Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 15
BÆJARINS BESTA 15 alveg að nota peninga. Hins- vegar held ég að framtíðin muni bera í skauti sér skjala- laus viðskipti, bæði með tékkum og kreditkortum. Tékkarnir munu smámsam- an detta út og tékkakort munu koma í staðinn. Og í verslunum og fyrirtækjum verða litlar tölvur sem lesa af kortunum upphæðina sem tekið er út fyrir. Þetta er að gerast í dag úti í heimi. Kort- in eru notuð í auknum mæli. Þau eru ódýrari en seðlar. Og þar eru bæði debit- og kreditkort í gangi. Af debit- kortum fer upphæðin beint út af reikningi en kerditkort- in veita manni einhverja krít. Kreditkortamiðarnir detta út og viðskiptin verða meira og minna sjálfvirk og þannig fljótvirkari. Pappírs- flóðið minnkar. Annars er erfitt að spá í framtíðina í þessum viðskipt- um hér á landi. Nú eru bank- arnir að sameinast þannig að framtíðin er frekar ótrygg. Ég er ekki viss um hvort það gerist en ég held að í náinni framtíð muni bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum upp á fleiri en eitt kredit- kort. Þannig að bæði Eurocard og Visa standi til boða í sama bankanum. Við höfum til þessa aðeins haft um 20 af hundraði af banka- kerfinu á bak við okkur en Visa hefur haft um 80%. Þrátt fyrir þetta höfum við um 40.000 korthafa í við- skiptum við okkur en það er um 30 af hundraði af mark- aðinum.“ Nú hafið þið verið í aug- iýsingaherferð á móti Visa og lentuð í málaferlum? ,,Já við lentum í málaferl- um og ein auglýsing frá okk- ur var bönnuð,“ segir Gunn- ar og verður dálítið klókur á svip. „En allar hinar voru í lagi. Auglýsingaslagorðið sem við notuðum „Láttu ekki vísa þér á dyr“ var talið réttlætanlegt og var ekki bannað. Við notuðum það en ætlum ekki að endurtaka notkun þess í framtíðinni. Við erum búnir að ná því takmarki sem við ætluðum okkur.“ Gerir upp gömul hús í frístundum Hefur þú hugsað þér að vera áfram í þessarri stöbu? Er ekki allt of lítið að gerafyr- ir þig núna þegar þetta rúllar svona áfram í rólegheitunum? t :n.? „Nei, það er það góða við þetta starf að maður hefur alltaf nóg að gera. Það er alltaf eitthvað að gerast. Ég er meira í stjórnun hérna og það eru alltaf einhver mál sem koma upp. Ég er ekki orðinn verkefnalaus þótt ég hafi sagt þér að það sé farið að róast aðeins í kringum mig. En ef ég verð verkefna- laus þá fer ég að hugsa mér til hreyfings, því það er það versta sem ég get hugsað mér.“ Gunnar segir að vinnan sé aðaláhugamál sitt. Hann segir að sumir vinir sínir seg- ir að hann sé það sem kallast á ensku „workaholic". „Þú þarft þá ekki að spyrja frek- ar um áhugamálin“ segir hann og hlær. „Annars fer ég í veggjabolta tvisvar í viku og hef mjög gaman að því. Og síðan hef ég verið að dunda mér við það að gera upp gamalt hús. Það eru eins konar álög á mér að vera alltaf að gera upp gömul hús.“ Nú, af hverju segirþúþað? „Vegna þess að ég hef gert það áður. Þetta er þriðja húsið sem ég er að gera upp. En ég hef gaman að þessu og það tekur meg- inpartinn af frístundunum. Ef maður hefur einhvern tíma aflögu þá er þetta skemmtilegt. Én svo þegar maður líka stundum latur og lofar sjálfum sér að þegar maður kemur heim eftir erf- iðan dag í vinnunni. Það er sjálfsagt ellin sem er að fær- ast yfir mann.