Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 21

Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 ✝ Rúnar MatthíasMölk fæddist í Reykjavík 6. mars 1957. Hann lést á heimili sínu í Þýska- landi 10. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Guðmunda Matthíasdóttir, f. 27.7. 1934, d. 18.6. 2012 og Úlfar Jens- son, f. 14.5. 1936, d. 5.5. 2009. Systkini Rúnars eru Örn Úlfar Úlfarsson, f. 13.10. 1963 og Sig- rún Fríða Úlfarsdóttir, f. 16.7. 1966. Rúnar kvæntist árið 1986 eft- irlifandi konu sinni, Margréti Garðars Mölk, f. 11.9. 1958. Þeirra börn eru Daníel Garð- hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. Árið 1986 flutti Rúnar ásamt fjölskyldu sinni til Þýskalands og hóf hann störf hjá Digital Equip- ment. Síðar starfaði hann í 20 ár sem yfirmaður við tölvudeild Þýska verðbréfamarkaðarins. Síðustu starfsárin starfaði hann hjá Hewlett Packard. Rúnar og Margrét héldu mjög góðum tengslum við ættingja og vini á Íslandi og heimsóttu landið reglulega. Fjölskylda Rúnars var honum kær og ræktaði hann samskipti með miklum kærleika. Seinustu ár stundaði hann ásamt Margréti golf af mikilli ástríðu. Útför Rúnars fer fram í dag, 24. ágúst 2020, í Kettwig, Essen í Þýskalandi. ars Mölk verkfræð- ingur, f. 23.8. 1984, kvæntur Isabell Mölk, Úlfar Örn Mölk hagfræðingur, f. 11.5. 1985, kvænt- ur Alexa Mölk, Mo- nika Guðrún Mölk verkfræðingur, f. 22.12. 1987. Frá fyrra hjóna- bandi Rúnars: Matt- hías Rúnarsson, f. 22.4. 1981. Barnabörn Rúnars og Margrétar eru 6. Rúnar ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn 1977. Hann stundaði nám í tölv- unarfræði við Háskóla Íslands. Eftir nám starfaði hann hjá Fisk- veiðisjóði Íslands og í tölvudeild Það var fyrir ári að Magga og Rúnar voru með okkur á Íslandi eins og oft áður. Við ætluðum að hittast nokkru síðar í Florida. Ekkert varð úr því og síðan varð heimsfaraldur kórónuveirunnar sem breytti öllum ferðalögum. Það var mikill harmur þegar Rúnar varð bráðkvaddur á heimili sínu í Þýskalandi 10. ágúst síðast- liðinn. Rúnar fæddist og ólst upp á Ís- landi. Hann kvæntist Margréti Garðars 1986. Þau eignuðust þrjú börn en áður átti Rúnar son. Faðir Rúnars var ættaður frá Þýska- landi en móðir hans var íslensk. Rúnar og Magga fluttust til Þýskalands 1986 og hafa þau búið þar síðan. Rúnar starfaði í tölvugeiranum í Þýskalandi, fyrst hjá Digital Equipment en síðan yfirmaður hjá Þýska verðbréfamarkaðnum í tuttugu ár. Síðustu ár starfaði hann hjá Hewlett Packard. Það er erfitt að fjalla um Rúnar án þess að Magga sé ekki með því að þau voru samrýnd í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Börn og barnabörn áttu hug þeirra og samgangur var mikill enda öll bú- sett í Þýskalandi í allnokkurri nánd. Það var alla tíð gestkvæmt hjá þeim hjónum og tóku þau alltaf vel á móti öllum. Alltaf tilbúin að að- stoða við hvað sem var. Þau ferðuðust mikið og reglu- lega til Íslands og oft öll fjölskyld- an. Undanfarin ár hrifust þau af golfi. Við ætluðum einmitt að hitta þau endurtekið á þessu og síðasta ári með þann leik í huga. Fyrir tveimur vikum stóð jafnvel til að heimsækja þau og m.a. spila golf en nú förum við þangað með annað í huga. Við þökkum Rúnari fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt. Hans verður sárt saknað. Við sendum Margréti, Daníel, Úlfari og Moniku og allri fjölskyld- unni samúðarkveðjur. Við kveðjum Rúnar, yndislegan mág og svila með ljóði eftir tengdaföður Rúnars, Garðar Sig- urðsson. Ég reikaði um veröld þína, Drottinn. Loksins fann ég hjá