður væri hamingjusamasti maður heims, þá samgladdist þú svo innilega að maður varð enn ham- ingjusamari, eða kominn í fjötra vanlíðanar, þá varst þú haldreip- ið sem dróst mann á land ham- ingjunnar á ný. Þú kenndir mér svo margt í líf- inu, þú kenndir mér að lifa. Þú kenndir mér að njóta hverrar stundar, að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Þú kennd- ir mér að fyrirgefa, að gefast ekki upp. Þú kenndir mér að njóta bókmennta, tónlistar og samræðna. Þegar á móti blés stóðst þú mér við hlið. Þú gekkst með mér í gegnum dimma dali og sálarstríð. Með einni klippingu, með einni máltíð, tókst þér að veita styrka hönd og getu til að standa beinn í baki og takast á við lífsins raunir. Nú kveð ég þig í allra hinsta sinn, elsku mamma mín. Verk- færi og vitneskju gættir þú að gefa okkur fyrir hið daglega líf. Nærveru þinnar og ástar verður saknað meira en orð, mynd eða hugsun fá lýst. Þú verður mitt skærasta ljós á dimmum vetrar- kvöldum, mín skærasta stjarna í almyrkri heimsins, mitt leiðar- ljós svo lengi sem ég dreg and- ann. Mun þá fölur máni af meðaumkvun bregða blæju sinni, svo bjarta eg brosa þig sjái. Farðu þá, mín fagra! Fljótlega mér að bólstri og hendi hvítri og mjúkri mig hóglega snertu. Svo þegar bregð eg blundi og breiði faðm þér móti, snjóköldum barmi snúðu snarlega mér að hjarta. Fast kreistu brjóst mér að brjósti og bíddu unz máttu lausan fá mig úr líkams fjötrum, svo fylgja þér megi eg Glöð skulum bæði við brott síðan halda brennandi í faðmlögum loftvegu kalda í gullreiðum norðljósa þjóta um þá. Væn svo þá smáblys í vindheimum glansa um vetrarbraut skulum í tunglsljósi dansa og snjókýjabólstrunum blunda svo á. (Bjarni Thorarensen) Þinn sonur að eilífu, Heiðar. Elsku mamma mín. Þessa dagana er lífið óréttlátt og skrítið en þrátt fyrir það hef ég fyrir svo mikið að þakka, margs er að minnast og margs er að sakna. Barnæskunnar minnist ég með mikilli hlýju, þú varst okkar verndarvængur, stuðningur, allt- af með opna arma, vildir spjalla um hvað sem er og lagðir mikið upp úr samverustundum fjöl- skyldunnar. Í minningunni vor- um við allar helgar í ferðalögum, hvort sem það voru sumarbú- staðaferðir eða tjaldútilegur, þar sem við grilluðum, sungum og nutum lífsins. Ég á margar góðar minningar frá hárgreiðslustofunum þínum, í barnæsku fékk ég alltaf að fara með þér í vinnuna á föstudögum eftir hádegi, sópaði hárin eftir alla viðskiptavini, fékk að af- greiða á kassanum og hlaupa út í sjoppu að kaupa kók og prins og fékk að sjálfsögðu laun fyrir vinnuna. Þú hefur alltaf verið minn helsti aðdáandi, hvattir mig áfram og studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þegar ég útskrifaðist varst þú stolt, þegar ég eignaðist börnin mín varst þú stolt og af öllum hinum litlu hlutunum. Þú hafðir einlæg- an áhuga á öllu því sem ég var að gera og stóðst við bakið á mér í öllum mínum lífsins verkefnum. Það var alveg sama hvað við fjöl- skyldan vorum að bralla, þér fannst allt svo merkilegt og dásamlegt og vildir fá myndir úr öllum okkar ævintýraferðum sem þú komst ekki með í. Ömmuhlutverkinu sinntir þú svo vel, þú elskaðir ömmustrák- ana þína mikið, varst stolt af þeim og vildir allt fyrir þá gera. Þú prjónaðir á þá heimferðasett- in af spítalanum, peysur og sokka. Þú keyrðir á milli búða til að finna rétta ísinn fyrir þá í eftirrétt, komst með fullan poka af klinki í allar heimsóknir á tímabilinu sem