“ Allt er fertugum fært „Hann er fljótur að líða tíminn,“ segi ég heimspeki- lega. „Já, alveg svakalega fljót- ur. Og maður sér það ekki nema á börnunum. Mér finnst ég ekkert hafa elst en svo þegar ungarnir fara að skríða úr hreiðrinu þá finnst manni maður vera orðinn gamall.“ Nú, er það byrjað hjá þér? „Já, það er byrjað,“ segir hann brosandi. Hvað áttu mörg börn? „Ég á þrjú. Eina stelpu, Elínu, sem er að verða tví- tug, Gunnar en hann er átján ára og Kolbrúnu en hún er fjórtán ára.“ Pú getur þáfarið að lifa líf- inu upp á nýtt? „Ja, það er nú það. Mað- ur er steinhissa á þessu. Ég hangi kannski einn heima hjá konunni á kvöldin vegna þess að það er svo mikið að gera hjá þessu unga fólki. En þetta er víst gangur lífsins, maður,“ segir hann og það gætir eftirsjár í röddinni. „En allt er fertugum fært,“ segi ég hughreystandi. „Já, einhvers staðar stendur það víst,“ segir hann og svo hlæjum við báðir. Svo ákveð ég að pumpa hann dálítið meira um fortíð- ina. Pú varst heilmikill töffari hérna í gamla daga? „Nei, nei,“ segir hann og er fljótur að afneita því. „Ég hef heyrt það!“ „Hvar hefur þú heyrt það?“ spyr hann og ég vík mér liðlega undan að svara spurningunni með því að koma með staðhæfingu. Pú keyrðir um á stórum bíl „Málningarvinnan hjá Sæmundssonum átti betur við mig en allavega! „Ja, við bræðurnir áttum bíl saman. Það var Ford Mercury, árgerð 1955. Það voru aðeins til tveir slíkir bíl- ar á landinu. En það var dýr útgerð maður. Við keyptum hann af pabba en hann eyddi miklu og var dýr í viðhaldi þannig að hann endaði í einni uppfyllingunni á ísa- firði og Orkubúið stendur sennilega ofan á honum núna. Við vorum að rúnta á þessum dreka okkar en lengra náði nú töffaraskap- urinn ekki.“ Trommari í hljómsveitinni „Noisemakers“ Pú varst eiithvað í tónlist? „Það er nú ekki hægt að segja það. Mig hefur nú samt oft langað til þess og kannski verður tónlistin eitthvað sem ég fer að dunda við í framtíð- inni. Hver veit! En ég hef til þessa ekki komið mikið ná- lægt tónlist. Ég var að vísu trommari einu sinni í skóla- hljómsveitinnii. Svo þegar dóttir mín fór að læra á fiðlu þá sat ég yfir henni þegar hún var að æfa sig þannig að ég hugsa að ég geti spilað lag á það hljóðfæri ef ég ætti það til. Ég byrjaði reyndar í tón- listarskólanum hjá Ragnari H. en entist ekki til að klára það. Maður var latur við þetta.“ Hvað hét hljómsveitin? „Hún hét „Noisemakers" og starfaði bara einn vetur. í henni voru Hemmi Níelsar, Halli Ingólfs og Grettir Eng- ilberts svo og ég á tromm- ur.“ sjómennskan" segir Gunnar. Pú hefur þótt efnilegur trommari eða hvað? „Nei, það var ég nú ekki enda var ég bara einn vetur í hljómsveit.“ Voru ekki Uppsalir upp á sitt besta þegar þu varst ungur maður á ísafirði? „Jú. Menn fóru á Uppsali til Petter og sfðan voru bekkjarböllin í Alþýðuhús- inu, stórmerkilegar sam- komur sem ég sakna hrein- lega í dag. Þetta voru heljarinnar skröll. Bekkjun- um var raðað meðfram veggjunum uppi og síðan var dansað þar en drukkið niðri.“ Pú hefur líka snemma far- ið að hafa áhuga á stóra, gráa steinhúsinu við Austur- veg eins og fleiri ungir menn á Isafirði? „Já, það heyrði til. Það var alveg viss passi að maður SS H-PRENT BÆJARINS BESTA Senda viðskiptavinum sínum, lesendum og Vestfirðingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœld á nýju ári með þökkfyrir það liðna.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.