Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 28

Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Hér er birt brot úr sjöunda þætti bókarinnar sem segir frá Kristni E. Andréssyni. Þrautir ársins 1956. Áfall vegna uppljóstrana um Stalín Árið 1956 urðu allir sem treyst höfðu á Sovétríkin sem forysturíki sósíalismans í veröldinni fyrir hörð- um skelli. Í mars bárust fyrstu fréttirnar af „leyniræðu“ Khrusjovs á tutt- ugasta flokks- þingi Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, þar sem hann greindi frá marg- víslegum stórglæpum forvera síns, Jóseps Stalín. Um haustið kom svo uppreisnin í Ungverjalandi sem rússneskur her barði niður með vopnavaldi. Tveir boðsgestir frá Sósíalista- flokknum á Íslandi sátu flokksþingið í Moskvu, þeir Kristinn og Eggert Þorbjarnarson. Þingið hófst 11. febr- úar og því lauk 24. febrúar. „Leyni- ræða Khrusjovs var flutt á síðasta degi þingsins á lokuðum fundi þar sem hinir fjölmörgu erlendu gestir, víðsvegar að úr heiminum, fengu ekki að vera viðstaddir. Þegar Khru- sjov flutti boðskap sinn á lokadegi flokksþingsins voru tæp þrjú ár liðin frá andláti Stalíns en það var fyrst nú sem hinir nýju valdhafar Sovétríkj- anna, með Khrusjov í fararbroddi, létu uppskátt að hin opinbera glans- mynd af stjórnkerfi Stalíns hefði ver- ið falsmynd, sett á svið til að breiða yfir böðulsverk ógnarstjórnarinnar. Í ræðu Khrusjovs fengu sovésku þingfulltrúarnir að heyra að ýmsir sem dæmdir voru til dauða og teknir af lífi í réttarhöldunum miklu 1936- 1938 hefðu ekki brotið neitt af sér en ákærurnar verið spunnar upp úr lygavef dyggustu þjóna harðstjór- ans. Af orðum Khrusjovs mátti líka ráða að ærið margir í hópi allra þeirra milljóna manna sem dæmdar voru til lífláts eða langvarandi þrælk- unar á valdadögum Stalíns hefðu ekkert til saka unnið. Þeir Kristinn og Eggert komu heim 4. mars og einni viku síðar, sunnudaginn 11. mars, greindu þeir frá flokksþinginu í Moskvu á fundi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Í frá- sögnum þeirra félaga á þessum fundi vottaði hvergi fyrir því að þeir hefðu nokkra minnstu hugmynd um þær yfirþyrmandi afhjúpanir á glæpa- verkum stjórnkerfis Sovétríkjanna á tímum Stalíns, sem fram höfðu kom- ið í „leyniræðunni“. Ég var sjálfur á þessum fundi og er mér hann minn- isstæður. Ræður beggja voru í gam- alkunnum halelújastíl en annar þeirra, líklega Eggert, nefndi þó að í Moskvu væri nú boðað að varast þyrfti óhóflega persónudýrkun og efla samvirka forystu í flokknum. Fundur Sósíalistafélagsins var hald- inn í fundarsal á fyrstu hæð í Tjarn- argötu 20 en það hús var þá í eigu Sósíalistaflokksins og voru flokks- skrifstofurnar þar. Svo vildi til að nóttina eftir fundinn varð eldur laus í kjallara hússins og urðu þar og á fyrstu hæðinni verulegar skemmdir vegna brunans. Í viðtali Þjóðviljans við Eggert, skömmu eftir heimkomuna frá Moskvu, og í langri grein eftir Krist- in, sem blaðið birti fáeinum dögum síðar, kom fram sami tónn og menn höfðu fengið að heyra á fundi Sósíal- istafélagsins. Líklegt er að þegar Kristinn og Eggert komu heim hafi þeir haft mjög takmarkaðar upplýs- ingar um innihaldið í tímamótaræðu Khrusjovs, enda hafði hún ekki enn verið birt og engir erlendir gestir verið viðstaddir þegar ræðan var flutt. Þó er kunnugt að lauslegar fréttir af ræðunni höfðu borist þeim til eyrna í Moskvu af vörum Aksels Larsen, formanns danska Komm- únistaflokksins. Fyrir því hef ég orð Árna Bergmanns, sem þá var tvítug- ur stúdent við Moskvuháskóla, og var viðstaddur þegar Aksel greindi Kristni og Eggert frá því sem hann hafði hlerað. Í fyrri hluta marsmánaðar tóku fréttir af innihaldi „leyniræðunnar“ að síast út um heimsbyggðina, fyrst óljósar og ekki mjög hratt en brátt skýrari og með vaxandi hraða. Í dag- bók Þóru Vigfúsdóttur verður fyrst vart við storminn frá ræðu Khru- sjovs þann 18. mars, fjórum dögum eftir að grein Kristins um 20. flokks- þingið í Moskvu birtist í Þjóðvilj- anum. Hún ritar: „Öll blöðin – ekki Þjóðviljinn – með rosa frétt um Stalín. Birta um- mæli Krutsjeff þar sem hann ber Stalín þyngstu sökum fyrir svik og hvers kyns glæpi. Maður stendur agndofa – og spyr sjálfur hvort allt sé orðið bandvitlaust þar eystra.