þér minn næturstað. Guðrún og Guðmundur Vikar. Kæri Rúnar, æskuvinur minn, hefur nú kvatt þennan heim allt of fljótt. Andlát hans bar að með skjótum hætti, sem mér fannst erfitt að meðtaka, enda var Rúnar á besta aldri, rétt rúmlega sextug- ur. Ég er sannfærður um að hann sé nú kominn á annað og æðra til- verustig með foreldrum sínum, þar sem góðmennska hans og hæfileikar fá notið sín. Við tíðindin hrönnuðust upp minningarnar, enda höfðum við brallað margt saman allt frá þeim tíma sem við kynnumst, ég að verða 7 ára og Rúnar tæpum tveimur árum yngri, og þar til Rúnar fluttist til Þýskalands árið 1986. Af nógu er að taka og ekki möguleiki að gera þeim skil í þess- um fátæklegu minningarorðum. Við kynnumst á Kirkjuteignum þar sem við báðir bjuggum, ég á númer 13, og þú á númer 17. Það var mín lukka að eignast þar dýr- mætan vin, og vináttu sem varði í næstum 60 ár. Þrátt fyrir að ég hafi verið eldri, þá varst þú alla tíð töluvert stærri en ég, og fengum við oft viðurnefnið „litli og stóri“. Fyrstu minningarnar sem ekki gleymast eru sundferðirnar í gömlu sundlaugarnar í Laugardal, en við fórum þangað oft einir, þú flugsyndur strax 5 ára, en ég þurfti kút 7 ára. Eitt sumarið sannfærð- um við foreldra okkar um að senda okkur báða í sveit á sama sveitabæ- inn í Skagafirði eitt sumar, en það var venjan í þá daga að senda börn- in í sveitina, og því þótti okkur vin- unum ekkert eðlilegra en að eyða sumrinu þar saman. Öll menntaskólaárin, þá áttum við það sameiginlegt að smakka ekki áfengi. Rúnar hafði ríka rétt- lætiskennd og opinn fyrir öllum sjónarmiðum og rökræðum. Á þessum tíma, þá tókst okkur báð- um að fá vinnu hjá sama atvinnu- rekanda í Vestmannaeyjum eftir gosið, og síðan ári seinna endur- tókum við leikinn og fundum vinnu í Neskaupstað. Þetta var eftirminnilegur tími, þar sem lítið var um frí og oft unnið fram á kvöld. Þarna kom í ljós bæði dugn- aður og samviskusemi, sem hefur einkennt Rúnar alla tíð síðan. Eftir framhaldsskóla aflaði Rúnar sér menntunar í hugbún- aðargerð erlendis, en þá komu í ljós hæfileikar hans í forritun og kerfisfræði. Hann hóf starfsferilinn ungur hjá Fiskveiðasjóði sem kerfis- stjóri og fluttist síðar yfir til Krist- jáns Ó. Skagfjörðs, þar sem hann vann sem kerfisstjóri á DEC-tölv- ur allt þar til hann fluttist með eiginkonu sinni og ungum syni til Þýskalands. Það var ekki erfitt fyrir snilling eins og Rúnar að fá vinnu í Þýskalandi, fyrst hjá DEC og síðar m.a. hjá Deutsche Börse Systems, en uppsetning og stjórn- un netkerfa var hans aðalsérgrein alla tíð eftir að hann flutti utan. Rúnar var alltaf jákvæður og hlýr í viðmóti, mikill ljúflingur, enda með stórt hjarta, bæði í þeirri merkingu sem við öll þekkj- um, en því miður einnig í líffræði- legri merkingu, enda var það sjúk- dómsgreining sem hann fékk eftir miðjan aldur sem var honum erfitt veganesti. Hann hafði einhvern tíma á orði þegar við hittumst fyr- ir um 10 árum, að heilbrigðiskerf- ið í Þýskalandi væri svo gott, og það hefði í raun gert líf hans bæri- legra að vera búsettur í Þýska- landi en ekki á Íslandi. Eftir að Rúnar flutti utan urðu samverustundirnar færri, en við vorum í góðu og reglulegu sam- bandi og nokkrum sinnum heim- sótti ég þau hjónin, en 50 ára af- mælið er auðvitað minnisstæðast þar sem Rúnar og Margrét buðu til veglegrar veislu. Ég minnist Rúnars með mikl- um hlýhug og með þakklæti fyrir vinskapinn gegnum öll árin. Elsku Margrét og börn og barnabörn. Hjartans samúðarkveðjur til ykkar allra. Missirinn er mikill, en minningarnar