þeir voru alltaf að safna í baukinn sem gladdi litlu ömmustrákana mikið. Við eigum eftir að sakna þess að koma til ömmu í klippingu, strákarnir elskuðu að koma til þín í vinnuna og fóru alltaf á 2-3 vikna fresti til ömmu í smá snyrtingu, jafnvel þó að lubbinn væri lítill og fengu að sjálfsögðu verðlaun í hvert skipti. Þú varst alltaf að segja þeim hvað þú elskaðir þá mikið og fal- lega brosinu þínu, sem lýsti allt upp í hvert sinn sem þú hittir þá, mun ég aldrei gleyma. Strák- arnir elska þig og sakna þín, elsku mamma. Takk fyrir að kynna mig fyrir yndislegu eyjunni þinni Tenerife. Framtíðarferðalög okkar til eyj- unnar munu alltaf minna mig á þig, elsku mamma. Þú elskaðir tónlist og Andri minn hlær oft að því þegar ég raula með öllum lögum og kann textann en það er þér að þakka. Það eru svo mörg lög sem minna mig á þig og veit ég að það mun gefa mér hlýju í hjartað í hvert sinn sem ég kveiki á útvarpinu. Þú varst alltaf svo jákvæð og glöð, sparaðir ekki fallegu orðin til okkar fjölskyldunnar. Takk fyrir allar yndislegu minningarn- ar sem við eigum saman, ég er þakklát fyrir þær þó að ég myndi gera allt til þess að þær yrðu fleiri. Takk fyrir allt, elsku mamma mín, ég elska þig enda- laust og vildi óska þess að við hefðum fengið að kveðjast. Ég hlakka til að hitta þig aftur í sumarlandinu. Birna Dís Birgisdóttir. Það er óraunverulegt að sitja hér og setja niður þessi orð á blað. Að þú mamma mín sért bú- in að yfirgefa þessa jörð. Þegar það lá illa á mér þá hringdi sím- inn og það varst þú sem varst á hinni línunni, án þess að vita hvernig þú vissir það. Þakklæti mitt fyrir að hafa haft þig sem móðir er óendanlegt. Þú kenndir mér að elska náungann og þykja vænt um það sem ég hafði og hef. Allar mínar minningar af þér mun ég geyma og hafa alltaf ná- lægt mér og það á öllum stund- um. Ég mun spila tónlistina mína hátt, lifa lífinu og njóta alveg eins og þú gerðir. Mun alltaf elska þig. Þinn sonur, Kristinn Viktor Jónasson. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska er máltæki sem vel á við í dag. Sigrún systir okkar er látin einungis 54 ára að aldri. Þann 10. ágúst fengum við þær fréttir að Sigrún hefði orðið bráðkvödd þá um morguninn. Sigrún var okkur systkinunum afar kær og var elst í okkar hópi. Það er stórt skarð sem nú hefur verið höggvið í systkinahópinn, skarð sem ekki verður fyllt. Söknuðurinn er mikill og hugsanir um hve lífið getur verið ósanngjarnt læðast að okkur. Það er þó gott á tímum sem þess- um að eiga allar þær góðu minn- ingar sem ylja okkur um hjarta- rætur. Sigrún var alltaf boðin og búin að aðstoða aðra og var alltaf fyrst til að hringja og bjóða fram hjálp. Við minnumst þess flest að þegar við héldum veislur, s.s. fermingar, var Sigrún alltaf búin að finna út hversu mikið af veit- ingum þurfti fyrir gestina, hvað væri best að hafa og gjarnan búin að finna út hvar hagstæðast væri að kaupa veitingarnar. