Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 12
BÆJARI3MS BESTA
12
Einar Ólafsson, ásamt krökkunum átta sem voru í sumarskíðaskólanum í sumar.
Lesendur:
Skíðafréttir í september
Nú er fótboltavertíðin á enda
og Jói Torfa og hans menn komn-
ir upp í þriðju deild. Er það vcl
gert hjá strákunum.
Sundliðið stendur í ströngu
eins og vcnjulega og skilst mér
að það gangi vel eins og undan-
farin ár. En hvað skyldi skíða-
fólkið vera að gera þessa dag-
ana?
Fyrst ber að nefna að greinar-
höfundur hefur ákveðið að hvíla
sig frá öllum æfingum í bili
a.m.k., en hefur snúið sér að
þjálfun skíðagönguliðsins hér á
Isafirði.
Fað lið sem hefur staðið sig
svo vel undanfarin ár og hirti
nærri öll verðlaun á íslandsmót-
unum í vor sem leið. I blöðum
landsins voru uppi flennistórar
fyrirsagnir um þann árangur.
Ætla mætti að þessir krakkar
tækju lífinu með ró því enn er
langt í fyrsta mót eða nærri sex
mánuðir. En sú er ekki raunin.
Æfingarnar hjá krökkunum
byrjuðu í byrjun júlí. Því sagt er,
að skíðamaðurinn fæðist á sumr-
in. Það er að skiljast hjá þessum
krökkum sem æfa í dag.
Samæfingar hafa verið þrisvar
í viku en þau elstu hafa æft meira
en það. Nú, svo eru margir af
yngri krökkunum í fótbolta líka.
I enduðum júní voru þeir Daníel
Jakobsson, Hlynur Guðmunds-
son og Óskar Jakobsson ásamt
fimm krökkum frá Siglufirði og
Akureyri með í sumarskíðaskóla
Einars Ólafssonar sem haldinn
var hér á ísafirði. Þetta er skóli
sem er orðinn fastur liður í þjálf-
un skíðagöngukrakkanna á ís-
landi.
Um verslunarmannahelgina
fór greinarhöfundur með krakk-
ana í útilegu til Hesteyrar og
Aðalvíkur þar sem hópurinn átti
mjög góða daga saman. Þetta
var liður í að efla hópandann og
breyta til í æfingum.
Hvað framhaldið varðar er
ætlunin að halda samæfingunum
áfram þrisvar í viku, á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laug-
ardögum, og er öllum velkomið
að mæta og hlaupa með okkur.
í september verður svo haldin
helgarsamæfing frá föstudegi til
sunnudags. Það verður líka gert
í nóvember og desember. Þá
verður vonandi kominn einhver
snjór.
Milli jóla og nýárs er ætlunin
að fara æfingaferð til Svíþjóðar
og er öllum heimilt að fara þá
ferð. Krakkarnir ætla sjálf að
safna fyrir þeirri ferð með alls-
konar fjáröflun og vona ég að
bæjarbúar taki vel á móti krökk-
unum og styðji áfram vel við sitt
skíðafólk. í lok janúar eða í
byrjun febrúar byrja svo mót
vetrarins og þá uppsker sá sem
hefur sáð rétt yfir sumarmánuð-
ina.
Hvað einstaka skíðamenn
varðar má fyrstan nefna Rögn-
vald Ingþórsson, sem er eini ís-
firðingurinn í landsliðinu og
keppir í fyrsta sinn i fullorðins-
flokki í vetur. Hann hefur aldrei
æft eins mikið og í sumar, og er
orðinn enn sterkari en áður.
Hann hefur verið á landsliðsæf-
ingum norður í Fljótum í júní og
júlí. í fyrra skiptið æfði landslið-
ið mikið á snjó sem er nauðsyn-
legt ef árangur á að nást á al-
þjóðamælikvarða. Nú í septemb-
er er Rögnvaldur með landsliðinu
í Austurríki þar sem þeir verða í
þrjár vikur á Dachsteinjökli þar
sem er hálfgert gósenland fyrir
gönguskíðafólk. Það má vænta
mikils af Rögnvaldi í vetur ef
heilsan og annað verður í lagi,
og er óhætt að segja að þarna sé
á ferðinni mikið efni í góðan
göngumann.
Bjarni Brynjólfsson var á
Brjánslæk í sumar og hefur æft
sæmilega að sögn hans sjálfs, og
keppt mikið í frjálsum og þá aðal-
lega í lengri vegalengdunum.
Daníel og Öskar Jakobssynir
hafa æft einna best fyrir utan
Rögnvald og eru mjög samvisku-
Við flytjum
í Stjórnsýsluhúsið
Frá og með mánudeginum 19. september
flyst öll starfsemi Fræðsluskrifstofu Vestfjarða-
umdæmis í Stjórnsýsluhúsið.
Verið velkomin
í ný og glæsileg
húsakynni.
FRÆÐSLUSKRIFSTOFA
VESTFJARÐAUMDÆMIS
SÍMI3855