Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 14
14 BÆJARINS BESTA Lesendur: Verður dagvistunarstofnunum ísafjarðarkaupstaðar lokað um miðjan október? Ég undirrituð, tel ástæðu til að vekja athygli á því ófremdará- standi sem nú blasir við dagvist- unarstofnunum hcr í hæ. I febrúar s.l fóru forstöðu- menn dagvistunarstofnanna fram á að laun þeirra yrðu hækk- uð í samræmi við laun forstöðu- manna annars staðar á landinu.(Pá var ekki miðað við hæstu taxta forstöðumanna.) Bæjaryfirvöld hafa ekki séð sér fært að verða við óskum þeirra. I júlí s.l. sögðu allir forstöðu- menn upp störfum sem þýðir að í október n.k. ganga þeir allir út. A Bakkaskjóli er búið að vera forstöðumannslaust síðan 1. júní, og hefði þá átt að loka því. Þar sem dagvistunarfulltrúi hef- ur hlaupið í ska^ðið hefur ekki þurft að koma til þess. Þcss má geta að forstöðumaö- ur sagði starfi sínu lausu vegna bctri launa við sömu störf annars staðar. Starfið hefur verið marg auglýst en ekki hefur verið svo mikið sem spurt um það. Sökum þessa hefur ckki verið hægt að taka inn börn á leikskól- ann að loknu sumarleyfi og eru því mun færri börn en ættu að vera. Enda eru foreldrar og börn orðin óþolinmóð að bíða. Hvers eiga foreldrar og at- vinnurekendur að gjalda? Par sem þetta ástand hcfur skapast hvað cftir annað og ekki virðist áhugi bæjaryfirvalda vera mikill frekar en fyrri daginn á að koma þessum málum í viðunandi horf, sjáum við því á eftir hverj- um forstöðumanninum á fætur öðrum og samstarfsfólki. Þessir áhugasömu forstöðu- menn hafa gert góða hluti í þess- um bæ, til dæmis skapað mjög góðan starfsanda meðal starfs- fólks. Staðið fyrir skemmtileg- um uppákomum, börnum, for- eldrum og starfsfólki til mikillar ánægju. Hvers vegna getur ísafjarðar- kaupstaður ekki staðið undir sömu launakröfum og aðrir kaupstaðir á landinu? A meðan greiðum við hæstu gjöld sem um getur. I þeim efnum láta bæjaryfir- völd sér ekki muna um að skara fram úr. Ég vil hvetja bæjaryfirvöld ísafjarðarkaupstaðar til þess að koma til móts við forstöðumenn svo að viðunandi ástand skapist á stofnununum. Þórunn Vernharðsdóttir starfsmaður á Bakkaskjóli ** fV-Á FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ I ÁÍSAFIRÐI Loksins - loksins Erum að opna líkamsræktina. Skráning í síma 4500. „Form erfitu betra “ Endurhæfing. Viðskiptavinir athugið! Vegna flutnings á skrifstofu minni frá Silfurgötu 1, yfir í stjórnsýsluhúsið, 2. hæð, Hafnarstræti 1, ísafirði, um næstu helgi, verður skrifstofan lokuð föstudaginn 16. september n.k. Skrifstofan verður opnuð í hinu nýja húsnæði á mánudagsmorgunn 19. september n.k. Endurskoðunar- ogbókhaldsstoía Guðmundar E. Kjartanssonar Þetta gekk allt mjög vel - segir Högni Pétursson réttarstjóri Fyrstu réttirnar voru í Bolung- arvík sl. sunnudag. Ljósmyndari BB var á staðnum og tók með- fylgjandi mynd. BB hafði samband við Högna Pétursson, réttarstjóra og spurði hann hvernig til hefði tekist. Högni kvað hafa gengið mjög vel. Alls voru það um tíu manns sem fóru í að smala um morgun- inn, og á annað þúsund fjár safn- aðist. Lagt var af stað um kl. átta og smalað í Seljadalnum, í Miðdal, og þar í kring. Réttir byrja heldur fyrr í Bol- ungarvík nú en þær hafa gert, því venjulega hefur ekki verið byrjað fyrr en í kringum tuttug- asta september. Næstu réttir í Bolungarvík eru eftir tvær vikur. Slátrun í Bolungarvík hefst í dag, hjá Einari Guðfinnssyni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.