Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Síða 12

Bæjarins besta - 17.08.1988, Síða 12
12 BÆJARINS BESTA Viktor, sem fylgdi blaðamönnum um skipið. Það er ávallt talið fréttnæmt þegar stór, erlend skemmtiferða- skip leggja leið sína að ströndum íslands. Núna um daginn kom einmitt eitt slíkt til Isafjarðar. Blaðamenn BB gripu gæsina meðan hún gafst, og fengu leyfi til þess að fara um borð á meðan farþegarnir voru i landi að skoða sig um. Skipið er rússneskt, en í þess- | ari ferð voru nánast allir farþeg- I arnir þýskir, og sama er að segja I um starfsfólkið. Yfirmenn virt- ust þó upp til hópa vera rúss- neskir. Alls voru um 370 farþeg- ar, en hátt í fjörutíu manns eru í áhöfn. Þegar leyfi hafði fengist fyrir blaðamenn, var farið í hraðbát um borð í skipið, sem lá töluvert Þjóðverjarnir voru áhugasamir um íslenska sjávarhætti, ef dæma má af fjölda þeirra sem komu á sjóminjasafnið. okkur um. Frakkaklæddur rúss- neskur maður, sem virtist vera afar hátt settur, gaf skipanir á rússnesku, og fylgdi okkur til samlanda síns, sem talaði skemmtilega skrýtna ensku. Þetta var Viktor, sem leiddi okk- ur um salarkynnin, og sagði okk- ur frá því helsta. Skipið er byggt árið 1975, en var endurbyggt nú fyrir tveimur árum. Það er um þessar mundir notað fyrir evrópska ferðamenn, en í haust verður það notað ein- göngu fyrir rússneskt ferðafólk. Mörg skip eru í notkun frá þessu sama fyrirtæki, og eru not- Á hverju kvöldi er eitthvað um að vera á skipinu. Þar eru ýmist danssýningar eða sirkus, leiksýningar eða kvikmyndasýn- ingar. Þegar blaðamenn voru um borð, var verið að æfa rúss- neska þjóðdansasýningu á ein- um næturklúbbnum. Mikil á- hersla virðist vera lögð á allt sem heitir rússneskt á skipinu, jafn- vel þó það sigli ekki alltaf til Sovétríkjanna með evrópsku farþegana. Þar eru seldir rúss- neskir handunnir munir og kort af Sovétríkunum prýða stóra veggi. Að lokinni skoðunarferðinni um skipið bauð Viktor blaða- mönnum upp á kaffi og djús á kaffiteríunni. Þegar komið var í land að nýju, var stór hópur farþeganna að skoða sjóminjasafnið niðri í Neðstakaupstað. Fenginn hafði verið auka þýksumælandi mann- afli á safnið til þess að taka á móti þessum stóra hóp. Það var að heyra og sjá á Þjóðverjunum að þeir væru mjög áhugasamir um íslenska sjávarhætti fyrr og nú. uð sitt á hvað fyrir Rússa og Evr- ópubúa. Skipið rúmar í allt um 550 manns. í því eru tveir stórir mat- salir, en að sögn Viktors eiga all- ir farþegar skipsins að geta borð- að á sama tíma ef því er að skipta. Auk matsalanna er kaffi- tería um borð, tveir næturklúbb- Ir, bar og verslanir af öllu tagi. Þar er kvikmyndasalur, sem var komið fyrir þegar skipinu var breytt árið 1986. Þar var áður bílalest. Salurinn tekur um 150 manns í sæti. Nú er hagur farþeganna hafð- ur meira í fyrirrúmi en fyrir breytingarnar. Eins og Viktor sagði; „Skipið var áður fyrir bíla og farþega, en er nú fyrir far- þega og bíla“. LÆKKIÐ HITAKOSTNAÐINN! BLÁSIÐ STEINULL ERUM AÐ SKIPULEGGJA FERÐ UM VESTFIRÐI HÚSAEINANGRUN HF SÍMI 91-22866 Þeir sem vilja láta skoða eða einangra hús sín, hafið sam- band sem fyrst við umboðsmann okkar á Suðureyri, Elvar Frið- bertsson, í símum 94- 6265 eða 94-6206. dTKKVTHC FERÐASKRIFSTOFA (SAFJARÐARUMBOÐ KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR SÍMAR4111 & 3818 Ferðamál: Rússneskt skemmti- ferðaskip á ísafirði langt úti vegna stærðar sinnar. Okkur hafði verið sagt að tala við einn þýsku fararstjóranna, þegar um borð kæmi. Það gerð- um við, en einhverra hluta vegna, mátti hún ekki fylgja

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.