Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 32

Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vegna gildandi takmarkana á sam- komum vegna farsóttarinnar ákvað Ágústa Einarsdóttir, eigandi Lík- amsræktarinnar Grundarfirði, að byrja að bjóða upp á útitíma í spinn- ing föstudaginn 14. ágúst og verða útitímarnir áfram á meðan veður leyfir. Frá og með deginum í dag verða síðan rafrænir æfingatímar formlega í boði á netinu og er hægt að skrá sig í þá á Fésbókinni og Instagram. Ágústa og Guðmundur Njáll Þórðarson, sem hafa ákveðið að gifta sig 10. október næstkomandi, keyptu Líkamsræktina Grundar- firði, sem átti tíu ára afmæli í nóv- ember í fyrra, í maí 2018. „Fyrri eig- endur höfðu ekki áhuga á að halda starfseminni áfram gangandi og til stóð að loka stöðinni,“ segir Ágústa um kaupin. „Við Guðmundur vorum búin að ákveða að kaupa bíl en þegar þessi staða kom upp vorum við sam- mála um að sniðugra væri að kaupa stöðina því hún gæfi meira af sér!“ Reksturinn hefur gengið vel en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn undanfarna mánuði. Ágústa segir að ekki þýði að gefast upp og þau hafi fengið ýmsar hug- myndir, sem hafi gengið upp, eins og fyrrnefndir æfingatímar, eða bíði betri tíma. Í því sambandi nefnir hún meðal annars æfingar sem til stóð að bjóða krökkunum í vinnu- skólanum í sumar í samvinnu við sveitarfélagið. „Við verðum að hugsa og vinna í lausnum,“ segir hún og vísar meðal annars til þess að hún hafi verið með sérstaka kvöldtíma fyrir menntaskólanemendur og ung- lingana í grunnskólanum áður en kórónuveiran skall á. Tenging við náttúruna Ágústa og Guðmundur hafa búið saman í Grundarfirði undanfarin sjö ár og Ágústa vann þar á leikskóla áður en hún tók við stöðinni. Guð- mundur er þaðan og hún á þangað ættir að rekja, en átti áður heima í Kópavogi, þar sem hún vann á hjúkrunarheimili. Þar spilaði hún handbolta með HK á unglingsárun- um og síðan tók almenn líkamsrækt við. „Ég hef alltaf verið virk í hreyf- ingu og það er gott að geta unnið við áhugamálið,“ segir hún. Bætir við að mjög gott sé að búa í Grundarfirði. „Hér er lítil sem engin umferð og náttúran í túnfætinum. Það er þroskandi að búa á svona fámennum stað og það kennir manni að vera nægjusamari en í margmenninu.“ Líkamsræktarstöðin er í íþrótta- miðstöðinni og auk Ágústu stjórna Rut Rúnarsdóttir og Lilja Magnús- dóttir æfingunum. Enn fremur eru stöllurnar að byrja með kennslu í Líkamsræktarstöðinni Sólarsport í Ólafsvík. „Það hefur verið mjög gaman hjá okkur og fólk á öllum aldri frá fermingu upp í konu á átt- ræðisaldri hefur verið í tímunum,“ segir Ágústa. Veðrið hefur leikið við þátttak- endur í spinning-tímunum í liðinni viku frá því þeir byrjuðu úti um miðjan mánuðinn. „Við klæðum okk- ur bara eftir veðri og það er ekki amalegt að geta verið í líkamsrækt og „tanað“ í leiðinni, gert tvennt í einu með góðum árangri!“ Keyptu líkamsræktar- stöð frekar en bíl Kennsla Rut Rúnarsdóttir stjórnar útitíma framan við íþróttamiðstöðina.  Ágústa Einarsdóttir í Grundarfirði hugsar í lausnum Áhugi Ágústa Einarsdóttir w w w.i tr.is L augarnar í Reykjaví k 2m Höldum bilinu ogsýnumhvert öðru tillitssemi MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Skotinn Steven Lennon stal senunni á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina. Lennon var í miklu stuði og skoraði þrennu í 4:0-sigri FH á HK í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn. FH-ingar skutu sér upp í þriðja sætið með sigrinum, alla vega tímabundið en bæði Stjarnan og KR eiga leiki til góða. KA og ÍA gerðu jafntefli á Akureyri í fjörugum leik. Einn leikur var á dagskrá hjá konunum og gott gengi ÍBV hélt áfram. Liðið vann Þór/KA 1:0 í Eyjum en um- ferðinni lýkur í kvöld. »27 Steven Lennon stal senunni og skoraði þrennu í Kaplakrika ÍÞRÓTTIR MENNING Oleanna eftir David Mamet verður fyrsta frumsýning Borgar- leikhússsins á nýju leikári. Frumsýningin verður 18. september og til að hægt sé að uppfylla öll tilmæli heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir verður aðeins pláss fyrir sex- tíu áhorfendur á hverri sýningu. Leikarar í Oleanna eru Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir, en Hilmir Snær er einnig leikstjóri verksins ásamt Gunnari Gunnsteinssyni. Áður en húsið opnar formlega verður áhorfendum boðið að taka forskot á sæluna með Kart- öflum, sýningu fjöllistahópurinn CGFC sem varð til undir hatti Umbúðalauss á síðasta leikári og var til- nefnd til Grímunnar síðastliðið vor í flokknum Leikrit ársins. Í verkinu rannsakar hópurinn ýmsa kima kart- öflusamfélagsins með kartöfluna sjálfa að leiðarljósi. Sýningar verða 4. og 11. september. Forskot á sæluna í september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.