Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA
11
Grjóthrun í Óshlíð:
Netin héldu en
staur og undirstöður
stórskemmdust
r
REYNSLA fékkst á
grjótvarnarnet Vega-
gerðarinnar á Óshlíð fyrir
nokkru. Allstór grjótskriða
féll á netið fyrstu vikuna í
desember skammt fyrir inn-
an ytri vegskálann og hélt
netið sjálft þannig að ekkert
grjót fór fram á veginn en
staur stórskemmdist og und-
irstöður hans mölbrotnuðu.
Nokkrir metrar af grjót-
varnarnetum voru settir upp
í sumar en verulega bætt við
í október og alls eru netin nú
um 200 metrar. Pau eru um
fjögurra metra há og eru
staðsett í svokölluðum
Skriðum og einnig fyrir inn-
an ytri vegskálann.
„Við búumst við því að
þetta verði daglegt brauð,
þ.e. að staurar og undirstöð-
ur skemmist undir svona
álagi, en tilganginum er samt
náð því grjótið fer ekki inn á
veginn“ sagði Geir Sigurðs-
son starfsmaður Vegagerðar-
innar í samtali við blaðið.
„Þegar fer að vora má búast
við töluverðu grjóthruni því
grjótið springur í frostinu og
þegar fer að hlýna, og sér-
staklega í sólbráð, þá hrynur
það niður.“
Að sögn Geirs er það
stefna Vegagerðarinnar að
bæta verulega við netin.
ísafjördur:
Ákveðið að endurvekja
Togaraútgerð ísafjarðar
AÐALFUNDUR Tog-
araútgerðar ísafjarðar
h.f., sem haldinn var í
Stjórnsýsluhúsinu á fimmtu-
dag, tók þá ákvörðun að
hafna tilboði Ishúsfélags ís-
firðinga í hlutabréf þess og
endurvekja félagið sem hef-
ur ekki starfað í tugi ára.
Togaraútgerð ísafjarðar
var stofnuð árið 1956 en hef-
ur aldrei verið með útgerð.
Félagið á um 14% hlut í ís-
húsfélagi ísfirðinga. Stærsti
hluthafi í Togaraútgerðinni
er Bæjarsjóður ísafjarðar
sem á 42%, íshúsfélagið á
32% og Kaupfélag ísfirðinga
á 12% og 47 aðrir hluthafar
eiga minna.
Fyrir nokkrum árum var
kosin skilanefnd á aðalfundi
Togaraútgerðarinnar sem í
áttu sæti Haraldur L. Har-
aldsson, Kristján G. Jó-
hannsson og Sverrrir Berg-
mann. Nefndinni var falið að
★ ★ KRUSJN: *
JÓLADANSLEIKUR
ANNAN í JÓLUM KL. 23-03. ALDURSTAKMARK 20 ÁR.
HIN ELDHRESSA HLJÓMSVEIT
BG-FLOKKURINN
SKEMMTI R
SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR - MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ
OPNUNARTÍMI YFIR JÓLIN
AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER KL. 1000-1500
JÓLADAGUR 25. DESEMBER LOKAÐ
ANNAR í JÓLUM 26. DESEMBER KL. 1200-1630
GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER KL. 1000-1500
NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR LOKAÐ
ATH! SJÁLFSALINN ER OPINN EFTIR LOKUN
Gleðilega hátíð
BENSÍNSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
reyna að selja hlutabréfin í
íshúsfélaginu en taldi að
ekkert nægilega hátt boð
hefði borist í þau og eftir það
var málinu frestað. Á fund-
inum á fimmtudag var kynnt
tilboð íshúsfélagsins í bréfin
og bauð það 8 milljónir og 70
þúsund krónur í þau. Tilboð-
inu var hafnað sem fyrr segir
og ákveðið að endurvekja
félagið. Þess má geta að til-
boðið fól í sér 2000-falt nafn-
verð bréfanna.
í stjórn Togaraútgerðar-
innar voru kosnir Haraldur
L. Haraldsson, Magnús
Reynir Guðmundsson,
Smári Haraldsson, Pétur
Sigurðsson og(< Haraldur
Jónsson. Ákveðið var að gefa
henni tíma til 15. mars til þess
að kanna hvaða möguleika
félagið hefur til útgerðar. At-
huga á hvort nýir aðilar vilja
koma inn í félagið og leggj a til
aukið hlutafé.
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ!
SÍÐASTA TÖLUBLAÐ BÆJARINS BESIA 1989,
KEMUR ÚT FIMMTUDAGINN
28. DESEMBER N.K.
SKILAFRESTUR AUGLÝSINGA RENNUR ÚT
Á HÁDEGI 27. DESEMBER.
BÆJARINS Bm
blað í stöðugri sókn.