Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 19
BÆJARIRTS BESTA 19 Lesendur: Aukið jafnrétti í þjónustu bæjarfélagsins Tilefni þessara skrifa minna eru vinnubrögðin í þessum bæ, af hendi bæjarfélagsins. Ég bý í Hnífsdal og þar sést aldrei bæjar- starfsmaður við hreinsun á göt- um o.þ.h. Samkvæmt venju voru krakkar í unglingavinnunni send- ir í þessi verk sem er gott og Hörður Þorsteinsson við nýja sjálfsalann. ísafjörður: Bensíns ál ■ salinn kominn! Eins og sagt var frá í BB fyrir nokkru, hefur verið ákveðið að setja upp fyrsta bensínsjálfsal- ann á ísafirði. Hann er nú kominn í bæinn, og það er búið að setja hann upp. Auk þess var gömlu dælun- um skipt út fyrir nýjar, þar sem þær voru orðnar illa farnar vegna sjógangs. Að sögn Harðar Þorsteinsson- ar hafa viðbrögð almennings við sjálfsalanum, sem komst í gagn- ið sl. föstudag, verið mjög góð. Fólk er svona að komast upp á lagið með að nota hann, smátt og smátt. Þess má geta, að ef sjálfsalinn fær ekki að vera í friði fyrir blessað nema að einu leyti að vinnubrögðin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Haugarnir eru enn í gangstétt- arrennunum og ruslið sem var tínt upp af leikvellinum og sett í poka (sem aldrei fóru lengra) er komið út um víðan völl aftur. Fleiri dæmi eru um léleg vinnu- brögð af hendi bæjarfélagsins sem ég ætla ekki að telja hér upp að sinni. Mér sýnist á þessum vinnu- brögðum að algjört stjórnleysi hafi ríkt í þessum vinnuhópi á vegum bæjarins. En ruslaskap- urinn er ekki sök þessara aðila og þar held ég að íbúarnir ættu að líta sér nær. Öll viljum við hafa snyrtilegt í kringum okkur en einhvernveginn verða göturn- ar og leikvöllurinn þar útundan, því þar er allt í rusli. Að lokum langar mig til að skora á bæjaryfirvöld, að auka jafnréttið í jrjónustu bæjarfélags- ins. Við borgum jú öll okkar skatta og eigum heimtingu á góðri þjónustu. Einnig skora ég á íbúanna að ganga betur um. Að síðustu þetta: Krakkar mínir! Leikvöllurinn er almenn- ingseign, og allt sem þar er gert er gert fyrir skattpeninga for- eldra ykkar, svo ekki leika ykk- ur að skemma leiktækin því það er ekki svo mikið af þeim fyrir. Takk fyrir. Halldóra Karlsdóttir. BLAK-OLDBOYS Áhugasamir, fyrrverandi sem nýir þátttakendur, hafi samband við Búbba hjá Skipasmíðastöð Marsell- íusar í síma 3790. Tímar verða á miðvikudögum kl. 20.15-21.45 og föstudögum kl. 18.45-20.15. Mæting í fyrsta sinn n.k. föstudag. Nefndin. skemmdarvörgum, verður hann umsvifalaust tekinn niður. Þetta er tæki upp á rúmar milljón krónur, og olíufélögin sjá enga ástæðu til þess að vera að halda honum við hér, ef ísfirðingar verða ekki ánægðari með hann en það, að þeir ráðist á hann og skemmi hann. Sjálfsalinn er aðeins rofi á hin- ar dælurnar, þannig að hægt er að fá þrjár tegundir eldsneytis úr honum. 98 okt., 92 okt., og gasolíu. það á ekki að fara fyrir sjálfsalanum eins og gömlu dæl- unum. Smíðaður hefur verið utan um hann kassi sem á að verja hann gegn sjógangi. ísfirðingar Vestfirðingar Vegna flutnings á skrifstofu minni frá Hrannargötu 2, yfir í stjórnsýsluhúsið, 3. hæð, Hafnarstræti 1, ísafirði, um næstu helgi, verður skrifstofan lokuð föstudaginn 16. september n.k. Skrifstofan verður opnuð í hinu nýja húsnæði á mánudagsmorgunn 19. september n.k. Ath. nýtt símanúmer, 3244 (2 línur). Tryggvi Guðmundsson hdl.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.