Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 25

Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Hvaða litur er þinn draumalitur? www.flugger.is fágætissöfnum landsins. Sjálfur get ég vart beðið eftir að komast á þann dýrðarstað.“ Fjölskylda Dætur Kára með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ágústínu Gunn- arsdóttur, f. 14.4. 1960, eru Jóna María nemi, f. 1.4. 1998, í sambúð með Sævari Vilberg Halldórssyni nema, f. 27.8. 1991, og Anna Fríða, f. 25.1. 2006. Systkini Kára sammæðra eru Guðrún Kristín Erlingsdóttir, dag- foreldri í Reykjavík, f. 13.4. 1956, og Linda Ósk Jónsdóttir, húsmóðir í Þorlákshöfn, f. 5.7. 1969. Foreldrar Kára: Jórunn Lóa Melax, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 9.12. 1935, d. 4.11. 2003, og Bjarni Þorsteinsson, fv. verslunar- og fram- kvæmdastjóri á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. 10.6. 1939, búsettur á Seltjarnarnesi. Kári Bjarnason Elísabet Þorbjörg Þorleifsdóttir húsfreyja á Móbergi Jóhannes Halldórsson húsmaður á Móbergi í Langadal Ingiríður Jóhannesdóttir Húsfreyja á Undirfelli og Ási, síðar á Akranesi Þorsteinn Björn Bjarnason bóndi á Undirfelli og Ási í Vatnsdal,A-Hún. Bjarni Þorsteinsson fv. verslunar- og framkvæmdastjóri á Seyðisfirði og í Reykjavík KristínGuðmundsdóttir húsfreyja á Ormsstöðum og í Stykkishólmi Bjarni Magnússon bóndi og smiður á Ormsstöðum á Skarðsströnd, síðar járnsmiður í Stykkishólmi Axel Jóhannesson húsgagnasmíðameistari á Akureyri, varð 102 ára Svavar Jóhannesson bóndi á Hrútsstöðum í Laxárdal,Dal. og trésmiður í Kópavogi Bragi Melax kennari og skólastjóri Haukur Melax prófessor í Edmonton í Kanada Halldór Jóhannesson bókasafnari og -grúskari Jórunn Stefánsdóttir húsfreyja í Haganesi Ólafur Jónsson bóndi og oddviti í Haganesi í Fljótum. Guðrún Ólafsdóttir Melax húsfreyja á Barði, Breiðabólsstað og í Rvík Stanley Guðmundsson Melax rithöfundur og prestur á Barði í Fljótum og á Breiðabólsstað í Vesturhópi, síðar bús. í Rvík Guðrún Oddný Guðjónsdóttir húsfreyja á Laugalandi Guðmundur Jónsson búfræðingur á Laugalandi á Þelamörk Úr frændgarði Kára Bjarnasonar Jórunn Lóa Melax skrifstofumaður í Reykjavík „ÉG REYNDI AÐ KENNA MÖMMU MINNI UM ÞETTA. HÚN MÚTAÐI DÓMARA OG KÆRAN VAR FELLD NIÐUR.” „ÞÚ MÁTT SITJA HÉRNA Á MEÐAN ÉG FINN ÚT HVAR ÞÚ FALDIR GLERAUGUN MÍN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... koddahjal. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ REYNA AÐ BÆTA MIG DJÓK! HVERNIG VÆRI ÞAÐ MÖGULEGT? HELGA, GERIR SNIÐIÐ Á SKYRTUNNI MIG FEITAN? ALLS EKKI! FITAN Á ÞÉR GERIR ÞIG FEITAN! Sigrún Ásta Haraldsdóttir skrif-aði í Leirinn á fimmtudag: „Það kemur fyrir flesta að þurfa að tilkynna veikindi í vinnunni. Mér datt í hug að setja saman nokkrar tilkynningar fyrir fólk að nota. Gott að eiga svona vísur á lager, maður er ekki endilega upplagður til að yrkja að morgni veik- indadags: Þetta er algeng ástæða fyrir því að vera heima: Ligg í bæli leið og þreytt lasin eins og hundur, rammt úr nefi rennur greitt rauðleitt viðbjóðsglundur. Í þessu tilviki er beinlínis skylda að vera heima: Voðalega er strangt mitt streð, stend í harðri brýnu, sveitt á dollu sit ég með svaka magapínu. Hér gæti verið alvara á ferð: Höfuð mitt úr vondum verk við það er að springa. Vissast er að kalla á klerk, krossi í hönd mér stinga. Hér verður yfirmaður að auð- sýna samúð: Soldið við mig sjálfa gremst, súr er heilsa og bölvuð til vinnu minnar varla kemst af víni er talsvert ölvuð. Áfallahjálp?: Heima verð ég helst að vera, herjar á mig píning skæð, á mér fann ég illa og svera íturvaxna gyllinæð. Bíddu nú við, varstu ekki búin með þessa afsökun?: Með beinverki ég býsna hás, bölsótast og hnerra, í mér heyrist ófrítt más, eldrautt trýnið þerra. Það eru ekki líkur á að ég lendi í þessu: Ég hitti nýja gellu í gær í gylltri móðu sveima, varla er ég vinnufær, verð að dvelja heima. Hvað á að segja þegar maður er í vondum málum: Undir sæng mig alveg gref, úrvinda er hreint og beint, víða um kroppinn verki hef (usss …) ég vaknaði bara allt of seint! Til eru þeir sem fara ákaflega varlega þegar heilsan er annars vegar: Í hendingskasti heim ég skýst að heilsu minni gái um tíuleytið tel ég víst að tannpínu ég fái. Framhald á morgun. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veikindi í vinnunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.