Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 15
BÆJARINS BESTA 15 Sum einkenni fínnast ekki fyrr... frh. af bls. 10 kemur það aðeins í Ijós með mælingum. Ef kransæðasjúk- dómar eru í ættinni er rétt að menn hafi sérstaklega varan á, því þeir virðast ganga í ættir að einhverju leyti. Erfðir eru að vísu flókiö mál, en það er allt í lagi að fara frekar of varlega.” Að hvaða leyti getur fólk minnkað hættuna á að fá hjarta- og æðasjúkdóma með heilbrigð- um lífsháttum, og hvernig á að lifa lífinu? ,,Ef við víkjum fyrst að neysluvenjum skiptir máli að minnka neyslu mettaðrar fitu (dýrafitu). Nú er þessi fita um fjörutíu af hundraði fituneyslu einstaklings, en þyrfti að fara niður í þrjátíu af hundraði. Auk- in neysla fjölómettaðrar fitu, lýsis eða jurtaolíu, getur komið í staðinn. Ef um offitu er að ræða verður að minnka heildarorku- neyslu. f'ar fyrir utan er rétt að minnka saltneyslu og auka neyslu á grænmeti, ávöxtum og fiski. Ef menn reykja, ættu þeir að hætta því. Sígarettur eru sérstak- lega varasamar. Þess utan er rétt að láta mæla blóðþrýstinginn reglulega. Er rannsóknir Hjarta- verndar hófust árið 1967 vissi aðeins þriðjungur þeirra er voru með of háan blóðþrýsting af því, og innan við tíundi hluti fékk meðferð við hæfi. Nú vita þrír fjórðu af þeim sem koma til okk- ar með of háan blóðþrýsting, af því. Hins vegar virðist aðeins helmingur þeirra er við greinum með of háan blóðþrýsting fá meðferð við sitt hæfi. Blóðþrýstingsmæling er alveg nauðsynleg en einnig er rétt að fá lækni til að fylgjast með hvort meðferð ber tilætlaðan árangur, ef hækkaður blóðþrýstingur finnst á annað borð. Regluleg líkamsþjálfun er mjög nauðsynleg. Þolþjálfun (eróbikk) hentar vel, svo og sund, hjólreiðar, skokk, göngu- ferðir og fleira í þeim dúr. Finni menn fyrir streitu má benda á að regluleg áreynsla dregur úr streitu.” Hefur tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma hér á landi breyst frá því Hjartavernd hóf rannsóknir sínar, og hver er dánartíðnin af völdum sjúkdómanna ? „Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma virðist eitthvað fara lækkandi hér á landi sem víða annars staðar á vesturlönd- um. Ætla má að breyttir og bætt- ir lífshættir hafi þar nokkuð að segja. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök ís- lendinga og banamein um helm- ings íslenskra karlmanna. En konurnar standa nokkuð betur að vígi gagnvart þessum sjúk- dómum. Það vekur nokkra athygli að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er álíka meðal kvenna og karla, að Framandi matur og list virðist eiga vel upp á pallborðið hjá ís- firðingum. Sl. laugardagskvöld var haldið „austurlenskt kvöld“ á veitinga- og skemmtistaðnum Krúsinni á ísafirði. Það voru áhugamenn um byggingu tónlistarskólahúss á staðnum sem stóðu fyrir uppá- komunni, og rennur allur ágóði í styrktarsjóð Byggingarsjóðs Tónlistarskólans. A austur- lensku kvöldi, er borinn fram fjölbreyttur austurlenskur mat- ur, og.skemmtiatriði eru einnig í austurlenskum anda. Löngu fyrir tímann var upp- vísu nokkuð misjafnt eftir ald- ursflokkum. Þrátt fyrir það, er dánartíðni karlanna af völdum þessara sjúkdóma alls staðar miklu hærri. Ástæðan fyrir þess- um mun er ekki þekkt, en talin hafa eitthvað með hormón að gera. Reynt hefur verið að láta karlmenn með kransæðasjúk- dóma taka kvenhormón en það selt á samkomuna, og margir þurftu frá að hverfa. Alls voru það 116 manns sem komust, og var ansi þétt setið sums staðar, en fólk virtist ekki kippa sér upp við það, enda verið að styrkja gott málefni. Það sama var uppi á teningnum þegar sams konar skemmtun var haldin á Hótel ísafirði fyrir tveimur árum. Alls voru það tuttugu réttir sem voru bornir fram þarna um kvöldið, hver öðrum sérkenni- legri. Yfirumsjón með matartil- búningnum hafði frú Aurangasri Hinrikson, frá Sri Lanka, sem hefur búið á ísafirði í mörg ár. hefur ekki gefist vel.” Að lokum, Nikulás, nú er hollt að hreyfa sig og þið hér á rannsóknarstöðinni eruð uppi á 6. hæð. Hleypur þú upp stigana þcgarþú ferð til vinnu? (Nikulás hlær við),,Stundum geri ég það já, en yfirleitt tek ég nú lyftuna!” Skemmtidagskráin bar þessi merki, að samkoman væri haldin til styrktar tónlistarlífi. M.a. söng Jónas Tómasson kínverskt lag við undirleik konu sinnar, Sigríðar Ragnarsdóttur, skóla- stjóra. f sumar fóru þau hjónin í ferðalag til Kína ásamt ýmsu öðru tónlistarfólki, og lærðu þar þetta lag. Textinn er að mestu á íslensku, og er eftir einn ferða- félaga þeirra. Af öðrum skemmtiatriðum má nefna upplestur á japönsk- um ljóðum, sungið japanskt Ijóð og fleira. ísafjördur: Austurlensk ljóð og matargerðarlist - vel heppnuð skemmtidagskrá

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.