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá Sigrúnu systur. Sigrún var með eindæmum léttlynd og alltaf stutt í grínið. Við munum sakna innilega hlát- ursins sem gerði það að verkum að allir voru farnir að hlæja með henni. Við gleymum því seint þegar hún og Jónas leigðu sé elli- mannavespu á Tenerife. Sigrún sendi okkur systkinunum upplif- unina inn á Snapchat-hóp okkar þar sem hún hló sig máttlausa enda upplifði hún sig sem heldri borgara á þessum eðalvagni. Við hin hlógum með henni, meira vegna innilegs hláturs Sigrúnar en að upplifuninni sjálfri. Það er erfitt fyrir okkur að koma orðum að því sem við myndum vilja segja á svo óraun- verulegum og erfiðum tímum. Við erum eiginlega orðlaus. Hannes Hafstein orðaði líðan okkar vel í kvæði sínu Systurlát: Svo segir bros þitt, besta systir mín. Nú beinist aftur kveðja mín til þín, og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum, mín hjartans vina frá svo mörgum árum. Um regni grátnar grundir sig grúfir nóttin hljóð, með grárri skímu bráðum fer að morgna. Mér finnst ég vera að syngja mitt seinasta ljóð og sálar minnar lindir vera að þorna. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran minniskrans. En fyrir augun skyggja heitu tárin. Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi fannklædds lands. Þú frið nú átt. Við minninguna og sárin. (Hannes Hafstein) Við trúum því að mamma og pabbi hafi tekið vel á móti dóttur sinni í sumarlandinu. Við vottum Jónasi, Birnu, Kristni og Heiðari og fjölskyldum okkar innilegustu samúðar. Hvíl í friði elsku systir, Ragnhildur, Anna María, Óskar og Ólafur (Óli). Elsku yndislega og góða Sig- rún mín. Það er ótrúlega óraun- verulegt að þú sért farin, mér finnst enn þá eins og þú sért bara í næsta húsi við mig en svo átta ég mig á að því að svo er ekki. Þið Jónas voruð svo mikið með mömmu þegar ég var lítil, við ferðuðumst saman, héldum mat- arboð og svo sástu líka alltaf um að láta okkur líta vel út og gerðir bara það sem ég bað um hvort sem það var að setja rauðar strípur, klippa topp eða krulla. En það var ekki bara það sem þú gerðir heldur léstu manni alltaf líða svo vel þegar maður kom til þín. Það skipti ekki máli hvaða dagur það var, þú varst alltaf tilbúin til þess að hlusta á mig um hvað sem er. Þú varst brosmild og hlátrinum þínum verður aldr- ei hægt að gleyma. Þú elskaðir að segja brandara og varst líka góð í því, fékkst alla til að hlæja í kringum þig. Strákarnir mínir elskuðu að koma til þín og undir lokin var Darri farinn að panta sér tíma sjálfur og vildi hvergi annað fara en til þín. Það var honum mikið áfall að heyra að þú hefðir kvatt þennan heim. Það var alltaf hægt að leita til þín og Jónasar, þið voruð hjón sem maður leit upp til og hugsaði með sér að maður væri heppinn ef maður fengi að eyða lífinu sínu með besta vini sínum eins og þið tvö. Hugur minn er hjá Jónasi og börnum þínum, Heiðari, Kidda og Birnu Dís og barnabörnunum ykkar tveimur. Þín frænka Ragna. Elsku besta Sigrún mín, ég trúi bara ekki að ég sitji hér að skrifa minningargrein til þín. það er þyngra en tárum taki. Þú fæddist þegar ég var 5 ára gömul þannig að við vorum eins og syst- ur og það héldu margir að við værum það. Það koma ótalmarg- ar minningar upp í huga mér á þessari stundu, allar ferðirnar sem við fórum í, ég, þú og Jónas. Boston, Glasgow og ekki má gleyma sumarbústaðarferðunum sem voru ótalmargar, aumingja Jónas einn með okkur tvær „bibburnar“ eins og hann orðaði það svo oft. Þú varst alltaf glöð og létt í lund. Þú hringdir svo oft í mig til þess að segja mér brand- ara sem þú hafðir heyrt enn svo hlóstu svo mikið að þú gast ekki sagt hann og varðst að hringja aftur í mig og klára brandarann. Elsku Sigrún mín, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í sumarlandinu. Mamma, pabbi, mamma þín og pabbi, Sæa systir og Guðrún María mín. Hvíl í friði elskan mín, þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Elsku