“ Næsta dag tekur hún upp sama þráð og segir: „Óli Jóh. (Ólafur Jóhann Sigurðs- son rithöfundur) kom í morgunkaffi að ræða það sem allur bærinn talar um: ásakanir á Stalín … Rétt fyrir kvöldmat komu Jón Aðalsteinn |Sveinsson|, Einar mágur |Andr- ésson| og Gunnþórunn (Karlsdóttir| – allir undrandi og reiðir yfir nýju línu Moskvustjórnarinnar og árásum á Stalín.“ Á þessum tíma voru ritstjórar Þjóðviljans tveir, þeir Magnús Kjart- ansson og Sigurður Guðmundsson, en blaðið ber með sér að Magnús var ekki þar við störf í marsmánuði þetta ár né heldur fyrstu dagana í apríl. Umsjón með erlendum fréttum blaðsins var í höndum Magnúsar Torfa Ólafssonar. Hann vissi sem var að umfjöllun um „leyniræðuna“ hlyti að valda nokkru uppnámi hjá útgef- endum blaðsins, það er að segja inn- an forystusveitar Sósíalistaflokksins. Eigi að síður fór hann að gera grein fyrir höfuðþáttum ræðunnar strax og hann taldi sig hafa í höndum traustar heimildir fyrir því hvað Khrusjov hafði í rauninni sagt. Þessa umfjöllun sína hóf hann 20. mars. Þann dag kom á forsíðu blaðsins þriggja dálka fyrirsögn: „Krústjoff er sagður hafa borið Stalín þungum sökum.“ Í frásögnum sínum af „leyniræðunni“ sama dag byggir Magnús Torfi á skrifum erlendra fréttamanna í Moskvu, m.a. Harr- ison Salisbury, fréttaritara New York Times, en tekur fram að fregn- um af ræðunni sé hvorki játað né neitað í Moskvu. Meðal þess sem haft var eftir Khrusjov í Þjóðvilj- anum 20. mars var að Stalín hefði ekki verið heill á geðsmunum „síðari stjórnarár sín“ og jafnan fullur grun- semda gagnvart sínum samstarfs- mönnum. Í frásögn Magnúsar Torfa sama dag af innihaldi Khrusjovræðunnar kom líka fram að Khrusjov hefði staðhæft að sakargiftir gegn Túk- hatsjevskí marskálki og fleiri hátt- settum mönnum úr Rauða hernum árið 1937 hefðu verið ósannar en þeir voru þá dæmdir til dauða og teknir af lífi. Með fylgdi að ekki færri en 5000 liðsforingjar úr Rauða hernum hefðu þá hlotið slík örlög. Strax þann 20. mars benti Magnús Torfi réttilega á að óbein staðfesting þess að ræðan hefði verið haldin fæl- ist í því að ritskoðunin í Moskvu skyldi hafa „sleppt í gegn skeytum erlendra fréttamanna um efni ræð- unnar“. Fáum dögum síðar gat hann vitnað í Daíly Worker, málgagn breska Kommúnistaflokksins, um að í tíð Stalíns hefði saklaust fólk „bæði forystumenn og óbreyttir borgarar“ verið borið ósönnum sökum og „rétt- arreglur virtar að vettugi“. Og áður en marsmánuði lauk var farið að fjalla í nýjum dúr um „feril Stalíns“ í sjálfri „Prövdu“, aðalmálgagni Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Til að fylgjast með Kristni E. Andréssyni þessa daga er fróðlegt að skoða dagbókarskrif eiginkonu hans. Þann 22. mars kemst hún svo að orði: „Allur bærinn talar um fréttirnar frá Moskvu viðvíkjandi Stalín og í augum andstæðinganna hér heima er maður annað hvort fífl eða glæpa- maður. Fífl að hafa trúað því að sósíalismi væri á leiðinni í Rússlandi eða ísl. sósíalistum hefur verið kunn- ugt um glæpaferil Stalíns og eru því samsekir. Já, þvílík áminning, sála mín!“ En enn nærgöngulli ótíðindi bár- ust fáum dögum síðar. Þann 1. apríl var frá því greint á forsíðu Þjóðvilj- ans að Lázló Rajk, ungverski utan- ríkisráðherrann, sem dæmdur hafði verið til dauða og tekinn af lífi árið 1949, hefði verið dæmdur fyrir til- búnar sakir og hið sama væri að segja um þá sem með honum voru dæmdir. Að sögn Þjóðviljans var það sjálfur Mátyás Rákosi, aðalritari ungverska Kommúnistaflokksins, sem hafði tilkynnt þetta á flokks- fundi fyrir skömmu. Þegar Þóra heyrði fyrst um þetta í fréttum útvarpsins var henni allri lokið og hún ritar í dagbókina. „Maður er steini lostinn og finnst allt vera að liðast í sundur í kringum mann – þó þetta sé beint áframhald af gagnrýninni á Stalín. Það er ekki skemmtilegt að vera kommúnisti þessa dagana á Íslandi. Þegar allt sem við höfum sagt vera auðvalds- lygi í tuttugu ár reynist sannleikur.“ „… hvort allt sé orðið bandvit- laust þar eystra“ Bókarkafli | Í bókinni Draumar og veruleiki rekur Kjartan Ólafsson sögu Kommúnista- flokks Íslands og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins og fjallar um lykilpersónur í þeirri sögu, atburði og átök. Vopnabræður Stalín og Khrusjov á grafhýsi Leníns á meðan allt lék í lyndi. Höfundur Kjartan Ólafsson, fyrrver- andi alþingismaður og ritstjóri Þjóð- viljans, er höfundur bókarinnar. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.