um Rúnar Mölk halda áfram að lifa. Blessuð sé minning hans. Vilhjálmur Guðmundsson. Rúnar Matthías Mölk Jóhanna ættmóð- ir í Höfðatúni hefur kvatt okkur, komin á 103. aldursár. Það er æði margt sem fer í gegnum hugann eftir langa sam- veru með hjartkærri ömmu. Við afkomendur hennar eig- um safn af minningum um hana og stundir með henni og auðvit- að Snorra á meðan hann lifði. Það var alltaf spennandi og skemmtilegt að fá ömmu og Snorra í heimsókn í sveitina þeg- ar við vorum börn, systkinin, og líka var gaman að fara í heim- sóknir til þeirra á Skagaströnd. Amma dekraði við okkur með gómsætu bakkelsi og Snorri gaf okkur sælgæti til að hafa með heim. Umræðurnar voru hressi- legar og áhugaverðar, amma hafði sínar skoðanir og hlustaði ekki á neitt bull. Hún þurfti allt- af að vinna fyrir öllu sínu og fór vel með allt sem hún átti, hvort sem það voru hlutirnir hennar eða dýrin hennar eða bara sjálf- ur tíminn hennar. Jóhanna Jónasdóttir ✝ Jóhanna Jón-asdóttir fædd- ist 15. október 1917. Hún lést 7. ágúst 2020. Jóhanna var jarðsungin 21. ágúst 2020. Þau voru harð- duglegt fólk. Amma vann í fiski meira og minna alla æv- ina, eða eins og hún sagði sjálf, þar til frystihúsið lokaði, annars væri hún þar líklega enn. Snorri vann við beitningu og sótti sjóinn, svo áttu þau kindur í fjárhúsi of- an við Skagaströnd. Alls staðar þar sem amma bjó kom hún upp fallegum blómagarði, enda voru blómin og fegurð þeirra og nátt- úrunnar hennar líf og yndi. Átján ára gömul dvaldi ég sumarlangt á Skagaströnd og vann í frystihúsinu. Töluvert marga morgna gengum við amma saman til vinnu og þótt það væru 50 ár á milli okkar í aldri höfðum við næg umræðu- efni og mér þótti alltaf svo fróð- legt að heyra hana segja frá. Henni þótti ekki langt að ganga til vinnu sinnar í frystihúsinu á Skagaströnd miðað við þegar hún bjó fyrir sunnan í Leirunni og gekk út í Garð til vinnu í fisk- inum þar. Þetta sumar sagði hún mér að hana hefði alltaf langað svo mikið til að eiga bíl og til þess að geta keyrt bíl og haft þetta mikla frelsi sem því fylgir. Hún elskaði að ferðast og vera úti í náttúrunni og var sennilega sporléttari en við flest sem erum hálfri öld yngri en hún. Dálitlu seinna, eða þegar ég var um þrítugt og amma þá kom- in að áttræðu, dvaldi hún hjá mér í nokkra daga að sumri og við eyddum þeim dögum í að hlúa að hverju einasta tré sem fannst á landareigninni og bera áburð að þeim. Þetta var sann- arlega yndislegur tími og ég hefði viljað hafa hana allt sum- arið. En amma þurfti auðvitað að komast heim til sín aftur þegar búið var að sinna öllum trjánum og gróðrinum. Hún undi sér við sjóinn sinn og ströndina og ég við dalinn minn. Ég er svo innilega þakklát fyrir hana ömmu og allar þær minningar sem ég og fólkið mitt eigum með henni. Ég held að það sé ómögulegt að setja sig í hennar spor, manneskju sem hefur lifað alla þessa umbreyt- ingatíma í íslensku samfélagi, al- veg frá æskuslóðunum á Fjalli á Skaga og inn á 21.öldina. Mér hefur alltaf fundist hún vera hetja og stórkostleg fyrirmynd og ég er hrædd um að við kom- umst ekki mörg með tærnar þar sem hún hafði hælana. Takk elsku amma fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Hvort sem það voru heilræði, heimsóknir, skemmtilegar um- ræður, sögur eða hlýir sokkar og vettlingar á litla og stóra. Guð blessi þig og þitt ferða- lag. Jóhanna Helga Halldórsdóttir. Jæja, þar kom að því. Mig hefur lengi langað til að minnast for- eldra minna í orðum og núna treysti ég mér loksins til þess. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um mömmu mína, hún var yndis- leg kona sem kenndi mér margt, hún var góð og ákveðin og kenndi mér að umbera alla. Ég á vini í dag sem hefðu aldrei haft áhrif á líf mitt nema fyrir það sem hún kenndi mér. Pabbi var aðeins flóknari. Páskana 2018 æxlaðist svo að við pabbi fórum í ferð til Hollands til að afhenda bíl sem ég hafði selt á Facebook. Þrátt fyrir mjög dökka veðurspá var lagt af stað og gekk vel framan af. Í Öræfasveitinni gat brugðið til beggja vona, 43 metrar í hviðum þvert á veginn. Einhverra hluta vegna var ég beð- inn að aka þennan hluta leiðarinn- ar. Það kom ekkert annað til greina; þetta var keyrt á fullri gjöf. Pabbi hafði alltaf kennt mér Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson ✝ Hjónin JóninnaMargrét Péturs- dóttir og Reynir Mar Guðmundsson létust á Landspítalanum í Foss- vogi hinn 23. mars og 2. apríl 2020. Jóninna fæddist 4. júní 1948 í Hafnarfirði. Reynir fæddist 20. jan- úar 1945 og var frá Geirshlíð í Flókadal. Útför þeirra fór fram hinn 15. apríl 2020. að þetta væri bara stríð á milli tveggja afla; annars vegar vinds- ins og svo hraðans á bílnum og í þetta skiptið sigraði hraðinn á bílnum. Þegar lengra dró á ferðina var orðið nokkuð ljóst að Fjarðar- heiðin myndi reynast farartálmi og var ég þá aftur beðinn að aka. Mér varð nokkuð ljóst eftir þessa ferð að pabbi treysti mér fullkom- lega til að keyra þegar aðstæður voru erfiðar og það er nokkuð sem mér þykir vænt um. Þegar við feðgar komum heim eftir þessa ferð gerðist nokkuð sem aldrei hafði gerst áður; við feðgar tókum hvor utan um annan og þökkuðum fyrir okkur. Kvöldið 23. mars 2020 gerðist nokkuð annað sem við höfðum hvorugir upplifað; pabbi hringdi í mig og tilkynnti mér með grátstaf- inn í kverkunum að mamma væri dáin. Ég hafði bara eitt svar handa honum: Pabbi, ég elska þig. Þetta var eitt af síðustu skiptunum sem ég talaði við pabba. Þröstur Reynisson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR RÚNAR ÓSKARSSON, löggiltur endurskoðandi, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 26. ágúst klukkan 11. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir útförina, en athöfninni verður streymt á https://livestream.com/luxor/gudmunduroskarsson Ragnheiður H. Sigurðardóttir Kristján Guðmundsson Sigrún Hallgrímsdóttir Sigurður Guðmundsson Margrét María Grétarsdóttir Guðrún Inga Guðmundsd. og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, MAGNÚS RAGNAR BJARNARSSON, Lyngmóum 5, Garðabæ, lést á Landspítalanum 7. ágúst. Útförin fer fram frá Garðakirkju 27. ágúst klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni. Kristín Júlía Pétursdóttir Bjarnar Hrafnkell Magnúss. Sara Daðadóttir Margrét Rún Magnúsdóttir Markó Puskás Arngunnur Ýr Magnúsdóttir Þyri Magnúsdóttir Bjarnar Kristjánsson Berglind Bjarnarsdóttir og afastrákarnir Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, REYNHEIÐUR ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólarsölum 7, Kópavogi, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 22. ágúst. Útför hennar verður auglýst síðar. Svanur Örn Þrastarson Hafrós Lilja Svansdóttir Hrafn Elís Svansson Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Arnar Jakob Guðmundsson og fjölskyldur Elskulegur bróðir okkar, SVANUR ELÍ ELÍASSON, lést á heimili sínu þann 7. ágúst síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Viðar Elíasson Hilmar Elíasson Selma Björk Elíasdóttir Halldór Guðbjartur Elíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.