Jónas og fjöl- skylda, megi góður Guð vera með ykkur. Björg frænka. Elsku Sigrún okkar er dáin. Þessa frétt var erfitt að fá. Hún var hress er við hittum hana síð- ast og á leið í sumarhúsið með Jónasi. Hlutirnir breytast hratt. Mér finnst svo stutt síðan hún Sigrún mín var aðalpössunarpían mín, að passa frændsystkini sín Óla og Kollu þegar ég var að vinna. Þegar árin liðu fór hún að vinna í Arnarhóli/Óperukjallar- anum þar sem hún hitti Jónas sinn. Snemma fór hún að lita og klippa og ekki þurfti ég að segja mikið þegar ég settist í stólinn hjá henni kannski „bara tjást- legt“ takk, hún vissi alltaf hvað passaði. Þessari yndislegu, fal- legu, rólegu, glaðlegu og skap- góðu stúlku var dásamlegt að kynnast og vera samferða allt líf- ið, þvílík forréttindi. Hún talaði alltaf svo fallega um alla, sérstak- lega börnin sín og barnabörn, þá ljómaði hún, einnig er hún talaði um Jónas, þau voru í sérflokki, þau áttu svo fallega ást saman. Við mæðgur komum til með að sakna hennar endalaust. Við sendum Jónasi og fjöl- skyldu innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiða tíma. Kolbrún Guðbjörnsdóttir og Elísabet Kolbeinsdóttir. Sigrún Ragna Skúladóttir Hún Heiða vin- kona okkar kvaddi á dögunum eftir stutta og snarpa baráttu við krabbamein og við söknum hennar. Við vorum samstarfskonur í Tækniskóla Íslands á Höfða- bakkanum, sem seinna varð Tækniháskóli Íslands. Heiða var skrifstofustjóri skólans og við, þessi átta kvenna hópur, hittumst á kaffistofu skrifstofunnar einu sinni á dag að jafnaði og tókum stöðuna á öllu því sem okkur þótti ástæða til að hafa skoðanir á. Stundum var hellt upp á engi- ferte á köldum vetrarmorgnum en á öðrum tímum, sem í minn- ingunni eru að vorlagi, voru dýr- indistrakteringar á borðum kaffi- Arnheiður Árnadóttir ✝ Arnheiður(Heiða) Árna- dóttir fæddist 23. ágúst 1937. Hún lést 14. júlí 2020. Útförin fór fram frá Árbæjarkirkju 22. júlí 2020. stofunnar og jafnvel hvítvínslögg með. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að tilheyra innsta hring Heiðu. Það var svo fyrir um 20 árum að hóp- urinn ákvað að hitt- ast líka utan vinnu og Títí-urnar urðu til. Þar má með sanni segja að Heiða hafi verið aðaldriffjöðurin og ófá skiptin sem hún átti frumkvæði að því að hóa okkur saman. Margar eru minningarnar um Heiðu sem ylja okkur en óhætt er að segja að jólasamveran í Glæsi- bænum standi upp úr. Þá logaði eldur í arni, Heiða búin að hita jólaglögg og skreyta hátt og lágt og tók á móti okkur opnum örmum. Heiða var síung, kröftug og lífsglöð. Það var líf og yndi Heiðu að hitta fólk og gleðj- ast með öðrum. Hún kunni svo sannarlega að njóta líðandi stundar og við erum lánsamar að hafa fengið að njóta samvista við hana. Þetta voru yndislegar stundir sem við eigum eftir að sakna nú þegar okkar kæra vinkona hefur kvatt. En við Tí-tíur ætlum að halda merkjum Heiðu á lofti og tapa ekki tengsl- unum sem hún átti svo ríkan þátt í. En mikið verður það undarlegt að hana skuli vanta í hópinn. Hún verður þó án nokkurs vafa með okkur í anda og við skálum fyrir elsku Heiðu okkar. Hjart- ans þakkir fyrir einstaka vináttu. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Við sendum Tedda og allri fjöl- skyldu þeirra Heiðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ása, Björg, Björk, Elsa, Harpa, Svandís og Þóra Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.