Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 13
BÆJARIJMS BESTA
13
samir í sínum æfingum. Þeir hafa
sýnt miklar framfarir í allt sumar
og koma til með að vera sterkir í
vetur.
Árni Elíasson og Gísli Árna-
son hafa einnig æft nokkuð vel
en hafa ber í huga að þeir eru
ungir og hafa alla framtíðina fyr-
ir sér. Fyrir þeim er þetta ein-
göngu leikur og strangar æfingar
ekki nauðsynlegar. En það býr
margt í þeim og það verður án
efa gaman að fylgjast með þeim
er fram líða stundir.
Guðbjörg Sigurðardóttir hef-
ur verið slösuð í sumar en er
byrjuð að hreyfa sig lítillega
núna.
Þeir Hlynur Guðmundsson og
Pétur Sigurðsson eru yngstir í
hópnum en sýna mikinn áhuga
og vilja til að halda áfram.
Nú svo eru það þau sem ekki
eru talin upp hér, hafa verið að
ganga undanfarin ár, en ekki æft
eins stíft á sumrin. Ég vona að
það sé síðasta kynslóðin sem
gleymir að byggja sig upp á
sumrin fyrir veturinn. Ég vona
að fólk fari að láta sjá sig á æf-
ingum.
Að lokum vil ég koma því á
framfæri að öllum er velkomið
að mæta á æfingar og verður æf-
ingum hagað eftir getu hvers og
eins. Eins er ætlunin að byrja æf-
ingar hjá yngstu kynslóðinni
þegar skólarnir byrja í haust.
Þá vona ég að bæjarbúar hafi
fengið smá yfirsýn yfir æfingar
og starfsemi skíðagöngufólksins
og haldi áfram að styðja eins vel
við bakið á þeim og alltaf hefur
verið gert.
Með kærri skíðakveðju,
í september 1988.
Einar Ólafsson.
Daníel Jakobsson við æfíngar í sumar. Hann og bróðir hans, Óskar, hafa æft samviskusamlega og
koma til með að verða sterkir í vetur, að mati greinarhöfundar.
HRAÐFLUTNINGAR ERNIS
DAGLEGA Á MILLI REYKJAVÍKUR
OG ALLRA ÁFANGASTAÐA OKKAR
Á VESTFJÖRÐUM
VÖRUMÓTTAKA í REYKJAVÍK:
AFGREIÐSLA HJÁ LEIGUFLUGI SVERRIS ÞÓRODDS-
SONAR, REYKJAVÍKURFLUGVELLI, ® 91-28420.
VÖRUMÓTTAKA Á ÍSAFIRÐI:
AFGREIÐSLA ERNIS, ÍSAFJARÐARFLUGVELLI.
® 94-4200
ERNIR EXPRESS
HRÖÐ OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA